Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 4

Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 4
4 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is FELLD hefur verið úr gildi ákvörð- un lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu frá 21. september sl. um tímabundna sviptingu rekstrarleyfis veitingastaðarins Strawberries. Þetta kemur fram í úrskurði dóms- málaráðuneytisins. Þar segir að lög- reglustjóri hafi ekki látið uppi gagn- vart rekstraraðilum hvaða úrbætur væru nauðsynlegar til að staðurinn héldi leyfinu; þannig gafst þeim ekki tækifæri til að gæta mikilvægra hagsmuna sinna áður en ákvörðun var tekin um leyfissviptingu. Snemma í ágústmánuði tók lög- reglustjóri ákvörðun um að loka Strawberries sökum þess að þar færi fram starfsemi sem ekki samræmd- ist útgefnu leyfi staðarins. Var sú ákvörðun m.a. byggð á því að nekt- ardans fór fram í básum í kjallara staðarins. Var rekstraraðilum til- kynnt að til athugunar væri að svipta staðinn tímabundið leyfi og gefinn frestur til að bæta úr annmörkum. Rekstraraðilar skutu ákvörðun lögreglustjóra til dómsmálaráðu- neytis sem staðfesti hana 31. ágúst sl. Í kjölfarið sendi lögmaður Straw- berries tölvubréf til lögreglustjóra þar sem útlistað var hvaða breyt- ingar yrðu gerðar. Þar segir m.a.: „Í fyrsta lagi hafa verið tekin niður öll skilrúm í kjallara hússins þannig að engin lokuð svæði eru inni á veit- ingastaðnum. Í öðru lagi hafa verið gefin skýr fyrirmæli um að „nekt“ í hvaða mynd sem er sé algjörlega óheimil á veitingastaðnum.“ Einnig að settar yrðu upp öryggismynda- vélar og lögreglu boðið að skoða upp- tökur úr þeim hvenær sem væri, án úrskurðar. Lögreglustjóri svaraði bréfinu á þá leið að til skoðunar væri að svipta staðinn rekstrarleyfi og gaf frest til 14. september til að bæta úr annmörkum. Áður en sá frestur rann út sendi lögmaður veitingastaðarins á nýjan leik tölvubréf til lögreglustjóra þar sem breytingarnar voru á nýjan leik taldar upp og skýrt á hvaða hátt starfsemin myndi fara fram í fram- tíðinni. „Aðaláhersla á staðnum verð- ur sala áfengis. […] Sala áfengis fer fram af starfsstúlkum sem eru full- klæddar.“ Lögreglustjóri tók engu að síður þá ákvörðun að svipta staðinn rekstr- arleyfi til 60 daga. Í ákvörðun hans segir m.a.: „Með vísun til þess að engin frekari sjónarmið hafi borist frá yður og engar upplýsingar um úr- bætur […] sem þér hyggist grípa til í því skyni að starfsemi staðarins verði eftirleiðis hagað í fullu samræmi við útgefið leyfi, er það ákvörðun emb- ættisins að svipta yður rekstrarleyfi staðarins.“ Ákvörðun lögreglustjóra var skot- ið til dómsmálaráðuneytis sem ósk- aði eftir öllum gögnum málsins. Í umsögn frá lögreglustjóra er áréttað að í tölvubréfunum hafi ekki komið fram neinar skýringar eða vilyrði um úrbætur sem unnt væri að meta full- nægjandi. Taldi lögreglustjóri m.a. ekki auðséð hvort sömu starfsstúlkur myndu starfa áfram, né hafði hann fengið svör við því hvort sami verð- listi yrði á staðnum eða hvort hann yrði viðlíka og á öðrum krám „þar sem boðið er upp á öl, sterkt áfengi og léttvín á mun lægra verði“. Dómsmálaráðuneytið féllst ekki á sjónarmið lögreglustjóra að ekki hefðu komið fram upplýsingar um úrbætur og tók fram að lög- reglustjóri hefði ekki leiðbeint rekstraraðilum um hvaða úrbætur þyrfti að gera. Auk þess sem tekið var fram að verðlagning áfengis á veitingastöðum væri frjáls og félli ut- an starfssviðs lögreglustjóra.  Dómsmálaráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um tímabundna sviptingu rekstr- arleyfis  Ráðuneytið taldi rekstraraðilum ekki hafa gefist tækifæri til að gæta hagsmuna sinna Leiðbeindi ekki rekstraraðilum Í HNOTSKURN »Strawberries var lokað 3.