Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
Vandinn er sá, að hægri öflin hafa rétt fyrir
sér um nauðsyn hernaðarlegrar staðfestu og
stuðnings við frelsið; og vinstri öflin hafa rétt
fyrir sér um nauðsyn félagslegs réttlætis.
Tony Blair: What I’ve learned,
The Economist, 2. júní, 2007
Á
stæðurnar fyrir því, að ég las hug-
leiðingar forsætisráðherrans
vandlega, eru einkum tvær: Ég
var í hópi þeirra, sem í upphafi
bundu nokkrar vonir við Tony
Blair, enda virtist maðurinn hafa margt það til
að bera, sem prýða má farsælan stjórn-
málaleiðtoga. Hann virtist vera víðsýnn, for-
dómalaus og opinn fyrir nýjungum, auk þess
sem hann er gæddur óvenjulegum málflutn-
ingshæfileikum.
Hin ástæðan var sú, að Blair boðaði umbætur á
bresku þjóðfélagi, sem voru mjög í anda þess,
sem við, íslenskir jafnaðarmenn, höfðum beitt
okkur fyrir áratug áður. Þar á ég við opnun
þjóðfélagsins með áherslu á frjáls viðskipti og
fríverslun; virkjun samkeppni á mörkuðum til
hagsbóta fyrir neytendur, og til aukinnar verð-
mætasköpunar til að standa undir velferðinni;
breytt hlutverk ríkisvaldsins með minni rík-
isrekstri, en með aukinni áherslu á eftirlit með
settum leikreglum og langtímafjárfestingu í
menntun og rannsóknum; og endurskoðun á
skattkerfinu til þess að hindra, að skatta-
samkeppni niður á við, fyrir áhrif hnattvæð-
ingar, grafi undan undirstöðum velferðarrík-
isins.
Hugmyndir af þessu tagi voru á dagskrá nor-
rænna jafnaðarmanna á seinustu áratugum
20stu aldar í ljósi þess, að eftir olíukreppuna á
áttunda áratugnum var komið að endimörkum
skattlagningar í nafni velferðarþjónustu og
tekjujöfnunar. Þessar breyttu stefnuáherslur
voru farnar að skila árangri um og upp úr 1990,
bæði hér á landi og annars staðar á Norð-
urlöndum. En það skipti máli út frá sjónarmiði
okkar jafnaðarmanna, og með framtíðarþróun
Evrópusamstarfsins í huga, að þessar hug-
myndir yrðu ráðandi og kæmust í framkvæmd í
einu af þremur forysturíkjum Evrópusam-
bandsins. Þess vegna bundum við vonir við
Blair. Þess vegna urðu vonbrigðin þeim mun
meiri, þegar sýnt var, að hann reis ekki undir
þessum væntingum.
Akkilesarhæll hetjunnar
Um þverbak keyrði, þegar leiðtogi breskra
jafnaðarmanna gerðist málpípa hægri öfga-
manna, sem komust til valda í Bandaríkjunum
þremur árum síðar og studdi þá í löglausri og
siðlausri innrás í Írak. Sú herför hefur leitt til
ógnaraldar í Mið-Austurlöndum, sem ekki sér
fyrir endann á, auk þess sem hún hefur stefnt
samskiptum vestrænna ríkja við ríki múham-
eðstrúarfólks í voða í framtíðinni.
Þessu er helst að líkja við grískan harmleik.
Söguhetjan Blair ber að vísu af hinum svokall-
aða leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja, Bush
Bandaríkjaforseta, eins og gull af eiri. Við hlið-
ina á Blair kemur Bush Bandaríkjaforseti fyrir
eins og tjáningarheftur einfeldningur, sem af
óskiljanlegum ástæðum hefur sloppið framhjá
öryggisvörðum og inn á sviðið, þar sem hann á
augljóslega ekkert erindi. Hvernig má þá vera,
að það er einfeldningurinn, sem ræður fyrir
báða? Það er upphafið að harmleiknum.
