Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 12. júní 1977: „Nokkuð hefur verið gert af því, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á svokallaðri landsbyggð, að ala á tortryggni milli strjál- býlis og þéttbýlis. Og vissu- lega er auðvelt að finna sitt- hvað, er sýnir aðstöðumun og misrétti. Strjálbýlið býr yf- irleitt við lélegri félagslega aðstöðu að því er varðar sam- göngur, fræðslumál, heil- brigðismál og ýmsa sam- félagslega þjónustu, sem Reykjavíkurborg veitir yf- irleitt og annars staðar á landinu. Tengsl Reykjavíkur við frumatvinnuvegi þjóð- arinnar hafa og fremur veikzt en styrkzt.“ . . . . . . . . . . 14. júní 1987: „Íslenskur sjávarútvegur stendur á tímamótum um þessar mund- ir. Nýlega var ákveðið að reyna nýjar leiðir við að selja afla innanlands; verðákvarð- anir eru ekki lengur alfarið í höndum opinberra eða hálf- opinberra nefnda heldur á að láta markaðinn taka við af þeim. Það er í samræmi við áhættusamt starf sjómanns- ins að sætta sig treglega við opinber boð og bönn. Með kvótakerfinu hafa þau þó ver- ið innleidd á fiskimiðin, en nú er sem sé ætlunin að létta þeim af á hinum endanum, ef svo má að orði komast, það er þegar aflinn er seldur. Of snemmt er að segja um það á þessu stigi, hvernig til tekst. Víst er að sjómenn munu láta til sín heyra, ef þeir telja sig hlunnfarna með hinni nýju skipan.“ . . . . . . . . . . 8. júní 1997: „Á milli Norð- manna og Íslendinga er í gildi tvíhliða samkomulag um gagnkvæman rétt til síld- veiða í lögsögu ríkjanna og þar er kveðið á um, að skip- unum beri að fylgja þeim reglum um tilkynn- ingaskyldu, sem gilda í við- komandi ríki. Þá kom það fram í Morgunblaðinu í gær, að færeysk stjórnvöld hafi kvartað undan því, að íslenzk fiskiskip í færeyskri lögsögu hafi sinnt tilkynningaskyldu illa. Þegar flotinn hefi fært sig norður hafi borizt kvart- anir frá Norðmönnum um það sama.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍMYND STARFA Íbréfi til blaðsins, sem birtist hérí Morgunblaðinu í fyrradag fráþremur hjúkrunarfræðingum, þeim Önnu Þóru Þorgilsdóttur, Hall- veigu Skúladóttur og Rannveigu Björk Gylfadóttur, segir m.a.: „Hjúkrunarfræðingum finnst starfið ekki metið að verðleikum og fyrirséð er að hjúkrunarfræðingar muni með þessu áframhaldi hverfa til annarra starfa, sem eru betur launuð og með mun minna álagi.“ Þessir þrír hjúkrunarfræðingar eru áreiðanlega ekki einar um að telja að störf þeirra séu lítils metin. Það liggur ljóst fyrir, að þegar horft er til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra þeirra, sem með einum eða öðrum hætti inna af hendi umönnunarstörf, hvort sem er á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldr- aðra eða í heimahúsum, er þessi vinna vanborguð. Um þetta fólk á það sama við og um kennara að þjóðfélagið hefur ekki metið þessi störf að verðleikum. Og af því leiðir að ímynd þessara starfa hvetur ungt fólk ekki til þess að leggja þau fyrir sig. Þær miklu umræður, sem fram hafa farið um störf kennara á seinni árum, hafa að vísu breytt þessu að nokkru leyti gagnvart þeim en þó ekki að fullu. Kennarar vinna svo mikilvægt starf í þágu unga fólksins að þeir eiga kröfu á að það verði met- ið að verðleikum og þá meðal annars í launum. Kennarar