Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 32
stjórnmál 32 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ S tjórnarandstaðan gerir sitt til að stytta hveitibrauðs- daga ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra fékk að kynnast því í þingumræðum í vikunni þegar leitað var eftir við- brögðum hennar við orkusölusamn- ingi Orkuveitunnar við Norðurál vegna fyrirhugsað álvers í Helguvík. Þar sagði Þórunn að fólk ætti að hætta að tala þannig að þó að fyrir- ætlanir væru um framkvæmdir, svo sem orkunýtingu eða byggingu stór- iðju, að „um leið og það sé sagt sé það orðið“. Þegar blaðamaður hittir Þór- unni í ráðuneytinu er hún nýkomin úr umræðunum og auðvitað hefst sam- talið á því eða um leið og uppistöðu- lónið er komið í bollana. Ekki farið inn á óröskuð svæði „Það er tímanna tákn að málshefj- andi, Kolbrún Halldórsdóttir, hafði engan áhuga á að tala við ráðherra iðnaðarmála heldur beindi fyrirspurn sinni til mín, sem er auðvitað eðlilegt og sjálfsagt, en orkumálin eru samt ekki beinlínis á minni könnu. Það var svolítill hiti í umræðunum og ekkert óvenjulegt við það,“ segir Þórunn. – Er málið ekki frágengið með þessum orkusölusamningi? „Þannig er það ekki. Það eru marg- ir fyrirvarar í þessum samningi og hvað umhverfismálin varðar þarf að fara í gegnum lögbundið ferli, mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, og gæta þess að skipulagsmál séu í lagi. Það ferli tryggir þátttöku almennings í ákvarðanatökunni. Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að bestu fáanlegu upplýs- ingar liggi fyrir um tiltekna fram- kvæmd, þannig að menn komist að bestu niðurstöðu. Og þó að það hafi lengi verið lenska hjá orkufyrir- tækjum hér að tala eins og allt sé fyr- irliggjandi þegar menn hafa hug á að nýta orku á tilteknum svæðum, hvort sem það er vatnsafl eða jarðvarmi, þá er það ekki þannig. Þó að menn hafi fengið rannsóknarleyfi hjá iðnaðar- ráðuneytinu er ekki þar með sagt að leyfi hafi fengist til nýtingar og það er mikilvægt að fyrirtæki geri sér grein fyrir að umhverfið hvað þetta varðar hefur breyst. Það er komin ný ríkis- stjórn. Hún samþykkti fyrir nokkrum dögum að við myndum vinda okkur í annan áfanga rammaáætlunar um náttúruvernd og klára hana á tveim árum. Á meðan á því stendur verður ekki farið inn á óröskuð svæði; það er skýrt í sáttmálanum og af minni hálfu. Það er skiljanlegt að ekki hafi allir áttað sig á því hvað þetta þýðir, en þetta er umhverfið sem fyrirtæki verða að vinna í. Og þeir sem vinna að þessum málum verða einnig að hafa í huga að það er ósamið á alþjóðlegum vettvangi um kvóta á losun gróður- húsalofttegunda sem má nýta eftir árið 2012, þ.e. eftir fyrsta skuldbind- ingartímabil Kyoto-bókunarinnar. Samningaferlið er rétt að hefjast og það væri óábyrgt af stjórnvöldum að gefa mönnum ádrátt um losunar- heimildir eftir 2012, enda engin fyr- irheit hafa verið gefin um þau.“ – Hvernig eru þær horfur? „Við blasir að Íslendingar munu þurfa að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Stjórnvöld sömdu um undanþágu síðast þegar samið var, en það er mat manna sem best þekkja til að slíkt sé óraunhæft núna. Ég vil ekki sækja undanþágur á þessum vettvangi. Í næstu samningum þarf að tryggja að öll ríki sem máli skipta verði með takmörkun á losun gróðu- húsalofttegunda. Það hefur setið á hakanum að ganga í það brýna verk- efni að gera framkvæmdaáætlun um að minnka losunina, en við verðum eins og aðrir að axla ábyrgð. Heild- armyndin er stór og flókin en mark- miðið er skýrt: Að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda.“ – Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins. En er það raunhæft, svona í alvöru talað, að hægt sé að sætta þessi sjónarmið? „Það verður að gerast.“ – Er ekki óhjákvæmilegt að annar hópurinn valti yfir hinn? „Nei, það er engum til góðs að einn hópur valti yfir annan. Markmið okk- ar er að ná sæmilegri sátt um auð- lindanýtingu og náttúruvernd hér á landi í anda sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun felur einmitt í sér að sókn eftir félagslegum og efnahags- legum gæðum haldist í hendur við umhverfisvernd. Stjórnvöld eiga auk- inheldur að starfa í anda samvinnu og stjórnmálamenn eiga að forðast að setja sig í átakastellingar. Okkar verkefni er að finna lausnir, ekki efna til ófriðar. En það hefur verið boðið upp á átök, ansi hörð, um einstakar framkvæmdir. Og þó ekki væri nema fyrir reynsluna af þeim, þá hlýtur að vera brýnt að ná sátt um það hvernig við tökum ákvarðanir um auðlinda- nýtingu svo ekki sé efnt til deilna um hverja einustu stórframkvæmd sem ráðist er í. Við höfum ekki annað val en að finna sáttaleiðir og nýta þær.