Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 69 MINNINGAR M argir eru dárarnir sem segja að Jes- ús hafi verið sjálf- um sér sund- urþykkur og komist í mótsögn við sjálfan sig. Þeir segja að hann hafi ekki skilið sínar eigin hugsanir og vegna þessarar vankunnáttu hafi hann tapað áttum. En auðvitað eru þær uglur margar sem ekki þekkja annan söng en sitt eigið væl. Auðvitað þekkjum við, þú og ég, þennan orðhengilshátt lærðra manna sem bera höfuð sín á torg og selja þau þeim sem fyrst býð- ur. Þessir menn bera ekki virð- ingu fyrir neinu, nema þá helst mönnum sem flækja málin ennþá meira en þeir sjálfir. Við þekkjum dvergana sem hæðast að stærri mönnum. Við vitum hvað ýlustráið segir um eik- artréð og sedrusviðinn. Ég vorkenni þeim sem aldrei hefja sig til neinna hæða. Ég vorkenni visnuðu sefinu sem leggur fæð á álmtréð fyrir að standa af sér allar árstíðir. En meðaumkun, jafnvel allra engla, færir þeim ekkert ljós. Ég þekki fuglahræðuna. Tötrar hennar blakta á kornakrinum en sjálf veit hún ekkert um kornið og syngjandi blæinn. Ég þekki trúðana; hornablás- ara og trumbuslagara, sem í æp- andi hávaða sínum heyra hvorki í lævirkjanum né austanblænum í skóginum. Ég þekki þann sem leitar á móti öllum straumum en finnur aldrei uppsprettu þeirra. Og þann sem flýtur með öllum straumum en þorir ekki að leggja út á hafið. Ég þekki þann sem býður fram latar hendur til að byggja must- eri. Og þegar gagnslitlar hendur hans fá á sig skrámur, þá segir hann í hjarta sínu: „Það er best að eyðileggja allt sem ég hef byggt.“ Ég þekki þá alla. Það eru þessir menn sem mæla gegn Jesú sem sagði eitt sinn: „Frið minn gef ég ykkur,“ og sagði öðru sinni: „Ég flyt ykkur sverð.“ Þeir furða sig á að hann sagði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi,“ og einnig – „Gjaldið keis- aranum það sem keisarans er.“ – Þeir vita ekki, að til þess að menn séu raunverulega frjálsir til að ganga inn í ríki andans, mega þeir ekki standa í stríði við varðmenn veraldlegra gæða. Það er við hæfi að menn borgi með gleði það sem þeim ber fyrir frelsið til að ganga inn í borg Guðs. Og þetta eru mennirnir sem segja: „Hann boðaði mildi og vin- áttu og hlýðni við foreldra, og samt hlýddi hann hvorki móður sinni né bræðrum þegar þau fóru til hans á götum Jerúsalem.“ Þeir vita ekki að móðir hans og bræður vildu, vegna umhyggju sinnar og áhyggju, fá hann til að snúa aftur til hefilbekksins, og það þegar hann var að því kominn að opna augu alls heimsins fyrir nýjum degi. Fjölskylda hans vildi fá hann til að lifa í skugga dauðans, en hann gekk á hólm við dauðann til þess að við mættum lifa. Ég þekki allar þessar mold- vörpur sem grafa í tilgangsleysi göng sem leiða ekki til neins. Eru það ekki slíkir menn sem ásaka Jesú um yfirlæti vegna þess að hann sagði við mannfjöldann: „Ég er vegurinn og hlið frelsisins.“ – Og hann kallaði sig einnig uppris- una og lífið. En Jesús sagði ekki meira en vorið segir um sjálft sig. Hefði hann ekki átt að segja þessi miklu sannindi vegna þess hvað þau voru stór? Hann sagði aðeins sannleikann þegar hann sagðist vera vegurinn, upprisan og lífið, og þau sannindi fékk ég sjálfur að reyna. Manst þú eftir mér, Nikóde- musi, sem ekki trúði á neitt annað en lög og reglur og lét þær stjórna lífi mínu? Og nú sérð þú mig, mann sem gengur með lífinu og hlær með sólinni frá fyrstu morgunstund þegar hún brosir til fjallsins og þar til hún sígur bak við hæðirnar. Hvers vegna ertu að velta vöngum yfir orðinu „frelsi“? Ég hef fundið frelsi mitt í honum. Ég hef engar áhyggjur af morgundeginum, því að ég veit að Jesús fyllti svefn minn lífi og gerði fjarlæga drauma mína að fé- lögum og samferðamönnum. Er ég minni maður fyrir að trúa á annan mér æðri? Þegar skáldið frá Galíleu talaði til mín, braut hann niður hindr- anir