Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 2

Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu HÁSKÓLI Íslands og Háskólinn á Hawaii hafa fengið styrk frá Vísinda- sjóði Bandaríkjanna (NSF) að and- virði 100 milljónir króna til að fara í könnunarleiðangur á Reykjanes- hrygg og rannsaka jarðsögu hafs- botnsins síðustu átján milljón ár. Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun sem fram fer í rann- sóknarleiðangri á Reykjaneshrygg. Notast er við rannsóknarskipið R/V Knorr frá Woods Hole Oceanograp- hic Institute sem er sérhannað til rannsókna á sjó. Leiðangurinn hefst á föstudaginn kemur, á að standa í mánuð og skipið kemur í Reykjavík- urhöfn á morgun, mánudag. Skipið er búið nýjustu rannsóknartækjum, er með 22 manna áhöfn og tekur 32 vísindamenn og tvo tæknimenn. Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja frá Norðurpólnum til Suð- urskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á þessum slóðum fór fram fyrir um 40 árum og hefur rannsóknaraðferð- um og tækjakosti fleygt gríðarlega fram á þeim tíma. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti veitt nýja og betri sýn á það sem er að gerast í jarðskorpu landsins og landgrunnsins en ekki síður í hryggjakerfinu sem liggur um það. Tilfinnanleg eyða Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun HÍ fer fyrir leið- angrinum ásamt Richard Hey frá Háskólanum á Hawaii. Hann segir Reykjaneshrygginn einn áhugaverð- asta hlutann af hryggjakerfi heims- ins fyrir þrjár sakir. „Í fyrsta lagi er hann samfelldur með skásettu reki frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri að Reykjanesi í norðri. Í öðru lagi hafa myndast misgamlir V-laga hryggir sem vísa út frá Íslandi og í þriðja lagi ber hann mörg einkenni háhraða gliðnunarbeltis þrátt fyrir að vera hægfara. Skýringarnar er talið að megi m.a. rekja til heita reitarins undir Íslandi og þeirrar kvikufram- leiðslu sem þar er umfram kviku- myndun hryggjarins. Í núverandi hryggjakerfi jarðar er Reykjanes- hryggurinn undir mestum áhrifum af heitum reit. Þrátt fyrir öll þessi merkilegu einkenni er tilfinnanleg eyða í vísindalegri gagnasöfnun sem má rekja frá Íslandi og suður á 62° norðlægrar breiddar. Ennfremur hefur norðursvæðið utan hryggjar aldrei verið rannsakað kerfisbundið með jarðeðlisfræðilegum aðferðum til þess að athuga hvort þekktar til- færslur rekbeltanna á landi eigi sam- svörun á hafsbotni. Mikilvægt er að framkvæma þessar rannsóknir til þess að kanna hvort myndun V-laga hryggja tengist á einhvern hátt færslu rekbelta á landi.“ Hefja viðamikla rann- sókn á Reykjaneshrygg SIÐANEFND Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að hluti auglýs- ingaherferðar Vífilfells á Coke Zero-gosdrykknum hafi brotið gegn fyrstu grein siðareglna SÍA, sem fjallar um velsæmi og segir: „Auglýsingar skulu ekki innihalda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn almennri velsæm- iskennd.“ Kæra barst frá Katrínu Odds- dóttur vegna meintrar kvenfyrir- litningar í herferðinni, en í þeim hluta herferðarinnar sem talinn var brjóta gegn velsæmi var spurt hvers vegna konur hefðu ekki „zero“-skoðanir og „zero“-bílpróf og hvers vegna kynlíf hefði ekki „zero“-forleik. Samkvæmt greinargerð frá hin- um kærða, Vífilfelli, og auglýs- ingastofunni Vatíkaninu, sem hann- aði auglýsingarnar, birtist hluti þeirra fyrir misskilning og verða ekki birtar aftur. Hafa þeir harmað það og beðist velvirðingar á þeim birtingum. Herferð Vífilfells var ekki siðleg NÚ ER kominn tími til að hleypa hestum úr hesthúsum og út í guðsgræna náttúruna. Um 40-50 hross ásamt 12 reiðmönnum lögðu af stað frá hesthúsum Andvara í Garðabæ sl. fimmtudag. Riðið verður á 4 dögum upp í Skarðshamra í Norðurárdal, þar verður áð í viku og svo lagt af stað norður að Staðarbakka í Eyjafirði. Morgunblaðið/Kristinn Lagt af stað í sleppitúr „ÞAÐ þarf að vinna landsskipu- lag fyrir miðhá- lendið og ég tel að það eigi ekki að ráðast í neinar stórframkvæmd- ir fyrr en að slíkt skipulag liggur fyrir. Skoðun mín hefur lengi verið að uppbyggðir vegir eigi ekki heima á miðhálendi