Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ með umboðsmann og búið að senda mig í eina prufu,“ segir hún en um- rædd prufa var fyrir hlutverk Katr- inu í sápuóperunni frægu Santa Bar- bara. „Mér var sagt að venjulega færi maður í prufur í allavega eitt ár áður en eitthvað gerðist, svo ég hafði eng- ar áhyggjur af því að fá hlutverkið. Ég fór í prufuna til að þjálfa mig,“ segir hún en eins og þjóðin veit fékk María hlutverkið og flutti í kjölfarið til Los Angeles. Hlutverkið var ákveðið sóknarfæri fyrir Maríu, sem sér áskorun í öllu. Hún fékk „græna kortið, góða sjónvarpsþjálfun og varasjóð“ út úr því að leika í sápu- óperunni. María lék í 170 þáttum af Santa Barbara á einu og hálfu ári. Tekinn var upp einn þáttur á dag og lék hún í um tíu þáttum á mánuði. Að lokum fékk hún nóg af sápunni. „Þegar mér fannst þetta orðið gott fór ég bara upp á aðra hæð og bað þá vinsamleg- ast að skrifa mig út.“ Maríu gekk mjög vel í kvikmynda- borginni. Hún fékk mörg tækifæri til að fara í prufur fyrir kvikmyndir og komst oft í úrslit, það er í hóp tveggja til þriggja sem til greina koma. Hún dvaldi í Kaliforníu í tæp fjögur ár og fékk hlutverk í þremur kvikmyndum. María fór í um þrjár prufur á viku og segir það hafa komið á óvart hvað það fari mikil vinna í að sækja um vinnu. „Maður þarf líka að vera alveg viss um hvað maður getur og vill því það er allt opið og mjög auðvelt fyrir unga ljóshærða leikkonu í Hollywood að lenda á villigötum.“ Á endanum kallaði Ísland hana til baka þegar tilboð barst um að leika Agnesi í samnefndri mynd. „Auðvitað var gaman fyrir Íslending að komast í sólina en eftir því sem árin liðu fannst mér eins og ég hefði farið í Spán- arferð og gleymt að taka vélina heim! Óraunveruleikatilfinningin varð æ sterkari og mér fannst þetta ekki ganga til lengdar.“ Umboðsmaður hennar var ósáttur þegar María fór heim til Íslands, fannst það hreinlega fáránlegt miðað við viðbrögð og velgengni. Skyldi María einhvern tímann sjá eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun? „Nei,“ svarar hún ákveðin. „Þetta fer eftir því hvað þú vilt fá út úr lífinu. Ef ég hefði viljað fá frægð og fé hefði þetta vissulega verið mjög aulaleg ákvörð- un. En það hefur ekki verið aðal- atriðið í mínu lífi.“ Hún kynntist eiginmanni sínum ári áður en hún fór heim þegar hann var á ferðalagi vestra. „Þetta fór voða ró- lega af stað og við skrifuðumst á. Sambandið fór ekki í gang fyrr en ég kom hingað heim að hausti til. Við byggðum upp vináttuna á undan ást- arsambandinu. Ég held það hafi verið mjög góður grunnur.“ Íþróttir í Hollywood Dvölin í Kaliforníu gaf henni líka tækifæri til að kynnast landinu í kring, eyðimörkinni og þjóðgörð- unum. Leikurum í Hollywood hentar vel að stunda íþróttir á milli þess sem tökur standa yfir og nýtti útivist- armanneskjan María sér það og fór á skíði, fjallahjól, stundaði klettaklifur, köfun og hestamennsku. Þessi núverandi formaður Fram- tíðarlandsins hefur alla tíð verið nátt- úrubarn. „Ég fór mikið í sum- arbústað fjölskyldunnar sem barn. Afi minn, Erling Ellingsen, var mikið í skógrækt og að nostra úti í nátt- úrunni,“ segir hún en Erling var norskur. Elín, föðuramma hennar, var hins vegar íslensk en móðurafi og -amma færeysk. „Ég er í raun aðeins 1⁄4 íslensk en er fædd og uppalin hér.“ Hún segist einnig hafa lært að bera virðingu fyrir náttúrunni af pabba sínum, Haraldi Ellingsen. Hún fór með honum í fjölmargar útilegur og hellaskoðunarferðir og segir viðhorf hans minna að mörgu leyti á viðhorf indíána sem hún kynntist í Kaliforníu í hippadalnum Topanga, þar sem hún var búsett. „Ef indíánar velta steini reyna þeir að setja hann á sinn stað, svo þeir skilji ekki eftir sig nein spor. Þetta lærði ég líka af pabba.