ágúst sl. þar sem starfsem- in var ekki í samræmi við út- gefið rekstrarleyfi. »21. september var stað-urinn sviptur rekstrarleyfi tímabundið til 60 daga. Nú hefur ráðuneytið ógilt þá ákvörðun. SEÐLABANKI Evrópu, ECB, mun í næstu viku dæla nýju fé inn á evr- ópskan lánsfjármarkað enda hefur fjárþurrð gert vart við sig á ný í kjöl- far lánakreppunnar sem hófst á hundadögum. Þetta tilkynnti Jean- Claude Trichet, bankastjóri ECB, á föstudagskvöld en ekki er ljóst hversu miklu fé verður dælt inn. Í tilkynningunni segir ennfremur að bankinn muni halda áfram að örva lánsfjármarkaði álfunnar að minnsta kosti til loka ársins og jafnvel lengur gerist þess þörf. Vextir á millibankamarkaði hafa hækkað umtalsvert að undanförnu og er það til marks um þurrð á lánsfé. Nýju fé dælt inn á markaði Stjóri Jean-Claude Trichet Lánaþurrð gerir vart við sig á ný LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu hafði þegar Morgunblaðið fór í prentun á laugardag ekki tekist að hafa hendur hári fimm ungra pilta sem gerðu tilraun til ráns á pítsustað í Spönginni seint á föstudagskvöld. Piltarnir komu inn á staðinn bak- dyramegin, voru grímuklæddir og tveir þeirra vopnaðir hnífum en einn með skotvopn af óþekktri gerð – jafnvel er talið að um loftbyssu eða leikfangabyssu hafi verið að ræða. Piltarnir ógnuðu starfsfólki sem lét ekki bugast og neitaði að afhenda þeim verðmæti. Þegar piltunum varð viðnámið ljóst flýðu þeir af vettvangi og í átt að Borgarholtsskóla. Lögregla lítur málið mjög alvar- legum augum. Enda þótt enginn hafi slasast voru tilburðir piltanna ógn- andi og gerðir til að starfsfólk og við- skiptavinir óttuðust um líf sitt. Þetta er annað vopnaða ránið á stuttum tíma þar sem unglingspiltar koma við sögu og segir lögregla það uggvænlega þróun. Ógnuðu með skotvopni ♦♦♦ UM hádegið á morgun, mánudag, hefjast útsendingar á sjónvarps- fréttatíma á mbl.is. Fréttaútsending- arnar, sem veita yfirsýn yfir helstu fréttir, verða undir stjórn Telmu Tómasson fréttamanns. Hún er jafn- framt fréttalesari mbl. sjónvarps. Nýi fréttatíminn er hluti af umtals- verðri endurnýjun á mbl.is, lang- öflugasta fréttavef á Íslandi. Á hverj- um degi leita 54% Íslendinga upplýsinga og afþreyingar á mbl.is og mælt í fjölda notenda og tíma sem þeir eru á vefnum er mbl.is þrisvar sinnum meira notaður en helsti keppinauturinn. Með breytingunum er stefnt að því að gera vefinn auð- veldari og aðgengilegri auk þess sem boðið er upp á nýja þjónustuþætti. Sjónvarpsfréttatíminn á mbl.is verður endurnýjaður jafnóðum og nýjar fréttir eru unnar. Gert er ráð fyrir því að gera fréttatímann að- gengilegan í þriðju kynslóðar farsím- um. Auk fréttatímans verður ým- islegt annað sjónvarpsmyndefni aðgengilegt á mbl.is, sérstök unnin sjónvarpsmyndskeið og fréttir, er- lendar fréttir frá Reuters-fréttastof- unni, ýmislegt afþreyingarefni og matreiðsluþættir. Sumt af þessu efni hefur verið á vefnum undanfarnar vikur og mánuði, en verður nú sett fram í nýju vefumhverfi. Telma Tómasson, sem hefur unnið að undirbúningi sjónvarpsfrétta á mbl.is, segir að stefnt sé að því að fréttatíminn þjóni vel íslenskum vef- notendum. Hann sé sniðinn með hlið- sjón af þróun í alþjóðlegu vef- umhverfi og eigi að gefa greinargott yfirlit frétta á 3-5 mínútum. „Sjón- varpsfréttir á mbl.is byggjast á þremur meginstoðum“, segir Telma. „Í fyrsta lagi þeirri reynslu sem þeg- ar er kominn á framleiðslu sjón- varpsefnis í tengslum við mbl.is og hefur notið mikilla vinsælda. Í öðru lagi þeirri miklu reynslu og þekkingu á fréttaflutningi af öllum sviðum samfélagsins sem býr í ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is. Í þriðja lagi afburðatækniþekkingu og tækni- búnaði í tengslum við netið sem Ár- vakur hf. hefur byggt upp und- anfarin 10 ár.