Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 39 Opið Miðborgarþing um eflingu verslunar og þjónustu í miðborg Reykjavíkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 13. júní milli kl. 8.00 og 10.00. Borgarbúar og allir landsmenn velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Sjá dagskrá á www.reykjavik.is Reykjavíkurborg. Hvernig eflum við verslun og þjónustu í miðborginni? DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar Tau lo Tai jí ITR Skráning er hafin Enn er álframleiðslan mjög dreifð, ég held að ekkert fyrirtæki sé með meira en 10-12% af heims- framleiðslunni. Hún er upp á 30 milljónir tonna og Alcoa, sem er númer tvö, framleiðir nú um fjórar milljónir tonna“ – Og vill kaupa Alcan. „Já. Það má líta á það sem svar við útrás Kínverja og Rússa. Það varð svolítill titringur út af því hér á landi. En þetta er mál sem truflar okkur ekkert á Reyðarfirði. Það er móðurfyrirtækið sem stendur á bak við kauptilboðið, sem gildir til 8.-10. júlí og fátt verður vitað fyrr en þá.“ – Þetta er ekkert á þínu borði? „Nei. Það er ekkert á mínu borði.“ Og Tómas Már Sigurðsson brosir eins og hann sé guðslifandi feginn að eiga ekki kvölina af því að eiga völina í þessu máli. – Hvað með úrvinnslu og/eða endurvinnslu hér á landi? „Við munum framleiða ýmsa vöruflokka, ekki bara álbarra, held- ur vinnum við líka álkapla og það er góður virðisauki af slíkri úrvinnslu. Við áætlum að þeir verði um 90 þúsund tonn af 340 þúsund heildar- framleiðslu, þegar allt er komið í gang. Önnur úrvinnsla hér á landi er miklum mun smærri í sniðum nema náttúrlega sá virðisauki sem hin ál- verin eru að mynd, sem er umtals- verður. Við höfum skoðað eitt og annað í tengslum við Norðurlands- verkefni okkar, en þær athuganir hafa ekki skilað neinum spennandi kosti. Það er líka svo að úrvinnslu- iðnaður er oftast þar sem mark- aðurinn er og íslenzki markaðurinn er mjög lítill. Ég held að ef af frekari úrvinnslu verður, þá verði hún hjá álfyr- irtækjunum sjálfum en ekki utan þeirra. Hins vegar eru nokkur fyrirtæki hér á landi, sem safna saman ál- hlutum og senda utan til endur- vinnslu. Mesti virðisaukinn er hins vegar öll sú tækniþekking sem hefur orð- ið til við virkjanir og stóriðju á Ís- landi. Frumkvöðlarnir höfðu mikla framtíðarsýn í því að hafa íslenzk fyrirtæki með í framkvæmdum, meðal annars með því að skipta við íslenzkar verkfræðistofur. Fjarðaál skiptir við íslenzkar verkfræði- stofur. Nú er sú þekking sem hefur orðið til á þessu sviði orðin útflutn- ingsvara og það eru mikil verðmæti fólgin í útflutningi á þekkingu og hátækniiðnaði, sem hefur orðið til í kringum ál- og orkuiðnaðinn á Ís- landi.“ Samkeppnisstaðan bærileg – Orkuverð stóriðjufyrirtækja hefur verið í fréttum og þar meðal annars sagt, að þið greiðið 1,67 krónur fyrir kílówattstundina. Borgið þið það fyrir austan? Þögn. – Ég fæ ekki svar, eða hvað? „Nei.“ Stutt og laggott, en samt með vingjarnlegu brosi. Svo bætir hann við: „Menn verða að hafa margt í huga, þegar þeir bera sam- an orkuverð. Álagið hjá stórnot- endum eins og álveri er stöðugt all- an sólarhringinn meðan við erum stöðugt að kveikja og slökkva á tækjum heima hjá okkur. Og allir Íslendingar eru með jólasteikina í ofninum og ljós á hverri peru á sama tíma. Þessa toppa þurfa raf- orkuframleiðendur að ráða við. Og gróðurhúsamenn slökkva á raf- magninu, þegar sólar nýtur og hita- stigið er heppilegt. Raforkuverðið á Íslandi er kannski samkeppnishæft en ekki mikið meira en það, ef við berum það til dæmis saman við orkuverð í Kanada.“ – Frestur til að sækja um los- unarheimildir vegna koltvíoxíðs fyr- ir 2008-2012 er runninn út. Það er ljóst að ekki er nóg til skiptanna, ef öll áform ná fram að ganga. „Ég tel, að íslenzk stjórnvöld hafi brugðizt rétt við þróuninni og unnið ötullega; fylgzt vel með og und- irbúið iðnaðinn hér heima fyrir það sem koma skal. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig mál spilast eftir 2012. Ég hef enga sýn á það hér og nú. En ef öll þau áform, sem í um- sóknunum felast, ná fram að ganga verða menn að grípa til einhverra aðgerða.“ – Skógrækt er inni í myndinni og kvótakaup. Ertu farinn að planta trjám? „Nei, en Alcoa er með skógrækt- arverkefni og plantar nú um milljón trjám á ári. Fyrirtækið hefur með tækninýjungum dregið úr meng- unarútblæstri um 25% frá 1990, þrátt fyrir aukna framleiðslu. Fari svo, að menn þurfi að kaupa kvóta trúi ég því að það dragi úr áformum þeirra. Samkeppnisstaðan á Íslandi er bærileg. Til þess að það breytist ekki til hins verra, þurfum við að vera á tánum á tæknisviðinu. Sem stendur erum við trúlega fremstir í heimi í tæknilegri uppbyggingu og því sæti verðum við að halda. Mannauðurinn og framleiðslutækn- in eru okkar tromp.“ Allt við höndina – Hvernig ver Tómas Már Sig- urðsson tómstundum sínum? „Það er fjölskylduvænt að búa úti á landi og við erum mikið fjöl- skyldufólk. Þar finn ég að ég get bæði sinnt fjölskyldu og tóm- stundum betur en þegar við bjugg- um á suðvesturhorninu. Við ferð- umst mikið, ég veiði, spila golf og fer á skíði. Á Egilsstöðum er þetta allt við höndina. Áin er úti í garði, ég er kortér á skíði og fimm mín- útur í golf. Þetta er draumastaður bæði fyrir vinnu og einkalíf.“ – Ekki auðvelt að kippa þér frá Egilsstöðum? „Ég er ekkert á leiðinni þaðan.“ Nú þegar opnunarhátíðin er að bresta á: Hvað hefur forstjóranum fundizt skemmtilegast? „Byggingin og uppbygging fyr- irtækisins hafa verið bæði spenn- andi og skemmtilegt verkefni. En það hefur ekki verið síður spenn- andi að sjá, hvað álverið hefur reynzt mikil lyftistöng fyrir um- hverfi sitt. Fólk hefur fundið verk- efni við hæfi og flutt á svæðið og fyrirtæki hafa sprottið upp á ýms- um sviðum. Um leið og álverið sjálft hefur risið hef ég haft mikla ánægju af þessu lífi í kringum það, sem kom mér satt að segja verulega á óvart.“ inn og tæknin AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.