geta ráðið úrslit- um um farsæld hinna ungu kynslóða. Með sama hætti er ljóst að hjúkr- unarfræðingar og annað starfsfólk á sjúkrahúsum og áþekkum stofnunum vinnur verk, sem hver og einn finnur að eru mikilvæg, þegar á reynir í lífi hvers einstaklings. En þjóðfélagið hefur ekki viðurkennt þetta mikil- vægi í verki. Á þessu þarf að verða breyting. Annars stöndum við frammi fyrir því, að fólk vill ekki vinna þessa vinnu, jafnvel þótt menntunin sé til staðar. Það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að það verði alltaf til staðar fólk, sem er tilbúið til að vinna erfiða vinnu fyrir hlutfallslega lág laun ef miðað er við það sem annars staðar þekkist. Það er jafnvel ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að til staðar verði útlendingar, sem eru tilbúnir til þess. Um leið og efnahags- ástand og atvinnuástand batnar t.d. í ríkjum Austur-Evrópu hættir fólk þaðan að sækja hingað og verður ekki tilbúið til þess að inna þau störf af hendi, sem nú eru í boði. Atvinnu- ástand er t.d. að batna í Póllandi svo að dæmi sé nefnt og þá fækkar þeim Pólverjum, sem hafa áhuga á að koma hingað eða setjast hér að. Það er betra að taka á þessum vanda strax en að standa frammi fyr- ir honum síðar, þegar hann getur orð- ið óviðráðanlegur. Við sem þjóð eigum að sýna í verki að við metum störf hjúkrunarfræð- inga og annarra stétta, sem vinna að umönnunarstörfum. Við eigum að sýna í verki, að við metum störf kenn- ara, hvort sem er á leikskólastigi, grunnskólastigi, framhaldsskólastigi eða í háskóla. Þetta getum við sýnt bæði í launum og líka í þeirri vinnuaðstöðu, sem við búum þessu fólki. Í megindráttum snýst þetta mál um fólk, sem vinnur með ungu fólki og vinnur í þágu hinna öldruðu. Er það ekki einmitt það, sem ríkisstjórnin nýja kveðst ætla að leggja áherzlu á? Æskuna og ellina?! Hjúkrunarfræðingarnir þrír, sem vinna við sjúkrahúsið á Akranesi eiga að verða þess varar, að eftir orðum þeirra sé tekið. Heilbrigðisráðherrann nýi, Guð- laugur Þór Þórðarson, á að sýna að hann geri sér grein fyrir þeim vanda, sem þær eru að vekja athygli á. Stundum er sagt að það sé ekki hægt að taka tiltekna hópa út úr og veita þeim umbun umfram aðra. Þetta er rangt. Þetta er hægt að gera þegar fólkið í landinu finnur að at- hugasemdir eru réttmætar og það snýst um ákveðið réttlæti að leiðrétta stöðu og kjör ákveðinna hópa. Hver vill ekki að það sé hugsað vel um börnin á öllum skólastigum? Hver vill ekki að það sé hugsað vel um hina öldruðu á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum? Það er kominn tími til að taka til hendi í þessum efnum og til þess eru betri skilyrði nú en nokkru sinni áð- ur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ N ú stendur yfir í Bandaríkjunum merkileg barátta um eignarhald á bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal, sem sérhæfir sig í umfjöllun um viðskipti, atvinnu- líf almennt og efnahagsmál. Blaðið, sem kemur raunar út um allan heim, hefur í heila öld verið í eigu sömu fjölskyldu, sem íhugar nú að selja ástralska blaðakónginum Rupert Murdoch þessa eign sína. Murdoch, sem er orðinn 76 ára, er í fullu fjöri og mundi líta á það sem hápunkt ferils síns, ef hann eignaðist WSJ. Í umræðum um fjölmiðlaheiminn er gjarnan