Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Oddnýju Helgadóttur oddnyh@mbl.is Fyrir stuttu var gerð könnuná því hvað bandarískumháskólanemum þykir helsttöff um þessar mundir. Í efsta sæti voru ipod-spilarar. Öðru sætinu deildu þrjú fyrirbæri: Bjór, kynlíf og Facebook. En hvað er Facebook? Grunnhugmyndin er mjög einföld. Facebook er vefsíða og henni er ætl- að að auðvelda samskipti á Netinu. Á síðunni býr fólk til eigið svæði með mynd og ýmsum upplýsingum á borð við áhugamál, menntun og sam- bandsstöðu. Síðan getur það átt í margvíslegum samskiptum við aðra sem nota vefinn, t.d. skráð fólk sem vini sína og skrifað skilaboð sem birtast á síðum annarra notenda. Félagslíf á Netinu Markmið eiganda Facebook er að vefurinn verði grunnurinn að fé- lagslífi netverja. Hann telur fyrir- tæki á borð við Google hafa vanrækt félagslegar þarfir þeirra sem nota Netið. Algengt er að fólk noti vefinn til þess að hafa uppi á gömlum vinum, sérstaklega í öðrum löndum eða landshlutum. Einnig má nota hann til þess að leita uppi fólk með svipuð áhugamál. Hægt er að búa til og ganga í ýmsa hópa á vefnum. Margir þeirra eru fyrst og fremst til gamans og bera nöfn á borð við Hópur fólks sem hefur a.m.k. einu sinni orðið fyrir því að fugl driti á hausinn á því, Samtök gegn sveitatónlist og Hópur án til- gangs. Alvarlegri og praktískari hreyfingar er þó einnig að finna á vefnum. Notendur Facebook eru nú um 20 milljónir talsins, en áætlað er að sú tala muni margfaldast á komandi ár- um. Síðan er ekki ósvipuð Myspace, en þykir um margt betri. Grunnsíðan er einfaldari, og fellur því mörgum bet- ur í geð. Þá eru vírusar og njósna- búnaður sjaldgæfari á Facebook, að minnsta kosti enn sem komið er. Auk þess býður síðan upp á ýmsa mögu- leika sem ekki er að finna á Mys- pace. Þar er markaður og banki og aðgangur að hvoru tveggja er ókeyp- is. Á vefinn er hægt setja ótakmark- að magn mynda og hann er orðinn vinsælasti myndvefur í heimi. Þar má einnig blogga, skiptast á tónlist og myndböndum og nota forrit sem svipar til MSN. Sérstaka athygli hefur vakið að stjórnendur Facebook gerðu not- endum nýlega kleift að hanna eigin aukabúnað. Þannig hefur fjöldinn allur af aukahlutum og nýjum for- ritum fyrir Facebook orðið til. Allar tekjur Facebook eru af aug- lýsingum og notendur þurfa ekki að greiða fyrir þjónustuna. Næsti Bill Gates? Velgengni Facebook er lygileg. Mark Zuckerberg, ungur nemi í Harvard-háskóla, bjó síðuna til á einni viku fyrir um þremur árum. Vinsældir hennar urðu strax meiri en hann óraði fyrir. Fljótlega hætti Zuckerberg í Harvard og helgaði sig alfarið rekstri Facebook. Í kringum vefinn hefur síðan orðið til fyrirtæki með meira en 200 há- launaða starfsmenn. Áætlað er að innan fárra ára muni Facebook hafa jafn miklar tekjur og MTV, og hugs- anlega ógna netveldi Google. Síðan er nú sú sjötta vinsælasta í Banda- ríkjunum, í átjánda sæti á heimsvísu, og í örum vexti. Stórfyrirtæki hafa boðið Zuckerberg fúlgur fjár fyrir fyrirtækið. Vitað er um a.m.k. tvö til- boð sem hljóða upp á tæplega millj- arð bandaríkjadala. Að auki er orð- rómur á kreiki þess efnis að Google hafi boðið 2,3 milljarða dala fyrir fyr- irtækið, sem er hærra en söluverð Youtube og Myspace samanlagt. Zuckerberg, sem er aðeins 23 ára, þrjóskast við og neitar að selja. Hann segist ekki vera að reyna að græða á vefnum. „Hvaða Harvard- nemi sem er getur orðið ríkur, en það er einstakt að stýra alþjóðlegu samskiptaneti. Vefurinn mun stuðla að opnum samskiptum og auka skilning fólks hvert á öðru,“ segir hann. Zuckerberg hefur haft áhuga á forritun frá því hann var barn. Í fjöl- miðlaumfjöllun er honum gjarnan lýst sem dæmigerðum tölvulúða. Sjálfur lýsir hann sér sem hakkara, og það er að hans mati mjög jákvætt. „Hakkarar reyna í sameiningu að skapa eitthvað sem er stærra, betra og hraðvirkara en það sem fyrir er.