“ Lýðræðislegt þanþol – Er það ekki einmitt verkefni stjórnmálamanna að taka erfiðar ákvarðanir og óhjákvæmilegt að ein- hverjum mislíki, – ekki mun rík- isstjórnin sitja með hendur í skauti? „Þvert á móti verður þetta ríkis- stjórn aðgerða, en það reynir á lýð- ræðislegt þanþol okkar að finna bestu leiðirnar. Það er hvorki til vitnis um pólitískan kjark né framsýni að hlusta ekki á þá sem eru ósammála manni, skoða ekki upplýsingar sem liggja fyrir frá öllum hliðum og taka ekki ákvörðun í ljósi alls þessa. Þeir sem telja sig vita allt best áður en umræðan hefst ástunda gamaldags og hrokafulla pólitík.“ – Stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningum í Hafnarfirði. Ertu þeirrar skoðunar að slíkar ákvarðanir eigi að taka á sveitar- stjórnarstigi, svo sem álver á Húsa- vík eða Helguvík, eða á að bera þær undir þjóðaratkvæði? „Atkvæðagreiðslan um stækkun álversins í Straumsvík var tækifæri Hafnfirðinga til þess að beita neit- unarvaldi gegn ákveðinni breytingu í skipulagi bæjarins og í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fór fram mjög yfirveguð og góð umræða í bænum um þessi mál. Ég fullyrði að ekki einn einasti kjósandi í Hafnarfirði hafi ekki vitað hvað til stóð eða komist hjá því að taka afstöðu. Niðurstaðan var skýr og það er bæjarstjórnarinnar að fylgja henni.“ – Þú hefur bent á að samkvæmt núgildandi náttúruverndaráætlun sé friðlýsing svæða í höndum umhverf- isráðherra, m.ö.o. friðlýsing hafi reglugerðargildi en ekki lagagildi, og gagnrýnt að henni megi breyta með einu pennastriki ráðherra. Hver er skoðun þín á þessu nú þegar þú ert orðin umhverfisráðherra? „Með pennann á lofti,“ segir hún og hlær. „Já, það er skemmtilegt að þú minnist á þetta, því við erum einmitt að undirbúa umhverfisþing í haust, þema þess er náttúruvernd og meðal annars verður rætt um náttúruvernd- aráætlunina og samning um líf- fræðilega fjölbreytni. Við erum að vinna að því hér í ráðu- neytinu að fara yfir núgildandi nátt- úruverndaráætlun, sem gildir til árs- loka 2008, og undirbúa endurskoðun hennar fyrir næsta tímabil. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að mér hefur þótt það óviðunandi að friðlýsingu megi breyta með einu pennastriki vegna þess að það gefur ekki náttúruverndinni það vægi sem hún þarf að hafa. En ég kem enn og aftur að ramma- áætluninni, að þegar við höfum kort- lagt landið og hvernig við nýtum það, hvort sem það er með vernd eða öðr- um hætti, þá höfum við betra tæki í höndunum til að vinna að nátt- úruvernd. Við þurfum að átta okkur betur á því til hvers við friðlýsum; markmið friðlýsinga geta verið ólík eftir svæðum og aðstæðum.“ Ekki bæði sleppt og haldið – Í stjórnarsáttmálanum stendur að stækkun friðlandsins í Þjórsár- verum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna. En svo virðist sem stjórnarflokkarnir túlki það ákvæði með ólíkum hætti hvað varðar Norðlingaölduveitu? „Í raun ekki. Ég sagði í umræðun- um í þingbyrjun að það væri mér metnaðarmál að það tækist að stækka friðlandið í Þjórsárverum og tryggja að það nái yfir hið sérstaka votlendi. Við það stend ég en ég ætla mér tíma til þess að fara yfir þetta. Ég hef litla trú á boð Umhverfisráðherrann Þórunn Sveinbjarnardóttir er þeirrar skoðunar að uppbyggðir vegir eigi ekki heima á miðhálendi Íslands. Umhverfismál voru mál málanna á síðasta kjörtímabili og útlit er fyrir að það sama verði upp á teningnum á því næsta. Pétur Blöndal talaði við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um virkjanamál, átök, hval- veiðar, jólamatinn og sitthvað fleira. » Svo held ég að við getum ekki litið framhjá því að ýmis öfl í samfélaginu hafa unnið mjög hart gegn Samfylkingunni. Það gæti reyndar verið og er vonandi að breytast. » Auðvelda þarf hverju einasta heimili í landinu að flokka sorp og koma því til skila, þannig að það sé eðlilegur hluti af daglegu lífi. Þetta á að vera verkefni hverrar einustu manneskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.