tal- að á þann veg, að dagblöð séu á fallanda fæti og framtíðin sé annarra miðla. Veruleikinn sýnist ann- ar. Lestur dagblaða er að aukast, þótt hann sé að færast á milli ólíkra tegunda dagblaða. Með tilkomu fríblaða hefur lestur dagblaða augljóslega aukizt, bæði hér á landi og annars staðar. Murdoch vill greiða um 5 milljarða Bandaríkja- dala fyrir hlut Bancroft-fjölskyldunnar í WSJ, sem er langt yfir markaðsvirði fyrirtækisins. Fjölskyld- an er nú orðin býsna fjölmenn og sumir telja, að með hinu háa tilboði hafi Murdoch tekizt að tvístra fjölskyldunni. Fyrstu viðbrögð hennar voru að segja nei, en sú afstaða hefur nú breytzt og samtöl fara nú fram á milli hins aldna blaðakóngs og fjöl- skyldumeðlima. Takist Murdoch að eignast WSJ eru hann og fjölskylda hans orðin ein af þremur fjölskyldum, sem upp úr standa á heimsvísu í fjöl- miðlaheiminum. Hin er Graham-fjölskyldan, sem á Washington Post, og Sulzberger-fjölskyldan, sem á New York Times. Það er athyglisvert í sjálfu sér hvað fjölskylduhefðin er sterk í fjölmiðlaheiminum. Þótt Murdoch og fjölskylda hans séu ekki einu eig- endur News Corporation, sem hann stýrir, er ljóst að þau hafa öll undirtök í því félagi, sem raunar er á markaði. Fyrirvarar Bancroft-fjölskyldunnar á að selja sinn hlut til Murdochs snúast ekki um peninga. Til- boð hans er svo hátt, að það getur varla hærra ver- ið. Aðrir hugsanlegir kaupendur eru nefndir til sög- unnar en fram að þessu hafa þeir ekki lagt fram ákveðið tilboð. Fyrirvararnir eru þeir sömu og upp komu fyrir rúmum aldarfjórðungi, þegar Murdoch keypti The Times í London, helztu kjölfestu hinna ráðandi afla í Bretlandi. Þá kom í ljós, að önnur sjónarmið áttu við um sölu þess blaðs en fyrirtækja almennt. Brezka ríkisstjórnin á þeim tíma blandaði sér í mál- ið og hafði lagalega stöðu til þess. Murdoch fékk ekki að kaupa blaðið nema með loforðum og skuld- bindingum. Raunar snerust þessi loforð um kaup hans bæði á The Times og The Sunday Times, en fram að því höfðu engin tengsl verið á milli þessara tveggja blaða og saga þeirra ólík. Loforðin snerust um það, að í stjórn blaðanna skyldu sitja sex sjálfstæðir stjórnarmenn, sem áttu að tryggja frelsi ritstjóra blaðanna til þess að lýsa skoðunum og flytja fréttir, sem gætu gengið gegn hagsmunum eigandans. Þessir sjálfstæðu stjórn- armenn áttu að hafa neitunarvald um ráðningu eða brottrekstur ritstjóra, sem áttu jafnframt einir að ráða mannaráðningum á ritstjórnir blaðanna. Næstu árin á eftir komu upp deilur, sem sneru sérstaklega að einum tilteknum ritstjóra Times í London, Harold Evans, sem Murdoch rak og var al- mennt litið svo á í Bretlandi, að hann hefði svikið gert samkomulag með þeim brottrekstri. Harold Evans skrifaði síðar um þessi mál öll athyglisverða bók, þar sem hann rakti samskipti sín við Murdoch. Nú eru sömu fyrirvarar komnir upp vegna hugs- anlegrar sölu Bancroft-fjölskyldunnar á hlut henn- ar í WSJ. Þessi fjölskylda hefur staðið tryggan vörð um sjálfstæði ritstjórnar WSJ í heila öld. Nú spyrja fjölskyldumeðlimir, starfsmenn og aðrir, hvort Murdoch muni hafa afskipti af ritstjórn WSJ eign- ist hann blaðið og raunar fyrirtækið allt, sem að út- gáfu þess stendur. Murdoch hefur brugðizt við á sama hátt og hann gerði fyrir