Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 37 Svandís segir menn hafa sest niður tímanlega til að skoða möguleika á sameiginlegu framboði til borgar- stjórnar 2006. Var það gert snemma árs 2005. „Við vissum að við þyrftum að koma okkur saman um nýjan málefnaramma, taka ákvarðanir um prófkjör eða hvort við ætluðum að handraða á listann, hvort við ætl- uðum að hafa borgarstjóra innan eða utan kvóta og svo framvegis. Það voru þrír fulltrúar hvers flokks í þessum viðræðum og menn töluðu frá upphafi mjög opið. Andrúms- loftið í viðræðunum var gott. Full- trúarnir voru skipaðir úr grasrótinni og áttu því ekki beina aðild að Reykjavíkurlistanum í formi hags- muna, þ.e. þetta voru ekki borg- arfulltrúar, varaborgarfulltrúar, nefndarformenn eða neitt slíkt. Markmiðið var að komast að því hvort við sæjum pólitíska þýðingu í því að halda áfram á þessari veg- ferð.“ Vildi innsigla meintan styrk Fundirnir urðu 25 og sat Svandís megnið af þeim sjálf. Hún segir fljót- lega hafa komið í ljós að Samfylk- ingin vildi þarna innsigla meintan styrk sinn. „Samningamenn Sam- fylkingarinnar vildu hafa það á hreinu að Samfylkingin væri stærsti flokkurinn í þessu samstarfi.“ Svandís segir flokkinn hafa gert þetta í krafti kjörfylgis síns í alþing- iskosningunum árið 2003, þegar Samfylkingin fékk 31% greiddra at- kvæða. Í sömu kosningum hlaut Framsókn 17,7% atkvæða og VG 8,8%. Fylgismunurinn var m.ö.o. talsverður. Hún segir að Samfylkingin hafi líka látið gera skoðanakannanir á þessum tíma til að undirstrika að hún ætti rétt á fleiri fulltrúum í efstu sætum sameiginlegs lista en áður. „Við í VG héldum okkur aftur á móti fast við jafnræðisregluna og létum þá skoðun í ljós að við hefðum ekki áhuga á því að fara inn í þetta samstarf sem „hjálpardekk“ undir vagn Samfylkingarinnar. Það var í raun verið að sýna okkur lítilsvirð- ingu með því að bjóða upp á það sem kost. Það var í okkar huga enginn valkostur og þegar ég hugsa til baka skil ég ekki með hvaða rökum Sam- fylkingin taldi að hún gæti landað samningi á þessum forsendum. Sam- fylkingunni fannst þetta fráleit nálg- un hjá okkur og órökrétt að við ætl- uðum að semja um fleiri borgar- fulltrúa en við ættum „rétt“ á. Það er hin hliðin. Ég er aftur á móti jafn- sannfærð um það í dag og ég var þá að ekki verði samið um lýðræðið í reykfylltum bakherbergjum. Annað- hvort gerir maður samkomulag um lista þar sem allir aðilar hafa jafna aðkomu, sem hafði verið niðurstaða okkar í þrígang með ágætum ár- angri, eða segir sem svo: Þetta hefur verið ágæt vegferð en henni er lokið og nú förum við hvert um sig í okkar leiðangur.“ Framsókn snögg og lipur Aðspurð um afstöðu Framsóknar- flokksins segir Svandís: „Það skal tekið fram að Framsókn var af- skaplega lipur í þessum samninga- umleitunum og það þvældist ekkert fyrir henni að vera þar sem sigur- vegarinn var líklegastur til að vera. Enda kláraði hún það með glæsi- brag eftir kosningarnar að koma sér að völdum hér eftir sem hingað til. Maður fer bara að falla fram í lotn- ingu yfir því hvað Framsókn er snögg og lipur að ná þessum megin- markmiðum sínum.