Í grískum harmleikjum er það svo, að þrátt
fyrir yfirburðamannkosti verða einhverjir ör-
lagaríkir skapgerðarbrestir, eða veikleikar til
þess að steypa söguhetjunni í glötun. Í þessum
skilningi er saga Blair nútímaútgáfa af grískum
harmleik. Hvers vegna í ósköpunum endar
maðurinn feril sinn sem aumkunarverður leik-
soppur stríðsæsingamanna frá Texas; manna
sem eru í fullkominni andstöðu við allt, sem evr-
ópskum jafnaðarmönnum er heilagt? Hvers
vegna klúðrar söguhetjan því tækifæri, sem
breska þjóðin fékk honum upp í hendurnar, og
hann virtist hafa alla burði til að láta rætast?
Hvers vegna líðst honum að draga heiður
breska Verkamannaflokksins niður í svaðið með
þessum hætti? Hvað er það, sem hinir hroka-
fullu krossfarar amerísks kapítalisma í Wash-
ington D.C. hafa á þennan meinta jafn-
aðarmannaleiðtoga frá Edinborg, sem veldur
því, að hann gerist handbendi þeirra í óhæfu-
verkum, í blóra við hagsmuni og heiður Breta og
Evrópusambandsins?
Sá sem heldur, að hann finni svör við þessum
spurningum í reynslusögu Blair í The Econom-
ist, verður því miður fyrir vonbrigðum. Eftir
lesturinn fer maður jafnvel að efast um, að for-
sætisráðherrann fráfarandi mundi jafnvel skilja
spurningarnar. Frásögn hans af því, sem upp úr
stendur eftir tíu ára búsetu í Downing Street 10,
er ótrúlega yfirborðskennd – nánast klisju-
kennd.
Spurning um hugrekki
Hann talar um nauðsyn þess að forystumenn
Vesturlanda hafi kjark til að standa í fæturna og
tala máli vestrænna grunngilda um lýðræðið,
réttarríkið, og mannréttindin. Að þessi gildi séu
almenn og ekki staðbundin. Að við eigum ekki
að láta andstæðinga, t.d. öfgakennda múham-
eðstrúarmenn, hræða okkur frá því að berjast
fyrir vestrænum gildum. Og hann lætur eins og
þetta sé spurning um hugrekki. Í þessum punkti
hvarflar ekki einu sinni að honum að hugleiða,
hvernig yfirlýst krossferð þeirra félaga , Bush
og Blair, gegn hryðjuverkamönnum, hefur jafnt
og þétt grafið undan mannréttindum og réttar-
fari, einkum í Bandaríkjunum, og er nú orðið
notuð til að réttlæta aðferðir lögregluríkisins
heima fyrir með t.d. heimildarlausum hlerunum,
handtökum án dóms og laga og pyntingum á
stríðsföngum. Er það ekki meginmarkmið
hryðjuverkamanna að knýja okkur til að falla
frá grunngildum vestrænnar siðmenningar um
einstaklingsfrelsi og mannréttindi í verki? Eru
ekki Bandaríkjamenn, með óttablöndnum við-
brögðum sínum, að láta hryðjuverkamönnunum
verða að ósk sinni?
Blair segist vera stoltur af því að hafa átt hlut
að máli við að flæma einræðisherra frá völdum
með hervaldi, a.m.k. fjórum sinnum á ferli sín-
um: Í Kosovo, Sierra Leone, Afganistan og Írak.
Í öllum tilvikum, nema í Sierra Leone, voru
Bretar að vísu í statistahlutverki, þar sem
mannkynsfrelsararnir frá Texas fóru fyrir. Ekki
hvarflar það að breska forsætisráðherranum í
þessum punkti að hugleiða, að einræðisherrann
í Bagdad, Saddam Hussein, var lengst af ferli
síns bandamaður Bandaríkjastjórnar í 8 ára
blóðugu stríði gegn Íran. Þá þótti hann góður
einræðisherra, af því að hann þjónaði bandarísk-
um hagsmunum. Það voru Bandaríkin, sem
beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu til að
koma í veg fyrir rannsókn á notkun Saddams á
eiturefnavopnum gegn Kúrdum, en þau efna-
vopn voru reyndar fengin frá Vesturlöndum,
þ.m.t. frá Bandaríkjunum.
