Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 75
UNDIR lok fyrstu umferðar áskorendakeppninnar sem nú stendur yfir í Elista kviknaði á týru vonar hjá skákdrottningunni Judit Polgar. Hún náði að vinna fimmtu skákina gegn Evgení Bareev og minnka muninn í einn vinning en þrátt fyrir hetjulega tilraun tókst henni ekki að knésetja hinn trausta andstæðing sinn í lokaskákinni. Hún verður því ekki með í Mexíkó í haust. Að sama skapi barðist Magnús Carlsen hetjulega gegn stigahæsta keppandanum, Lev Aronjan. Magn- ús jafnaði metin í fimmtu skák og eftir jafntefli í þeirri sjöttu var gripið til aukakeppni með at-skáka- fyrirkomulagi, 25. 5. Aronjan komst yfir með sigri í fyrstu skák en Magnús jafnaði metin í þeirri fjórðu. Þá voru tefldar tvær hrað- skákir og vann Aronjan þær báðar. Aronjan er sleipur í hraðskákinni það hefur alltaf legið fyrir; á „tíma- tökumóti Reykjavík rapid 2004“ varð hann efstur með 13 vinninga af 15, vinningi á undan Kasparov. Alexei Shirov tókst hinsvegar að snúa taflinu við í einvíginu við Michael Adams. Hann jafnaði metin í sjöttu skákinni og í aukakeppninni vann hann auðveldlega, 2½:½. Eftir þessa orrahríð var gert nokkurra daga hlé á keppninni en miðvikudaginn 6. júní hófst keppnin aftur. Eftir tvær skákir af sex er staðan í einvígjunum þessi: Aronjan – Shirov 1½:½ Leko – Bareev 1½:½ Kamsky – Gelfand 1:1 Grischuk – Rublevskí 1½:½ Líkurnar eru vitanlega á þann veg að þeir sem eru yfir bætast í hóp Anand, Kramnik, Svidler og Morozevich og tefla á heimsmeist- aramótinu í Mexíkó í haust. Það mót verður í reynd fyrsta heims- meistaramótið í skák síðan 1948. Þá varð Mikhail Botvinnik fyrsti sov- éski heimsmeistarinn í keppni við Smyslov, Keres, Reshevsky og Euwe. Hálfgert miðaldamyrkur grúfir yfir minningunni um þetta mótshald því færðar hafa verið sönnur fyrir því að Paul Keres hafi verið neyddur til að tapa fjórum fyrstu skákum sínum fyrir Botv- innik. Hann hafði teflt á nokkrum mótum á herteknum yfirráðasvæð- um Þjóðverja í seinni heimsstyrj- öldinni. Þess má geta að haustið 2005 sat Friðrik Ólafsson ráðstefnu í Tallinn um arfleifð Keresar en þar voru lögð fram ýmis gögn um mál- ið. Þegar Topalov vann heimsmeist- aramótið í San Louis 2005 varð hann þó ekki óumdeildur heims- meistari, því að Kramnik sat hjá. Eins og áður hefur komið fram eru reglur FIDE um heimsmeist- arakeppnina afar tilviljanakenndar. Á sjöunda áratug aldarinnar tak- markaði FIDE fjölda keppenda frá sama landi jafnvel þó áskorenda- keppnin væri með einvígis fyrir- komulagi en nú stefnir í einhvers- konar útgáfu af rússneska meistaramótinu með Anand og Leko innan borðs. Aftur að áskorendaeinvígjunum: viðureign Magnúsar Carlsen og Lev Aronjan er langskemmtileg- asta einvígið í Elista hingað til og sýnir hversu skeinuhættur Norð- maðurinn er. Minna hefur hinsveg- ar borið á Alexander Grischuk. Hann vann Malakhov, 3½:1½ og er á sömu braut gegn mun hættulegri andstæðingi. Fyrsta einvígisskák hans við Ru- blevskí fer hér á eftir. Það er hæg- ara sagt en gert að fá betra tafl gegn þeim ágæta manni en Grisc- huk fer ótroðnar slóðir og leggur af stað með peðasókn á drottningar- væng. Þegar hann hefur skipað liði sínu fram fellur fyrsta sprengjan, 18. Rxd5! Vandinn er sá að leiki svartur 21. … fxe6 kemur 22. Hxe6 Kf7 23. Hf6 mát! 22. Bb3 er bráðsnjall leikur; síðar verst hvítur gagnsókninni að g2- peðinu með því að sleppa því að verja það! Lokafléttan, 32. Hxc6 og 33. Hxf7 er sérlega snotur. Elista, 1. einvígisskák: Alexander Grischuk – Sergei Rublevskí Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. 