Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 64
Glæsilegt 200 fm. vel skipulagt einbýlishús í til leigu. Samliggjandi setu- og borðstofa og vel innréttað eldhús, 4 til 5 svefnherbergi, sjónvarpshol, vinnuherbergi og tvö baðherbergi. Rúmgóður og gróinn garður, tvö upphituð einkabílastæði og næg sameiginleg bílastæði. Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari Sími 440 6020 GSM 664 6020 barbara@rentus.is Tæplega 300 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í miðbæ Reykjavíkur eða við Hafnarstræti. Opin rými sem skiptast í 190 fm hæð á 2. hæð og 98 fm í risi. Húsnæðið hefur nýlega verið endurnýjað t.a.m. allt nýmálað og nýtt rafmagn. Býður upp á ýmsa möguleika. Þórey Jónsdóttir Viðskiptastjóri Sími 440 6061 GSM 664 6061 thorey@rentus.is Viðarrimi - 112 Reykjavík Hafnarstræti - atvinnuhúsnæði 64 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Viltu fjárfesta á einum áhugaverðasta og arðvænlegasta fasteignamarkaði í Evrópu? Proxima Finance kynnir Búlg- aríu. Gullnar strendur, iðandi mannlíf, ódýrt að lifa og samkvæmt spám er landið að verða eitt mest sótta ferða- mannaland í Evrópu. Kynntu þér málið á www.bulgaria.is og hafðu samband við trausta aðila sem hafa mikla reynslu af sölu og fjárfestingum í Búlgaríu. Fáðu kynningu: Ingvar Ragnarsson 822 7300 Eiríkur Hilmarsson 822 7303 BÚLGARÍA – FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA OG EINSTAKLINGA Proxima Finance ltd. í samstarfi við Akkurat fasteigna- sölu kynna vandaðar eignir við baðstrendur Svarta- hafsins í Búlgaríu. Proxima – þinn tengiliður við Búlgaríu! – www.bulgaria.is Við Svartahafið Villa Karen • 24 íbúðir • Sjávarútsýni • Við bæinn Sozopol • Einkasundlaug • Panorama-útsýni • Verð frá 7,9 milljónum ísl kr. Íslenskur byggingaraðili SEM betur fer eigum við þann lýðræðislega rétt að tjá skoðanir okkar og koma þeim á framfæri, m.a. með því að kjósa til Alþingis. Ekki er þar með sagt að við fáum þá rík- isstjórn sem viljum. Með atkvæðinu get- um við þó vonast til þess að rödd okkar hljómi á þingi. Íslandshreyfingin - lifandi land Fyrir nýliðnar kosningar tók ég þátt í starfi Íslandshreyf- ingarinnar. Í stefnu- skrá var sérstök áhersla lögð á frelsi til athafna og jöfnun búsetuskil- yrða þar sem sjálfbær nýting lands og sjávar yrði höfð að leið- arljósi. Út frá þessu var unnin stefnuskrá og ekki hikað við að nýta það sem okkur fannst best hjá öðrum hérlendis og erlendis án tillits til þess hvort hugmynda- fræðin væri frá hægri, vinstri eða miðju. Með þessu vildum við tengja stjórnmál nýrri hugsun með markmið um að breikka hóp grænna á þingi. Staðan í umhverf- ismálum sýndi okkur fram á nauð- syn þess að Íslandshreyfingin hefði beina aðild að ákvarðanatöku í stjórn eða stjórnarandstöðu, en því miður tókst okkur það ekki. Gaman hefði verið að sjá Ómar, Margréti og fleiri góð frá Íslands- hreyfingunni á þingi, en við erum ekki dauð og þau tæplega 6.000 at- kvæði sem voru greidd Íslands- hreyfingunni eru ekki dauð heldur. Þessi hreyfing verður ekki stöðv- uð. Hvað eru dauð atkvæði? Í kosningabaráttunni þurftum við aldrei að verjast vegna stefnu- mála. Við þurftum hins vegar að berjast gegn þeim furðulega áróðri frá öllum flokkum; að með því að kjósa Íslands- hreyfinguna væri hætta á að atkvæði féllu dauð. Dauð at- kvæði gætu fellt rík- isstjórnina og dauð atkvæði gætu komið í veg fyrir að hún félli. Atkvæði greidd Ís- landshreyfingunni tækju atkvæði frá öðrum flokkum, (skrýtið). Þetta var orðið eins og í fótbolt- anum þar sem sumir halda með United og aðrir með Liverpool, sama hvernig leikið er. Að vera trúr sínum klúbbi á hverju sem gengur er að- alsmerki