“ Því hefur verið spáð að ef svo fer sem horfir verði Zuckerberg jafn áhrifamikill og Bill Gates í tölvu- heiminum þegar fram líða stundir. Truflar og einangrar? Þótt Zuckerberg trúi því að hann geti látið gott af sér leiða með Fa- cebook fer því fjarri að allir líti vef- inn svo björtum augum. Kennarar í Bandaríkjunum er margir ósáttir við vinsældir Facebo- ok og telja vefinn taka tíma frá heimalærdómi og draga úr einbeit- ingu nemenda í tímum. Kennarar hafa einnig lýst áhyggj- um af því að ungt fólk læri nú fyrst og fremst að gera margt í einu og vinna hratt úr upplýsingum, en síður að hugsa gagnrýnið. Kannanir sýna að bandarísk ung- menni leggja nú meiri áherslu en áð- ur á að tækniaðstaða sé góð þegar þau velja háskóla. Skólastjórar kvarta yfir því að stöðug krafa sé um að aðstaða sé bætt. Það sé mjög kostnaðarsamt og bitni á launum kennara og gæðum kennslu. Háskólaprófessor frá Colorado segir í fagtímariti kennara frá óformlegri könnun sem hann gerði nýlega á notkun Facebook. Hann spurði 140 nemendur hversu margir hefðu lesið New York Times eða horft á fréttatíma PBS einn daginn. Örfáar hræður réttu upp hönd. Því næst spurði hann hversu margir hefðu notað Facebook um daginn, og hver einasti nemandi rétti upp hönd. Þetta dæmi lýsir vel þróun sem ýms- ir telja að muni hafa djúpstæð áhrif á þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Fólk óttast að þekking og áhugasvið verði sífellt sértækari og nái til þrengri sviða. Nú sé hægt, í gegnum Netið, að eiga nánast ein- ungis í samskiptum við þá sem hafa svipuð áhugamál. Þannig muni sér- hæfing og aðgreining ólíkra hópa aukast jafnt og þétt. Jafnframt verði almenn þekking og meðvitund um ytri aðstæður minni. Sé þetta rétt verða áhrif Facebook þveröfug við það sem hönnuður síð- unnar ætlaðist til. Í stað þess að sameina fólk mun síðan bjóða upp á nýjar aðferðir til einangrunar. Enn á eftir að koma í ljós hvernig kynslóðin sem vex úr grasi við net- vætt félagslíf verður. Margt bendir þó til þess að ekki sé ástæða til veru- legrar svartsýni. Mikil krafa er á að ungt fólk á vinnumarkaðnum búi yfir sérþekk- ingu á sínu sviði, geti unnið hratt úr upplýsingum og gert margt í einu. Það þarf ekki að útiloka aðra virkni. Auðvelt er að miðla upplýsingum á Facebook og ýmis grasrótarsamtök og pólitískir hópar nýta sér vefinn til að skipuleggja starf sitt. Því virðist lítil ástæða til að óttast að vefurinn eða aðrir honum líkir, geri út af við gagnrýna hugsun. Þá er ekki ástæða fyrir kennara að örvænta þótt ungt fólk noti Facebo- ok. Algengt er að námsmenn hagnýti sér síðuna við nám. Þar er hægt að vinna hópastarf og komast í sam- band við aðra sem leggja stund á sama nám. Facebook er tímanna tákn. Ver- öldin breytist ört og mikilvægt er að finna og nýta það góða sem breyting- arnar hafa í för með sér. Tölvuöldin er komin til að vera og það stoðar lítt að spyrna við fótunum. Ólíklegt er að vinsældir Facebook-síðunnar fari minnkandi, enda flestir notendur sammála um að hún sé skemmtilegt fyrirbæri. Hvort hún stenst bjór og kynlífi snúning verður þó hver að ákveða fyrir sig. Jafn töff og bjór og kynlíf  Vefsíðan Facebook vex og þróast hratt  Eigandinn, sem er 23 ára og hætti í Harvard til að reka síðuna, vill að hún verði grunnurinn að félagslífi ungs fólks  Skiptar skoðanir eru um ágæti hennar Verðmætt Bandarískum háskólanemum þykir fátt flottara en vefsíðan Facebook. Því er hvíslað að Google hafi boðið eiganda síðunnar 2,3 millj- arða bandaríkjadala fyrir fyrirtækið, en hann neitar að selja. LÍFSSTÍLL» Í HNOTSKURN»Mark Zuckerberg bjó Fa-cebook til á viku, nú er síð- an margra milljarða virði. »Vefurinn varð fljótlega svovinsæll að Zuckerberg hætti í Harvard til þess að sinna rekstri hans. »Zuckerberg er oft borinnsaman við Bill Gates, sem hætti líka í Harvard til þess að vinna í tölvubransanum. »Talið er að Facebook gætiógnað veldi Google í fram- tíðinni. »Sumir telja að vefsíðan, ogaðrar svipaðar síður, geri það að verkum að fólk ein- angrist. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Norsk stjórnvöld eru umþessar mundir að und-irbúa nýja löggjöf semtryggja á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla þar í landi. Meg- inatriði hinna nýju laga er að gert er ráð fyrir því að innan ramma skil- greindra markmiða fyrirtækisins sé það í verkahring ritstjórans að stýra ritstjórn fjölmiðilsins og hafa loka- orðið varðandi öll ritstjórnarleg mál. Nýju lögin heimila hvorki eiganda fjölmiðlafyrirtækisins né þeim sem stjórnar fyrirtækinu í umboði eig- andans að gefa aðalritstjóra fyr- irmæli eða snúa við ákvörðunum hans varðandi ritstjórnarleg mál- efni. Þeir geta heldur ekki farið fram á það að vera upplýstir um rit- stjórnarlegt efni áður en það er birt. Til að tryggja hefðina Nils E. Øy, formaður norska rit- stjórasambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvæði séu þegar bundin með óbeinum hætti í norsk lög en það hafi verið vilji ritstjórasambandsins, útgef- enda og stjórnmálamanna að tryggja þetta með meira afgerandi hætti, þannig að nýir eigendur fjöl- miðla, m.a. erlendir, gætu ekki virt hefðina að vettugi. Endanlegt orðalag hinna nýju laga liggur ekki fyrir en Øy segir að það verði byggt á reglum um rétt- indi og skyldur ritstjórna sem Norska ritstjórasambandið og Sam- band norskra dagblaða settu árið 1953 og voru endurskoðaðar tuttugu árum síðar. Í téðum reglum segir að ritstjóra beri að virða í hvívetna stefnu við- komandi fjölmiðils. Honum er ætlað hafa skoðanafrelsi í hávegum og reyna eftir bestu getu að sækjast eftir því sem kemur þjóðfélaginu best. Fréttir eitt, skoðanir annað Samkvæmt reglunum eiga norsk- ir ritstjórar að tryggja að upplýs- ingar séu settar fram með hlut- lausum hætti og leggja áherslu á blaðamennsku þar sem skil- merkilega er greint á milli frétta- flutnings og staðreynda annars veg- ar og skoðana og mats blaðsins hins vegar. Gengið er út frá því að ritstjórinn hafi í grundvallaratriðum sömu sjónarmið og markmið og útgefand- inn. En innan þess ramma er rit- stjórinn ótvíræður leiðtogi ritstjórn- arinnar og hefur fullt frelsi til að móta skoðanir blaðsins enda þótt þær geti í einstaka málum verið á skjön við skoðanir útgefandans og stjórnar fyrirtækisins. Komist rit- stjórinn í andstöðu við grundvall- arsjónarmið blaðsins ber honum að segja upp störfum. Hann má heldur ekki undir nein- um kringumstæðum láta sjónarmið sem stríða gegn hans eigin sannfær- ingu hafa áhrif á sig. Ritstjórinn er, samkvæmt regl- unum, ábyrgðarmaður blaðsins og ber persónulega ábyrgð á öllu sem þar stendur. Hann stýrir og ber ábyrgð á gjörðum starfsmanna rit- stjórnarinnar og er tengiliður milli þeirra og útgefandans og/eða stjórn- arinnar. Ritstjóri má dreifa valdi sínu í samræmi við skyldur sínar og blöð- um er heimilt að ráða fleiri en einn ritstjóra, m.a. sérstakan ritstjóra auglýsingaefnis. Nils E. Øy segir að í norskum út- varpslögum sé ákvæði sem byggi á þessum sömu reglum sem þýði m.a. að stjórn norska ríkisútvarpsins geti ekki skipt sér af daglegum rekstri fréttastofunnar. Lög um sjálf- stæði ritstjórna Norsk dagblöð Samkvæmt lögunum er það í verkahring ritstjórans að stýra ritstjórn blaðsins og hafa lokaorðið varðandi öll ritstjórnarleg mál. FJÖLMIÐLAR» »Nýju lögin heimila hvorki eiganda fjöl- miðlafyrirtækisins né þeim sem stjórnar fyr- irtækinu í umboði eig- andans að gefa aðalrit- stjóra fyrirmæli eða snúa við ákvörðunum hans varðandi ritstjórn- arleg málefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.