aldarfjórðungi. Hann hefur gefið loforð, opinberlega og í einkasamtölum við fjölskyldumeð- limi. Nú er það að vísu ekki ríkisstjórn Bandaríkj- anna, sem hann þarf að eiga við eins og hann þurfti í Bretlandi, heldur eigendur og starfsmenn. Og vegna fyrri reynslu spyrja menn sig í Banda- ríkjunum, hvort hægt sé að treysta á loforð Mur- dochs. Viðbrögð blaðsins Þ ótt samskipti Murdochs og Bancroft- fjölskyldunnar séu athyglisverð í þessu samhengi eru það þó ekki þau samskipti og hugsanleg kaup, sem eru áhugaverðasti þáttur þessa máls, heldur hvernig ritstjórn Wall Street Journal hefur brugðizt við þessum atburð- um. Viðbrögðin eru þannig, að það er tæpast nokk- ur spurning um það lengur að hér er á ferðinni eitt merkasta blað, sem gefið er út í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Wall Street Journal er í fréttum og fréttaskýr- ingum um viðskipti og efnahagsmál frábært dag- blað. Hins vegar má segja, að persónuleiki blaðsins, ef svo má að orði komast, sé tvískiptur. Margir mundu segja að ritstjórnargreinar blaðsins lýsi beinlínis sjónarmiðum svartasta afturhalds, sem hægt er að finna. Í ritstjórnargrein blaðsins sjálfs sl. fimmtudag er skoðunum blaðsins lýst sem rót- tækum. Þar er vitnað til forystugreinar WSJ hinn 2. janúar árið 1951 sem lýsti afstöðu blaðsins á þennan veg: „Fólk segir að við séum íhaldssamir og jafnvel afturhaldssamir. Við erum ekki mikið fyrir slíka merkimiða en ef við ættum að velja einn þeirra mundum við segja að við værum róttækir.“ Og síðan segir í ritstjórnargreininni sl. fimmtu- dag: „Nú 56 árum seinna hljómar þetta vel.“ Hið merkilega við viðbrögð Wall Street Journal er umfjöllun blaðsins sjálfs um áformuð kaup. Rit- stjórn WSJ hefur vikum saman haldið uppi dag- legum fréttaflutningi og birt fréttaskýringar um málið allt. Fjallað hefur verið ítarlega um Bancroft- fjölskylduna og mismunandi sjónarmið innan henn- ar vegna tilboðs Murdochs. Gerð hefur verið ítarleg og gagnrýnin úttekt á Murdoch sjálfum og afskipt- um hans af þeim blöðum, sem hann á eða hefur átt. Óhætt er að fullyrða, að enginn fjölmiðill hefur fjallað jafn mikið um þessi hugsanlegu eigenda- skipti og WSJ sjálft. Með þessari umfjöllun, sem er blaðinu til sóma, hefur blaðið sjálft undirstrikað mikilvægi þess að ritstjórnarlegt sjálfstæði þess verði í engu skert, þrátt fyrir hugsanlegar breyt- ingar á eignarhaldi. Sjálfur hefur Murdoch spurt í forundran hvers vegna menn ætli honum að vilja hafa afskipti af ritstjórn WSJ. Ein mesta eign þess sé ritstjórnarlegt sjálfstæði þess og hann sé ekki sízt að bjóðast til að borga 5 milljarða dollara fyrir þá eign. Á bak við viðleitni Ruperts Murdochs til þess að eignast Wall Street Journal er ekki bara löngun til þess að eignast blaðið sem slíkt heldur líka og ekki síður viðskiptaleg sjónarmið. Murdoch sjálfur er þeirrar skoðunar, að helzti vaxtarbroddur í dag- blöðum samtímans sé umfjöllun um viðskiptamál. Endurómun af þeirri skoðun má sjá í blaðaheim- inum hér á Íslandi. Nú eru meira en tveir áratugir frá því að regluleg útgáfa Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins hófst. Í kjölfarið kom Viðskiptablaðið, sem Laugardagur 9. júní Reykjavíkur Víkingar á Þingvöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.