Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 92
SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2007 16 X °C | 8 X °C  Hæg sunnanátt, súld syðra og vestra en bjartara nyrðra og austandlands. Hiti 6- 18 stig að deginum. » 8 ÞETTA HELST» Álverið lyftistöng  Opnunarhátíð Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fór fram í gær. Þar full- vissaði Geir H. Haarde forsætisráð- herra forsvarsmenn Alcoa um að ný ríkisstjórn myndi starfa með fyr- irtækinu í sama anda og áður. Ráð- herrann sagðist jafnframt sann- færður um að álverið ætti eftir að verða gríðarleg lyftistöng fyrir allan þjóðarbúskapinn. » Forsíða Verðlaun fyrir vetni  Þorsteini Inga Sæmundssyni pró- fessor við Háskóla Íslands voru í gær veitt Alheimsorkuverðlaunin (e. Glo- bal energy international prize) fyrir framlag sitt til vetnisrannsókna á Ís- landi og í heiminum. Afhendingin fór fram í Pétursborg í Rússlandi og ráð- gert var að Vladímír Pútín Rúss- landsforseti afhenti verðlaunin. » 2 Skaut að konu sinni  Karlmaður á sextugsaldri var yf- irbugaður af sérsveit ríkislög- reglustjóra á heimili sínu í Hnífsdal á þriðja tímanum aðfaranótt laug- ardags. Maðurinn hleypti af úr hagla- byssu á heimili sínu og þurfti eig- inkona hans að flýja húsið til nágranna. Landhelgisgæslan flutti níu sérsveitarmenn til bæjarins og komu þeir höndum yfir manninn. » 4 Skildu eftir skuldir  Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að mikil orka hafi farið í að rétta af bágborna fjárhagsstöðu skólans sem fyrrverandi stjórnendur skólans skildu eftir sig. Verulegt tap hafi verið á skólanum síðasta eina og hálfa árið en hann sé nú rekinn með hagnaði. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Frækinn sigur Forystugrein: Ímynd starfa Reykjavíkurbréf: Fjölmiðlaeign Ljósvakinn: Sápuópera í Vesturbæ UMRÆÐAN» Á vaktinni - Viðhorf og væntingar Gistinóttum í apríl fjölgaði Norrænt þing iðnverkafólks Nýjar sýningar í Listasafni ASÍ Upptaka evru, Seðlabanki og krónan Samfylking vs. Spölur ehf. Frístundakort Endurheimt fuglalífs ATVINNA» TÓNLIST» Stöllurnar í amiinu eru orðnar sjóaðar. » 82 Bítillinn Paul McCartney spilaði Lady Madonna á flygilinn og fékk að blása í trompet Val- dísar. » 87 FÓLK» Bítill blés í trompet TÓNLIST » Wainwright semur fág- aðar poppóperur. » 84 FÓLK» Strákarnir fundu fyndna og sniðuga stelpu. » 87 Rafskinna heitir fyrsta íslenska sjón- ritið og kemur út í sumar. Sjónrit er tímarit á DVD- mynddiski. » 89 Fyrsta sjón- rit Íslands SJÓNRIT» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hilton send aftur í fangelsið 2. Byssumaður í Hnífsdal 3.Blæddi grænleitu blóði 4.Íslenskar konur fara fram á bætur Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is AUGLJÓST er að verði aflareglu við úthlutun þorskkvóta ekki breytt og veiðihlutfall lækkað eru verulegar líkur á því að bæði hrygningarstofn og veiðistofn fari niður úr því sem áður hefur sést, að sögn Björns Ævars Steinarssonar, forstöðumanns veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunarinnar. „Þá verður mun erfiðara að ná okkur upp úr lægðinni og þess vegna legg ég til að menn hætti þessum leik. Menn eru búnir að fela sig á bak við vitlausa fiskifræðinga, en hafa á sama tíma ekki fylgt ráðgjöf eða markvisst reynt að byggja upp fiskistofnana. Það hefur ekki verið vilji til þess. Og hafi verið vilji, þá hefur það ekki verið gert. Þess vegna erum við í þessari stöðu.