Það hvarflar ekki að honum að nefna, að sjálf-
ur Osama Bin Laden og trúarofstækismenn-
irnir, sem kallaðir eru Talibanar, voru gerðir út
af Bandaríkjastjórn, vopnaðir og styrktir fjár-
hagslega og studdir til valda í Afganistan.
Valdaræninginn og þjófurinn í Sierra Leone var
reyndar líka gerður út og kostaður af banda-
rískum auðhringum. Og Bandaríkjastjórn lét
sig meira að segja ekki muna um það að biðja
Milosevitch, þjóðernishreinsarann í Kosovo, um
að halda gömlu Júgóslavíu saman með valdi, ef
það mætti verða til þess, að Rússar snerust ekki
gegn innrás Bandaríkjamanna og bandamanna
þeirra inn í Írak 1991, sem kennd var við Flóa-
bardaga. Skyldi það aldrei hafa hvarflað að þá-
verandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins,
að Bandaríkja- mönnum gengi eitthvað annað til
í þessum herferðum öllum en útbreiðsla lýðræð-
is eða virðing fyrir mannréttindum? Margt má
nú segja breska heimsveldinu til hnjóðs, en trú-
girni og barnaskapur eru ekki þau orð, sem
fyrst koma upp í hugann af því tilefni.
Einstefna yfir Atlantshafið
Forsætisráðherrann fráfarandi segist hafa
lært það á valdaferli sínum, að tengslin yfir Atl-
antshafið, milli Bandaríkjanna og Evrópu, séu
mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Við eigum að
standa saman, vegna þess að við stöndum fyrir
sameiginleg gildi. Hann segist fordæma það,
sem hann kallar anti-ameríkanisma, sem eigi
sér djúpar rætur meðal vinstrimanna í Evrópu.
Hann lætur þess hins vegar ógetið, að einum
manni hefur tekist það sem engum öðrum hefur
tekist á undan honum: Nefnilega að sameina því
sem næst alla heimsbyggðina gegn bandarískri
utanríkisstefnu. Ef það heitir anti-ameríkanismi
– þá það. En sá sem hefur manna ötullegast og
með mestum árangri útbreitt þá afstöðu um
heimsbyggðina, heitir George W. Bush og hefur
tímabundið heimilisfang í Hvíta húsinu.
Blair harmar líka tómlæti krossfaranna í
Washington gagnvart Evrópu og segir vaxandi
efasemdir meðal þeirra um trúverðugleika Evr-
ópu sem bandamanns í þeim stórræðum, sem
Bandaríkin þurfa að standa í vítt og breitt um
heimsbyggðina. Guð láti gott á vita. Tómlæti er
að vísu tæplega rétta orðið. Nær væri að nota
orðið forakt eða lítilsvirðingu. Hægri öfgamenn-
irnir kringum Bush í Hvíta húsinu og í Pentagon
hafa nefnilega skömm á Evrópu og finnst fjas
evrópskra leiðtoga um, að lög og réttur eigi að
gilda í samskiptum ríkja, bera vott um úrkynjun
og aumingjaskap eða í besta falli vanþakklæti í
garð Bandaríkjamanna sem mannkynsfrelsara.
Sjálfur hefur Blair mátt upplifa þetta sem
hinn leiðitami forsætisráðherra Breta. Hann var
ekki hátt skrifaður hjá Rummy og Cheney og
co, þrátt fyrir auðsveipnina – eða er það kannski
einmitt vegna hennar? Áhrif hans í Washington
D.C. eru nefnilega núll og nix, eins og komið hef-
ur á daginn hvað eftir annað. Ekki síst við til-
raunir breska forsætisráðherrans til að koma
vitinu fyrir Bush og skjólstæðinga hans í Ísrael
um að stöðva óhæfuverk Ísraelshers gagnvart
varnarlausu fólki í Palestínu. Eða til þess að fá
bandarísk stjórnvöld til að axla siðferðilega
ábyrgð gagnvart skuldugum þróunarríkjum, en
ríkasta þjóð veraldar er, sem kunnugt er, neðst
á listanum yfir aðstoð við þróunarríki. Í báðum
tilvikum reyndust áhrif Blair í Washington vera
nákvæmlega engin.
