Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 49
og Íslandi umönnun einstaklinga með
heilabilunarsjúkdóma.
Hún rekur fyrirtæki sitt, Nordic-
Lights í Danmörku og býr á Jamaica.
„Rauði þráðurinn í öllu mínu starfi
er sá að persónan sé í öndvegi. Ein-
staklingurinn getur verið haldinn
ákveðnum sjúkdómi, en persónan á
bak við sjúkdóminn skiptir megin-
máli. Ég kynntist fyrst kenningum
Toms Kitwood þegar bók hans kom
út í danskri þýðingu árið 2001 og hef
auk þekkingar minnar og reynslu
notað hugmyndafræði hans við upp-
byggingu námskeiða minna.
Kitwood leggur áherslu á að fjalla
beri um manneskjuna á bak við sjúk-
dóminn í stað þess að einblína á sjúk-
dóminn sjálfan. Hann bendir í bók-
inni á ýmsar leiðir til að hjálpa fólki
að komast í gegnum það ferli sem
fylgir sjúkdómunum.
Persónumiðuð meðferð
Kitwood talar um tvenns konar
umönnunarmenningu: hina gömlu
menningu og persónumiðaða með-
ferð. Því miður sjáum við allt of oft að
hinni gömlu menningu sé fylgt á
stofnunum. Fólki er þá bókstaflega
komið í geymslu í stað þess að hjálpa
því að viðhalda persónuheild sinni
sem er annað lykilhugtakið í þessum
fræðum. Persónuheild er ekki sama
og persónuleiki. Persónuheildin gerir
okkur í raun að því sem við erum.
Hún markast af reynslu okkar og
þeim sporum sem hafa sett mark sitt
á okkur um ævina. Lífssagan er
þannig ekki ævisaga. Persónumiðuð
umönnun felst í að kafa undir yfir-
borð sjúkdómsins og finna persónu-
heild einstaklingsins. Þannig er hon-
um hjálpað að bera sjúkdóminn.“
– Þurfa þá aðstoðarmenn fólks með
heilabilun ekki að vinna með ættingj-
um til að grafast fyrir um fortíð þess?
„Einkenni heilabilunar eru m.a.
þau að fólk missir hæfileikann til þess
að segja frá sjálfu sér. Þess vegna er
mjög mikilvægt að fá vitneskju um
persónuleg einkenni, áhugamál og
venjur fólks með heilabilun til þess að
við getum skilið væntingar þess og
óskir og komið til móts við þær.“
– Persónuleikabreytingar valda
mörgum ættingjum miklum áhyggj-
um og kalla jafnvel fram angist. Sum-
ir segja jafnvel að þeir hafi misst sinn
fyrri ættingja eða maka.
„Kitwood leggur áherslu á að þetta
fólk hverfi ekki, heldur hafi það
breyst og samskiptin verði því erfið-
ari. Hann líkir þessu við að fólk gangi
í þoku og skynji ekki umhverfið til
fulls. Ímyndaðu þér það óöryggi sem
fólk getur fyllst þegar það skilur ekki
lengur umhverfi sitt og þekkir jafnvel
ekki algengustu hluti svo sem kaffi-
bolla. Til hvers í ósköpunum á ég að
nota þetta áhald? Sumum gæti jafn-
vel fundist kaffibollinn ógnandi og
brugðist við samkvæmt því. Þá þarf
ef til vill að segja sjúklingnum að úr
þessu áhaldi drekki hann kaffið.
Oftast nær er því rangt að tala um
breytingar á persónuleika. Einstak-
lingurinn hefur hins vegar misst
hæfileikann til að tjá sig með fyrra
hætti og það verðum við að læra að
skilja. Það er þó skylt að taka fram að
undantekning er frá þessu. Sé skað-
inn á tilteknu svæði í framheila verða
vissulega breytingar á skapgerð sem
má kalla persónuleikabreytingar.
Sumir hafa talað um svokallaða
vandamálahegðun ef fólk er erfitt við-
ureignar. Ég fullyrði að slík hegðun
sé ekki til. Við erum rót vandans. Við
skiljum ekki skilaboðin og það fer eft-
ir persónu hvers sjúklings hverjar af-
leiðingarnar verða. Sumir fyllast ör-
væntingu eða reiði, skilja ekki hvað er
á seyði og telja sér jafnvel ógnað. Þá
grípur fólk jafnvel til ofbeldis í þeirri
von að fá óskum sínum fullnægt.
