Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 29
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 29 Laugavegi 80 • Sími 561 1330 www.sigurboginn.is Vertu velkomin á þessa síðustu La Prairie kynningu í sumar; mánudaginn 11. júní kl. 13-17 Af því tilefni verðum við með lukkuleik: Þrír heppnir viðskipta- vinir verða dregnir út í lok dagsins! CELLULAR RADIANCE CONCENTRATE PURE GOLD La Prairie kynnir nýtt öflugt 24 karata Gull-Serum One golden drop... one De-Aging minute ... one glowing face Skapað og skoðað Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Samstarfsfundur um skapandi iðnað Miðvikudaginn 13. júní stendur Norræna nýsköpunarmiðstöðin fyrir fundi um svo kallaðan skapandi iðnað á Íslandi. Áhersla verður lögð á að afla upplýsinga frá íslen- skum hagsmunaaðilum til notkunar í þeirri stefnumótun sem nú á sér stað og mun hafa áhrif á skapandi iðnað á Norðurlöndunum í náinni framtíð. Fundurinn verður á Grand hótel, miðvikudaginn 13. júní, kl. 9:30 til hádegis. Dagskrá: 9:30 Kynning á skapandi iðnaði á Norðurlöndunum og verkefnum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Petra Nilsson-Andersen, sérfræðingur hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni. 10:00 Grænbók um skapandi iðnað fyrir Norðurlöndin - tilgangur og framkvæmd. 10:15 Umfjöllun um bresku Grænbókina um skapandi iðnað. Tom Fleming, Creative Consultancy. 10:30 Skapandi iðnaður á Íslandi í ljósi atvinnuþróunar. Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar. 10:45 Umræður Gestir fundarins verða ráðgefandi um stefnumótun skapandi iðnaðar á Íslandi: Áhersluatriði, áhættur og tækifæri. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 12. júní n.k. á netfangið elva@rannis.is eða í síma 515 5812. Ég hef séð hið fullkomnaland. Ég var þar umliðna helgi. Þarna var umog yfir tuttugu stiga hiti, sólskin og nánast logn, eins og tíðk- ast á fullkomnum sumrum. Skær- græn tún og akrar lágu um þveran jökulsorfin dal uppfrá spegilsléttu stöðuvatni, hvarvetna þar sem jafn- grænn skógurinn hafði verið rudd- ur. Dökkbrún moldin angaði af þrá eftir að hlúa að nýjum fræjum og rótarskotum. Tún og skógar náðu upp á efstu fjallabrúnir. Reisulegir hvítmálaðir sveitabæir með ágripi af skrúðgarði í kring. Fjós eins og óvenjufallegar tveggja hæða blokkir á Íslandi, oft- ast rauðmáluð. Þarna var hún komin, draumsýn aldamótakynslóðarinnar, maður sá fyrir sér íslensk fjöll klædd í græn- an skrúða af beinvöxnu birki og greni. Skjólland í stað roklands. Sól- land í stað lands hinnar láréttu rign- ingar. Og hvar fann ég svo þennan Edensgarð? Austan við sól og sunn- an við mána? Ónei. Í frjósömum döl- um Kaliforníu eða Ítalíu? Ekki held- ur. Þetta reyndist nánast grátlega nærri hreggbörðum ströndum Ísa- foldar. Það tók mig rúmlega tvo og hálfan tíma í flugvél og einn og hálf- an í lest að komast á þennan stað. Það hefur tekið íslensku þjóðina vel yfir ellefu hundruð ár að komast yf- ir það að hafa yfirgefið hann. Já, ég er sem sé að tala um Nor- eg, nánar tiltekið landsvæðið fagra í kringum Lillehammer við norður- enda mesta stöðuvatns Noregs, Mjøsa, er áður var nefnt Heiðsær. Hér opnast tveir af kunnustu dölum landsins, kenndir við Guðbrand ann- ars vegar, en ána Gausu, eða „Gusu“ hins vegar. Vitaskuld er ekki rétt að gefa í skyn að þeir íslensku landnáms- menn sem komu frá Noregi hafi komið af nákvæmlega þessum slóð- um. Munurinn á landgæðum Noregs og Íslands er þó svo augljós, að slíkt skiptir litlu máli. Reyndar munaði litlu að fyrir mér færi eins og gömlu konunni sem barist hafði alla ævi fyrir lífi sínu og sinna í Sléttuhreppi utan við Jök- ulfirði, er hún kom suður og horfði af Kambabrún yfir Suðurlandsund- irlendið. Hún stóð lengi ein og þögul og tók ekki þátt í spjalli samferða- manna. Þegar dótturdóttir hennar ávarpaði hana bar hún peysuhornið upp að andlitinu til að þerra tárin um leið og hún ræskti sig og sagði: „Ja, mikil er endemis víðáttan.“ Sú spurning verður áleitin þegar maður kemur á þvílíkar gæðaslóðir, hvers vegna þeir forfeðra okkar sem þarna bjuggu létu í haf og ákváðu að setjast að hér í rokinu úti í reg- inhafi. Stolt og þvermóðska gagn- vart kóngsvaldi og skattheimtu er hluti af svarinu. Vaxandi hörgull á jarðnæði líka. En ætli frelsisþráin hafi ekki átt hvað drýgstan þátt þegar upp er staðið. Þrá fólks eftir því að eiga sig sjálft og geta sjálft mótað líf sitt, er gríðarsterkt afl sem bæði á sér já- kvæðar og neikvæðar hliðar, líkt og flest í mannlegu eðli og æði. Þegar maður sér hverju fórnað var fyrir frelsið, verður það skilj- anlegra hvað Íslendingar eru miklir einstaklingshyggjumenn og raunar líka hvað þjóðin á margt sameig- inlegt með grönnum sínum í Vín- landi. Það var hið fullkomna land á sín- um tíma. Kannski er það hluti af þjóðarharminum að við náðum aldr- ei fótfestu þar. Ef til vill er okkur áskapað að kunna ekki að haga okk- ur í fullkomnu landi. Hið ófullkomna gerir meiri kröfur, krefst meiri elju. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, hefur það gert okkur að þeim sem við erum, óalandi í Para- dís. Hið full- komna land HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.