“ Í Kali- forníu bjó hún í „litlum kofa á hesta- búgarði, sem varla hefði talist sum- arbústaður á Íslandi. Það tók mig bara hálftíma að komast niður í bæ í prufur. Það var dýrmætt að hafa valið þennan stað og endaði á því að vera ekki síður mótandi en starfið“. Hún dvaldi einnig mikið í Fær- eyjum sem krakki. „Þar er náttúran svo mikil og maðurinn svo lítill. Hugs- unin er önnur en hér og ríkjandi mikil nytjastefna því landið er svo lítið,“ segir María, sem upplifði það sterkt að fylgjast með grindhvaladrápi. „Ég náði miklum tengslum við þennan veiðimannasið, að sjá menn um- kringja hvalavöðuna og reka hana í land. Það er áhrifamikið að sjá menn skera hvalina í höndunum og sjóinn litast blóði. Síðan er haldin veisla um kvöldið. Allir fá sinn hlut og hver ein- asti hluti hvalsins er nýttur.“ Hún er ekki eins hrifin af hval- veiðum Íslendinga og sér ekki tilgang með þeim. „Afkoma okkar byggist svo mikið á ímynd landsins, eins og ferðamannaiðnaður og útflutningur á vöru og hönnun, en Færeyjar eru fyrst og fremst veiðimannasamfélag.“ Eitt sinn skáti María gekk í skátana 11 ára gömul. „Þar lærði maður að umgangast nátt- úruna af virðingu og að leita út í nátt- úruna til að sækja sér styrk og inn- blástur. Skátastarfið byggist líka á sterkum gildum eins og að taka ábyrgð á lífi sínu, samfélagi, virðingu fyrir náttúrunni, fólki og dýrum og síðast en ekki síst heiðarleika. Og það er uppbyggilegt þar sem alltaf er byggt á styrkleika hvers og eins. Til- gangurinn er ekki að komast fyrstur í mark heldur að halda hópinn og gera ferðalagið ánægjulegt.“ Orð Roberts Baden-Powells, stofn- anda skátanna, höfðu mikil áhrif á hana. „Hann sagði: Reyndu að skilja við heiminn betri en þegar þú komst í hann. Það er ansi magnaður leið- arvísir.“ Ræturnar í skátunum hafa því haft áhrif á umhverfisverndarsinnann í Maríu en líka leikkonuna því skátar búa til eigin skemmtiatriði og skapa sjálfir stemninguna á fundum og ferðalögum. Listin að miðla Annar áhrifavaldur í lífi Maríu var langafi hennar, Haraldur Níelsson, prestur í Dómkirkjunni og Fríkirkj- unni. „Ég náði ekki að kynnast hon- um en fannst hann alltaf fylgja mér. Ég hefði alveg eins getað orðið prest- ur eins og leikari. Faðir minn er trú- aður maður og kenndi mér að biðja bænir og treysta á æðri mátt. Hann gerði það ekki síst með því að vera góð fyrirmynd. Maður grípur í ansi tómt ef það er ekkert æðra manni sjálfum í lífinu. Og það er einmitt þar sem náttúran verður svo góður skóli. Þar finnurðu að þú ert aðeins lítill hluti af stóru samhengi og það er góð tilfinning.“ Listin að miðla hefur verið eins og rauður þráður í gegnum líf Maríu. „Ég held ég hafi einhverja gjöf sem snýst um það að geta miðlað. Mínar leiðir til að miðla hafa verið í gegnum leiklistina, með því að skrifa, leika og leikstýra; í gegnum fjölmiðla og við það að kenna en ég kenni framsögn og ræðumennsku hjá Capacent. Ég hef alltaf verið mikill kennari í mér. Námskeiðin snúast um að vinna náið með fólki og ná fram því besta í því, svipað og í leikstjórninni.“ Fylgir því ákveðin ábyrgð eða áskorun að gera það sem manni er gefið? „Ég hef stundum viljað bakka frá hæfileikum mínum. Ég hef ætlað að endurskoða líf mitt og breyta um stefnu en kem alltaf aftur að því að þetta sé gjöfin mín og ég verði að standa með henni og finna farveg fyr- ir hana.“ Hún segir lið í þróun sinni í starfi vera að setjast í leikstjórastólinn í stað þess að vera á sviði. Þar gefist líka tækifæri til að fást við efni sem hún sjálf vilji fjalla um. „Úlfhams- saga kveikti í mér á þennan hátt í verki þar sem ung kona bjargar heiminum frá myrkri, illsku og valda- græðgi.“ Annað verkefni var að frumflytja Píkusögur í Færeyjum. „Verkið hafði djúp áhrif á mig. Færeyingar voru hræddir við að sýna verkið og þar- lendar leikkonur þorðu ekki að taka hlutverkin að sér af ótta við að vera lagðar í einelti. Þá hugsaði ég: Þarna er tækifærið, til að koma nálægt verkinu, styðja leikkonurnar í Fær- eyjum og að bera kyndilinn áfram en það er það sem verkið snýst um.