Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu HÁSKÓLI Íslands og Háskólinn á Hawaii hafa fengið styrk frá Vísinda- sjóði Bandaríkjanna (NSF) að and- virði 100 milljónir króna til að fara í könnunarleiðangur á Reykjanes- hrygg og rannsaka jarðsögu hafs- botnsins síðustu átján milljón ár. Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun sem fram fer í rann- sóknarleiðangri á Reykjaneshrygg. Notast er við rannsóknarskipið R/V Knorr frá Woods Hole Oceanograp- hic Institute sem er sérhannað til rannsókna á sjó. Leiðangurinn hefst á föstudaginn kemur, á að standa í mánuð og skipið kemur í Reykjavík- urhöfn á morgun, mánudag. Skipið er búið nýjustu rannsóknartækjum, er með 22 manna áhöfn og tekur 32 vísindamenn og tvo tæknimenn. Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja frá Norðurpólnum til Suð- urskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á þessum slóðum fór fram fyrir um 40 árum og hefur rannsóknaraðferð- um og tækjakosti fleygt gríðarlega fram á þeim tíma. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti veitt nýja og betri sýn á það sem er að gerast í jarðskorpu landsins og landgrunnsins en ekki síður í hryggjakerfinu sem liggur um það. Tilfinnanleg eyða Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun HÍ fer fyrir leið- angrinum ásamt Richard Hey frá Háskólanum á Hawaii. Hann segir Reykjaneshrygginn einn áhugaverð- asta hlutann af hryggjakerfi heims- ins fyrir þrjár sakir. „Í fyrsta lagi er hann samfelldur með skásettu reki frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri að Reykjanesi í norðri. Í öðru lagi hafa myndast misgamlir V-laga hryggir sem vísa út frá Íslandi og í þriðja lagi ber hann mörg einkenni háhraða gliðnunarbeltis þrátt fyrir að vera hægfara. Skýringarnar er talið að megi m.a. rekja til heita reitarins undir Íslandi og þeirrar kvikufram- leiðslu sem þar er umfram kviku- myndun hryggjarins. Í núverandi hryggjakerfi jarðar er Reykjanes- hryggurinn undir mestum áhrifum af heitum reit. Þrátt fyrir öll þessi merkilegu einkenni er tilfinnanleg eyða í vísindalegri gagnasöfnun sem má rekja frá Íslandi og suður á 62° norðlægrar breiddar. Ennfremur hefur norðursvæðið utan hryggjar aldrei verið rannsakað kerfisbundið með jarðeðlisfræðilegum aðferðum til þess að athuga hvort þekktar til- færslur rekbeltanna á landi eigi sam- svörun á hafsbotni. Mikilvægt er að framkvæma þessar rannsóknir til þess að kanna hvort myndun V-laga hryggja tengist á einhvern hátt færslu rekbelta á landi.“ Hefja viðamikla rann- sókn á Reykjaneshrygg SIÐANEFND Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að hluti auglýs- ingaherferðar Vífilfells á Coke Zero-gosdrykknum hafi brotið gegn fyrstu grein siðareglna SÍA, sem fjallar um velsæmi og segir: „Auglýsingar skulu ekki innihalda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn almennri velsæm- iskennd.“ Kæra barst frá Katrínu Odds- dóttur vegna meintrar kvenfyrir- litningar í herferðinni, en í þeim hluta herferðarinnar sem talinn var brjóta gegn velsæmi var spurt hvers vegna konur hefðu ekki „zero“-skoðanir og „zero“-bílpróf og hvers vegna kynlíf hefði ekki „zero“-forleik. Samkvæmt greinargerð frá hin- um kærða, Vífilfelli, og auglýs- ingastofunni Vatíkaninu, sem hann- aði auglýsingarnar, birtist hluti þeirra fyrir misskilning og verða ekki birtar aftur. Hafa þeir harmað það og beðist velvirðingar á þeim birtingum. Herferð Vífilfells var ekki siðleg NÚ ER kominn tími til að hleypa hestum úr hesthúsum og út í guðsgræna náttúruna. Um 40-50 hross ásamt 12 reiðmönnum lögðu af stað frá hesthúsum Andvara í Garðabæ sl. fimmtudag. Riðið verður á 4 dögum upp í Skarðshamra í Norðurárdal, þar verður áð í viku og svo lagt af stað norður að Staðarbakka í Eyjafirði. Morgunblaðið/Kristinn Lagt af stað í sleppitúr „ÞAÐ þarf að vinna landsskipu- lag fyrir miðhá- lendið og ég tel að það eigi ekki að ráðast í neinar stórframkvæmd- ir fyrr en að slíkt skipulag liggur fyrir. Skoðun mín hefur lengi verið að uppbyggðir vegir eigi ekki heima á miðhálendi Íslands,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra í opnu- viðtali við Morgunblaðið í dag. Hún vill ekki að vegurinn yfir Kjöl verði malbikaður. Þórunn segist einnig andvíg hvalveiðum í atvinnuskyni, sú afstaða hafi ekkert breyst við það að verða ráðherra. Það mál segir hún snúast um ímynd Íslands á alþjóða- vettvangi. Raunsætt viðhorf sé nauð- synlegt, enda geti veiðarnar skaðað orðstír landsins. | 32-33 Kjalvegur verði ekki malbikaður Þórunn Sveinbjarnardóttir KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss með áverka á andliti eftir slagsmál sem brutust út fyrir framan skemmtistað í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður og var útskrifaður eftir að gert hafði verið að sárum hans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum sáust slags- málin í eftirlitsmyndavél sem stað- sett er í miðbæ Keflavíkur. Voru lögreglumenn þegar í stað sendir á vettvang og leystu þeir slagsmálin upp. Tveir voru fluttir á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja en í framhald- inu var ákveðið að senda annan þeirra á LSH. Einn var handtekinn vegna máls- ins, karlmaður á þrítugsaldri, og fékk hann að sofa úr sér áfengisvím- una í fangaklefa. Hann var yfir- heyrður í gærdag en sleppt að því loknu. Sáu slagsmál- in í eftirlits- myndavél Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er geysimikill heiður og hvatning, ekki síst fyrir þá sem stunda orkurannsóknir á Íslandi,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Há- skóla Íslands, en í gær voru honum veitt Alheimsorkuverð- launin (e. Global energy int- ernational prize) í Pétursborg í Rússlandi. Verðlaunin hlaut Þorsteinn fyrir rannsóknir sín- ar í orkumálum, en þau eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála sam- tímans. Mikill metnaður er lagður í verðlaunin sem nefnd hafa verið rússnesku Nóbelsverðlaunin í orkuverkfræði og var gert ráð fyrir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti afhenti þau. Þorsteinn var valinn úr 146 manna hópi, en aðeins Nóbelsverð- launahafar og meðlimir í rússnesku vísindaaka- demíunni hafa rétt til að tilefna menn til verð- launanna. Þrjátíu manna alþjóðleg dómnefnd sá svo um valið. Þorsteinn hlaut helming verð- launanna í ár og hinum helmingnum deila Geoff- rey Hewitt og Vladimir Nakorjakov með sér, en þeir hljóta viðurkenningu fyrir rannsóknir og þró- un í varmaskiptafræði. Í ræðu sinni við afhendinguna sagðist Þorsteinn standa á öxlum risa sem undanfarna öld hafa rutt brautina fyrir nýtingu sjálfbærrar orku. „Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að nefna nöfn Steingríms Jónssonar, Jakobs Gíslasonar, Gunnars Böðvars- sonar, Jóhannesar Zoëga og Braga Árnasonar. Þessir einstaklingar hafa verið fremstir meðal fjölda frumherja í orkumálum á Íslandi.“ Þorsteinn kom einnig inn á framhald vetnis- verkefnisins í ræðu sinni og sagði að framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi gæti orð- ið fyrirmynd fyrir heiminn. Sú stefna að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis til nýrra orkubera krefst þess hins vegar að aukið verði við færni á svæði vetnistækni. Í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn verðlaunin vera mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut, bæði fyrir sig og aðra á Íslandi. „Og ég vona að þetta verði til að styrkja útrás okkar á sviði orkutækni. Til dæmis eru hér í Rússlandi spennandi atriði sem hægt er að vinna að með Rússum í orkutækni, því þeir standa þar mjög framarlega og eru öflug tækniþjóð, sérstaklega á orkusviði.“ Fékk Alheimsorkuverð- launin fyrir rannsóknir Í HNOTSKURN »Alheimsorkuverðlaunin eru veitt árlegafyrir framúrskarandi framlag til orku- verkfræði og voru veitt í fimmta skipti í gærdag. Á síðasta ári voru t.d. þrjár þjóðir verðlaunaðar fyrir rannsóknir á sviði kjarnorku. »Þorsteinn hlaut helming verðlaunannaen hinum helmingnum deila Breti og Rússi fyrir rannsóknir og þróun á sviði varmaskiptafræði. »Þorsteinn fær um 27 milljónir krónaauk sérstakrar orðu.Þorsteinn IngiSigfússon „Vona að þetta verði til að styrkja útrás okkar,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.