Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 81 Krossgáta Lárétt | 1 ofboðslegur, 8 hvöss, 9 rýja, 10 rölt, 11 lítill námsmaður, 13 sigar, 15 snögg, 18 árnar, 21 loga, 22 versi, 23 hitann, 24 góðgæti. Lóðrétt | 2 ættarnafn, 3 hindri, 4 kirtla, 5 fiskar, 6 viðauki, 7 fræull, 12 haf, 14 blóm, 15 vatnsfall, 16 hátíðin, 17 manns- nafns, 18 ekki trú, 19 Frelsarann, 20 stel. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sakna, 4 svöng, 7 ólmur, 8 aular, 9 arð, 11 iðar, 13 egni, 14 ennið, 15 hróf, 17 augu, 20 ann, 22 neytt, 23 aldin, 24 rætni, 25 gárar. Lóðrétt: 1 slóði, 2 komma, 3 arra, 4 spað, 5 öflug, 6 gerpi, 10 runan, 12 ref, 13 eða, 15 hænur, 16 ólykt, 18 undur, 19 unnur, 20 Atli, 21 nagg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Veistu hvað sjálfsritskoðun er? Án þess að anda segirðu það sem þú meinar og meinar það sem þú segir með eldmóði og krafti og … hneigir þig síð- an. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú stendur með hugmyndum þín- um, án þess að vita nákvæmlega hvernig þú ætlar að framkvæma þær. Stundum þarftu bara að kýla á það. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Stjörnurnar biðja þig um að forvitnast um heiminn þinn, ekkert minna. Þeim finnst þú nefnilega bæði hugrakkari og klárari en þér finnst sjálfum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Áður en þú setur afrek einhvers annars á stall, skaltu hugleiða þín eigin. Klappaðu þér á bakið fyrir nýlega gjörð sem krafðist hugrekkis og dirfsku. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú heldur áfram þínum vafasama línudansi. Haltu öllum boltum á lofti. Reyndu að koma þér út úr þessu með öllum tiltækum ráðum. Áfram svo! (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Vertu á fullu í allan dag. Fáðu líkamlega útrás og eyddu tíma í verkefni sem lyftir þér upp andlega. Um kvöld- matarleyti ættirðu að vera í góðu stuði. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ný reynsla mun tengja þig og fé- laga þinn sterkum böndum. Þeim mun meiri áhætta og klikkun sem felst í reynslunni, þeim mun betra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þér finnst þú vera að drukkna í vinnu. Þú leggur mikið á þig og haltu því áfram. Þú verður brátt verðlaunaður á glæsilega hátt fyrir dugnaðinn. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert í miklu stuði og leitar að einhverjum til að fá hjartað til að slá hraðar. Jafnvel þótt sá í sigtinu virðist hafa lítinn áhuga veistu að honum líkar við þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Jafnvel þótt lífið sé ekki eins og þú ímyndaðir þér það er sumt betra en þú bjóst við. Þegar þú kemst fram úr draumunum, stendur hið dásamlega líf eftir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Notaðu orkuna til að ferðast. Heimurinn er dásamlegur staður. Þú tengir yfirnáttúrlega við einhvern sem þú átt í hrókasamræðum við. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ef einhver þarfnast hjálpar ert þú rétta manneskjan. Hvort sem um er að ræða andlega ráðgjöf eða píanóflutn- ing. Þú vekur einstaklega mikla ánægju. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. cxd5 Dxd5 4. e3 e5 5. Rc3 Bb4 6. Bd2 Bxc3 7. bxc3 Rge7 8. f3 Dd6 9. Bd3 O-O 10. Re2 b6 11. O-O Bb7 12. Dc2 f5 13. Had1 Had8 14. Be1 Kh8 15. Bf2 Df6 16. a3 Dg5 17. f4 Dg6 18. e4 Rxd4 19. cxd4 fxe4 20. Bb5 e3 21. Dxg6 exf2+ 22. Kxf2 Rxg6 23. dxe5 Hxd1 24. Hxd1 Rxe5 25. Kg3 Rf7 26. Hd7 Rd6 27. Hxc7 Bxg2 28. Ba6 Bd5 29. Rc3 Bh1 30. Hxa7 g5 31. Hd7 gxf4+ 32. Kf2 Rf7 33. Hc7 Rg5 34. Kg1 Staðan kom upp á bandaríska meist- aramótinu sem er nýlokið í Stillwater í Oklahoma. Alex Stripunsky (2.565) hafði svart gegn Jaan Ehlvest (2.640). 34. … Rh3+! 35. Kf1 hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 35. Kxh1 Hg8. 35. … f3 36. Re4 Bg2+ 37. Ke1 He8 og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýj- anlegt. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Færeyskir galdrar. Norður ♠D109832 ♥K82 ♦Á ♣ÁK3 Vestur Austur ♠6 ♠4 ♥973 ♥ÁD106 ♦K963 ♦107542 ♣DG1095 ♣864 Suður ♠ÁKG75 ♥G54 ♦DG8 ♣72 Suður spilar 6♠. Það má lengi leita að tólfta slagn- um, en hann finnst hvergi – ekki með hefðbundnum aðferðum. En Fær- eyingurinn Bogi Simonsen er galdra- maður mikill. Hann fékk út lauf- drottningu „… og ég fékk strax á tilfinninguna að hjartaásinn væri í austur,“ sagði Bogi. „Þess vegna tók ég tígulás og spilaði litlu hjarta úr borði, eins og ég væri að stelast heim á drottningu og ætlaði svo að henda niður K8 í hjarta í tígulhjón. Austur gæti þá rokið upp með hjartaás ef hann ætti ekki drottninguna með.