Ástæðan fyrir því, að tengslin yfir Atlants-
hafið eru smám saman að trosna upp, er sú, að
þau eru orðin að einstefnu – „one way street“.
Könum þykir gott að geta látið bandalagsþjóðir
sínar í NATO hreinsa upp eftir sig skítinn, þar
sem þeir hafa beitt sprengjumætti sínum til
þess að rústa þjóðfélög, eins og t.d. í Afganistan
og Írak. Að öðru leyti þurfa þeir ekki á Evr-
ópuþjóðum að halda og allra síst ráðum þeirra.
Þau þykja í hæsta máta óviðurkvæmileg og
óþörf þar á bæ.
Til þess að taka af tvímæli í þessu efni hefur
bandaríska heimsveldið birt umheiminum her-
kenningu sína. Hún er í sem skemmstu máli
þessi: Bandaríkin áskilja sér rétt til að beita her-
valdi gegn hverju því ríki, sem Bandaríkjamenn
grunar að hafi uppi óvinsamlega afstöðu til
bandarískra hagsmuna – ríkis- eða einkahags-
muna. Í þessu skyni hafa Bandaríkin einsett sér
að byggja upp hernaðarmátt, sem gerir þeim
kleift að ráða lögum og lofum á landi, í lofti, á
höfunum og reyndar úti í geimnum, sem Banda-
ríkjamenn vinna kerfisbundið að því að her-
væða.
Í þessum tilgangi verja Bandaríkin meira fé
til vígbúnaðar en öll önnur ríki í heiminum sam-
anlagt. Hægriöfgamennirnir, sem standa fyrir
þessari stefnu, standa í þeirri trú, að Bandaríkin
þurfi ekki á neinum bandamönnum að halda.
Þvert á móti er það sannfæring hinna sannfærð-
ustu meðal nýkona (neo-conservatives), að
bandamenn séu aðeins til trafala. (Undantekn-
ingin er sú, að í almannatengsla- og áróð-
ursskyni getur komið sér vel að birta lista yfir
vígfúsa bandamenn, eins og t.d. Ísland eða Fu-
jieyjar, enda séu þessi ríki ekki líkleg til að
þvælast fyrir, þegar á reynir).
Veruleikafirring
Skyldi það aldrei hafa hvarflað að breska jafn-
aðarmannaleiðtoganum að spyrja sjálfan sig,
hvaða grunngildi það væru, sem hann ætti sam-
eiginleg með þessum hægriöfgamönnunum frá
Texas, sem réttlættu það, að hann fórnaði lífi
breskra ríkisborgara í baráttu fyrir sameig-
inlegum málstað? Útbreiðsla lýðræðis? Hafa
þeir farið yfir listann í breska utanríkisráðu-
neytinu um það, hversu oft bandarísk stjórnvöld
hafa beitt hervaldi til að hrekja frá völdum lýð-
ræðislega kjörnar umbótastjórnir í Mið- og Suð-
ur-Ameríku eða í Karíbahafinu, sem bandarískir
heimsvaldasinnar kalla gjarnan bakgarðinn
sinn? Hvarflar það að nokkrum óvitlausum
manni lengur að trúa því, að skálmöldin í Írak –
blóðug borgarastyrjöld, sem trúlega endar með
því, að Írak liðast í sundur, og þeir Bush og
Blair bera ábyrgð á – eigi eitthvað skylt við lýð-
ræði og mannréttindi?
Það er engin ástæða til að rengja góðan vilja
Tonys Blair til þess að vilja rétta hinum þjáðu
íbúum Palestínu hjálparhönd sem fórn-
arlömbum kerfisbundins og miskunnarlauss
hernaðarofbeldis Ísraelsríkis á undanförnum
árum. Allir vita, og engir betur en Bretar, af
sögulegum ástæðum, að Ísrael er skjólstæðings-
ríki Bandaríkjanna og fjárhagslega á banda-
rísku framfæri. Ísrael er öflugasta herveldi í
Mið-Austurlöndum, af því að það er fjármagnað
og vígbúið af Bandaríkjamönnum.