í boltanum, en að stjórn- málamenn starfi þannig hugnast mér ekki. Þessi undarlegi málflutningur um dauð atkvæði fékk byr undir báða vængi, og í skoðanakönn- unum kom fram að fólk trúði þessu bulli. Málefnin voru víðs fjarri í þessari umræðu og sumir geta ekki hætt. Nú síðast í um- ræðum eftir stefnuræðu forsætis- ráðherra hélt formaður VG þessu áfram og skammaðist út í Íslands- hreyfinguna vegna dauðra at- kvæða. Í mínum huga verða atkvæði því aðeins dauð að þingmenn standi ekki undir þeim væntingum sem kjósendur gerðu til þeirra. Því miður munu flokkar sem tældu til sín atkvæði á grundvelli nýrra við- horfa í umhverfismálum ekki standa við stóru orðin. Atkvæði greidd þannig stjórnmálaflokkum verða ekki mikils virði í þessu samhengi. Þau atkvæði mega mín vegna kallast dauð, alla vega lasin. Ekki til einskis barist Ég er sannfærður um að fram- boð Íslandshreyfingarinnar hafði góð áhrif. Þjóðfélagsumræðan er ríkari eftir. Á Íslandi verður að vera til stjórnmálaflokkur með trúverðuga umhverfisstefnu án þess að vera bundinn hægri, vinstri eða miðjustefnu og ekki eingöngu til að vernda náttúru. Náttúruna er oft hægt að nýta án þess að eyðileggja. Hér eru óþrjótandi möguleikar og verk að vinna. Ekki skortir hugmyndir. Þótt við viljum ekki ráða búsetu fólks, þá viljum við jafna búsetu- skilyrði þannig að fólk geti búið með reisn um allt land án þess þó að vera með öfgar í því sambandi. Frjór er frjáls maður í landi tæki- færa og hann mun skila arði til að standa undir mennta- og velferð- arkerfi. Framtíðarverkefni Margt hefur áunnist í umhverf- ismálum og þar hafa ýmsir komið að málum, en betur má ef duga skal og þar hefur Íslandhreyfingin verk að vinna á pólitískum vett- vangi. Umhverfismál verða klár- lega í umræðunni um allan heim í fyrirsjáanlegri framtíð. Fólk hefur fundið sig knúið til að stofna hin ýmsu samtök, ein- göngu til verndar náttúru Íslands. Með ólíkindum er fjöldi félaga og áhugahópa um land allt, tilkominn vegna þess hvernig sveit- arstjórnar- og alþingismenn haga sér í umhverfismálum. Í svipinn man ég eftir 18 félögum sem ein- göngu hafa náttúruvernd að mark- miði. Þessi félög eru ekki dauð og þau hafa af mikilli elju komið sjón- armiðum sínum á framfæri, mest í sjálfboðavinnu. Sum þeirra hafa á að skipa hæfu og reynslumiklu fólki með sérþekkingu sem hefur ályktað um þessi mál, en því mið- ur ekki alltaf með árangri, en dropinn holar steininn. Vert að nefna Framtíðarlandið sem hefur opnað augu margra fyr- ir nýrri sýn. Með stofnun þess náðist mikill áfangi til nýrrar hugsunar í þjóðmálum og hið sama gildir um útgáfu Draumalands Andra Snæs Magnasonar. Að öðr- um ólöstuðum megum við ekki gleyma baráttu þeirra Guðmundar Páls Ólafssonar, náttúrufræðings og Ómars Ragnarssonar. Ógleym- anlegt er þegar um 15.000 manns úr öllum stjórnmálaflokkum tók þátt í Ómars-göngunni miklu. Það er kominn tími til að á þetta fólk verði hlustað. Lokaorð Á Alþingi er dugmikið fólk sem þarf á stuðningi okkar að halda þegar umhverfismál eru annars vegar, því sérhagsmunir vega þungt. Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur sýnt að hún getur verið staðföst, en hún gæti átt við ofur- efli að etja. Stóriðjublindan er ekki læknuð. Vangaveltur eftir alþingiskosningar Snorri Sigurjónsson skrifar um umhverfismál og segir að Íslandshreyfingin verði ekki stöðvuð » Fólk hefur fundið sigknúið til að stofna samtök, eingöngu til verndar náttúru Ís- lands. Með ólíkindum er fjöldi félaga og áhuga- hópa um land allt. Snorri Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og félagi í Íslandshreyfingunni. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.