Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Rjúpnasalir 8 - Kópavogi 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð Opið hús í dag frá kl. 15-17 Falleg og vel skipulögð 92 fm íbúð á jarðhæð, íbúð merkt 0101, í nýlegu þriggja hæða fjölbýli. Íbúðin skiptist í forstofu, hol/gang, stofu með útg. á suðurverönd með skjólveggjum, opið eldhús, geymsla/vinnuherb., 2 herbergi með skápum, þvottaherb. og baðherb. sem er flísalagt í gólf og veggi. Vandaðar innréttingar frá HTH. Niðurlímt eikarparket og náttúrusteinn á gólfum. Verð 24,7 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Íbúð merkt 0101. Verið velkomin. Álfheimar 13 4ra-5 herb. útsýnisíbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Glæsileg 129 fm 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð, efstu, í góðu fjórbýlishúsi á þess- um eftirsótta stað við Laugardalinn. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð nýlega á smekklegan hátt m.a. hefur verið byggð útbygging undir setustofu og nýlegt parket er á gólfum. Tvö rúmgóð herbergi og eldhús með uppgerðum innrétting- um og góðri borðaðstöðu. Skjólgóðar svalir til suðurs og vesturs. Mikið útsýni yfir Laugardalinn og að Snæfellsjökli. Sérgeymsla í kjallara. Verð 36,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Hamravík 20, íbúð 0203 Glæsileg 159 fm íbúð Opið hús í dag sunnudag frá kl. 13-15 Opið hús í dag Vorum að fá í einkasölu glæsilega 158,6 fm endaíbúð á 2. hæð með sérinn- gangi í vel staðsettu húsi. Fjögur góð svefnherbergi, vandaðar innréttingar og gólfefni, stórar suðvestursvalir, glæsilegt útsýni. V. 37,8 millj. Anna og Jón taka á móti áhugasömum í dag sunnudag frá kl. 13-15. Hvassaleiti 157 útsýnisíbúð á 4. hæð (0401) Opið hús í dag sunnudag frá kl. 17-18 Í einkasölu falleg talsvert endurn. og vel skipul. 4ra-5 herb. endaíbúð á 4.hæð (efstu) í fallegu vel staðs. fjölb. m. fráb. útsýni. Í dag eru í íb. 4 svefn- herb., endurn., eldhús og baðherb. Áhv. hagst. lán. V. 23,9 millj. Bára tekur á móti áhugasömum frá kl. 17-18 í dag sunnudag. Þorláksgeisli 108 Glæsilegt parhús Opið hús í dag sunnudag frá kl. 15-17 Glæsilegt 200 fm parhús í Grafarholti með útsýni yfir golfvöllinn. Stór bíl- skúr, 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi. Húsið er sérhannað að innan af innanhúsarkitekt og er í alla staði mjög glæsilegt með vönduðum sér- smíðuðum innréttingum og fallegum gólfefnum. Hús sem vert er að skoða. Verð 56,0 millj. Kristján tekur á móti áhugasömum frá kl. 15-17 í dag sunnudag. Engihjalli 1 - 7. h. C Opið hús í dag sunnudag frá kl. 17-18 Vorum að fá í einkasölu ca. 80 fm íbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi. Glæsi- legt útsýni. Íbúð er laus við kaupsamning. Áhv. ca. 15,1 millj. V. 18,4 millj. Karl tekur á móti áhugasömum í dag sunnudag frá kl. 17-18. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 MIKIÐ er rætt og ritað um að friða þurfi loðnu til þess að þorsk- urinn fái meira að éta, en hann er nú með horaðasta móti, þyngd eft- ir aldri í sögulegu lágmarki að sögn Hafró. Það þýðir að hann hefur gengið nærri fæðudýrum sín- um og vantar meiri mat. Ekki er að undra þó nýliðun bregðist því vænt- anlega étur þorsk- urinn eigin afkvæmi án þess að spyrja um skyldleikann. En borgar sig að friða loðnu? Reynslan úr fisk- eldi sýnir að fóður- stuðull loðnu er um 7 í lokaðri kví. Til þess að þyngjast um eitt kg, þarf þorskur í kví að éta 7 kg af loðnu. Í náttúrunni, þar sem þorskurinn þarf að eyða orku í að eltast við bráðina, má reikna með hærri fóðurstuðli, segjum 10. Reikna verður með að þorsk- urinn geti ekki