Hversu oft hefur ekki Tony Blair lýst nauð-
syn þess, að Palestínumenn, sem eiga við ofur-
efli að etja, nái lágmarksréttindum um end-
urheimt lands og landsréttinda á því svæði, sem
Ísraelsher hefur af þeim tekið og víggirt? Hver
er árangurinn? Hann er nákvæmlega enginn.
Washington tekur ekkert mark á Evrópu, ekki
heldur á eina bandamanninum, sem eftir er í
Evrópu og enn ræður yfir umtalsverðum her-
styrk – nefnilega breska forsætisráðherranum.
Fyrst svo er um nánasta vopnabróður Bush, er
óþarfi að geta minni spámanna, eins og þeirra
Aznar, Berlusconi og Oddsson, sem þegar eru
horfnir af sjónarsviðinu.
Hvernig má það vera, að forsætisráðherra
Breta lætur bjóða sér svo lítilsvirðandi fram-
komu – svo ekki sé sagt niðurlægingu – af hálfu
fóstbróðurins í Hvíta húsinu, sem hann, Blair,
hefur lagt pólitískan feril sinn í sölurnar fyrir?
Þótt leitað sé með logandi ljósi í lífsreynslukró-
níku forsætisráðherrans í The Economist, finnst
engin trúverðug skýring. Nema ef vera skyldi
að eftirfarandi tilvitnun gefi okkur vísbendingu
eða komi okkur á sporið:
„Í þessum punkti hafa mér alltaf fundist
venjuleg stjórnmálaátök milli vinstri og hægri
vera hindrun í veginum. Vandinn er sá, að hægri
öflin hafa rétt fyrir sér um nauðsyn hern-
aðarlegrar staðfestu og stuðnings við frelsið; og
vinstri öflin hafa rétt fyrir sér um nauðsyn fé-
lagslegs réttlætis.“
Hér er forsætisráðherrann að segja, að hægri
öflin standi fyrir hernaðarlegri staðfestu í þágu
frelsisins gegn öfgaöflum. Trúir forsætisráð-
herra Breta þessu virkilega sjálfur? Kemur það
heim og saman við reynsluna af örlagaríkasta
kaflanum í sögu Breta á liðinni öld, í aðdragand-
anum að seinni heimsstyrjöldinni, og í seinni
heimsstyrjöldinni sjálfri? Ætlast Tony Blair til
þess, að við trúum því, að Chamberlain og Péta-
in, mennirnir sem voru forystumenn hægriafl-
anna meðal Breta og Frakka og vildu friðmæl-
ast við Hitler, standi undir þessari lýsingu? Eða
einangrunarsinnarnir, sem réðu ferðinni í
bandaríska Repúblikanaflokknum og hötuðu
Roosevelt eins og pestina fyrir að flækja Banda-
ríkin inn í átök seinni heimsstyrjaldarinnar?
Heldur Tony Blair virkilega, að menn hafi
gleymt því, að breska íhaldið dæmdi bjargvætt
bresku þjóðarinnar, Winston Churchill, til ein-
angrunar og áhrifaleysis á fjórða áratug síðustu
Sálumessa jafnaðarmanns
Reuters
Blair á útleið „Þá stendur að lokum ekkert eftir nema sýndarveruleiki spunameistarans.“
Tony Blair, fráfarandi for-
sætisráðherra Breta, birtir for-
vitnilega ritsmíð í ensk-amer-
íska vikuritinu The Economist
í liðinni viku undir fyrirsögn-
inni: What I’ve learned. Undir-
skilið er, væntanlega, hvað ára-
tugar reynsla (1997-2007) á
stóli forsætisráðherra Breta
hafi kennt honum, sem geti
orðið öðrum til skilningsauka á
vanda og vegsemd valdsins.