Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 59 UMRÆÐAN RAGNAR Stefánsson er tungu- lipur maður, sem lagar staðreyndir sér í hag og fer lítið eftir reglum, erfiður maður. Þeir, sem ekki þekkja vel til, myndu ætla, að allt væri í stakasta lagi í stjórn LBL, og gagnrýni mín því ekki á rökum reist. Því miður er ekki svo. Er hægt að búast við lýðræð- islegum vinnubrögðum í landsfélagi, þar sem bæði formaður, Ragn- ar Stefánsson og vara- formaður, Sveinn Á. Jónsson, eru báðir úr sama aðildarfélaginu, Framfarafélagi Dal- víkurbyggðar, FD, og fagmenn á sínu sviði sem útsmognir pólitík- usar af gamla skól- anum? Hætt er við, þegar svona er í pottinn búið, að orðið lýðræði sé í raun öfugmæli og ein- ræði eigi betur við. Staðreyndin er, að FD er aðeins eitt af 19 skráðum aðildarfélögum LBL og formaður og varaformaður styðja hvor annan 100% á stjórn- arfundum. Af því leiðir, að valda- jafnvægi innan aðildarfélaganna í stjórn LBL er eins lítið og hugsast getur. Slíkt býður upp á misbeitingu valds og spillingu eins og raun ber vitni. Á fyrsta stjórnarfundi LBL, eftir að þeir félagar Ragnar og Sveinn tóku við, valdi Ragnar varaformann sinn, Svein á Kálfsskinni, sem ritara fundarins. Á fundinum bar formaður fram þá ósk sína að stytta tveggja ára verk- efni, Unglingurinn á landsbyggð- inni, úr tveimur árum í eitt ár. Þegar hér var komið sögu voru skólarnir vel á veg komnir með að vinna verkefnið á grundvelli tveggja ára eins og þeir höfðu samþykkt að taka þátt í. Mér brá í brún og sagði, allt of seint í rassinn gripið að fara breyta verkefninu á miðjum ferli. Málið var ekki meira rætt! Í fundarlok bað ég fundarritara að lesa upp fundargerðina. „Nei,“ sagði Sveinn, „það er enginn tími til þess“. Stuttu síðar biður Sveinn stjórnarmenn að skrifa undir fund- argerðina, sem þeir gerðu. Illur grunur sótti að mér. Ég bað Svein að senda mér fundargerðina, sem hann gerði ekki! Í þessari fundargerð Sveins stóð að samþykkt hefði verið að stytta verkefnið um eitt ár. Staðreyndin var að tillaga þess efnis var aldrei borin upp. Fyrsti aðalfundur LBL, eftir hall- arbyltinguna 2003, var haldinn í Dalvíkurbyggð 2004. Því var augljóst að for- maður og varafor- maður ætluðu sér að nýta tækifærið og draga taum heima- byggðarinnar í sinni formannstíð. Frá Húnavatnssýslu sitja líka tveir menn í aðalstjórn og næsti að- alfundur LBL var haldinn á Húnavöllum, rétt við túngarðinn á Kagaðarhóli hjá Stef- áni Á. Jónssyni, gjald- kera LBL. Bendir þetta ekki til spillingar, einhvers konar verðmætaskipta á milli sitj- andi manna í stjórn? Enda vill helst enginn þeirra fara úr stjórn LBL. Er ekki óeðlilegt, að fjórir menn af sjö í aðalstjórn komi af svo til sama blettinum af landinu? Ég hef stundum verið spurð að því, hvort LBL sé aðallega fyrir Norðlend- inga? Það er eitthvað til í því. „Ég vil verða formaður,“ sagði Ragnar, þegar ég var að undirbúa stofnun Framfarafélags Dalvík- urbyggðar árið 2001. Stuttu seinn heyrðist: „Ég vil vera formaður í LBL“. Í þriðja sinn endurtók sama sagan sig, þegar ljóst var, að for- mennskan í Hela Norden ska leva, HNSL, sem eru heildarsamtök frjálsra félagasamtaka á Norð- urlöndum, átti að ganga til Íslands. Sér til stuðnings fékk hann sam- þykki meðstjórnenda sinna í LBL. Þessi aðferð þekkist vel innan stjórnmálaflokka, en hafði aldrei verið notuð hjá HNSL. Fulltrúar kjörnir á landsfundi sinna félaga til að gegna erlendum samskiptum höfðu hingað til verið álitnir hafa fullt umboð til að taka við for- mennsku, þegar röðin kæmi að við- komandi landi. Ragnar Stefánsson hafði hvorki umboð landsfundar LBL né sat í stjórn HNSL. Eftir Tromsö-fundinn skrifaði Ragnar bréf til stjórnarmanna í HNSL, og lýsti ánægju sinni með fundinn, án nokkurra undirtekta, sem er mjög einstakt. Ef af líkum má ráða, eru menn í HNSL alls ekki ánægðir með Ragn- ar Stefánsson sem formann. Vandræðin, sem upp komu í Tromsö, voru aðeins vegna afskipta Ragnars. Þegar boð kom frá lands- kjörnum fulltrúa erlendra sam- skipta í Noregi bæði til mín, sem landskjörins fulltrúi erlendra sam- skipta í LBL og hans líka, tók Ragn- ar málið í sínar hendur í stað þess að láta mig um það í samvinnu við sig. Hann tilkynnti, að hann einn kæmi á vegum LBL og neitaði að tilkynna komu mína, sem var nauðsynlegt formsatriði í Noregi. Þess vegna var mér vísað út af fundinum! Því miður er þetta ekki eina dæm- ið um lélega framkomu Ragnars á fundum hjá HNSL. Að stjórna heimasíðu LBL er óskadraumur stjórnmálamannsins, Ragnars Stefánssonar. Þar gefst honum tækifæri til að koma fram með hvers kyns áróður, oft dulbúinn í formi upplýsinga. Útsmognir stjórnmálamenn sækja í að nota þann miðil sér í hag. Sterkasta vopn þeirra er fólgið í því, sem þeir sleppa að birta, upplýsingum, sem þeir telja vera sér í óhag. Þannig geta þeir misnotað vald sitt á áhrifaríkan hátt. Frá fyrstu tíð hefur Ragnar lagt mesta áherslu á að pólitískir flokks- félagar hans sitji í valdastöðum inn- an LBL. Núna eru víst fjórir af sjö sitjandi mönnum í stjórn LBL, Vinstri grænir! og verkefni, sem þessir menn stjórna fá fjárstuðning, en önnur ekki. Þessu þarf að breyta. Landsbyggðin lifi Fríða Vala Ásbjörnsdóttir svar- ar grein Ragnars Stefánssonar »Ef af líkum má ráða, eru menn í Hela Norden ska leva, HNSL, alls ekki ánægðir með Ragnar Stefánsson sem formann sinn. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er stofnandi og fyrsti for- maður LBL og fomaður LBVRN. MIKIÐ er ég hissa á allri umræðunni um reykingabann á veit- ingastöðum. Hún snýst allt of mikið um hvar fólk eigi að fá að reykja og hvernig reyk- ingaskýli veitingamenn geti sett upp. Miklu betra væri að nota tækifærið og tala um hvernig fólk getur hætt að reykja. Staðreyndin er sú að mikill meirihluti reyk- ingafólks vill hætta. Reykingabannið á veit- ingastöðunum er enn ein hvatningin til að drífa í því, enda hefur kannski aldrei verið auðveldara að hætta en einmitt núna. Aðalmálið er auðvit- að að vilja hætta og ákveða síðan dagsetn- inguna. Bestur árang- ur næst yfirleitt með því að nýta sér stuðn- ing. Að hætta á vilja- styrknum einum saman getur reynst erfitt. Rannsóknir sýna að innan við 10% tekst að ná langvarandi árangri án frekari hjálpar. Stuðningurinn getur verið í formi námskeiða eða stuðningsviðtala ásamt notkun lyfja. Hægt er að velja þá leið að hætta í áföngum. Fyrsti áfanginn gæti verið að losna undan reykingavananum og takast síðar á við nikó- tínfíknina. Það er t.d. hægt að gera með hjálp nikótínlyfja. Best er auðvitað að losna við reykingarnar og fíknina fyrir fullt og allt. Til að tryggja góðan árangur er gott að leita stuðnings á námskeiði eða í einkaviðtölum. Ekki er síður ástæða til að tala við lækni um nikótínlaus lyf sem slá á nikótínfíknina og frá- hvarfseinkennin. Á þessu sviði hafa orðið framfarir sem létta róð- urinn fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Góðar ráðleggingar og yfirlit um úrlausnir fyrir reyk- ingafólk er jafnframt að finna á vefsíðum Dokt- or.is og Lýðheilsustöðv- ar. En umfram allt, svo maður leyfi sér nú að stela þekktu slagorði – ekki gera ekki neitt. Rétta tækifærið Miklar framfarir hafa orðið fyrir þá sem vilja hætta að reykja segir Anna Dagný Smith Anna Dagný Smith »Mikill meiri-hluti reyk- ingafólks vill hætta. Reyk- ingabannið á veitingastöð- unum er enn ein hvatningin til að drífa í því. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri Heilsuverndarstöðvar InPro. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Falleg og vel skipulögð íbúð í mikið endurnýjuðu húsi alls 122,6 fm - 5 herb. íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað á Framnesvegi, við Lág- holtsveg vesturbæjarmegin við Hringbraut. Möguleiki á 4. svefnh. Mjög eftirsóknaverð staðsetning. Verð 30,9 millj. Alma og Ásgeir bjóða ykkur velkomin 551 9697 / 865 0503 OPIÐ HÚS! FRAMNESVEGUR 65 – 101 RVK í DAG MILLI KL. 14:00 OG 16:00 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Opið hús í dag á milli kl. 15-16 Hlíðarhjalli 41e - Kópavogur Falleg efri sérhæð með fallegu útsýni. Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi þar af hjónaherbergi með fataskáp og útgengt á austursvalir. Einnig útgengt á suður- svalir frá stofu sem er með arinn. Eldhús með sérsmíðuðum innréttingum, granít í borðplötu og sólbekkjum. Eign fyrir vandláta. V. 39,9 millj. 7594 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunás 9 - Gbæ. Einbýli Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 15.00 Hraunhamar fasteignasala hefur í sölu glæsilega hannað einbýli teiknað af Albínu Thordarson arkitekt. Eignin er 229,4 fm á 2 hæðum þar af er innb. tvöfaldur 43,1 fm bíl- skúr með aukinni lofthæð, einnig fylgir eigninni ca.30 fm. herbergi með snytingu á neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett á frábærum útsýnisstað innst í botnlanga í Ása- hverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, gest- asnyrtingu, herbergi, þvottahús, og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eld- hús, gangur, 3 herb. baðherb. hjónaherb. með baðherb. og fataherb. inn af. Inn- réttingar eru allar glæsilegar sérsmíðaðar úr Hlyn og gólfefni eru flísar.Gólfhiti er í stærstum hluta hússins. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Fallegur garður. Glæsileg vönduð eign í sérflokki. Eignin getur verið laus fljótlega. Birna tekur á móti áhugasömum væntanlegum kaupendum í dag milli 14.00 og 15.00. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.