Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 85 MYNDDISKAR Drama Fur  Bandaríkin 2006. Myndform. DVD. 131 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Steven Sheinberg. Aðalleikarar: Nicole Kidman, Robert Downey Jr. LJÓSMYNDARINN Diane Arbus hlaut heimsfrægð fyrir myndir af undarlegu og öðruvísi fólki, oft á jaðri mannlífsins. Feldur – Fur er vangaveltur um stórfurðulegt lífs- hlaup konunnar, sem ólst upp við auð og allsnægtir en sneri baki við borgaralegu lífi, börnum og eig- inmanni. Í kvikmyndinni er farið frjáls- lega með staðreyndir, Kidman lifir sig vissulega inn í vandmeðfarið og vanbúið hlutverk ljósmynd- arans. Hegðun hennar útskýrð sem afleiðing afbrigðilegrar kyn- hneigðar sem líkamnast í íbúanum á efri hæðinni (Downey jr.). Hann er kafloðinn frá hvirfli til ilja, sem, í stuttu máli, er sálfræðilegt tákn og eitt af mörgum og mis- jöfnum verkfærum kvikmynda- gerðarmannanna til að útskýra stígandi firringu Arbus. Óhóflega skrítin mynd og Downey, sá flinki leikari, hentar ekki hlutverkinu, Jeff Bridges hefði skilað loð- inbarðanum betur. Kidman nær heldur ekki til manns og viðfangs- efnið er ráðgáta sem fyrr. Sæbjörn Valdimarsson Ljósmynd- arinn og loðinbarði Abbot Genser/picturehouse.wireimage.com Feldur Nicole Kidman nær ekki nógu vel til áhorfandans. Það er nokkuð síðan ég fór aðsækja tónlistarhátíðir á er-lendri grundu til að sjáuppáhaldshljómsveitirnar spila. Fyrstu hátíðirnar sem urðu fyr- ir valinu voru Hróarskelda og Read- ing, en með tilkomu betra upplýs- ingaflæðis og minnkandi heims vegna internetsins góða hafa nú aðrar hátíð- ir tekið við. Tvær þeirra sem eru mjög spennandi kostur í dag eru í Barcelona; Primavera Sound og Son- ar viku síðar. Þessar tvær hátíðir eru yfirleitt fyrstu tvær helgar í júnímán- uði og því nokkuð spennandi kostur fyrir fólk á öllum aldri sem kýs að taka sér frí snemma sumars til að njóta góðrar tónlistar. Skemmtileg blanda Primavera er nú nýafstaðin, stóð frá 31. maí til 3. júní, og þar kenndi margra grasa með skemmtilegri blöndu af vel þekktum hljómsveitum og ungum og upprennandi. Í ár spiluðu tónlistarmenn frá Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi, Austurríki, Frakklandi, Bras- ilíu, Ástralíu, Kananda og Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin sjálf er sjö ára en hefur síðan 2005 verið haldin á svæði í Barcelona sem kallast Parc del Forum í um 20 mínútna fjarlægð frá miðbæ Barcelonaborgar. Helsta einkenni hátíðarsvæðisins er nútímalegur arkitektúr og tölu- verður munur á steinsteyptu um- hverfinu og til dæmis grænum grundum Hróarskeldunnar. Þetta gerir það að verkum að borg- arstemmningin er meira aðalatriði, því þótt Primavera sé á afmörkuðu svæði er hún svo sannarlega líka í miðri stórborg. Forgangsröð og lærdómur Það er mjög erfitt að vera mikill tónlistaraðdáandi þegar kemur að há- tíð sem þessari. Ég var að sjálfsögðu búin að gera ítarlegan lista yfir um 40 hljómsveitir sem ég mátti alls ekki missa af á þessum tíma, en endaði á því að sjá um 15 sveitir, sem verður að teljast nokkuð gott. Nokkrum gömlum og góðum sveitum, eins og til dæmis Buzzcocks og Billy Bragg, varð ég að sleppa en náði á móti að uppgötva þó nokkrar nýjar og upp- rennandi hljómsveitir, ásamt að sjá loks gamla félaga, og þá er nú til- ganginum náð. Dagurinn á hátíð eins og Primavera Sound fer í að for- gangsraða, vega og meta mikilvægi hljómsveita, hvenær sé best að borða til að forðast raðir, hvenær best sé að vera kominn þegar hljómsveitin á undan þeirri sem maður ætlar að sjá er að spila, til að maður komist nú örugglega fremst á sína sveit. Hvar er besta kaffið selt? Hvar eru snyrti- legustu klósettin? Þetta eru grunn- þarfir mannsins sem þarna blandast á óvæntan hátt saman við áhugamál tónlistarnördsins. Ekki bara hljómsveitir, heldur líka fólk Til að byrja með ætlaði ég að sjá eins margar hljómsveitir og ég gæti, en fljótlega áttaði ég mig á því að þarna er fólk með svipuð áhugamál saman komið úr öllum heiminum og því ef til vill