“ María lék sjálf í verkinu ásamt Krist- björgu Kjeld, sem er hálfur Fær- eyingur, hinni dönsku Charlottu Bö- ving og einni færeyskri leikkonu, Biritu Mohr. „Sjálf lék ég þetta á færeysku en við lékum á þremur tungumálum og leikstýrðum í raun hver annarri.“ Snippan og gína Flutningurinn hafði þann tilætlaða árangur að færeyskar leikkonur ákváðu að taka slaginn og setja upp Píkusögur. Verkið var sýnt oftar en nokkurt annað leikrit hefur verið sýnt í Færeyjum hingað til og vakti mikið umtal og athygli. „Þegar ég fór af stað með þetta hringdi ég í Marentzu Poulsen og spurði hana hvernig maður segði píka á færeysku því ég vissi það hreinlega ekki. Hún svarar: Má ég hringja til baka? Þetta var ekki alveg á hreinu, sem segir vissa sögu. Það kom í ljós að orðin yfir sköp kvenna í Færeyjum eru flest eitthvert sjóa- raslangur. Það var ekki til fallegt orð yfir píku á færeysku. Svo komumst við að því þegar við komum til Fær- eyja og töluðum við þýðandann að það var ekki til neitt orð yfir sníp,“ segir hún en úr varð að píka fékk nafnið gína og snípur varð snippan. „Seinna setti ég svo upp verkið fyrir V-daginn með alþingiskonum og það Fjölskyldan mín María smellti þessari mynd af fjölskyldunni í fríi í Kaliforníu um páskana í fyrra. Stjúpsonurinn Tómas, yngri dóttirin Kristín og sú eldri Lára ásamt eiginmanni Maríu, Þorsteini J. Vilhjálmssyni. 1989 Fyrsta verkefni leik- hópsins Annað svið var Sjúk í ást eftir Sam Shepard en hér er Valdi- mar Örn Fly- genring með Maríu. 1996 Annað svið setti upp Svaninn í Borgarleikhúsinu en hér má sjá Maríu og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum. 1999 Í hlutverki Sölku Völku í nýrri leikgerð bókar Halldórs Laxness sem bar nafnið Salka ást- arsaga og sett var upp í Hafnarjarðarleikhúsinu í samvinnu við Annað svið. 1995 Með Baltasar Kormák undir í hlutverki Agnesar í samnefndri kvikmynd. 1989 Með Helga Björns á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins í Shake- speare- leikritinu Of- viðrið. LEIKLISTARFERILL Maríu er fjölbreyttur og hún hefur komið víða við á sviði leikhússins og kvikmyndanna eins og meðfylgjandi myndir bera vott um. Í sjónvarpi sást hún síðast í hinum frábæru dönsku spennuþátt- um Erninum og margir muna áreiðanlega eftir Maríu í hlutverki Katrinu í NBC-sápuóperunni Santa Barbara í upphafi tíunda ára- tugarins. Á hvíta tjaldinu hefur hún tekist á við menn á borð við Baltasar Kormák í Agnesi og William Petersen, sem er best þekktur í hlut- verki hins þungbrýnda en úrræðagóða Gils Grissoms í CSI, í spennumyndinni Curaçao. Á sviði hefur hún stigið mörg skref fyrir eigið leikhús, Annað svið, sem hún stofnaði 1988 og hefur stýrt frá upphafi. Til viðbótar hefur hún tekið þátt í uppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu og víðar. Ennfremur hefur hún verið þáttastjórnandi á Stöð 2 veturlangt í þættinum Femin. Hún hefur kennt börnum og unglingum leiklist og leikið í fjölda útvarpsleikrita og lesið framhaldssögur fyrir RÚV. Næst má sjá Maríu á sviði í tveimur verkum. Fyrst má nefna Heiður, ástralskt verðlaunaleikrit eftir Joanne Murray Smith. María framleiðir uppsetninguna og leikur eitt aðalhlutverkið á móti Arnari Jónssyni og Önnu Kristínu Arngrímsdóttur. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir verkinu á fjölum Iðnó. Hitt verkið er Mamma, leikverk byggt á aðferðum svokallaðs „devised theater“. Verkið er unnið og framleitt af Maríu og Char- lottu Böving og byggt á viðtölum við konur um það að vera móðir og að eiga móður. Verkið verður unnið í samstarfi við hóp lista- manna á næsta leikári. Svipmyndir frá ferlinum » Það er ekki í eðlimínu að vera á móti einhverju, mér finnst skemmtilegra að vera með einhverju og skapa eitthvað. MARÍA ELLINGSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.