Íslands,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra í opnu- viðtali við Morgunblaðið í dag. Hún vill ekki að vegurinn yfir Kjöl verði malbikaður. Þórunn segist einnig andvíg hvalveiðum í atvinnuskyni, sú afstaða hafi ekkert breyst við það að verða ráðherra. Það mál segir hún snúast um ímynd Íslands á alþjóða- vettvangi. Raunsætt viðhorf sé nauð- synlegt, enda geti veiðarnar skaðað orðstír landsins. | 32-33 Kjalvegur verði ekki malbikaður Þórunn Sveinbjarnardóttir KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss með áverka á andliti eftir slagsmál sem brutust út fyrir framan skemmtistað í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður og var útskrifaður eftir að gert hafði verið að sárum hans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum sáust slags- málin í eftirlitsmyndavél sem stað- sett er í miðbæ Keflavíkur. Voru lögreglumenn þegar í stað sendir á vettvang og leystu þeir slagsmálin upp. Tveir voru fluttir á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja en í framhald- inu var ákveðið að senda annan þeirra á LSH. Einn var handtekinn vegna máls- ins, karlmaður á þrítugsaldri, og fékk hann að sofa úr sér áfengisvím- una í fangaklefa. Hann var yfir- heyrður í gærdag en sleppt að því loknu. Sáu slagsmál- in í eftirlits- myndavél Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er geysimikill heiður og hvatning, ekki síst fyrir þá sem stunda orkurannsóknir á Íslandi,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Há- skóla Íslands, en í gær voru honum veitt Alheimsorkuverð- launin (e. Global energy int- ernational prize) í Pétursborg í Rússlandi. Verðlaunin hlaut Þorsteinn fyrir rannsóknir sín- ar í orkumálum, en þau eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála sam- tímans. Mikill metnaður er lagður í verðlaunin sem nefnd hafa verið rússnesku Nóbelsverðlaunin í orkuverkfræði og var gert ráð fyrir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti afhenti þau. Þorsteinn var valinn úr 146 manna hópi, en aðeins Nóbelsverð- launahafar og meðlimir í rússnesku vísindaaka- demíunni hafa rétt til að tilefna menn til verð- launanna. Þrjátíu manna alþjóðleg dómnefnd sá svo um valið. Þorsteinn hlaut helming verð- launanna í ár og hinum helmingnum deila Geoff- rey Hewitt og Vladimir Nakorjakov með sér, en þeir hljóta viðurkenningu fyrir rannsóknir og þró- un í varmaskiptafræði. Í ræðu sinni við afhendinguna sagðist Þorsteinn standa á öxlum risa sem undanfarna öld hafa rutt brautina fyrir nýtingu sjálfbærrar orku. „Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að nefna nöfn Steingríms Jónssonar, Jakobs Gíslasonar, Gunnars Böðvars- sonar, Jóhannesar Zoëga og Braga Árnasonar. Þessir einstaklingar hafa verið fremstir meðal fjölda frumherja í orkumálum á Íslandi.“ Þorsteinn kom einnig inn á framhald vetnis- verkefnisins í ræðu sinni og sagði að framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi gæti orð- ið fyrirmynd fyrir heiminn. Sú stefna að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis til nýrra orkubera krefst þess hins vegar að aukið verði við færni á svæði vetnistækni. Í samtali við Morgunblaðið segir Þorsteinn verðlaunin vera mikla hvatningu til að halda áfram á sömu braut, bæði fyrir sig og aðra á Íslandi. „Og ég vona að þetta verði til að styrkja útrás okkar á sviði orkutækni. Til dæmis eru hér í Rússlandi spennandi atriði sem hægt er að vinna að með Rússum í orkutækni, því þeir standa þar mjög framarlega og eru öflug tækniþjóð, sérstaklega á orkusviði.“ Fékk Alheimsorkuverð- launin fyrir rannsóknir Í HNOTSKURN »Alheimsorkuverðlaunin eru veitt árlegafyrir framúrskarandi framlag til orku- verkfræði og voru veitt í fimmta skipti í gærdag. Á síðasta ári voru t.d. þrjár þjóðir verðlaunaðar fyrir rannsóknir á sviði kjarnorku. »Þorsteinn hlaut helming verðlaunannaen hinum helmingnum deila Breti og Rússi fyrir rannsóknir og þróun á sviði varmaskiptafræði. »Þorsteinn fær um 27 milljónir krónaauk sérstakrar orðu.Þorsteinn IngiSigfússon „Vona að þetta verði til að styrkja útrás okkar,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.