Ef við höfum í huga að tjáning eða
hegðun fólks getur verið dulin hjálp-
arbeiðni opnum við fyrir heilmikinn
skilning. Framkoma starfsfólks, sem
miðast við að leysa vandamálin, er yf-
irleitt miklu betri en lyf. Það er allt of
algengt að fólki með heilabilun séu gef-
in róandi lyf. Þau valda oft kvíða og
verka eins og lok á hugann. Í stað þess
að ráðast að rótum meinsemdarinnar
er hún byrgð inni. Svo gefast aðrir
hreinlega upp og hverfa smám saman
inn í eigin skel, eins konar kúlu. Þessir
sjúklingar þykja oft auðveldari við-
ureignar. Það er mjög brýnt að starfs-
fólk þekki einkenni ýmissa sjúkdóma
sem valda heilabilun og viti hvernig eigi
að bregðast við þeim.“
Minnisheimt
– Minnisheimt er eitt af lykilorð-
unum í kenningum Toms Kitwoods.
Hvernig lýsir þú þessu hugtaki?
„Minnisheimtin er fólgin í að nýta
minningarnar – ekki endilega að við-
halda þeim. Hún felur í sér skamm-
vinna eða tímabundna endurheimt
einhverrar færni sem einstaklingurinn
hefur glatað.
Ég líki þessu stundum við að róa til
fiskjar því að ég er alin upp í bryggju-
umhverfinu á Dalvík. Ef maður kann
ekki lengur að sækja á miðin verðum
við að hjálpa honum að sækja sér í soð-
ið. Við erum í raun öngullinn sem fólk-
ið þarf á að halda. Er ekki betra að við
hjálpum honum að leggja línuna í stað
þess að slíta hana?
Við verðum því að vera reiðubúin að
hlusta eftir sundurlausum setningum
og orðum og hjálpast að við að skapa
heildstæða mynd. En til þess verðum
við að þekkja lífssöguna.
Stundum reynum við að fara með fólk
aftur í tímann með því að skapa um-
hverfi með hlutum sem það þekkir. Þeg-
ar fólkið finnur öryggið, sem hlutirnir
eða jafnvel ilmur og önnur skynjun
veita, koma oft ótrúlegustu hlutir upp á
yfirborðið – ýmsir hæfileikar sem fólk
býr yfir. Þetta er þó ekki varanlegt
ástand. En vellíðanin situr lengi í
kroppnum eftir að þessu ástandi lýkur.“
– Nú lýsir Tom Kitwood ástandinu
í Bretlandi í málefnum fólks með
heilabilun á heldur ókræsilegan hátt.
Hver er staðan hér á landi?
„Bókin er skrifuð út frá breskum
aðstæðum eins og þú víkur að. Kitwo-
od segir á einum stað að ef til vill falli
stærstur hluti framfara síðustu ára í
gleymsku og ástandið verði áfram
óbreytt. Hann telur m.a. að sparn-
aður í heilbrigðisþjónustu, krafa um
hámarksgróða einkarekinna hjúkr-
unarstofnana og viðhorf til þeirra
sem feta ekki sömu slóð og aðrir, geti
orðið þess valdandi.
Hann segir einnig að verði raunin
sú að þessi nýja menning nái ekki yf-
irhöndinni reyni menn að fela þá
staðreynd með glæsilegum bygg-
ingum og bæklingum, prentuðum á
glanspappír. Því miður er þetta víða
raunin. Það er ekki nóg að reisa
glæsibyggingar ef enginn fæst til að
vinna í þeim. Til að breyting verði þar
á verður að auka þekkingu starfs-
fólksins og gera umönnunarstörf
meira aðlaðandi. Og auðvitað skipta
launin þarna líka miklu máli“.
– Hvernig hefur námskeiðum þín-
um verið tekið?
„Afar vel. Kenningar Kitwoods
virðast falla að íslenskum aðstæðum
og fólk vill gjarnan tileinka sér þær.
Það varð hvatinn til þess að ég réðst í
að þýða þessa bók. Mig langaði til að
koma þessum hugmyndum á fram-
færi á íslensku.
Tekið skal fram að bókin hentar í
raun öllum þeim sem annast fólk með
heilabilun. Auðvitað skiptir þekking
miklu máli, en ég geri skýran grein-
armun á menntun og færni. Það eru
ekki allir færir um að gefa af sér það
sem þarf til að ná árangri. Margt
kemur þar til – ekki síst líkamleg
tjáning eins og snerting, faðmlög og
annað, sem getur myndað traust milli
starfsmanns og sjúklings. Því hefur
verið haldið fram að í samræðum nýt-
um við einungis 7% þeirra orða sem
við heyrum. Þegar heilabilun er kom-
in á alvarlegt stig nýtast jafnvel ekki
nema 2%, jafnvel 1%. Því gefur auga
leið að grípa þarf til annarra leiða til
að eiga samskipti við sjúklinga.“
– Kitwood nefnir þá staðreynd að
talsvert af erlendu starfsfólki annist
fólk með heilabilun. Hér á landi hefur
útlendingum verið fundið til foráttu
að þeir skilji ekki fólkið og veiti því
ekki næga umhyggju.