0-0 Rf6 8. Be3 Bd7 9. a4 Be7 10. f4 Rxd4 11. Dxd4 Bc6 12. b4 0-0 13. b5 Be8 14. e5 Dc7 15. b6 Dc6 16. Bf3 d5 17. Hae1 Rd7 Sjá stöðumynd 1 18. Rxd5 exd5 19. Bxd5 Dc5 20. e6 Dxd4 21. Bxd4 Rf6 22. Bb3 Hd8 23. Bxf6 Bc5+ 24. Kh1 gxf6 25. e7 Bxe7 26. Hxe7 Bc6 27. Hc7 Hd2 28. He1 Hf2 29. h3 Hxf4 30. Hee7 Hf1+ 31. Kh2 Hf2 Sjá stöðumynd 2 32. Hxc6 bxc6 33. Hxf7 Hf4 34. c3 He4 35. He7+ – og svartur gafst upp. Hjörvar Steinn og Ingvar tefla á First Saturday Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Jóhannesson tefla þessa dagana í flokki alþjóðlegra meistara á First Saturday-mótinu í Búdapest í Ungverjalandi. Eins og nafnið bendir til hefjast þessi mót fyrsta laugardag hvers mánaðar. Undan- farin ár hafa þeir gert góða hluti Dagur Arngrímsson, Guðmundur Kjartansson og Stefán Kristjáns- son. Hjörvar Steinn og Ingvar tefla sitt í hvorum flokknum. Eftir fimm umferðir er Hjörvar Steinn með 2½ vinning af fimm mögulegum í sínum flokki. Þar eru keppendur ellefu og er Hjörvar með stigalægri kepp- endum mótsins. Ingvar er einnig með 50% vinningshlutfall, 3 vinn- inga af sex mögulegum. Hjörvar hefur teflt af krafti á mótinu og verið nálægt því að vinna flestar skákir sínar. Ingvar hefur einnig teflt vel en hann hefur náð góðum árangri við skákborðið að undanförnu. Hann heldur út ágætri bloggsíðu, x-bitinn.blogg.is þar sem áhugamenn geta fylgst náið með mótinu. Aronjan, Leko og Grischuk á sigurbraut Skák Áskorendakeppnin í Elista 26. maí–14. júní Efnilegur Hjörvar Steinn Grétarsson hefur teflt af miklum krafti á First Saturday mótinu í Budapest, Stöðumynd 2. helol@simnet.is Helgi Ólafsson. Stöðumynd 1. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 75 SKÁK SEX leiðandi mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International og Human Rights Watch, gáfu ný- verið út nöfn og upplýsingar um 39 manns sem talið er að séu í leyni- legu varðhaldi bandarískra stjórn- valda en ekki er vitað hvar eru nið- ur komnir. Í tilkynningu frá Amnesty á Íslandi segir að í skýrslu samtakanna, sem nefnist „Off the record,“ sé reynt að varpa ljósi á varðhaldsnet bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til dæmis varðhaldsstaði, illa meðferð sem fangar gætu hafa sætt og þau lönd sem þeir hafa verið fluttir til. Meðal annars koma þar fram nöfn ein- staklinga frá Egyptalandi, Kenýu, Líbýu, Pakistan og Spáni sem handteknir hafa verið og fluttir í leynileg fangelsi Bandaríkjamanna. Þá segir í skýrslunni að ættingjar fanganna hafi einnig sætt leynilegu varðhaldi. Þar er átt við eiginkonur og börn hinna grunuðu, allt niður í 7 ára gömul. Synir Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa staðið að hryðjuverkunum 11. sept- ember 2001, voru samkvæmt skýrslunni handteknir í september 2002, þá 7 og 9 ára gamlir, þeim haldið í fangelsi ásamt fullorðnum einstaklingum í fjóra mánuði og þeir yfirheyrðir af bandarískum leyniþjónustumönnum um dvalar- stað föður þeirra. Þrenn samtök hafa höfðað mál fyrir alríkisdómstóli í Bandaríkjun- um á grundvelli laga um upplýs- ingafrelsi. Þau krefjast þess að upplýsingar um horfna og óskráða fanga verði opinberaðar, en hingað til hafa opinberar stofnanir á borð við dóms- og varnarmálaráðuneyti og CIA ekki viljað veita þær upp- lýsingar. Íslandsdeild Amnesty hefur sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi afrit af skýrslunni ásamt bréfi þar sem samtökin krefjast þess að allir fangar sem nafngreindir eru í skýrslunni verði fluttir í viður- kennda varðhaldsstofnun, njóti lög- fræði- og heilbrigðisþjónustu og verði ákærðir eða þeim sleppt. Mannréttindasamtök birta nöfn horfinna fanga FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.