Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Haf-rannsókna-stofnun hefur lagt til að hámarks-afli þorsks á næsta fiskveiði-ári verði 130 þúsund tonn. Það er 63 þúsund tonnum minna en á liðnu ári. Um er að ræða u.þ.b. 30% skerðingu á þorsk-kvóta á milli ára. Allir eru sam-mála um að málið sé alvar-legt. Margir telja nauðsyn-legt að fara í grundvallar-endurskoðun á fiskveiði-stjórnunar-kerfinu og þeirri aðferða-fræði sem notuð hefur verið við ákvörðun afla-marks. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs-ráðherra segir að skerðing aflans um þriðjung, niður í 130 þúsund tonn, hefði gríðar-mikil áhrif fyrir þjóðar-búið og byggðir landsins og þá sér í lagi þær sem nú þegar standa veikt.“ Náttúru-verndar-samtök Íslands skora á sjávarútvegs-ráðherra að fara að ráð-gjöf Haf-rannsókna-stofnunar og lækka afla-reglu fyrir þorsks-tofninn úr 25% af veiði-stofni í undir 20% af veiði-stofninum ár-lega. „Gríðar-mikil áhrif fyrir þjóðar-búið“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Ásgeir Jóhannesson hættir sem for-stjóri Baugs en tekur við sem starfandi stjórnar- formaður. Þetta var kynnt á aðal-fundi Baugs Group sem haldinn var á föstu-daginn. Gunnar S. Sigurðsson verður forstjóri Baugs. Jón Ásgeir segir í frétta-tilkynningu um breytingarnar: „Hin mikla stærð og um-fang [Baugs Group] kallar á breytt skipulag til að vöxtur og vel-gengni félagsins geti haldið áfram. Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingar-fyrirtæki í heiminum í fjár-festingum tengdum verslunar-rekstri innan 5 ára.“ Jón Ásgeir hættir sem for-stjóri Jón Ásgeir Steingrímur opnar á Feneyjar-tvíæringnum Á fimmtu-daginn opnaði Steingrímur Eyfjörð sýningu sína á Feneyja-tvíæringnum, sem er einn mesti list-viðburður í heimi. Steingrímur er full-trúi Íslands og sýnir meðal annars huldu-kind, tröll og umferðar-skilti en sýninguna kallar hann Lóan er komin. Menntamála-ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarpaði sýningar-gesti. J.M. Coetzee kemur á bókmennta-hátíð Bókmennta-hátíðin í Reykja-vík verður haldin í 8. skipti 9.-15. september. Tuttugu höf-undar frá 4 heims-álfum verða gestir há-tíðarinnar og þeirra á meðal eru margir heims-þekktir höfundar, eins og J.M. Coetzee og Roddy Doyle. Höfuð-áhersla há-tíðarinnar verður á sam-band veraldar-sögu, skáld-skapar og ævi-sagna. Arnaldur fær frönsk verð-laun Grafar-þögn eftir Arnald Indriðason hlaut Grand Prix des Lectrice de Elle-verð-launin í Frakk-landi í síðustu viku. Þau eru þekkt verð-laun sem hafa verið veitt í fagur-bókmenntum frá 1970 og fyrir glæpa-sögur frá 2003. Menning Sex-tugur ör-yrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, skað-brenndist um miðjan maí. Hann fékk yfir sig allt að 80°C heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í Hátúni 10b. Djúp 2. og 3. stigs bruna-sár þekja um 20% líkama Ómars. Hann er á bata-vegi en þó er ekki víst hvort hann lifir slysið af. Ef vatnið í sturtunni hefði ekki verið heitara en 55°C hefði Ómar lík-lega sloppið við að brennast. Húsið sem Ómar býr í er í eigu Brynju – hús-sjóðs Ör-yrkja-banda-lags Íslands, en þar er verið að koma fyrir hita-stýrðum blöndunar-tækjum. Brenndist í sturtu Á föstu-daginn lauk 3 daga fundi leið-toga G8 ríkjanna, 8 helstu iðn-ríkja heims. Hann var haldinn í Þýska-landi. Meiri árangur var af fundinum er leit út fyrir í upp-hafi. Samkomu-lag náðist um að stefna að mjög mikilli minnkun á út-blæstri gróðurhúsa-lofttegunda. Einnig að sam-þætta áætlun Banda-ríkjanna að-gerðum Sam-einuðu þjóðanna í umhverfis-málum. Angela Merkel, kanslari Þýska-lands, og aðrir Evrópu-leiðtogar vildu setja fram ákveðin mark-mið um tíma-settar skuld-bindingar. Þannig átti að minnka út-blástur gróðurhúsa-lofttegunda um að minnsta kosti helming fyrir árið 2050. Þetta vildi George W. Bush Bandaríkja-forseta ekki sam-þykkja. And-staða hans linaðist þó mikið við ýmsar að-gerðir sem hann hafði áður talið óþarfar. Angela Merkel var því mjög ánægð eftir fundinn og sagði:„Við náðum besta árangri sem við gátum náð.“ Mála-miðlun í loftlags-málum Reuters Merkel býður Bush vel-kominn. Samkvæmis-ljóninu og hótel-erfingjanum Paris Hilton var sleppt úr fang-elsi í Kaliforníu í Banda-ríkjunum á fimmtu-dag og stungið aftur inn á föstu-dag. Hún hafði af-plánað 3 daga. Henni var sleppt af heilsufars-legum ástæðum sam-kvæmt læknis-ráði, en dómari reyndist ósammála þeirri ákvörðun og fyrirskipaði að hún skyldi fangelsuð á ný. Mamma, hrópaði Hilton þegar hún var flutt í fangelsið. Hún hlaut dóminn fyrir að aka undir áhrifum áfengis og brjóta skil-orð. Ýmsir höfðu gagnrýnt ákvörðunina um að sleppa Hilton á þeirri forsendu að hinir ríku ættu að búa við sama réttarfar og aðrir. Paris Hilton sleppt og stungið inn á ný Reuters Paris Hilton Ís-lenska fimleika-fólkið stóð sig frábær-lega í úrslita-keppninni á áhalda-fimleikum á Smáþjóða-leikunum í Mónakó á fimmtu-dag. Alls vann það til 13 verð-launa. Viktor Kristmannsson gerði sér lítið fyrir og vann 5 verð-laun og Fríða Rún Einarsdóttir, sem er sex-faldur Norður-landa-meistari, vann 3 verð-laun. Þau hrósuðu bæði sigri í fjöl-þrautinni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í fim-leikum á smáþjóða-leikunum. Einnig gekk vel í sundinu. Örn Arnarson setti Íslands-met í 50 metra skrið-sundi en Íslendingar unnu 5 gull-verðlaun í sund-keppninni og 7 verð-laun alls. Frá-bær árangur Ís-lendinga í Mónakó Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Viktor Kristmannsson Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.