Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 36
stjórnmál 36 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mestalla tuttugustu öldinavoru vinstrimenn á Ís-landi klofnir í margaminni flokka. Hug- myndir um sameiningu þeirra í einn stærri flokk komu reglulega upp en lítil hreyfing komst á málið fyrr en á síðasta áratug aldarinnar. Raunar má segja að vatnaskil hafi orðið við borgarstjórnarkosningarnar 1994 en þá ákváðu minnihlutaflokkarnir í Reykjavík, Framsóknarflokkur, Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti, að snúa saman bökum gegn Sjálfstæðisflokknum undir merkjum nýs kosningabandalags, Reykjavíkurlistans. Tilgangurinn var að binda enda á valdatíð sjálf- stæðismanna sem stjórnað höfðu borginni nær sleitulaust í hálfa öld. Þessu markmiði var náð. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í borgarstjórn, segir hið sögulega samstarf vinstrimanna í borginni öðrum þræði vera sögu Samfylkingarinnar sem sett var á laggirnar í sama augnamiði fimm ár- um síðar – til að sameina íslenska fé- lagshyggjumenn. „Hluti af hreyfing- unni sem bjó til R-listann á sínum tíma bjó líka til Samfylkinguna. Þetta er því að hluta til sama við- fangsefnið, það er sama hreyfiaflið sem var þarna á ferðinni.“ Jafnræðisreglan grundvallaratriði Svandís segir jafna aðild flokk- anna að Reykjavíkurlistanum frá upphafi hafa verið grundvallaratriði í samstarfinu, svokölluð jafnræð- isregla hafi verið tekin upp 1994 og jafnframt viðhöfð og skjalfest 1998 og 2002. „Jafnræðisreglan snerist um það að samstarfið væri ekki styrk- leikamæling heldur að allir flokk- arnir kæmu að því með fullri reisn og fullum áhrifum enda er eðlilegra að mæla fylgi flokka í kosningum en við samningaborð. Þessi afstaða kemur vel fram hjá Samfylkingunni í dag þar sem um er að ræða fullt jafnræði milli stjórnarflokkanna þrátt fyrir verulegan stærðarmun.“ Svandís segir engan ágreining hafa verið um þetta, hvorki fyrir kosningarnar 1994 né 1998 og 2002. „Að vísu gat þetta stundum verið snúið, lengst af stóðu þrír aðilar að R-listanum en borgarfulltrúarnir voru átta, þannig að dæmið gekk ekki alveg upp. Eins og menn muna stóð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alltaf utan þessa kvótakerfis meðan hún var borgarstjóri. Ýmsar leiðir voru farnar í þessum efnum og síð- ast árið 2002 var gripið til þess ráðs að kalla til fulltrúa óháðra, Dag B. Eggertsson. Það ár skiptust átta borgarfulltrúar R-listans þannig á milli flokkanna að VG átti tvo, Sam- fylking tvo, Framsóknarflokkur tvo og tveir voru óháðir.“ Svandís segir hinn gagnkvæma skilning og traustið sem jafnræð- isreglan fól í sér hafa verið horn- steininn sem samstarfið hvíldi á. „Eitt afar mikilvægt þema í póli- tík er vald og vægi. Menn hafa tekist á um áheyrnarfulltrúa í hverf- isráðum, svo dæmi sé tekið. Um þetta var lengst af enginn ágrein- ingur innan R-listans. Vægið var á hreinu.“ Reykjavíkurlistinn bauð fram á sömu forsendum árið 1998 og hélt meirihluta sínum. Árið eftir breytt- ist hið pólitíska landslag hins vegar talsvert þegar hinir rótgrónu vinstriflokkar, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, hurfu af sjónarsvið- inu og Samfylkingin og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð komu í staðinn. Upphaflega lögðu margir upp með það að Samfylkingin ein myndi leysa gömlu flokkana af hólmi en af ástæðum sem óþarfi er að tí- unda hér gekk það ekki eftir. Djúpsálarfræði stjórnmálanna Svandís segir ólguna sem þessu fylgdi og það tryggðarof sem ýmsir í Samfylkingunni upplifðu við stofnun Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vitaskuld hafa náð til R- listans „svo maður fari aðeins út í djúpsálarfræði stjórnmálanna sem er oft meira hreyfiafl en maður áttar sig á. Við þetta varð ákveðin breyt- ing á undiröldunni sem hefði orðið önnur hefði Samfylkingunni lánast að halda utan um