“ Breytingar byggjast á viðamikl- um lesendamælingum Breytingarnar sem gerðar verða á mbl.is á morgun fyrir utan fréttatím- ann voru unnar undir verkstjórn Ingvars Hjálmarssonar netstjóra. Hann segir að þessar breytingar séu grundvallaðar á viðamiklum mæl- ingum á notkun lesenda á mbl.is. „Við beitum algerlega nýjum mæl- ingatækjum og aðferðum sem gera okkur fært að kortleggja hvernig les- endur nýta sér vefinn frá degi til dags. Þessar mælingar á vefnotk- uninni eru gerðar rafrænt og gera okkur fært að gera breytingar á virkni vefja, breyta aðgerðum og færa til eða fjarlægja tengla í sam- ræmi við það hvernig notendur fara um vefinn og nota þjónustuna þar.“ Megináherslur í breytingum á vefnum felast í því að gera hann auð- veldari í notkun. Leturbreytingar, breytingar á myndstærðum og ýmiss konar framsetningu taka mið af ósk- um um léttara og skýrara yfirbragð. „Það sem lesendur munu fyrst sjá er að leiðakerfið er nú breytt. Lögð er áhersla á að fréttavefirnir séu betur afmarkaðir með flipunum efst. Að- gang að öðrum vefjum er síðan að finna efst í vinstra dálki,“ segir Ingv- ar. Meðal breytinga sem nefna má er að fréttum hefur fjölgað á forsíðu mbl.is. Lesendur geta einnig fylgst með því helsta sem er í fréttum efst í hægra dálki. Á hverjum degi eru skrifaðar yfir 100 fréttir á mbl.is. Þetta er því góð leið til að fylgjast með hvað upp úr stendur hverju sinni. Við þessar breytingar var leit- að til innlendra og erlendra ráðgjafa. Þar má m.a. nefna fyrirtækið Sjá sem sérhæfir sig í viðmóti vefja. Fréttatíminn upphaf að aukinni sjónvarpsþjónustu á vefnum Nýi fréttatíminn sem fer í loftið á morgun byggist á tilraunum með sjónvarpsframleiðslu á mbl.is, sem staðið hefur í rúmt ár. Fréttamenn hafa flutt stakar fréttir sem notið hafa mikilla vinsælda. Að auki hefur vefurinn boðið upp á þjónustu frá Reuter. Í mælingum á notkun þess- ara stöku frétta í undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þær voru mest opnaðar nærri 200 þúsund sinnum í einni viku. Þessi þjónusta verður áfram í boði með nýja fréttatím- anum, en honum er ætlað að gefa á stuttum tíma yfirlit þess helsta sem er í fréttum í máli og myndum. „Þetta eru fréttir í knöppu, hnit- miðuðu formi og eru hugsaðar sem viðbót við þá öflugu þjónustu sem mbl.is veitir nú þegar,“ segir Telma um fréttaþjónustuna. Liðsmenn, auk hennar, eru fréttamenn mbl.is en einnig verða kallaðir til ýmsir sér- fræðingar á Morgunblaðinu til að skýra málefni líðandi stundar. Notendur mbl.is geta nálgast fréttirnar þegar þeim hentar. „Kost- urinn við sjónvarpsfréttir á netinu er sá að við getum brugðist hratt við og sagt fréttirnar nánast um leið og þær gerast,“ segir Telma. Ekki þurfi að bíða eftir ákveðnum fréttatímum til að flytja landsmönnum nýjustu tíð- indi. „Þetta er sjónvarp, en á netinu. Við sendum ekki út í gegnum hefð- bundin sjónvarpstæki heldur fara út- sendingarnar út í gegnum netið,“ segir Telma og bætir því við að flestir stórir fjölmiðlar í heiminum bjóði upp á svipaða þjónustu. „Þetta er á margan hátt ólíkt þeim hefðbundnu fréttatímum sem við þekkjum á sjón- varpsstöðvunum í dag. Mbl. sjón- varpsfréttir eiga að þjóna fólki í hraða nútímans sem vill vita hvað er að gerast og vera upplýst um það sem helst er í fréttum yfir daginn. Þegar mikið verður um að vera get- um við endurnýjað fréttatímann örar og fært fólki fréttar mun þéttar yfir daginn eða í beinum útsendingum þegar fram líða stundir,“ segir Telma. „Netið er gríðarlega spenn- andi miðill. Þar er allt að gerast og þróunin hröðust. Þetta er framtíðin.“ Viðamiklar breytingar verða á mbl.is Mbl sjónvarpsfréttir í loftið á mánudag Morgunblaðið/Frikki Í loftið Telma Tómasson ásamt nokkrum af samstarfsmönnunum á mbl.is, Kristjáni Arngrímssyni fréttamanni, Árna Sæberg, ljósmyndara og tökumanni, Jóni Pétri Jónssyni og Degi Gunnarssyni, fréttamönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.