Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNIR Bóas
Sölufulltrúi
699 6165
Gunnar
Sölufulltrúi
899 0800
Stefán Páll
Löggiltur
fasteignasali
Opið hús í dag sunnudaginn 10.júní kl. 14.00 – 16.00
Allar RE/MAX fasteignasölur eru sjálfstætt reknar og í einkaeign
Keyrt er í gegnum Flúðir og beygt til vinstri hjá flugvellinum, keyrt áfram veginn og beygt
svo til hægri rétt áður en komið er að golfvellinum (á skilti stendur nátthagi og ísabakki )
keyrt yfir hæðina og til hægri þar sem stendur Kjóabyggð. Keyrt áfram veginn og
stendur húsið innst í götu hægra megin. Nánari upplýsingar veitir Bóas í síma 699 6165
Verð 26.900.000
Byggingarár 2005
Brunabótamat 23.800.000
OPIÐ
HÚS
BÓAS 699 6165 &
GUNNAR 899 0800
SÝNA EIGNINA
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
Til sölu er veitinga- og gistihúsið Motel Venus, sem er í u.þ.b. 45 mín.
akstursfjarlægð frá Reykjavík. Húsið er u.þ.b. 600 fm að stærð og er þar
veitingastaður með leyfi fyrir allt að 138 manns, fullbúið eldhús, ráðstefnusalur fyrir 30-40 manns og 17 fullbúin herbergi
með rúmum og innréttingum. Þar af eru 8 herbergi með sérbaðherbergi. Í húsinu er einnig fullbúin 2ja herbergja íbúð um-
sjónarmanns eða staðarhaldara. Hagstæð fjármögnun getur fylgt. Húsið býður upp á mikla möguleika. V. 66,5 millj.
Einstakt tækifæri - Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson,
löggiltir fasteignasalar.
RAUÐALÆKUR 44 - OPIÐ HÚS Í DAG
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Rauðalækur 44 - Opið hús í
dag. Vel skipulögð 3ja her-
bergja íbúð á jarðhæð á
þessum eftirsótta stað. Íbúðin
skiptist í tvö rúmgóð herbergi og bjarta stofu. Parket á gólfum.
Endurnýjað gler og gluggar o.fl. Íbúðin getur verið laus fljótlega.
Opið hús í dag frá kl. 16-18. Kristmann og Lilja taka vel á móti
gestum.
www.heimili.is
Falleg fjögurra herbergja íbúð á
þriðju hæð í lyftuhúsi, suðvest-
ursvalir og bílastæði í bíla-
stæðageymslu ásamt góðri
geymslu í kjallara. Íbúðin skipt-
ist í 3 góð svefnherbergi, stofu,
borðstofu, eldhús, þvottahús og
bað. Öll herbergi eru parketlögð
og skápar sérsmíðaðir úr kirsu-
berjavið. Stofa er björt og park-
etlögð. Eldhús er flísalagt ásamt
borðstofu, innréttingar eru sér-
smíðaðar hjá HTH úr kirsuberjavið. Inn af eldhúsi er þvottahús. Baðherbergi,
rúmgott og er flísalagt í hólf og gólf. Íbúðin er 107,5 m2. Ásett verð 35m.
Allar frekari upplýsingar gefur Markús hjá Saga fasteignum
í síma 8971200 . markus@sagafasteignir.is
Opið hús í dag milli kl. 16.00 og 17.00
Norðurbrú 4 í Sjálandshverfi, Garðabæ.
NOKKUR umræða
hefur orðið um hegðun
drukkins áhorfanda á
landsleik Dana í fót-
bolta fyrir skömmu
þar sem hann réðst að
dómara leiksins. Kost-
aði hún danska lands-
liðið að verða dæmt
tap í leiknum gegn
Svíum. Fyrirsjáanlegt
er að frekari afleið-
ingar geta orðið bæði
fjárhagslegar og jafn-
vel heimaleikjabann.
Mikil spenna myndast ætíð fyrir
fótboltakappleiki eins og umrætt
dæmi sýnir, sem varð að stjórnlaus-
um æsingi hjá þessum
áhorfanda. Að eigin
sögn hafði hann drukk-
ið tugi bjóra, verið of-
urölvi, gæti ekki mun-
að hvað gerðist.
Sjálfsagt fær þessu
umræddi Dani sína
refsingu. Tæplega mun
sú refsing hafa mikil
áhrif því almenningur
hefur fengið þá innri
meðvitund, að vín sé
alveg ómissandi, sér-
staklega þegar um fót-
boltaleiki er að ræða,
ekki síst meðal karlmanna. Má
segja að þarna hafi menn getað séð
toppinn á ísjakanum um hvað áfeng-
isdrykkja er mikið vandamál, m.a. í
tengslum við fótbolta víða um Evr-
ópu.
Hvers vegna telja menn sig þurfa
svona mikla víndrykkju við um-
ræddar aðstæður? Þar eiga auglýs-
endur áfengis mikla sök. Árum sam-
an hefur verið lætt inn með
auglýsingum, að neysla áfengis sé
viðeigandi við sem flest tækifæri.
Sérstaklega eru auglýsingar áber-
andi fyrir fótboltakappleiki. Enda
vínsölum ljóst, að þá kaupi menn
mikið magn og drekki ótæpilega í
hita leiksins. Afleiðingarnar koma
þeim ekki við; markmiðið er sem
mest sala víns.
Kynslóðin sem nú er á besta aldri
hefur orðið fyrir miklu áreiti af
hálfu vínframleiðenda með mark-
vissri innrætingu í auglýsingum,
sem hefur klingt í eyrum þeirra frá
unga aldri. Áfengisneysla við sem
flest tækifæri er orðin greypt inn í
innri meðvitund fólks. Þessi þróun
heldur áfram til að viðhalda áfeng-
issölunni. Nú er höfðað til barna og
unga fólksins á Netinu. Fer ekki
hátt en alls staðar þar sem má telja
að börnin og unga fólkið séu inni á
Netinu má sjá slíkan áróður.
Þótt auglýsingar áfengis séu
bannaðar hér á landi hefur það lítil
áhrif. Allir fjölmiðlar auglýsa með
umfjöllun óbeinna auglýsinga, á
prenti, í sjónvarpi með t.d. óáfeng-
um pilsner, sem hefur sama vöru-
merki og áfengur bjór.
Þótt erfitt sé um vik að sporna við
framangreindri þróun, þá eru mark-
vissar aðgerðir nauðsynlegar nú
þegar.
Taka þarf upp herferð gegn
óheftri innrætingu áfengis, fella
hana inn í námsefni lífsleikni/
siðfræði með markvissum viðvar-
andi hætti í grunnskólum landsins.
Sérstakt fjármagn þarf frá rík-
isvaldinu til að auglýsa gegn áfengi
og innrætingu sjálfsagðar neyslu, í
undirmeðvitund barna og unglinga.
Sýna fram á að áfengi er ekki við-
eigandi við öll tækifæri, að hægt er
að skemmta sér án þess. Um hvað
áfengið getur valdið varanlegum
skaða eins og margoft hefur verið
sýnt fram á. Má nefna fjölskyldu-
ofbeldi, ölvun við akstur og skað-
semi fósturs við meðgöngu. Stjórn-
völd verða að vinna gegn
innrætingu vínneyslu í samvinnu við
skóla/leikskóla, foreldra og fé-
lagasamtök/kirkju. Áhrifamest
verður ef almenningur snýst gegn
óheftri neyslu áfengis; að menn telji
ekki nauðsynlegt að neyta víns við
öll tækifæri.
Fram hefur komið sérstök veiting
víns KSÍ handa heiðursgestum sín-
um á landsleik í fótbolta. Það sýnir
hvað menn telja áfengi nauðsynlegt
og sjálfsagt án frambærilegra raka.
Telja má slíka framkomu dóm-
greindarleysi af hálfu forystumanna
KSÍ, þar sem ekki eru íhuguð eðli-
leg siðferðileg mörk. Getur beinlínis
orðið „fyrirmynd“ fyrir almenning,
að menn geti ekki án víns verið á
fótboltakappleik. Hér á landi hefur
lítið borið á svokölluðum drukknum
fótboltabullum. Ennþá hefur aug-
lýsendum áfengis ekki orðið eins
ágengt með markvissa innrætingu
víns og erlendis. Við eru hreykin af
útrás okkar á viðskiptasviði, þykir
gott að skara fram úr öðrum þjóð-
um. Höfum sömu stefnu í áfeng-
ismálum. Látum ekki forrita börnin
okkar um að áfengi sé sjálfsagt við
öll tækifæri.
Vínauglýsingar innræta unga
fólkinu óhefta vínneyslu?
Sigríður Laufey Einarsdóttir
skrifar um íþróttir og áfeng-
isneyslu
» Látum ekki forritabörnin okkar um að
áfengi sé sjálfsagt við öll
tækifæri.
Sigríður Laufey
Einarsdóttir
Höfundur er BA-guðfræðingur
og situr í fjölmiðlanefnd
Bindindissamtaka IOGT.