“ Svandís segir hnoð hafa einkennt viðræðurnar undir lokin og menn lagst í miklar útfærslupælingar. „Samfylkingin var áfram staðráðin í að innsigla sinn meinta styrk. Það þarf svo sem ekki lærða stjórnmála- fræðinga til að vekja athygli á því að það hefur alla tíð verið mjög sterkur þáttur í sjálfsmynd Samfylkingar- innar að hún sé stór. Ég man ekki eftir því að nokkur annar stjórn- málaflokkur á Íslandi hafi talað jafn- oft um það hvað hann sé stór. Það að hún sé stór er algjörlega mál mál- anna. Samfylkingin var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærsti jafnaðarmannaflokkurinn og svo framvegis. Mér hefur oft fundist stærðin skipta Samfylkinguna meira máli en innihald stefnunnar sem hún stendur fyrir.“ Málefnaágreiningur ekki mikill Þrátt fyrir þetta gekk, að sögn Svandísar, ágætlega að ræða um aðra hluti en jafnræðisregluna með- an á samningaumleitunum stóð. „Við ræddum um að efla tengslin við bak- land flokkanna, um að halda borgar- málaþing og mjög mikið um lýðræði og möguleika á aukinni þátttöku al- mennings við ákvarðanatöku. En auðvitað fyrst og fremst um að stýra borginni áfram í anda félagshyggju í þágu borgarbúa allra. Við sáum að vísu strax að atriði eins og sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun yrðu ekki auðveld eins og hefur komið á daginn og sömuleiðis stóriðjuþjónk- un Orkuveitunnar en málefna- ágreiningur var ekki mikill enda vorum við vön að vinna saman í ráð- húsinu og flokkunum hafði gengið vonum framar að stilla saman sína pólitísku strengi. Það er ástæðan fyrir því að skútan hélst svona lengi á kili. Það er verðugt verkefni að skrifa eftirmæli Reykjavíkurlistans og halda því til haga hvað hann var stórkostlega merkilegur. Þess vegna var slæmt að þessu skyldi ljúka með þessum hætti.“ Það var sum sé ekki málefnalegur ágreiningur sem leiddi til endaloka Reykjavíkurlistans heldur jafnræð- isreglan. „Það slitnaði upp úr þess- um viðræðum vegna jafnræðisregl- unnar, aðrir þættir voru ekki það flóknir að okkur hefði ekki tekist að leysa þá. Þannig að Samfylkingin sleit Reykjavíkurlistanum. Það er alveg á hreinu. Það er að vísu alveg rétt að við í VG slitum síðasta fund- inum en það var bara vegna þess að við höfðum kjark til að segja: Keis- arinn er ekki í neinum fötum. Hvað ætlum við að halda þessum fundum áfram lengi? Við vissum að það var tilgangslaust miðað við óbreyttar forsendur og okkur var orðið ljóst að Samfylkingin sat fast við sinn keip.“ Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra hélt því fram í grein í Fréttablaðinu 29. maí síðastliðinn að upp úr Reykjavíkurlistanum hefði slitnað vegna afskipta forystu VG „– sem þá einsog nú virtist fremur sjá samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í hillingum en reyna myndun öflugs meirihluta til vinstri“. Þessari söguskýringu hafnar Svandís alfarið. „Össur fer þarna með staðlausa stafi. Það vita allir sem tóku þátt í viðræðunum um Reykjavíkurlistann, þar með taldir fulltrúar Samfylkingarinnar. Valdið var alfarið í höndum okkar fulltrúa VG í viðræðunefndinni og það er frá- leitt að forysta flokksins hafi beitt okkur einhverjum þrýstingi. Við upplýstum okkar formann reglulega um stöðu mála eins og eðlilegt er en að öðru leyti kom hann hvergi ná- lægt viðræðunum. Hann hvatti okk- ur allan tímann til að reyna að finna samningsflöt, meira að segja eftir að við töldum okkur vera komin í þrot. Þannig að ef eitthvað er þá var hann ákafari að halda R-listasamstarfinu gangandi en við fulltrúar flokksins í viðræðunefndinni undir lokin.