Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 44
endurminningar 44 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Leif Sveinsson I. Það mun hafa verið á vordögum 1957, að við bræður, Haraldur og ég, ákváðum að kaupa jörðina Álftanes á Mýrum ásamt hjáleig- unni Kvíslhöfða. Auglýsing birtist í Lögbirtingablaðinu þar sem ósk- að var eftir því, að þeir sem teldu sig eiga óðalsrétt að jörðinni gæfu sig fram. Ekki töldum við okkur eiga slíkan rétt, heldur keyptum jörðina á 200.000 krónur. II. Seljendur að jörðinni voru þessir: Haraldur Bjarnason (1874-1964), ekkill Mörtu Níelsdóttur (1858-1941). Hulda Sólborg Haraldsdóttir (1902-1993) dóttir Haraldar og Mörtu. Ólöf Jónsdóttir Oddssonar (1883-1964). Sigríður Guðný Jónsdóttir Odds- sonar (1885-1968) ógift og barn- laus. Soffía Jónsdóttir Oddssonar Thorlacius (1886-1979). Oddur Jónsson Oddssonar (1892-1975) forstjóri Mjólk- urfélags Reykjavíkur. Svava Jónsdóttir Oddssonar (1894-1971). Oddur Sigurðsson (1829-1893) og Halla Jónsdóttir (1830-1923) á Álftanesi voru foreldrar nr. 3-7. III. Samningar hófust fljótlega og spurði ég Harald gamla, hver væri lögfræðingur þeirra seljend- anna. Hann taldi óþarfa að hafa tvo lögfræðinga, þegar einn væri þegar til staðar. Gerði ég síðan kaupsamning, sem samþykktur var breytingarlaus og undirrit- aður 25. maí 1957. Landamerki voru ákveðin skv. Landamerkja- skrá, sem var í fórum sýslu- mannsins í Borgarnesi, Jóns Steingrímssonar (1900-1961). Ábú- endur í Kvíslhöfða voru þau hjón Ágústa Júlíusdóttir (1895-1982) og Guðjón Jónsson (1889-1972) og höfðu haft ábúð á jörðinni frá árinu 1927. IV. Bílvegurinn náði aðeins að Mið- húsum árið 1957 og fórum við bræður fljótlega að ýta við þing- mönnum um framlög til vegamála, þannig að Álftanes kæmist í vega- samband. Fór ég með Jóni Árna- syni (1909-1977) alþingismanni og Ásgeiri Péturssyni (f. 1922) vara- þingmanni og síðar sýslumanni í bílferð, fyrst að hitta Leif bónda Finnbogason (1913-1991) í Hítar- dal, en síðan niður Mýrar í áttina að Álftanesi. Ýtt hafði verið upp um sumarið, líklegast 1959, fyrir vegi milli Miðhúsa og Álftaness, en það var mjög ójafn vegur, öld- óttur og ofaníburðarlaus, svo mér þótti gott, að Jón var á eigin bíl og flýtir það ávallt fyrir fram- lögum til vegamála hjá Alþingi, að láta þingmenn aka á eigin bílum, þeir finna til með bílnum sínum, þegar um torleiði er ekið. Eftir nokkur ár tókst okkur með aðstoð þingmannanna að koma Álftanesi í vegasamband, en einu sinni þurft- um við að útvega lán í Sparisjóði Mýrasýslu til að flýta fram- kvæmdum um eitt ár, gegn því að borga sjálfir vexti af bráðabirgða- láninu. Fór ég eitt sinn til Þor- valdar Jónssonar (1891-1968) bónda í Hjarðarholti, en hann var góður vinur okkar bræðra og stjórnarformaður Sparisjóðs Mýrasýslu, enda Haraldur verið vetrarmaður hjá honum 1944-1945. Við tilkomu vegarins sótti misjafn Álftanesárin 1957-1963 Torfæra Greinarhöfundur á leið upp að Álftanesi árið 1946. Glíma Greinarhöfundur glímir við folald í Álftanesrétt. Á tölti Greinarhöfundur í firmakeppni Fáks á Jarpi frá Hæli. Mýrarnar Kort af Álftanesi, Kóranesi, Straumfirði og eyjunum út af jörð- unum, einkum Þormóðssker.                                          !    " # $ %& "      Öflugasta dísilvél í heimi í flokki lúxusjeppa V8 4,2 TDI • 326 hestöfl • 760 Nm tog • Hröðun 0-100 km/klst. 6,4 sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.