Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 91
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 91 Allir umsækjendur eiga að sækja um rafrænt á www.menntagatt.is. Þann 11. júní geta umsækjendur fengið aðstoð við frágang umsókna, veflykla og frekari upplýsingar um námsval, hraðferðir o.fl. Opið er þann dag frá kl. 9–18. Námsskipulag er sveigjanlegt og býður m.a. upp á breidd í menntun, dýpkun á afmörkuðum sviðum og nám til viðbótar 140 einingum eftir því sem nemandi kýs. Nemendur sem stunda nám í tónlist eiga möguleika á að fá það metið inn á kjörsvið. Námstími er háður vilja og getu nemandans en er að lágmarki 3 ár að loknu grunnskólaprófi á öllum brautum. Námsbrautir eru félagsfræðabraut, málabraut, listdansbraut, náttúrufræðibraut og alþjóðleg námsbraut (IB) sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB nám er þriggja ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Að loknu undirbúningsári tekur við tveggja ára nám en því lýkur með samræmdu alþjóðlegu stúdentsprófi. Námið fer fram á ensku. IB prófskírteini veitir inngöngu í fjölda virtra háskóla um allan heim. Rektor. Menntaskólinnvið Hamrahlíð innritun nýrra nemenda fyrir haustönn 2007 Upplýsingar fás t í síma skólans 595 5200 og á www.mh.is Fyrirspurnir um IB nám má send a á netfangið ibstal lari@mh.is Innritun fyrir haustönn 2007 í MH lýkur 11. júní THE INVISIBLE kemur á óvart, en á röng- um forsendum. Í stað hrollvekjuhlutverksins sem henni er ætlað blasir við rómantísk ást- arsaga sem gerist á óvissum mörkum lífs og dauða. Reyndar kemur við sögu ung og efnileg leikkona sem lífgar upp á atriðin sem hún kemur fram í. Aðalkarlleikarinn er á hinn bóg- inn grútmáttlaus og honum er gjörsamlega fyrirmunað að vinna minnstu samúð áhorfand- ans. Sagan, sem er byggð á sænskri, og hugs- anlega góðri hryllingsmynd frá 2002, er yf- irmáta aulaleg, a.m.k. þegar höfð eru í huga vel heppnuð verk um hliðstætt efni, eins og Ja- cob’s Ladder og The Others. Nick (Chatwin) er klár og krúttlegur nem- andi í síðasta bekk í menntó og hyggst halda í framhaldsnám í London. Babb kemur í bátinn þegar bekkjarvillingurinn Annie (Levieva) grunar hann um að hafa kjaftað um vafasamar gjörðir sínar í lögguna og gengur af honum dauðum … að hún heldur, því sálin úr Nick vafrar um bæinn í spæjarastellingum, laus við hálfdauðan líkamann þar sem hann er falinn úti í skógi. Framhaldið er verri eftirlíking af Ghost en The Sixth Sense (sem henni er greinilega ætl- að að líkjast).Vofunni vegnar vel við að upplýsa eigið morð og ástæðulaust að fara frekar út í þá sálma. Vofan og villingurinn KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: David S. Goye. Aðalleikarar: Justin Chatwin, Margarita Levieva, Marcia Gay Harden. 97 mín. Bandaríkin 2007. Sá ósýnilegi/The Invisible  Slök „Sagan, sem er byggð á sænskri, og hugsanlega góðri hryllingsmynd frá 2002, er yf- irmáta aulaleg, a.m.k., þegar höfð eru í huga vel heppnuð verk um hliðstætt efni.“ Sæbjörn Valdimarsson PARIS Hilton, þekktust fyrir skemmtanagleði og raunveru- leikaþætti, var flutt í fangelsi á ný í gær. Hún fór þó ekki beint í klefa sinn í kvennaálmunni heldur til læknis. Hilton er illa haldin andlega að sögn fógeta í umdæminu, Lee Baca, sem vildi heldur að hún lyki refsivistinni heima hjá sér í stofu- fangelsi. Dómari tók það hins vegar ekki í mál og sendi hana aftur í fangelsið í fyrradag. Baca sagði á blaða- mannafundi í gær að starfsfólk í fangelsinu hefði verið ráðþrota gagnvart vanda Hilton. Hann vildi ekki ræða veikindi Hilton frekar. Reuters Illa haldin Paris Hilton er vansæl. Hilton sögð veik á geði BANDARÍSKI leikarinn Isaiah Washington er „virkilega reiður“ út í framleiðendur Grey’s Anatomy þátt- anna fyrir að hafa sagt sér upp, að sögn talsmanns Washington. Leikaranum þykir einkum und- arleg tímasetningin. Hann lét ósmekkleg orð falla í garð meðleik- ara síns við afhendingu Golden Globe verðlaunanna í janúar síðast- liðnum. Sé það ástæða brottrekst- ursins þykir leikaranum að eðlilegra hefði verið að reka hann úr þátt- unum þá. Washington mun hafa farið eftir skilyrðum sem ABC-sjónvarps- stöðin, framleiðandi þáttanna, setti honum eftir atvikið, m.a. beðist op- inberlega afsökunar. Talsmaður Washington segir ekki útilokað að Washington lögsæki ABC fyrir brottreksturinn. Fullsnemmt sé að segja til um það. Reuters Illur Isiah Washington. Ósáttur við brottrekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.