Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 44
endurminningar
44 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Leif Sveinsson
I.
Það mun hafa verið á vordögum
1957, að við bræður, Haraldur og
ég, ákváðum að kaupa jörðina
Álftanes á Mýrum ásamt hjáleig-
unni Kvíslhöfða. Auglýsing birtist
í Lögbirtingablaðinu þar sem ósk-
að var eftir því, að þeir sem teldu
sig eiga óðalsrétt að jörðinni gæfu
sig fram. Ekki töldum við okkur
eiga slíkan rétt, heldur keyptum
jörðina á 200.000 krónur.
II.
Seljendur að jörðinni voru þessir:
Haraldur Bjarnason (1874-1964),
ekkill Mörtu Níelsdóttur
(1858-1941).
Hulda Sólborg Haraldsdóttir
(1902-1993) dóttir Haraldar og
Mörtu.
Ólöf Jónsdóttir Oddssonar
(1883-1964).
Sigríður Guðný Jónsdóttir Odds-
sonar (1885-1968) ógift og barn-
laus.
Soffía Jónsdóttir Oddssonar
Thorlacius (1886-1979).
Oddur Jónsson Oddssonar
(1892-1975) forstjóri Mjólk-
urfélags Reykjavíkur.
Svava Jónsdóttir Oddssonar
(1894-1971).
Oddur Sigurðsson (1829-1893) og
Halla Jónsdóttir (1830-1923) á
Álftanesi voru foreldrar nr. 3-7.
III.
Samningar hófust fljótlega og
spurði ég Harald gamla, hver
væri lögfræðingur þeirra seljend-
anna. Hann taldi óþarfa að hafa
tvo lögfræðinga, þegar einn væri
þegar til staðar. Gerði ég síðan
kaupsamning, sem samþykktur
var breytingarlaus og undirrit-
aður 25. maí 1957. Landamerki
voru ákveðin skv. Landamerkja-
skrá, sem var í fórum sýslu-
mannsins í Borgarnesi, Jóns
Steingrímssonar (1900-1961). Ábú-
endur í Kvíslhöfða voru þau hjón
Ágústa Júlíusdóttir (1895-1982) og
Guðjón Jónsson (1889-1972) og
höfðu haft ábúð á jörðinni frá
árinu 1927.
IV.
Bílvegurinn náði aðeins að Mið-
húsum árið 1957 og fórum við
bræður fljótlega að ýta við þing-
mönnum um framlög til vegamála,
þannig að Álftanes kæmist í vega-
samband. Fór ég með Jóni Árna-
syni (1909-1977) alþingismanni og
Ásgeiri Péturssyni (f. 1922) vara-
þingmanni og síðar sýslumanni í
bílferð, fyrst að hitta Leif bónda
Finnbogason (1913-1991) í Hítar-
dal, en síðan niður Mýrar í áttina
að Álftanesi. Ýtt hafði verið upp
um sumarið, líklegast 1959, fyrir
vegi milli Miðhúsa og Álftaness,
en það var mjög ójafn vegur, öld-
óttur og ofaníburðarlaus, svo mér
þótti gott, að Jón var á eigin bíl
og flýtir það ávallt fyrir fram-
lögum til vegamála hjá Alþingi, að
láta þingmenn aka á eigin bílum,
þeir finna til með bílnum sínum,
þegar um torleiði er ekið. Eftir
nokkur ár tókst okkur með aðstoð
þingmannanna að koma Álftanesi í
vegasamband, en einu sinni þurft-
um við að útvega lán í Sparisjóði
Mýrasýslu til að flýta fram-
kvæmdum um eitt ár, gegn því að
borga sjálfir vexti af bráðabirgða-
láninu. Fór ég eitt sinn til Þor-
valdar Jónssonar (1891-1968)
bónda í Hjarðarholti, en hann var
góður vinur okkar bræðra og
stjórnarformaður Sparisjóðs
Mýrasýslu, enda Haraldur verið
vetrarmaður hjá honum 1944-1945.
Við tilkomu vegarins sótti misjafn
Álftanesárin 1957-1963
Torfæra Greinarhöfundur á leið upp að Álftanesi árið 1946.
Glíma Greinarhöfundur glímir við folald í Álftanesrétt.
Á tölti Greinarhöfundur í firmakeppni Fáks á Jarpi frá Hæli.
Mýrarnar Kort af Álftanesi, Kóranesi, Straumfirði og eyjunum út af jörð-
unum, einkum Þormóðssker.
!
"
#
$ %& "
Öflugasta dísilvél í heimi í flokki lúxusjeppa
V8 4,2 TDI • 326 hestöfl • 760 Nm tog • Hröðun 0-100 km/klst. 6,4 sek.