Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 71 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR frá Syðra-Velli, Grænumörk 2, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju mánudaginn 11. júní kl 13:30. Ingólfur Kristmundsson, Elín Magnúsdóttir, Eyjólfur Kristmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ólafur Kristmundsson, Halldóra Óskarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGILEIF BRYNDÍS HALLGRÍMSDÓTTIR, Lynghaga 13, Reykjavík, lést 29. maí að hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 12. júní kl. 13.00. Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, og barnabörn ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANTON SKÚLASON fv. póst- og símamálastjóri, Ægisíðu 60, lést mánudaginn 4. júní. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. júní kl. 15:00. Inga Gröndal, Skúli Jónsson , Sigríður Björg Einarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Stefán Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNJA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hvassaleiti 56, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13:00. Edvard Skúlason, Þuríður Gunnarsdóttir, Börkur Skúlason, Katrín Þorkelsdóttir, Ólöf Skúladóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Brynja Viðarsdóttir, Björn Rúnar Magnússon, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hallveig Þor-láksdóttir var fædd í Reykjavík 29. september 1934. Hún lést á Landspítalanum 30. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þorlákur Jónsson, kaupmaður og síð- ar skrifstofustjóri Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, f. í Smá- dölum í Sandvíkurhreppi í Ár- nessýslu 23. desember 1888, d. í Reykjavík 20. desember 1977, og seinni kona hans, Steinunn Eyvindsdóttir, f. á Steinum í Reykjavík 23. september 1895, d. í Reykjavík 14. maí 1969. Foreldrar Þorláks voru hjónin Jón Ólafsson, bóndi á Höskulds- stöðum við Eyrarbakka, f. 10. apríl 1862, d. í Reykjavík 30. maí 1944, og Björg Hieróný- musardóttir, f. 23. ágúst 1860, d. í Reykjavík 4. desember 1931. Foreldrar Steinunnar voru hjónin Eyvindur Guð- mundsson sjómaður, f. í Laug- arási í Biskupstungum 25. októ- ber 1860, d. í nóvember 1914, og María Jónsdóttir, f. á Iðu 2. júlí 1859, d. í Reykjavík 25. maí 1948. Börn Þorláks og Stein- unnar eru, auk Hallveigar: Sig- ríður húsfrú, f. 5. júlí 1920, Jón, f. 23. júlí 1922, d. 27. febrúar 1998, Björgvin Óskar lögfræð- ingur, f. 1. febrúar 1925, og María Guðrún kaup- maður, f. 21. apríl 1932. Bróðir þeirra, sammæðra, var Alfreð E. Clau- sen, málarameist- ari og söngvari, f. 7. maí 1918, d. 26. nóvember 1981. Eiginmaður Hallveigar er Stef- án Bragi Ein- arsson, f. 12. mars 1933. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 16. janúar 1959, maki Garðar T. Middleton, f. 6. nóvember 1958, þau eiga tvær dætur, Rann- veigu Maríu, f. 19. september 1983 og Þóru Mist, f. 15. ágúst 1994. 2) Þóra Björg, f. 22. júlí 1963, maki Jón Heiðar Guð- mundsson, f. 25. janúar 1958, þau eiga tvö börn, Hallveigu, f. 9. júlí 1995 og Stefán, f. 21. júlí 1998. 