mínar, gerðar af holdi og beinum. Ég varð hrifinn af anda hans og hann bar mig til hæða. Og milli himins og jarðar heyrði ég fagnaðarsönginn sem bar uppi vængi mína. Þegar ég kom aftur til jarðar og var vængstýfður í öldungaráðinu, þá mundu vængir mínir samt þennan söng. Og öll eymd lág- lendisins getur ekki rænt mig þessum fjársjóði. Nú er nóg talað. Látum hina dauðu grafa söng lífsins í sínum daufdumbu eyrum. Ég læt mér nægja tóna frá þeirri lýru sem hann hélt á og sló, meðan hendur hans voru gegn- umreknar og blæðandi. Skáldið frá Galíleu sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í bókinni Mannsson- urinn, eftir bandaríska þjóðskáldið Kahlil Gi- bran, er á nýstárlegan hátt fjallað um Jesú frá Nasaret. Sigurður Ægisson birtir í dag einn textann þaðan, er ber heitið „Skáldið Ni- kódemus, yngsti mað- urinn í öldungaráðinu“. HUGVEKJA Sumarið 1990 kom- um Baldur og ég fyrst saman í Fljótin og á Siglufjörð. Mér er minnisstætt er Baldur kynnti mig stoltur fyrir Dóru ömmu sinni. Ég skynjaði vel þann kærleik og glettni, sem síðar átti eftir að einkenna sam- skipti mín við Dóru og hennar fólk. Þar sem ég átti enga ömmu fyrir á lífi þótti mér sérlega vænt um að fá hana svo að segja í kaupbæti með eigin- manni mínum. Dóra laðaði að sér fólk á öllum aldri, með hluttekningu sinni og léttleika. Með móður minni og Dóru tókst góður vinskapur og hafa þessi góðu tengsl gegnum árin verið okkur mikils virði. Félagslyndi henn- ar og lífsgleði birtist einna best í ósk- inni um flutning lagsins „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ í jarð- arförinni. Eldhúsið á Hvanneyrarbrautinni er eldhús með sál og margar inni- haldsríkar samræðurnar sem hafa átt sér stað þar við matarborðið. Ísinn beið Margrétar Láru og Hermanns Gauta á sínum stað og oft sungu þau lag að launum. Dóra var svo lánsöm að búa heima alla sína ævi þrátt fyrir að vera komin hátt á tíræðisaldur. Iðulega var hún með einhverja handavinnu, meðal annars motturnar fallegu eða ullargrifflurnar sem eru hreint ómissandi í veiðitúrana. Frásagnargáfa Dóru og minni var einstakt og minningarnar lifnuðu við í frásögn hennar. Þegar við hittumst um páskana var hún, þrátt fyrir veik- indin, sjálfri sér lík, reisti sig upp til hálfs í rúminu og svaraði til með vís- um við hæfi eins og henni einni var lagið. Hún sagði okkur frá því hvern- ig Lárus afi hennar kenndi henni kvæði með því að gefa kandísmola í verðlaun. Ef ekki var rétt með farið í fyrstu umferð þá varð molinn minni fyrir vikið. Að sögn Dóru orti Mar- grét amma hennar vísur um hvert systkinið og var hennar vísa svohljóð- andi: Halldóra sem heiður ber, hjartakær við mömmu. Nett og fögur notar sér, nafnið hennar ömmu. Aðra fallega vísu lærði Dóra af móður sinni Elínu: Amma hún er mamma hennar mömmu, og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu, gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur hún við mig sálmaljóðin fögur, sofna ég þá sætt og vært og rótt. Ótímabær fráföll þeirra feðga, Hermanns 1999 og Friðriks Ásgeirs 2005, hafa óhjákvæmilega sett mark sitt á síðastliðin ár og tekið á, ekki síst ömmu Dóru sem fylgdist svo vel með fólkinu sínu, hvar sem það var á far- aldsfæti. Sjálf kvaddi hún svo þennan heim daginn fyrir uppstigningardag, þann táknræna dag. Á Þjóðlagahátíðinni sumarið 2000 heyrði ég fyrst eftirfarandi þjóðlag. Ég söng lagið fyrir Dóru sem kunni það vel að meta. Vísan minnir á bjart sumarkvöld, sólsetur í Fljótum, há- sætið hennar ömmu Dóru, og Mós- skálina, þar sem hún lék sér sem barn og spretti hestinum sínum og sem trónir fallega yfir Ysta Mó til móts við Tröllaskagann. Þýtur í stráum, þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt, í geislum sólarlagsins. (Þjóðvísa) Það verður tómlegt að koma á Sigló eftir fráfall Dóru. Það er varla að maður fái sig til að tala um hana í ✝ Halldóra Mar-grét Her- mannsdóttir fæddist á Hofsósi 11. októ- ber 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 16. maí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Siglufjarðarkirkju 28. maí. þátíð, svo samofin hef- ur hún verið lífi okkar. En minningin lifir og nú er komið að okkur að segja sögurnar, muna vísurnar og halda hópinn. Þakklæti er mér þó efst í huga. Hjartans þakkir fyrir mig og mína, elsku amma Dóra. Ása Valgerður Sigurðardóttir. Annan dag hvíta- sunnu fylgdum við feðgar, ég og Kári Fannar, Dóru frænku okkar og fóstru minni til graf- ar á fallegasta degi þessa vors; með sólskini, stillum og í 12 stiga hita. Snævi þakin fjöllin umluktu þennan ægifagra fjörð bernsku minnar og all- ur heimurinn brosti glettnislega,eins og Dóra sjálf gerði svo oft meðan hún lifði. Úti á spegilsléttum firðinum mátti greina bæði skemmtibát og fiskibát á hægri siglingu, annar að sinna erindum lífsgleðinnar, hinn er- indum brauðstritsins. Allt samkvæmt lögmálinu eins og Dóra frænka hefði orðað það: Lífið heldur áfram. Útför- in var fjölmenn svo sem vænta mátti og lauk á einkar dæmigerðan hátt fyrir þessa mannelsku og vinmörgu konu með laginu „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?“ Ég hef áreiðanlega ekki verið einn um að skynja návist hennar Dóru þegar kirkjugestir kyrjuðu sem mest þeir máttu: Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. (Jónas Hallgrímsson: Vísur Íslendinga.) Dóra var, líkt og flestir af hennar kynslóð, þjóðernissinni, í þess orðs bestu merkingu. Í harðvítugri sjálf- stæðisbaráttu þjóðar okkar á fyrri hluta síðustu aldar dugði ekkert minna en að brýna alla þá sem vett- lingi gátu valdið til dáða og hefja þjóðararfinn til vegs og virðingar. Hún var sjálf komin af héraðshöfð- ingjum í Fljótum, giftist alþýðumanni og gerði aldrei mannamun. Hún mat fólk eftir persónulegum verðleikum, hvorki stétt né stöðu. Ég var svo lán- samur sem lítill drengur, að fá að dvelja langdvölum á heimili þeirra Dóru og Frigga og barna þeirra Mad- dýjar, Hemma og Ævars á Hvann- eyrarbrautinni í þessum ævintýra- lega, bjarta gullgrafarabæ. Barnelskara fólki hef ég ekki kynnst síðar á ævinni. Ég hygg að Dóra hafi átt stærstan þátt í því að gera mig að trúuðu barni. Hún kenndi snáðanum bænir og sat við rúmstokkinn hans þegar rökkva tók og svæfði hann með stuttum, hnitmiðuðum sögum í anda kærleiksboðskapar Krists. Og ekki má gleyma hinni marglesnu sögu af Palla, sem var svo afskaplega einn í heiminum. Þegar við hringdumst á síðar á bernskudögum vildi hún gjarnan fá fregnir af námsárangri litla frænda í Kópavoginum. Sér í lagi var henni umhugað um að vita hvað frændinn hefði nú fengið í kristnum fræðum, eða Biblíusögum eins og það hét í þann tíma. Það gladdi hana mjög að heyra að þar hefði frændinn æv- inlega farið heim með fullt hús stiga, einkunnina 10,0. Guðinn sem hún Dóra gaf mér ungum var fullur kær- leika, kunni að fyrirgefa; var mann- legur og glettinn eins og hún sjálf. Þannig var sá Guð sem ég vildi og vil enn eiga að. – Frænka mín kvaddi eins og hún lifði; með reisn, yfirvegun og umvafin kærleika þeirra sem hún gaf allt sitt. Ég þakka fyrir allt það sem hún og Friggi voru mér og veittu. Sú skuld verður aldrei goldin. Blessuð sé minning góðrar konu. Lárus Már Björnsson. Halldóra Margrét Hermannsdóttir Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Faðir okkar, STEINGRÍMUR ATLASON fyrrv. yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Steingrímsson, Atli Steingrímsson. ✝ Elskuleg systir og móðursystir, RAGNA MAGNÚSDÓTTIR, Hagamel 45, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 7. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Magnússon og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.