allan vænginn eins og til var stofnað. Framsókn var aldrei með í þeim leiðangri, þannig að hún hafði svolítið frítt spil á kant- inum. Framsókn keyrir líka á tals- vert öðrum þáttum en VG og Sam- fylkingin á góðum degi. Það skiptir höfuðmáli fyrir Framsókn að hafa áhrif og til þess að ná því markmiði sínu lætur hún yfirleitt pólitísk prin- sipp ekki þvælast fyrir sér. Fyrir vikið getur hún komið tiltölulega seint að samningum og verið þægi- leg í viðræðum. Enda er Framsókn iðulega þar sem ráðum er ráðið“. Þegar upp var staðið hafði hið breytta landslag í pólitíkinni aftur á móti lítil áhrif á siglingu Reykjavík- urlistans og hann vann sinn þriðja kosningasigur vorið 2002. Kjörtímabilið 2002-2006 fór hins vegar snemma að hrikta í stoðunum. „Upphafið að endalokum R-listans var hin fáheyrða flétta Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi for- manns Samfylkingarinnar, þegar hann tilkynnti í viðtali á Bylgjunni síðla árs 2002 að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri R-listans, utan kvóta jafnræðsiregl- unnar, væri forsætisráðherraefni eins af flokkunum þremur sem aðild áttu að R-listanum. Þar með var að mati margra í ráðhúsinu á þessum tíma komið að þáttaskilum í sam- starfinu. Þessi þáttaskil komu kannski ekki upp á yfirborðið strax en snerust fyrst og fremst um traust og trúnað. Þarna var nefnilega orðið ljóst að borgarstjóri myndi ganga erinda eins af flokkunum þremur en ekki hinna í komandi alþingiskosn- ingum.“ Geri aðrir betur! Svandís viðurkennir að það hafi ekki komið neinum í R-listanum á óvart að Ingibjörg Sólrún væri sam- fylkingarmaður en það hafi fram að þessu verið látið kyrrt liggja í ljósi sögunnar. „Ingibjörg Sólrún gegndi hlutverki sameiningartákns R- listans og var sú manneskja sem öðrum fremur sameinaði hugsjónir vinstriaflanna í borginni. Það gerði hún afspyrnuvel enda leiddi hún Reykjavíkurlistann til sigurs í þrennum kosningum í röð. Geri aðr- ir betur!“ Þegar Ingibjörg Sólrún var gerð að forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar segir Svandís að mikill urg- ur hafi orðið í baklandi Vinstri grænna og Framsóknarflokks í Reykjavík. „Það fór á þann veg að Ingibjörgu var gert að víkja úr stóli borgarstjóra sem var vitaskuld gríð- arlega stór biti að kyngja fyrir hana. Þetta gerðist allt mjög hratt og ég held að það séu engar deilur um það núna að Össur hafi farið á undan Ingibjörgu í þessu máli. Hún réð ekki hraðanum á atburðarásinni og hlutirnir gerðust að mörgu leyti með meiri boðaföllum en gott var fyrir hana sem stjórnmálamann. Það er fyrst núna eftir fjögur og hálft ár sem hún virðist vera að rísa upp aft- ur eftir þessa dýfu. Ég tel að þetta mál hafi verið Ingibjörgu Sólrúnu afdrifaríkt og það er ekkert vafamál að þáttur Össurar er mikill. Það dylst engum sem þekkir Samfylk- inguna innan frá að sú togstreita sem þar hefur verið milli fylkinga hefur verið flokknum afar erfið. Það kann þó að vera að blað sé nú brotið í þeim efnum við ríkisstjórnarþátttök- una. Það verður a.m.k. forvitnilegt að sjá hvernig það þróast.“ Talað um fautaskap og yfirgang Þegar Ingibjörg Sólrún hvarf af vettvangi var fenginn utanaðkom- andi borgarstjóri, Þórólfur Árnason. Segir Svandís hans tíma að mörgu leyti hafa verið farsælan en hann varð styttri en efni stóðu til. Þegar Ingibjörg Sólrún var formlega orðin samfylkingarmaður breyttust hlut- föllin innan meirihlutans. Vinstri græn og Framsókn áttu áfram tvo fulltrúa en Samfylkingin þrjá og óháðir aðeins einn. Á þessum tíma var mikið gert úr viðbrögðum VG og Framsóknar við ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að ganga Samfylkingunni á hönd. „Við þóttum fara fram með fauta- skap og yfirgangi í þessu máli. Yf- irgangurinn var þó ekki meiri en svo að við gerðum ekki kröfu um að samningurinn um R-listann yrði endurskoðaður að því er varðaði að- komu flokkanna. Jafnræðið hafði verið brotið en við fórum eigi að síð- ur ekki fram á að formennska í nefndum og ráðum yrði endur- skoðuð og annað slíkt þannig að breytingin yrði vegin upp. Svo við höldum þeim þræði þá er sú staða komin upp þegar við erum að klára viðræðurnar fyrir kosningarnar 2006 að Dagur B. Eggertsson er líka orðinn samfylkingarmaður og síðan Björk Vilhelmsdóttir. Undir lokin var staðan því þannig að R-listinn í borgarstjórn samanstóð af fimm samfylkingarmönnum, tveimur framsóknarmönnum og einum vinstri grænum. Það var mikið ójafnvægi innbyggt í hópinn.