“ Og full alvara er á bak við ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar um að þorskkvótinn verði lækkaður í 130 þúsund tonn á næsta ári. „Þessi lækkun er í það minnsta,“ segir Björn Ævarr. „Ef farið verður niður í þetta er byggt á árgangastærð sem við þekkjum og við vitum að við náum ekki meiru úr þeim árgöngum. Ef við fáum góðan lottó- vinning með árganginn 2007, þá kemur hann ekki inn fyrr en árið 2011 til 2012, þannig að áhrifanna fer ekki að gæta fyrr en eftir fjögur ár.“ Slík niðurstaða gæti því skilað langvarandi lægð þorskstofnsins í stað uppbyggingar. Björn Ævarr er því þeirrar skoðunar að best væri að lækka afla- úthlutun enn meira. „Menn þurfa að læra af reynslunni og hefja upp- byggingu. Ég minni á að ef við færum eftir sömu viðmiðun í kjörsókn á þorski og við leggjum til í humri, síld og steinbít, þá myndi það þýða 60 til 70 þúsund tonna þorskkvóta.“ Menn hætti þessum leik Ef veiðihlutfall verður ekki lækkað eru verulegar líkur á að bæði hrygningarstofn og veiðistofn fari niður fyrir það sem áður hefur sést Morgunblaðið/Alfons Finnsson Þorskurinn Staða þorskstofnsins er nærri sögu- legu lágmarki samkvæmt ástandsskýrslu Hafró. Í HNOTSKURN »Hafrannsóknastofnunin hefur lagt þaðtil árum saman að aflareglu verði breytt og veiðihlutfall lækkað vegna kerf- isbundins ofmats á þorskstofninum. »Ekki hefur verið farið að tillögu stofn-unarinnar í þessum efnum og raunar er hefð fyrir því að veiði sé umfram ráðgjöf, stundum svo miklu munar. »Einnig voru tillögur aflareglunefndarum lækkun veiðihlutfalls hunsaðar.  Málamiðlanir um hvarf þorsksins? | 26 NÝR forstjóri Norræna húss- ins, Svíinn Max Dager, hyggst gera róttækar breytingar á starfseminni og gera húsið að eft- irsóttum alþjóð- legum vettvangi fyrir ráðstefnur, menningarumræðu og miðlun af ýmsu tagi. Í húsinu verður komið upp útbúnaði fyrir fullkomnar staf- rænar kvikmyndasýningar. Þá verð- ur jafnt hægt að sýna þar nýjar kvikmyndir sem og senda út frá við- burðum eins og óperuuppfærslum í Metropolitan óperunni í hæstu gæð- um og á breiðtjaldi. Með sömu tækni gæti rithöfundur eins og Salman Rushdie tekið þátt í Bókmenntahá- tíð í Reykjavík um gervihnött. Húsinu sjálfu breytt Samfara breyttum áherslum í starfsemi verða gerðar breytingar á Norræna húsinu sjálfu í samvinnu við Alvar Aalto akademíuna í Finn- landi og húsfriðunarnefnd. Þær breytingar miða að því að auka nýt- ingarmöguleika hússins í takt við breytta tíma. | 34 Gerbreytt starfsemi Norræna hússins Max Dager LANDSMÖNNUM bauðst að skella sér í sund á kostnað Símans í gær, laugardag. Margs konar uppá- komur voru í laugunum og nýttu því margir sér tækifærið. Þótt sólin hefði mátt skína skærar víða um land virtust allir vel við una. Þessi litla hnáta hafði í nógu að snúast í Árbæjarlauginni og einbeitti sér sem mest hún mátti í einkaflugtím- anum. Hún tók nokkrar snertilend- ingar áður en flugferðinni lauk, en það var þó mál manna að aðstoð- arflugmaðurinn stæði sig ekki síð- ur vel. Morgunblaðið/Sverrir Flogið yfir land og sjó Landsmenn fengu frítt í sund í boði Símans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.