Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNIR Bóas Sölufulltrúi 699 6165 Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 Stefán Páll Löggiltur fasteignasali Opið hús í dag sunnudaginn 10.júní kl. 14.00 – 16.00 Allar RE/MAX fasteignasölur eru sjálfstætt reknar og í einkaeign Keyrt er í gegnum Flúðir og beygt til vinstri hjá flugvellinum, keyrt áfram veginn og beygt svo til hægri rétt áður en komið er að golfvellinum (á skilti stendur nátthagi og ísabakki ) keyrt yfir hæðina og til hægri þar sem stendur Kjóabyggð. Keyrt áfram veginn og stendur húsið innst í götu hægra megin. Nánari upplýsingar veitir Bóas í síma 699 6165 Verð 26.900.000 Byggingarár 2005 Brunabótamat 23.800.000 OPIÐ HÚS BÓAS 699 6165 & GUNNAR 899 0800 SÝNA EIGNINA Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Til sölu er veitinga- og gistihúsið Motel Venus, sem er í u.þ.b. 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Húsið er u.þ.b. 600 fm að stærð og er þar veitingastaður með leyfi fyrir allt að 138 manns, fullbúið eldhús, ráðstefnusalur fyrir 30-40 manns og 17 fullbúin herbergi með rúmum og innréttingum. Þar af eru 8 herbergi með sérbaðherbergi. Í húsinu er einnig fullbúin 2ja herbergja íbúð um- sjónarmanns eða staðarhaldara. Hagstæð fjármögnun getur fylgt. Húsið býður upp á mikla möguleika. V. 66,5 millj. Einstakt tækifæri - Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson, löggiltir fasteignasalar. RAUÐALÆKUR 44 - OPIÐ HÚS Í DAG Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Rauðalækur 44 - Opið hús í dag. Vel skipulögð 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í tvö rúmgóð herbergi og bjarta stofu. Parket á gólfum. Endurnýjað gler og gluggar o.fl. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Opið hús í dag frá kl. 16-18. Kristmann og Lilja taka vel á móti gestum. www.heimili.is Falleg fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi, suðvest- ursvalir og bílastæði í bíla- stæðageymslu ásamt góðri geymslu í kjallara. Íbúðin skipt- ist í 3 góð svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og bað. Öll herbergi eru parketlögð og skápar sérsmíðaðir úr kirsu- berjavið. Stofa er björt og park- etlögð. Eldhús er flísalagt ásamt borðstofu, innréttingar eru sér- smíðaðar hjá HTH úr kirsuberjavið. Inn af eldhúsi er þvottahús. Baðherbergi, rúmgott og er flísalagt í hólf og gólf. Íbúðin er 107,5 m2. Ásett verð 35m. Allar frekari upplýsingar gefur Markús hjá Saga fasteignum í síma 8971200 . markus@sagafasteignir.is Opið hús í dag milli kl. 16.00 og 17.00 Norðurbrú 4 í Sjálandshverfi, Garðabæ. NOKKUR umræða hefur orðið um hegðun drukkins áhorfanda á landsleik Dana í fót- bolta fyrir skömmu þar sem hann réðst að dómara leiksins. Kost- aði hún danska lands- liðið að verða dæmt tap í leiknum gegn Svíum. Fyrirsjáanlegt er að frekari afleið- ingar geta orðið bæði fjárhagslegar og jafn- vel heimaleikjabann. Mikil spenna myndast ætíð fyrir fótboltakappleiki eins og umrætt dæmi sýnir, sem varð að stjórnlaus- um æsingi hjá þessum áhorfanda. Að eigin sögn hafði hann drukk- ið tugi bjóra, verið of- urölvi, gæti ekki mun- að hvað gerðist. Sjálfsagt fær þessu umræddi Dani sína refsingu. Tæplega mun sú refsing hafa mikil áhrif því almenningur hefur fengið þá innri meðvitund, að vín sé alveg ómissandi, sér- staklega þegar um fót- boltaleiki er að ræða, ekki síst meðal karlmanna. Má segja að