“ Svandís segir þessa breyttu skip- an mála ekki hafa haft svo mikil áhrif á traustið innan hópsins enda voru borgarfulltrúarnir þeir sömu og áður. „Sama verður ekki sagt um bakland flokkanna, á þeim vettvangi fór óánægjan vaxandi og segja má að borgarstjórnarflokkurinn hafi á þessum tíma verið farinn að ein- angrast. Menn voru að missa tengsl- in við grasrótina. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Farið var að tala um „ráðhúsklíkuna“ og átti það tal að mörgu leyti rétt á sér. Borg- arstjórnarflokkur R-listans var á góðri leið með að verða sjálfbær pólitísk eining sem laut sínum eigin lögmálum. Af þeim sökum var undir- alda í grasrót flokkanna allra en sér- staklega hjá Samfylkingunni. Ég veit til þess að borgarfulltrúar henn- ar núna hafa lagt mikið á sig til að efla sambandið við baklandið.“ Grasrótin styrkti VG mikið Svandís fullyrðir að vinstri græn hafi verið öflugust í sínu grasrót- arstarfi í borginni á þessum tíma. „Veturinn 2003-04 og veturinn 2004- 05 komum við með yfirlýsingar og ályktanir sem gengu stundum þvert á niðurstöður Reykjavíkurlistans. Kann mörgum að hafa fundist það snúið, ekki síst þegar Þórólfur Árna- son hætti sem borgarstjóri. Þá var samráðið í baklandi VG mjög mikið. Við réðum ráðum okkar mjög ítar- lega og komumst að þessari tilteknu niðurstöðu þar. Ég hef trú á því að sú grasrót hafi styrkt okkur mikið sem sjálfstæðan flokk en um leið jók það á ójafnvægi innan Reykjavíkur- listans, ójafnvægi missterkrar gras- rótar.“ Samstarf byggist á virðingu Morgunblaðið/ÞÖK Enginn þrýstingur „Valdið var alfarið í höndum okkar fulltrúa VG í viðræðunefndinni og það er fráleitt að forysta flokksins hafi beitt okkur einhverjum þrýstingi. Við upplýstum okkar formann reglulega um stöðu mála eins og eðlilegt er en að öðru leyti kom hann hvergi nálægt viðræðunum. Hann hvatti okkur allan tímann til að reyna að finna samningsflöt, meira að segja eftir að við töldum okkur vera komin í þrot. Þannig að ef eitthvað er þá var hann ákafari að halda R-listasamstarfinu gangandi en við fulltrúar flokksins í viðræðunefndinni undir lokin,“ segir Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG. „Samfylkingin sleit Reykjavíkurlistanum. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svav- arsdóttir, oddviti vinstri grænna í borgarstjórn, en hún gegndi lykilhlut- verki í samningavið- ræðum flokkanna sem stóðu að samstarfinu í að- draganda borgarstjórn- arkosninganna 2006. Orri Páll Ormarsson fékk Svandísi til að rökstyðja þessa fullyrðingu. Í HNOTSKURN »1994. Reykjavíkurlistinnveltir meirihluta Sjálf- stæðisflokksins úr sessi í borg- arstjórn Reykjavíkur. »1998. R-listinn heldurmeirihluta sínum annað kjörtímabilið í röð. »1999. Alþýðuflokkur ogAlþýðubandalag hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna og Samfylkingin og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð koma í staðinn. »2002. R-listinn heldurvöldum í borginni þriðja kjörtímabilið í röð. »2002. Ingibjörg SólrúnGísladóttir ákveður að fara í framboð fyrir Samfylk- inguna í alþingiskosningum og stendur í kjölfarið upp úr stóli borgarstjóra. »2005. Samningaviðræðurum áframhaldandi sam- starf R-listans fara út um þúf- ur og flokkarnir bjóða fram undir eigin merkjum í borg- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.