3) Steinar Bragi, f. 6. október 1969, sambýliskona Hulda María Róbertsdóttir, f. 30. apríl 1966. Sonur Steinars er Nói Hrafn, f. 31. desember 2002. Að loknu grunnskólaprófi fór Hallveig í Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Hallveig var útivinnandi allt sitt líf. Útför Hallveigar var gerð frá Fossvogskapellu 1. júní, í kyrr- þey. Elsku besta mamma okkar. Þú ert búin að kveðja okkur allt of fljótt. Þú sem alltaf varst hraust- ust allra greindist með krabbamein í byrjun febrúar og nú ertu farin og við sitjum eftir algerlega tóm. Það mun taka okkur langan tíma að átta okkur á að við munum aldrei sjá þig aftur, aldrei heyra í þér aftur, aldr- ei hlæja með þér aftur. Það er svo ótrúlega margs að minnast elsku mamma. Þú varst ekki bara mamma okkar heldur góð og skemmtileg vinkona og þú varst barnabörnum þínum einstaklega góð amma. Þegar við lítum til baka þá er einungis gleði og þakklæti sem kemur upp í hug- ann. Þú sást spaugilegu hliðina á svo til öllu og tókst þig aldrei of há- tíðlega. Þú hafðir ótrúlega góða nærveru og öllum leið vel í kringum þig. Frásagnargáfa þín var mikil og þú hreifst fólk með þér í hlátri og gleði og gerðir það á einlægan og tilgerðarlausan hátt. Þú varst duglegust allra og skipt- ir þá engu máli hvort um var að ræða heimilið, ættingjana, vinnuna, garðinn eða hvað sem var. Þú varst stöðugt að og kvartaðir aldrei. Öllu því góða sem þú gafst okkur mun- um við koma áfram til barnanna okkar. Þannig gleymist þú aldrei elsku mamma. Hvíldu í friði. Guðrún, Þóra Björg og Steinar. Tengdamóðir mín Hallveig Þor- láksdóttir er fallin frá eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Á þessari kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka. Minningar um góða tengdamóð- ur og góða ömmu barna minna. Minningar um mjúkan og hlýjan faðm hennar, hláturinn og hina miklu sögumanneskju sem við hvert tækifæri sagði einstakar sög- ur af sjálfi sér og öðrum og færði þær í þannig búning og frásagn- arstíl að þær áttu frekar heima í uppistandi á sviði en í veislum, slík var frásagnargáfa hennar. Sögur tengdamóður minnar munu lifa með mér alla ævi og eflaust öllum sem heyrðu þær. Tengdamóðir mín var þó fyrst og fremst dugnaðar- kona af þeirri kynslóð Íslendinga sem byggði upp Ísland og skilur okkur hin yngri eftir í góðu landi við góðar aðstæður. Guð blessi minningu hennar. Með þakklæti fyrir samfylgdina. Jón Heiðar. Elsku amma. Amma okkar Haddý er dáin. Við höfðum fylgst með veikindum þín- um undanfarna mánuði í þeirri von að þú mundir vera lengi með okkur áfram. Það er svo margs að minn- ast og margt að þakka þér. Við minnumst allra samverustunda með þér þegar þú passaðir okkur eftir skóla eða um helgar og dekr- aðir við okkur. Við máttum alltaf borða nammi, horfa á bíómyndir og gera allt sem erfiðara var að fá leyfi fyrir heima. Amma var ómissandi í öllum veislum og veislur hennar um jól og páska eru ógleymanlegar. Við þökkum þér fyrir að vera með okk- ur í æsku okkar og gefa okkur allt hið góða veganesti sem þú færðir okkur. Við vitum að þú ert á himn- um hjá Guði og Bjarna afa. Við vit- um líka að þú ert alltaf hjá okkur og þér líður núna vel. Við söknum þín og við munum alltaf geyma minningar um þig hjá okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Hallveig og Stefán. Nú í byrjun fardaga, þegar líf- ríkið er að vakna af vetrardvala og sól hækkar á lofti, kvaddi Hallveig systir þennan heim eftir stutt og hart veikindastríð, 72 ára að aldri. Hún var yngst okkar systkina en Jón, bróðir okkar (Nói), lést 1998 á 76. aldursári. Á þessari stundu koma upp í hug- ann nokkur minningabrot frá liðn- um árum. Ég man þann atburð er hún var skírð, þá 5 ára, á heimili séra Árna Sigurðssonar, sem spurði hvað barnið ætti að heita, og sú litla svaraði hátt og skýrt: „Hall- veig“. Hallveig eða Haddý eins og hún var kölluð fæddist á ættarheimili okkar á Njálsgötu 51, í hverfi sem er kennt við fornhetjur og kven- skörunga, það var sannkallað fjöl- skylduheimili. Þar bjuggu saman tvær stórfjölskyldur í sátt og sam- lyndi og þar átti einnig sitt húsa- skjól til æviloka gamall maður sem vildi hvergi annars staðar vera. Þótt þröngt væri um manninn var ætíð rúm fyrir alla þá vini og ættingja sem þangað komu enda húsráðendur gestrisnir og góðir heim að sækja. Í þessu litla sam- félagi þekktust flestir og deildu með sér gleði og sorg í lífi og starfi. Reykjavík þessara ára var frekar bær en borg. Byggðin var lítið stærri en Norðurmýrin, Skóla- vörðuholtið, Melarnir og Miðbær- inn. Umferð um hverfið var lítil og fátítt að menn ættu einkabíl en úr því bætti nokkuð að strætisvagninn Njálsgata – Gunnarsbraut ók um hverfið á klukkutíma fresti. Einnig setti svip á hverfið hinn nýi Austurbæjarskóli sem þá var stærsta hús landsins og mjög full- kominn og Sundhöllin sem var þá nýtekin til starfa. Árin milli 1930 og 1940 hafa verið kölluð kreppuárin enda fátt um at- vinnu og fátækt víða. Faðir okkar vann þá á Ráðning- arstofu Reykjavíkur og hafði m.a. þann lítt öfundsverða starfa að út- hluta svonefndum atvinnubótakort- um til þeirra sem verst voru stadd- ir. Sumir reyndu að létta sér róð- urinn í lífsbaráttunni með smá bú- skap, eins og nágranni okkar sem hélt nokkrar kindur í kofa á húslóð- inni, og gátum við krakkarnir okk- ur til ánægju fylgst með þeim „bú- skap“. Annar nágranni á Grettisgötu var með nokkrar kýr sem við feng- um stundum að reka eftir götum, á beit í Norðurmýri. Í þessu umhverfi ólst Haddý systir upp og eignaðist góðan vina- hóp, enda komu snemma í ljós hennar góðu eðliskostir: góðar gáf- ur, góð nærvera og röggsemi. Tíminn leið og að loknu námi við Austurbæjarskóla og síðar Hús- mæðraskólann að Laugalandi kom að þeim tímamótum í lífi hennar að hún hitti þann mann sem átti eftir að verða hennar trausti lífsföru- nautur, Stefán Braga Einarsson vélvirkja. Þau gengu í hjónaband 1959 og eignuðust þrjú börn, Guð- rúnu, Þóru Björgu og Steinar Braga, sem öll hafa stofnað heimili. Lengst af hefur heimili Haddýjar og Braga verið í Fögrubrekku 6 í Kópavogi, fallegt heimili umlukt garði sem ber þess glöggt vitni að þar hafa grænir fingur farið um. Að leiðarlokum viljum við þakka Haddý samfylgdina og óska henni velfarnaðar á þeirri leið sem hún hefur nú hafið för á, leið sem er okkur öllum fyrirbúin. Björgvin og Sigríður. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu, alltof fljótt og snöggt, hún elsku Haddý okkar. Var hún ætíð hrókur alls fagnaðar. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur enda ráðagóð, ákveðin og fram- kvæmdi óhikað. Svo vel hirtu hún og Bragi um fallega garðinn og heimilið að undr- un sætti. Minningin lifir í einstaklega fal- lega garðinum þeirra og öllum ánægjulegu matar- og kaffiboðun- um heima hjá þeim hjónum. Nutum við mæðgur þess að fara með Haddý til elsku Siggu systur á Dvalarheimilið Skógarbæ en henni sinnti hún af kostgæfni og ástúð. Elsku Haddý, við vildum svo gjarnan eiga mun fleiri samveru- stundir með þér en nú er komið að leiðarlokum eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Megi algóður Guð geyma þig og styrkja Braga og afkomendur í þeirra miklu sorg. Hvíldu í friði, María Guðrún, Steinunn María. Hallveig Þorláksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.