“ Þessi áætlun kolféll þegar austur tók slaginn á drottninguna, en annar fót- ur fæddist. Vestur sýndi staka tölu spila – þrjú eða FIMM hjörtu. Þegar Bogi spilaði síðar smáu hjarta úr borði þá DÚKKAÐI austur, enda handviss um að sagnhafi væri með einspil! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Haldin er sýning á verkum Ragnheiðar Sigurðardótturí leikfimisalnum á Hvanneyri. Hvers eðlis eru verkin? 2 Hver hefur verið ráðinn nýr forstjóri Nýsköpunar-stöðvar? 3 Fjórir listamenn fengu veglega styrki í fyrradag. Viðhvaða fyrirtæki er styrkurinn kenndur? 4Meirihluti landsmanna er hlynntur nýjum hálendis-vegi. Yfir hvaða fjallveg? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Helga Garðarsdóttir skálavörður bjargaði ungum dreng úr straumharðri á. Hvaða á? Svar: Krossá 2. Hvað vann íslenska fimleikafólkið til margra verðlauna í Monakó á fimmtudag? Svar: Þrettán. 3. Glímt var á Þingvöllum á fimmtudag af ákveðnu tilefni. Hvaða? Svar: Konungskomunni 1907. 4. Hvað heitir nýja þyrlan sem Landhelgisgæslan fékk nú síðast? Svar: Gná. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR AÐALFUNDUR Náttúruverndar- samtaka Íslands, sem haldinn var í Reykjavík 29. maí, lýsir andstöðu við hugmyndir um olíuhreinsunar- stöð á Vestfjörðum. „Olía og annað jarðefnaeldsneyti er orkugjafi gærdagsins og draga verður um- talsvert úr brennslu þess á kom- andi árum og áratugum, jafnvel hætta henni alveg,“ segir í álykt- uninni. Í niðurlagi greinargerðar með ályktuninni segir svo: „Það er óprúttinn leikur að veifa 500 nýjum störfum framan Vestfirðinga í ljósi þess að sú starfsemi sem um ræðir stenst ekki skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Sömuleiðis verða æðstu ráðamenn þjóðarinnar að upplýsa um þessar skuldbindingar Íslands og að rík- isstjórnin hefur markað sér lofts- lagsstefnu sem felur í sér að dregið verði úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 50-75% fyrir 2050.“ Lýsa andstöðu við olíuhreins- unarstöð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Samtök- um um betri byggð: „Vegna ummæla Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar S. Gísladóttur, verðandi utanríkisráð- herra, í tilefni af spurningu frétta- manns Stöðvar 2 á fréttamanna- fundi á Þingvöllum 23. maí 2007, um afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri telja Samtök um betri byggð rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Almennt er það að segja um landnotkun, sem kveðið er á um í aðalskipulagi sveitarfélags, að hún hefur ekki lögformlega stöðu samnings, afsals, starfs- leyfis eða ótímasetts afnotarétt- ar. 2. Samkvæmt skipulagslögum ber sveitarstjórn ábyrgð á að gert sé aðalskipulag til a.m.k. 12 ára af öllu landi innan marka sveitarfé- lags skv. áætlunum um þarfir þess og að höfð séu að leiðarljósi markmið skipulagslaga um efna- hagslegar, félagslegar og menn- ingarlegar þarfir íbúanna, heil- brigði þeirra og öryggi. 3. Samkvæmt skipulagslögum ber að endurskoða öll atriði aðal- skipulags á fjögurra ára fresti, þar með talin ákvæði um land- notkun. Ákvæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 um flug- starfsemi í Vatnsmýri glata t.d. gildi sínu um leið og gildi tekur nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur þar sem kveðið er á um aðra landnotkun í Vatnsmýri. Sú túlk- un að Reykjavíkurflugvöllur eigi óskoraðan þegnrétt í Vatnsmýri til ársins 2016 á því ekki við nein rök að styðjast. 4. Í skýrslu samráðshóps sam- gönguráðherra og Reykjavíkur- borgar um framtíð Reykjavíkur- flugvallar, sem birt var 4. maí sl. er komist að þeirri ótvíræðu meginniðurstöðu að með engu móti sé stætt á því að stunda flugrekstur í Vatnsmýri vegna þess samfélagslega fórnarkostn- aðar, sem því fylgir og nemur nú a.m.k. 3.500.000.000 kr. á ári. Ljóst er að aðalskipulag Reykja- víkur, sem nú er til endurskoð- unar, mun taka mið af þessari niðurstöðu. 5. Í lok apríl var boðin út alþjóðleg hugmyndasamkeppni um skipu- lag þéttrar og blandaðrar mið- borgarbyggðar í Vatnsmýri, sem gæti orðið umgjörð mannlífs í skilvirkri og nútímalegri höfuð- borg Íslands á 21. öldinni. Lík- legt er að tugir eða hundruð til- lagna hæfustu borgarskipu- leggjanda berist hvaðanæva að úr heiminum og er því ljóst að áframhaldandi flugstarfsemi þar gengur þvert gegn þeirri fram- tíðarsýn Reykvíkinga sem býr að baki þessarar samkeppni.“ Yfirlýsing frá Samtökum um betri byggð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.