Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 40
trúarbrögð 40 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ A llur bekkurinn var kvaddur í herinn. Við vorum sextán ára og bækistöðvar okkar voru í miðri Hamborg. Stuttu eftir að við hófum herþjón- ustu, í júlí árið 1943, var borgin lögð í rúst. Ég var umkringdur dauða og þjáningum og það hafði mikil áhrif á mig. Ég varð heltek- inn af vangaveltum um lífið, til- gang þess, og merkingu þess að lifa hörmungar af þessu tagi af.“ Svona lýsir guðfræðingurinn dr. Jürgen Moltmann reynslu sinni af þjónustu í þýska hernum í heims- styrjöldinni síðari. Moltmann, sem er einn kunnasti og áhrifamesti guðfræðingur sam- tímans, kom til Íslands í síðustu viku og flutti fyrirlestra um kenn- ingar sínar í Háskóla Íslands og í Skálholti. Trúaður stríðsfangi Eftir stríð var Moltmann stríðs- fangi bandamanna í þrjú ár, fyrst í Belgíu, þá í Skotlandi og loks á Englandi. Í belgíska fangelsinu höfðu fangarnir lítið við að vera, og Moltmann var kvalinn af sam- viskubiti og minningum af stríð- inu. Bandarískur herprestur gaf honum eintak af Nýja testament- inu og hann gluggaði í það af ein- skærum leiða. Smám saman heill- aðist hann af boðskapnum sem þar var að finna og að lokum fór svo að hann tók trú. „Ég fann fyrir nærveru Guðs á bak við gaddavír- inn,“ segir hann. Moltmann var ekki vel að sér í kristnum fræðum og kynnti sér þau því frá grunni. Í fangabúð- unum opnaðist honum nýr heimur trúar og þar lagði hann grunninn að guðfræðilegri hugsun sinni. Týndi sonurinn Moltmann var alinn upp við trú- leysi og vísindahyggju. Hann leit mjög upp til Alberts Einstein og var hrifinn af þýskum bók- menntum, sérstaklega verkum Go- ethes og Nietzsches. „Eftir stríðið og reynslu mína í fangabúðunum varð ég, vegna trúarinnar, svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Fyrir stríð hafði ég hugsað mér að læra raungreinar. Guðfræði og trúar- brögð voru mér fjarri. Hefði ég ekki gengið í gegnum það sem ég upplifði í stríðinu væri ég líklega stærðfræðingur eða eðlisfræð- ingur. Kannski hefði ég unnið að þróun kjarnavopna eða byggingu orkuvera.“ Þess í stað lærði hann guðfræði og lauk doktorsprófi frá Gött- ingen-háskóla þegar hann var 26 ára. Fyrstu fimm árin eftir út- skrift var hann prestur nærri Bremen. „Þetta var lítið presta- kall, um fimmhundruð sálir og nærri þrjú þúsund kýr,“ segir Moltmann. „Hvort kýrnar hafa sál er önnur spurning,“ bætir hann við lágum rómi og brosir. Að þessum fimm árum liðnum kenndi hann við ýmsa þýska há- skóla. Hann gegndi virtri og eft- irsóttri stöðu guðfræðiprófessors við Tübingenháskóla í nærri þrjá- tíu ár áður en hann settist í helg- an stein árið 1994. Nú ferðast hann um allan heim og flytur fyr- irlestra. Von og kærleiksríkur Guð Trúarkenningar og hugmyndir Moltmanns eru ávöxtur viðleitni hans til að sætta sig við og skilja reynslu stríðsáranna. „Guðfræði mín byggist ekki á hefðbundnum kristnum fræðum eða getgátum um eðli Guðs, heldur speglar hún reynslu mína og þrár. Grunnstef hennar er virðing fyrir lífinu,“ segir hann. Útgangspunktur hans er að Guð sé ekki fjarlægur og sinnulaus heldur ástríkur og samúðarfullur. Þar af leiði að maðurinn sé ekki einn heldur sé Guð hjá honum í öllum þrautum. „Þjáningar eru jákvæðar, því sá Von og þjáning guðfræðingsins Morgunblaðið/Sverrir Stríðsfangi Moltmann tók trú í fangabúðum í heimsstyrjöldinni síðari. Eiginkona hans er einnig þekktur guðfræðingur og hann segist vera giftur „ömmu þýsku kvennaguðfræðinnar.“ Guðfræðingurinn Jürgen Moltmann tók trú þegar hann var stríðsfangi í heimsstyrjöldinni síðari. Hann sagði Oddnýju Helgadóttur frá lífshlaupi sínu og áhyggjum af spillingu umhverfisins og heift í trúar- brögðum. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síð- ustu sætunum til Montreal í júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stór- kostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kan- ada. Í borginni mæt- ast gamli og nýi ti- minn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, ver- sla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifær- ið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal Kanada frá kr. 29.990 Síðustu sætin í júní Verð kr. 29.990 - Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum í júní. Verð kr. 49.990 - Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tví- býli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 7 nætur, 21. og 28. júní. Verð kr. 59.990 - Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tví- býli á Best Western í 7 nætur, 21. og 28. júní. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 59.990 - 4 nætur í Montreal og 3 nætur í Mont Tremblant Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tví- býli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 4 nætur og 3 nætur á La Tour des Voyageurs í Mont Tremblant, 21. og 28. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.