“ Svandís kveðst ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna Össur heldur þessu fram. „Össur gengur fyrir gassagangi. Það er það sem honum þykir mest um vert í stjórn- málum og er honum ekki endilega alltaf til sóma. Samfylkingin hefur valið hann kirfilega til forystu og Ingibjörg Sólrún heldur honum m.a.s. þéttar að sér en sínum rétt- kjörna varaformanni, þannig að þeg- ar Össur talar með þessum hætti er ekki hægt að skilja það öðruvísi en forysta Samfylkingarinnar sé að tala. Enda þótt stráksskapurinn sé ærinn verður maður því að taka mark á því sem hann segir og ábyrgðin er flokksins. Það er því al- varlegt mál þegar menn í stöðu Öss- urar Skarphéðinssonar fara með staðlausa stafi.“ Mikil Reykjavíkur- listamanneskja Svandís kveðst í grunninn vera mikil Reykjavíkurlistamanneskja og hefur mikla trú á því líkani. Hún lít- ur hins vegar ekki á það sem mark- mið í sjálfu sér. „Reykjavíkurlistinn var verkfæri til að ná tilteknum markmiðum. Menn skildu mikilvægi þess að flokkarnir hefðu sjálfstæða aðkomu mjög vel árið 1994. Sá skiln- ingur var ekki lengur fyrir hendi 2006 og þess vegna var alveg eins gott að flokkarnir byðu fram undir eigin merkjum. Það sem var aftur á móti jafnsúrt 2006 og það var fyrir 1994 er að það fór meira af atkvæð- um í súginn og Sjálfstæðisflokk- urinn græddi. Það er gömul saga og ný.“ Að vísu náði Sjálfstæðisflokkurinn ekki hreinum meirihluta í kosning- unum í fyrra og þurfti að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn. „Aðdragandinn að því máli var mjög spaugilegur. Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sagði tárvotur í sjónvarpsviðtali fyrir kosningar að það að hann næði inn í borgarstjórn væri það eina sem gæti komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta menn kjörna. Eftir kosningar varð hann svo áttundi maður Sjálf- stæðisflokksins. Það var fremur dapurlegt fyrir hann, karlangann. En Björn Ingi stendur sig vel í sinni framsóknarmennsku. Það verður ekki frá honum tekið.“ Eftir á að hyggja viðurkennir Svandís að ákveðinnar þreytu hafi verið farið að gæta hjá R-listanum undir það síðasta. Hann hafi ekki lengur verið sá glaði regnbogi sem hann var í upphafi heldur hálfgerð stofnun. „Gleðin og krafturinn sem einkenndi framboðið 1994 var á und- anhaldi og það skynjuðu flokkarnir allir, einkum yngra fólkið, sem kall- aði eftir endurnýjun. Persónulega var ég alltaf þeirrar skoðunar að hvor niðurstaðan sem yrði ofan á yrði góð fyrir okkur vinstri græn. Hvort sem það væri endurnýjun Reykjavíkurlistans, þar sem við myndum efla til muna tengsl gras- rótarinnar við ráðhúsið og um leið tengsl ráðhússins við almenning í borginni, eða fyrsta framboð okkar undir eigin merkjum til borgar- stjórnar. Samningaviðræðurnar um áframhaldandi samstarf Reykjavík- urlistans snerust á endanum um sjálfsvirðingu vinstri grænna og henni gátum við ekki undir neinum kringumstæðum fórnað.“ Morgunblaðið/Þorkell Fáheyrð flétta Svandís segir að upphafið að endalokum R-listans hafi ver- ið þegar Össur Skarphéðinsson tilkynnti að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, væri forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. » Við í VG héldum okkur aftur á móti fast við jafnræðisregl- una og létum þá skoðun í ljós að við hefðum ekki áhuga á því að fara inn í þetta samstarf sem „hjálpardekk“ undir vagn Samfylking- arinnar. Það var í raun verið að sýna okkur lít- ilsvirðingu með því að bjóða upp á það sem kost. orri@mbl.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.