Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 84
84 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2:15 - 4:15 - 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 2 - 4 B.i. 7 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 2 - 6 - 10 ZODIAC kl. 3 - 6 - 9 B.i.16.ára THE REAPING kl. 10:10 B.i.16.ára GOAL 2 kl. 1:40 - 3:50 - 6 B.i.7.ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 6 - 8.10 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ 30.000 manns á 7 dögum Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR laugardag og sunnudag og mánudagSparBíó* 450kr PIRATES 3 KL. 14:00 Í ÁLFABAKKA OG Á AK. ZODIAC KL. 15:00 Í ÁLFABAKKA BLADES OF GLORY KL. 14:00 Í ÁLFABAKKA OG KL. 14:00 Í KEFLAVÍK www.SAMbio.is GOAL 2 KL. 13:40 Í ÁLFABAKKA MEET ROBINS. KL. 13:50 Í ÁLFABAKKA OG KL 14:00 Á AKUREYRI LÍKT OG í samskiptummanna almennt kemursitt hvað uppá í samstarfihljómsveita og margar eru ekki sterkari en svo að þær hrökkva í sundur um leið og eitt- hvað bjátar á. Svo eru þær hljóm- sveitir sem styrkjast við það að ganga í gengum erfiðleika, verða betri líkt og fór með sveitina Grails, sem mjög er mærð meðal áhuga- manna um þungt neðanjarðarokk, einskonar síð-síðrokk. Grails, sem er tæplega tíu ára gömul sveit, byrjaði sem heimaverkefni gít- arleikarans Alex Hall, en hann var búinn að fá sig fullsaddan af hljóm- sveitum eftir að hafa spilað pönk ár- um saman. Meðleigjandi Halls heyrði upptökur með honum og taldi hann þó á að finna sér félaga til að vinna hugmyndir með. Hall fór því af stað og leitaði nú í aðra gerð af músík en hann hafði áður stundað því þeir sem hann fékk með sér voru hagvanir í spunakenndri þjóðlagatónlist, fiðluleikarinn Tim- othy Horner, sem gerði garðinn frægan með þeirri ágætu sveit Jac- kie-O Motherfucker, bassa- og pí- anóleikarinn William Slater, sem er klassískt menntaður, slagverks Em- il Amos og gítarleikarinn Paul Spitz. Sveitin fékk nafnið Laurel Canyon og tróð upp undir því nafni nokkrum sinnum áður en haldið var í hljóðver. Týndur, horfinn, harmafregn Laurel Canyon sendi frá sér tvær stuttskífur 2000 og 2001 og í kjöl- farið var henni boðið að vera með í Neurot-útgáfuklíkunni, sem þykir mikill heiður. Fyrsta Neurot-skífan með sveitinni kom svo út 2003 undir nýju nafni, Grails, enda Laurel Ca- nyon-nafnið orðið ónothæft eftir að kvikmynd með sama nafni naut hylli. Um líkt leyti gekk Paul Spitz úr skaftinu og í hans stað kom spunarokkgítarleikarinn Zak Riles. Þessari fyrstu skífu Grails, The Burden of Hope, var vel tekið, gríð- arlega vel tekið reyndar, en þó greinilegt að sveitin var enn að mót- ast. Næsta skífa, Redlight, var stórt skref framávið, en í kjölfar hennar flosnaði Timothy Horner upp frá sveitinni og frá flestu í lífinu reynd- ar, því hann hvarf sjónum manna í þoku geðtruflana og fíkniefnaneyslu og hefur víst ekki sést í langan tíma. Hvar hann er, veit enginn. Þessi hörmungartíðindi höfðu mikil áhrif á sveitarmenn, sem von- legt er, en þeir gáfust þó ekki upp, héldu sínu striki í tónleikahaldi, en tónlistin þyngdist heldur við þetta, fiðluhljómurinn hvarf og í stað hans komu þyngri gítarar og rafmögnuð klifun. Gömul sýra Í tónleikaferð um Evrópu til að kynna Redlight komst Grails í sam- band við aðstandendur Southern- plötuútgáfunnar ensku sem buðu sveitinni að taka upp plötu í Latitu- des-útgáfuröðinni, en sú snýst um að fá hljómsveitir til að sleppa fram af sér beislinu og taka upp eitthvað óvenjulegt sem síðan er gefið út í mjög takmarkaðri útgáfu. Gails-félagar tóku þessu kosta- boði og úr varð að þeir tóku upp þrjú lög, klassískar perlur af sýrðu rokki sem komu út 2005 undir nafn- inu Latitudes: Interpretations of Three Psychedelic Rock Songs from Around the World. Amos Hall valdi lögin, en þau komu hvert úr sinni áttinni: eitt lag frá bandarísku þjóðlagarokksveitinni Byrd, annað frá bresku furðufuglunum í Gong og svo loks eitt lag frá japönsku rokk- sveitinni sérkennilegu Flower Tra- vellin’ Band. Jarðlitarokk Upptökulotan hristi sveitina vel saman og markaði henni nýja stefnu eins og heyra mátti á næsta verkefni, tveim tólftommum sem gefnar voru út undir nafninu Black Tar Prophecies og komu síðan út á einum disk á síðasta ári. Andrúms- loft er allt orðið drungalegra og stemmningin dapurlegri, tónlistin tilraunakenndari og um leið talsvert þyngri, vitnað í Black Sabbath og Led Zeppelin, án þess þó menn séu að týna sér í einhverri fortíð- arhyggju, aukinheldur sem kryddað er vel með krátrokki (Popol Vuh). Frábær plata. Fyrir stuttu kom svo út ný Gra- ils-skífa, fyrsta eiginlega breið- skífan frá því Horner hvarf sjónum manna. Á henni heldur sveitin kúrs- inum frá síðustu skífu en þó með til- brigðum – til að mynda er á plöt- unni lag sem kalla mætti fjörugt, en slíkt hefur ekki heyrst á Grails- plötu til þessa. Slagverk setur sterkan svip á plötuna, ekki síður en skældir og bjagaðir gítarar og fyrir vikið hefur tónlistin mun víðari skírskotun en ella, fleiri litir á spjaldinu og meira líf í myndinni, þó enn séu jarðarlitir í forgrunninum. Þung framúrstefna Bandaríska sveitin Grails hefur gengið í gegnum sitt hvað um dagana, en verður bara betri við mótlætið, eins og heyra má á hennar nýjustu plötu. Framúrstefna Eftirlifendur í Gails. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíassson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.