nýtt sér alla þá loðnu sem við veiðum ekki. Gefum okkur 60% nýtingu því það eru einnig aðrar fisktegundir að eltast við loðnuna. Af þyngdaraukningunni sem verður á þorski er leyfilegt að veiða 25% og af því sem veitt er fer 20% í slóg og innvols. Lítur þá dæmið svona út miðað við 1.000 kg af loðnu: 1.000 kg óveidd loðna x 0,6 (nýt- ing) x 0,10 (fóðurstuðull) x 0,25 (aflaregla) x 0,8 (slægður fiskur) = 12 kg seljanlegur þorskur. Hlutfallið loðna/ þorskur, miðað við þessar forsendur, er um 100, því þarf þorskur að vera 100 sinn- um verðmætari en loðna til að að- gerðin beri sig. Víðs fjarri er að svo sé. Bent hefur verið á að aðalfæða þorsksins sé loðna og hann sé algjörlega háður henni. En hvaðan kemur loðnan? Hver stjórnar henni? Loðnan hrygnir við Suður- og Vestur- ströndina að vori og seiðin dreifast með straumi í kring um land. Ungloðan heldur sig á landgrunninu fyrstu tvö sumrin, gengur þá norður í höf og kemur aftur til hrygningar eftir rúmt ár. Það er sú loðna sem flotinn okkar veiðir en veiðar á ókynþroska ung- loðnu heyra nú orðið sögunni til. Loðnan er mikilvægust þorsk- inum sem fæða á meðan hún er að alast upp á grunnslóðinni. Stóra hrygningarloðnan, sú sem ber uppi loðnuaflann, nýtist þorsk- inum hins vegar aðeins þann stutta tíma sem hún gengur til hrygningar og þá aðeins þar sem hún fer um. Oft étur þorskurinn yfir sig og því hlýtur hún að nýt- ast fremur illa til vaxtar auk þess sem þetta gerist á kaldasta tíma ársins. Sú staðreynd að þorskurinn nærist á uppvaxandi loðnu gerir það að verkum að það er í raun hann sem stjórnar því með áti sínu hve mikið af loðnu gengur norður í höf til að fita sig og koma síðan aftur til hrygningar við Suð- urland. Þannig hefur þorskurinn sjálfur mikil áhrif á loðnustofninn. Nær alltaf er því haldið fram að þorskur sé smár vegna þess að það vanti loðnu. – Er það ekki fremur svo að hlutfallslega stór þorskstofn sé horaður vegna þess að hann hafi gengið of nærri loðnunni, og minnkað þannig stofninn? Svartfugl lifir líka á loðnu og sandsíli og horaður svartfugl er merki um vöntun þessara tegunda. – Á sama svæði er horaður þorsk- ur! Hver er sökudólgurinn? Þorskveiðar fyrir Norðurlandi hafa verið í lágmarki í tvo áratugi. Í kvótakerfi með takmörkuðum þorskafla geta menn ekki stundað veiðar á svæðum sem gefa nær eingöngu þorsk. Þorskkvótinn er notaður sem aðgangur að öðrum tegundum. Vegna lítils veiðiálags hefur þorskurinn óáreittur fengið að éta upp rækjuna, loðnuna og sandsílið e.t.v. líka. Þegar svo ýsustofninn stækkaði bættist honum öflugur liðsauki, en ýsan étur loðnuna sem er ofan í sandinum, hrogn og seiði. Hafa ber í huga að fæðuþörf þorskstofnsins er af stærðargráð- unni 1.000 (þúsund) tonn á klukkutímann allan ársins hring. Eina ráðið til að bæta vöxt og holdafar þorsksins er að veiða meira af honum. Smávegis loðnu- gjöf býr bara til fleiri svanga þorska. Með því að veiða meiri þorsk er unnt að veiða meira af loðnu. Tvöfaldur bónus og svart- fugl í kaupbæti. Nú sem aldrei fyrr þarf að ræða vistfræði, samhengið í náttúrunni, og hætta að einblína á ofveiði. Eins þarf að gera tilraunir. Hvernig væri að gefa þorskveiðar frjálsar um tíma á stórum svæðum fyrir Norðurlandi og sjá hvað ger- ist? Er rétt að friða loðnu? Jón Kristjánsson skrifar um fæðuþörf þorskstofnsins og loðnu »Eina ráðið til aðbæta vöxt og holda- far þorsksins er að veiða meira af honum. Með því að veiða meiri þorsk er unnt að veiða meira af loðnu. Jón Kristjánsson Höfundur er fiskifræðingur og starfar sjálfstætt. Fréttir í tölvupósti Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.