Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
MARÍA ELLINGSEN
É
g fæddist á Fæðing-
arheimilinu í Reykja-
vík 22. janúar 1964.
Mamma var komin
þrjár vikur framyfir
og ég var 20 merkur
og 59 cm. Ég fæddist
stór inn í þennan
heim og það markaði mig strax á ein-
hvern hátt. Ég var alltaf dálítið langt
á undan mér, þroskuð og fullorð-
insleg, lærði að labba níu mánaða og
lesa þriggja ára og var á undan í
skóla,“ segir María sem ólst upp í Ár-
bænum og Breiðholti þar sem hún
var á meðal frumbyggja. Nú býr hún
á rótgrónari slóðum, í fallegu upp-
gerðu húsi við Vesturgötuna í
Reykjavík, ásamt eiginmanni sínum,
fjölmiðlamanninum Þorsteini J. Vil-
hjálmssyni, og tveimur dætrum
þeirra, Láru átta ára og Kristínu
þriggja ára. „Ég hef alltaf verið Vest-
urbæingur í eðli mínu. Fimm húsum
hér fyrir ofan er húsið sem langamma
mín, María Ellingsen, byggði um
aldamótin þarsíðustu.“
Hún varð stúdent frá Fjölbrauta-
Leikkona, leikstjóri, skáti, náttúrubarn, bar-
áttukona og kennari eru nokkrir titlanna sem
María Ellingsen getur gegnt. Einhverjir
gætu haldið að þarna færi kona með margar
ásjónur vegna þeirra fjölmörgu viðfangsefna
sem hún tekst á við en andlitið er aðeins eitt
og það horfir beint áfram.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
HEIL-
STEYPT
HUGSJÓNA-
KONA
Sigurvegari á öllum vígstöðvum
Aðalsmerki E-Class eru fágun, þægindi og öryggi sem hefur tryggt honum betri einkunnir í akstursprófunum en
dæmi eru um og 320 CDI gerðin er með 224 hestafla dísilvél sem skilar bílnum í 100 km hraða á 6,8 sekúndum.
Nýjasta útgáfan af E-Class státar af háþróuðu stöðugleikakerfi og skynvæddum ljósabúnaði (Intelligent Light
System) sem hefur vakið athygli um allan heim.
ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi.
Verð frá 4.590.000 kr.