Erlent starfsfólk vannýtt
„Það er auðvitað skelfilegt ef er-
lendur starfsmaður getur hvorki boð-
ið góðan dag á íslensku né borið fram
nafn þess sem hann vinnur með. Ég
hef unnið með útlendingum í Dan-
mörku og í Noregi og margir þeirra
eru frábærir starfsmenn. Þess má
geta að í menningu margra þjóða er
borin miklu dýpri virðing fyrir öldr-
uðu fólki en hér á landi og slíkt vegur
mjög þungt. Það á að nýta þetta
starfsfólk betur en gert er. Sjálfsagt
er að þjálfa það til starfa. Það er yf-
irleitt stöðugt vinnuafl því að sumt af
því er jafnvel í leit að heppilegu fram-
tíðarstarfi. Þannig næst e.t.v. meiri
stöðugleiki innan heimilanna. Þar
sem fólk með heilabilun býr skiptir
öllu máli að umhverfið haldist í föst-
um skorðum og starfsfólkið er vissu-
lega hluti þess. Sums staðar er starfs-
mannaveltan svo mikil að enginn
vinnur lengur en eitt ár á sumum
deildunum. Þetta veldur fólki með
heilabilun miklu óöryggi.“
Frumkvæðið verður að
koma frá stjórnvöldum
„Til þess að umönnun þjóni mark-
miðum sínum verður að auka þekk-
ingu starfsfólks og menn þurfa að
nálgast viðfangsefnið með öðrum
hætti en hingað til hefur verið gert.
Því hefur verið haldið fram að heila-
bilun sé endir alls. Vissulega hefur
engin lækning fundist á þeim sjúk-
dómum sem valda heilabilun. En við
getum gert svo ótalmargt til þess að
létta sjúklingunum ævina og við get-
um einnig aukið ánægju starfsfólks-
ins með því að veita því betri þekk-
ingu. Til þess að þetta geti orðið
þurfa stjórnvöld að marka ákveðna
stefnu í málefnum fólks með heilabil-
un og setja skýr markmið í umönnun
þess og menntun starfsfólks. Við
þurfum að vita að hverju stefna ber.
Kannski hefur nýja stjórnin burði til
þess að hrinda þessu í framkvæmd.“
Í HNOTSKURN
»FAAS, félag Alzheimer-sjúklinga, er opið öllu
áhugafólki um sjúkdóma sem
valda heilabilun.
»Markmið félagsins er aðstuðla að því að fólk með
heilabilun fái þá bestu þjón-
ustu sem völ er á.
»Sérstakar deildir fyrir fólkmeð heilabilun eru á
nokkrum elliheimilum á höf-
uðborgarsvæðinu, Akureyri
og Seyðisfirði.
»Minnismóttaka LSH áLandakoti annast fyrstu
greiningu fólks með minn-
issjúkdóma.
arnthor@mbl.is
www.klettur.is
GLÆSILEGAR 2 – 5 HERBERGJA ÍBÚÐIR í SEX HÆÐA LYFTUHÚSI MEÐ TVEIMUR STIGAGÖNGUM. STÆRÐIR
ÍBÚÐA ERU FRÁ 85 FM – 158 FM. TÓLF BÍLSKÚRAR ERU Í HÚSINU, MERKTIR ÁKVEÐNUM ÍBÚÐUM.
ALLAR ÍBÚÐIR SKILAST FULLBÚNAR ÁN GÓLFEFNA, EN ÞÓ ER FLÍSALAGT Á BAÐI OG Í ÞVOTTAHÚSI,
INNRÉTTINGAR ERU ÚR EIK, SJÁ NÁNAR Í SKILALÝSINGU.
AFHENDING Á ÍBÚÐUM Í ÁSAKÓR 11 ER Í JÚNÍ 2007.
AFHENDING Á ÍBÚÐUM Í ÁSAKÓR 9 ER Í JÚLÍ 2007.
Skoðið vefinn asakor.com
afhen
ding
í jún
í/júlí
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15:00 OG 17:00
ÁSAKÓR 9-11, KÓPAVOGI - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR