Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 76

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 76
76 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Haf-rannsókna-stofnun hefur lagt til að hámarks-afli þorsks á næsta fiskveiði-ári verði 130 þúsund tonn. Það er 63 þúsund tonnum minna en á liðnu ári. Um er að ræða u.þ.b. 30% skerðingu á þorsk-kvóta á milli ára. Allir eru sam-mála um að málið sé alvar-legt. Margir telja nauðsyn-legt að fara í grundvallar-endurskoðun á fiskveiði-stjórnunar-kerfinu og þeirri aðferða-fræði sem notuð hefur verið við ákvörðun afla-marks. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs-ráðherra segir að skerðing aflans um þriðjung, niður í 130 þúsund tonn, hefði gríðar-mikil áhrif fyrir þjóðar-búið og byggðir landsins og þá sér í lagi þær sem nú þegar standa veikt.“ Náttúru-verndar-samtök Íslands skora á sjávarútvegs-ráðherra að fara að ráð-gjöf Haf-rannsókna-stofnunar og lækka afla-reglu fyrir þorsks-tofninn úr 25% af veiði-stofni í undir 20% af veiði-stofninum ár-lega. „Gríðar-mikil áhrif fyrir þjóðar-búið“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Ásgeir Jóhannesson hættir sem for-stjóri Baugs en tekur við sem starfandi stjórnar- formaður. Þetta var kynnt á aðal-fundi Baugs Group sem haldinn var á föstu-daginn. Gunnar S. Sigurðsson verður forstjóri Baugs. Jón Ásgeir segir í frétta-tilkynningu um breytingarnar: „Hin mikla stærð og um-fang [Baugs Group] kallar á breytt skipulag til að vöxtur og vel-gengni félagsins geti haldið áfram. Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingar-fyrirtæki í heiminum í fjár-festingum tengdum verslunar-rekstri innan 5 ára.“ Jón Ásgeir hættir sem for-stjóri Jón Ásgeir Steingrímur opnar á Feneyjar-tvíæringnum Á fimmtu-daginn opnaði Steingrímur Eyfjörð sýningu sína á Feneyja-tvíæringnum, sem er einn mesti list-viðburður í heimi. Steingrímur er full-trúi Íslands og sýnir meðal annars huldu-kind, tröll og umferðar-skilti en sýninguna kallar hann Lóan er komin. Menntamála-ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ávarpaði sýningar-gesti. J.M. Coetzee kemur á bókmennta-hátíð Bókmennta-hátíðin í Reykja-vík verður haldin í 8. skipti 9.-15. september. Tuttugu höf-undar frá 4 heims-álfum verða gestir há-tíðarinnar og þeirra á meðal eru margir heims-þekktir höfundar, eins og J.M. Coetzee og Roddy Doyle. Höfuð-áhersla há-tíðarinnar verður á sam-band veraldar-sögu, skáld-skapar og ævi-sagna. Arnaldur fær frönsk verð-laun Grafar-þögn eftir Arnald Indriðason hlaut Grand Prix des Lectrice de Elle-verð-launin í Frakk-landi í síðustu viku. Þau eru þekkt verð-laun sem hafa verið veitt í fagur-bókmenntum frá 1970 og fyrir glæpa-sögur frá 2003. Menning Sex-tugur ör-yrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, skað-brenndist um miðjan maí. Hann fékk yfir sig allt að 80°C heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í Hátúni 10b. Djúp 2. og 3. stigs bruna-sár þekja um 20% líkama Ómars. Hann er á bata-vegi en þó er ekki víst hvort hann lifir slysið af. Ef vatnið í sturtunni hefði ekki verið heitara en 55°C hefði Ómar lík-lega sloppið við að brennast. Húsið sem Ómar býr í er í eigu Brynju – hús-sjóðs Ör-yrkja-banda-lags Íslands, en þar er verið að koma fyrir hita-stýrðum blöndunar-tækjum. Brenndist í sturtu Á föstu-daginn lauk 3 daga fundi leið-toga G8 ríkjanna, 8 helstu iðn-ríkja heims. Hann var haldinn í Þýska-landi. Meiri árangur var af fundinum er leit út fyrir í upp-hafi. Samkomu-lag náðist um að stefna að mjög mikilli minnkun á út-blæstri gróðurhúsa-lofttegunda. Einnig að sam-þætta áætlun Banda-ríkjanna að-gerðum Sam-einuðu þjóðanna í umhverfis-málum. Angela Merkel, kanslari Þýska-lands, og aðrir Evrópu-leiðtogar vildu setja fram ákveðin mark-mið um tíma-settar skuld-bindingar. Þannig átti að minnka út-blástur gróðurhúsa-lofttegunda um að minnsta kosti helming fyrir árið 2050. Þetta vildi George W. Bush Bandaríkja-forseta ekki sam-þykkja. And-staða hans linaðist þó mikið við ýmsar að-gerðir sem hann hafði áður talið óþarfar. Angela Merkel var því mjög ánægð eftir fundinn og sagði:„Við náðum besta árangri sem við gátum náð.“ Mála-miðlun í loftlags-málum Reuters Merkel býður Bush vel-kominn. Samkvæmis-ljóninu og hótel-erfingjanum Paris Hilton var sleppt úr fang-elsi í Kaliforníu í Banda-ríkjunum á fimmtu-dag og stungið aftur inn á föstu-dag. Hún hafði af-plánað 3 daga. Henni var sleppt af heilsufars-legum ástæðum sam-kvæmt læknis-ráði, en dómari reyndist ósammála þeirri ákvörðun og fyrirskipaði að hún skyldi fangelsuð á ný. Mamma, hrópaði Hilton þegar hún var flutt í fangelsið. Hún hlaut dóminn fyrir að aka undir áhrifum áfengis og brjóta skil-orð. Ýmsir höfðu gagnrýnt ákvörðunina um að sleppa Hilton á þeirri forsendu að hinir ríku ættu að búa við sama réttarfar og aðrir. Paris Hilton sleppt og stungið inn á ný Reuters Paris Hilton Ís-lenska fimleika-fólkið stóð sig frábær-lega í úrslita-keppninni á áhalda-fimleikum á Smáþjóða-leikunum í Mónakó á fimmtu-dag. Alls vann það til 13 verð-launa. Viktor Kristmannsson gerði sér lítið fyrir og vann 5 verð-laun og Fríða Rún Einarsdóttir, sem er sex-faldur Norður-landa-meistari, vann 3 verð-laun. Þau hrósuðu bæði sigri í fjöl-þrautinni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í fim-leikum á smáþjóða-leikunum. Einnig gekk vel í sundinu. Örn Arnarson setti Íslands-met í 50 metra skrið-sundi en Íslendingar unnu 5 gull-verðlaun í sund-keppninni og 7 verð-laun alls. Frá-bær árangur Ís-lendinga í Mónakó Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Viktor Kristmannsson Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.