þarna hafi menn getað séð toppinn á ísjakanum um hvað áfeng- isdrykkja er mikið vandamál, m.a. í tengslum við fótbolta víða um Evr- ópu. Hvers vegna telja menn sig þurfa svona mikla víndrykkju við um- ræddar aðstæður? Þar eiga auglýs- endur áfengis mikla sök. Árum sam- an hefur verið lætt inn með auglýsingum, að neysla áfengis sé viðeigandi við sem flest tækifæri. Sérstaklega eru auglýsingar áber- andi fyrir fótboltakappleiki. Enda vínsölum ljóst, að þá kaupi menn mikið magn og drekki ótæpilega í hita leiksins. Afleiðingarnar koma þeim ekki við; markmiðið er sem mest sala víns. Kynslóðin sem nú er á besta aldri hefur orðið fyrir miklu áreiti af hálfu vínframleiðenda með mark- vissri innrætingu í auglýsingum, sem hefur klingt í eyrum þeirra frá unga aldri. Áfengisneysla við sem flest tækifæri er orðin greypt inn í innri meðvitund fólks. Þessi þróun heldur áfram til að viðhalda áfeng- issölunni. Nú er höfðað til barna og unga fólksins á Netinu. Fer ekki hátt en alls staðar þar sem má telja að börnin og unga fólkið séu inni á Netinu má sjá slíkan áróður. Þótt auglýsingar áfengis séu bannaðar hér á landi hefur það lítil áhrif. Allir fjölmiðlar auglýsa með umfjöllun óbeinna auglýsinga, á prenti, í sjónvarpi með t.d. óáfeng- um pilsner, sem hefur sama vöru- merki og áfengur bjór. Þótt erfitt sé um vik að sporna við framangreindri þróun, þá eru mark- vissar aðgerðir nauðsynlegar nú þegar. Taka þarf upp herferð gegn óheftri innrætingu áfengis, fella hana inn í námsefni lífsleikni/ siðfræði með markvissum viðvar- andi hætti í grunnskólum landsins. Sérstakt fjármagn þarf frá rík- isvaldinu til að auglýsa gegn áfengi og innrætingu sjálfsagðar neyslu, í undirmeðvitund barna og unglinga. Sýna fram á að áfengi er ekki við- eigandi við öll tækifæri, að hægt er að skemmta sér án þess. Um hvað áfengið getur valdið varanlegum skaða eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Má nefna fjölskyldu- ofbeldi, ölvun við akstur og skað- semi fósturs við meðgöngu. Stjórn- völd verða að vinna gegn innrætingu vínneyslu í samvinnu við skóla/leikskóla, foreldra og fé- lagasamtök/kirkju. Áhrifamest verður ef almenningur snýst gegn óheftri neyslu áfengis; að menn telji ekki nauðsynlegt að neyta víns við öll tækifæri. Fram hefur komið sérstök veiting víns KSÍ handa heiðursgestum sín- um á landsleik í fótbolta. Það sýnir hvað menn telja áfengi nauðsynlegt og sjálfsagt án frambærilegra raka. Telja má slíka framkomu dóm- greindarleysi af hálfu forystumanna KSÍ, þar sem ekki eru íhuguð eðli- leg siðferðileg mörk. Getur beinlínis orðið „fyrirmynd“ fyrir almenning, að menn geti ekki án víns verið á fótboltakappleik. Hér á landi hefur lítið borið á svokölluðum drukknum fótboltabullum. Ennþá hefur aug- lýsendum áfengis ekki orðið eins ágengt með markvissa innrætingu víns og erlendis. Við eru hreykin af útrás okkar á viðskiptasviði, þykir gott að skara fram úr öðrum þjóð- um. Höfum sömu stefnu í áfeng- ismálum. Látum ekki forrita börnin okkar um að áfengi sé sjálfsagt við öll tækifæri. Vínauglýsingar innræta unga fólkinu óhefta vínneyslu? Sigríður Laufey Einarsdóttir skrifar um íþróttir og áfeng- isneyslu » Látum ekki forritabörnin okkar um að áfengi sé sjálfsagt við öll tækifæri. Sigríður Laufey Einarsdóttir Höfundur er BA-guðfræðingur og situr í fjölmiðlanefnd Bindindissamtaka IOGT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.