jafnmikilvægt að hitta það og spjalla um tónlist. Ljósmynd- arinn Ricardo frá Perú var þarna í fyrsta sinn að taka myndir fyrir eitt- hvað unglingablað í Perú, og vildi alls ekki missa af Maximo Park en var samt þó nokkuð spenntur fyrir ís- lensku hljómsveitinni Múm. Tveir tölvuforritarar frá Madríd, sem báðir heita Manuel, komu bara til að sjá Low, og ákváðu það deginum áður. Fjöldinn allur af fólki bregður líka á það ráð að hafa ekkert endilega eitt- hvað plan heldur bara ráfa um og leyfa tónum að lokka sig, og þegar ég notaði dauða tíma milli hljómsveita til að reyna þessa leið lenti ég í bæði skiptin inn á tónleikum hjá prýði- legum spænskum hljómsveitum. Ve- racruz frá Barcelona spilaði á fimmtudagskvöld og eflaust er trommarinn undir áhrifum frá Joy Division en restin af hljómsveitinni hlustar á Birthday Party og Wedding Present. Yndislega óvænt blanda og gerði biðina eftir Slint mun léttari. Fujiya & Miyagi er uppgötvun ársins Sr. Chinarro sem spilaði á föstu- dagskvöldið er frá Sevilla og yfirlýst undir áhrifum frá The Smiths. Á þeim tónleikum var alveg troðfullt af spænskum nýbylgjuaðdáendum sem sungu með öllum lögunum, og ég velti fyrir mér hvort hér væri komin spænska útgáfan af Maus með aðeins meiri gleði og Morrissey að syngja. Stórfínt band og gleðileg uppgötvun. Af þeim tónleikum hélt ég beint á Modest Mouse og sá fyrrum gít- arleikara Smiths, Johnny Marr, leika með þeim og var því alveg hárrétt stemmd eftir Sr. Chinarro. Low sem léku á eftir Modest Mouse var, fyrir mig, hápunkturinn á föstudagskvöld- inu, en einnig stóð Blonde Redhead sig mjög vel fyrr um kvöldið. Há- punktur fimmtudagskvöldsins verða að teljast tónleikar Slint sem lék plötu sína Spiderland, og tónleikar Brighton-bandsins Fujiya & Miyagi, sem er líkast til uppgötvun ársins. Uppáhaldshljómsveitin Laugardagurinn var tónlistarlega mikilvægastur fyrir mig, því gamla uppáhaldshljómsveitin mín Sonic Yo- uth spilaði plötu sína Daydream Na- tion alla í gegn. Einnig voru Múm- tónleikar seinna og þau ætluðu að spila nýtt efni. Þetta tvennt gerði mig svo óstjórnlega glaða að ég ákvað bara að hafa ómenguð eyru eða svo gott sem fyrir Sonic Youth. Sleppti því alveg heilum helling af mjög spennandi böndum til að geta verið í fremstu röð á Sonic Youth. Sé nú ekki eftir því, og þetta voru líkast til allra bestu tónleikar sem ég hef séð. Í upp- klappinu tóku þau svo 3 lög af nýjustu plötu sinni, Rather Ripped, og Mark Ibold úr Pavement kom og spilaði á bassann. Múm voru ánægjuleg rúsína í pylsuendanum á Primavera Sound. Nýir meðlimir hleypa örlitlu stuði í mannskapinn og ég er nokkuð viss um að þau hafi eignast marga nýja aðdáendur úr hópi Spánverja eftir þessa tónleika –stemmningin framan við sviðið var ólýsanleg. Fjör í vændum Á sunnudagskvöldið sá ég svo hina merku bandarísku sveit Of Montreal spila í lokahófi hátíðarinnar, og verð ég að segja að Íslendingar eiga von á afar góðri skemmtun þar, því sú sveit er jú bókuð á okkar eigin tónlist- arhátíð, Iceland Airwaves. Eftir fjögurra daga tónleikatörn, margt skemmtilegt spjall við fólk víðs vegar að úr heiminum (sem er allt á leiðinni í heimsókn til mín), og aðeins of lítinn svefn, var þó fátt betra en að komast heim í sitt eigið rúm í sinn eigin heim aftur. Borgarhátíðin Primavera Sound Skemmtun Sveitin Of Montreal er á leið til Íslands. Uppáhald Sonic Youth spilaði Daydream Nation. Ljósmynd/Ingvi M. Árnason Rúsína „Múm voru ánægjuleg rúsína í pylsuendanum á Primavera Sound.“ Sumarið er tími tónlist- arhátíða, útihátíða, sem haldnar eru víða um Evrópu og fólk þyrpist upp í sveit að liggja í tjaldi og hlusta á tón- list. Ragnheiður Eiríksdóttir komst að því að í Barcelona halda menn útihátíð í borginni, hátíðina Primavera sound. www.yogaretreat.is Hálfsdags námskeið laugardaginn 16. júní í Norræna húsinu, kl. 14.00 – 18.00 Leiðbeinendur eru Swami Janakananda og Ma Sita Upplýsingar og skráning: Hugleiðsla, fyrirlestur, jóga og djúpslökun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.