Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er bara sama góði minn hvað ég nudda og skrúbba garmana þína, fangaflugsrend- urnar fara bara ekki úr. VEÐUR Það var vitað meðal stjórnmála-manna, að þeir Guðni Ágústs- son og Halldór Ásgrímsson voru engir vinir, en það kemur á óvart, að það hafi beinlínis verið fjand- skapur á milli þeirra, eins og ráða má af lýsingu Guðna á samskiptum þeirra á miðju síðastliðnu ári í nýrri samtalsbók hans og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.     Á þeim tímavar fullyrt innan Framsókn- arflokksins, að Guðni Ágústsson hefði verið tilbú- inn til að hætta afskiptum af stjórnmálum.     Flokksbræðurhans hafa hins vegar van- metið Guðna eins og bezt sést af því, að hann er nú formaður Framsókn- arflokksins.     Hin rólegaásýnd Halldórs Ásgrímssonar í fjölmiðlum hefur líklega ekki sagt alla söguna.     Lýsing Guðna á samskiptumþeirra bendir til að Halldór sé mikill skapmaður enda herma áreiðanlegar heimildir Staksteina, að stólar hafi hreyfzt í Ráð- herrabústaðnum, þegar Árni Magn- ússon tilkynnti honum, að hann hefði ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum.     Guðni Ágústsson getur hins vegarvel við unað.     Hann stjórnar Framsókn.     Þeir sem töldu að hann ætti aðhætta eru allir hættir af- skiptum af stjórnmálum. STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Guðni og Halldór Halldór Ásgrímsson SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                   * (! +  ,- . / 0     + -                                 12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?  ! ! !                                       ! ! !"" ! ! ! ! ! !                *$BCD  ""             !"  # $ *! $$ B *!   #$% & "  "% "   ' ()' <2  <!  <2  <!  <2  #& "* + ,"-'.  DE!-             8    # %  $          &"'(  )  *     6  2  + , )   *      *!  "-     #    B  + )      "+      .       "-( / "+!       /0 "$"'11  '"($"2 ' ('"* + "3 "   " "  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ María Kristjánsdóttir | 24. nóvember 2007 Gömul/ný orð Orðið er kannski nokk- uð stirt í samsetn- ingum einsog dóms- málaleyndarráð en þjálla aftur á móti í samsetningunni iðn- aðarleyndarráð. Þá mætti hugsa sér að færa orðið nær nútímanum og stytta það einfaldlega í: leyndó. Forsætisleyndó, utanrík- isleyndó, fjármálaleyndó, dóms- málaleyndó, félagsmálaleyndó, iðn- aðarleyndó, samgöngumálaleyndó o.s.frv. Meira: mariakr.blog.is Þrymur Sveinsson | 24. nóvember 2007 Maður í endur- komubanni Við hverju megum við búast fyrst eftirlitið er svona lekt? Þessir afbrotamenn koma óorði á landa sína sem hér eru fyrir! Fólk sem er vinnusamt og heiðarlegt jafnvel búið að stofna fjölskyldu og eignast börn. Þeir koma af stað fordómum sem beinast að röngum aðilum en illt er að kveða niður. Meira: thrymursveinsson.blog.is Dögg Pálsdóttir | 24. nóvember 2007 Skýrður/óútskýrður launamunur … framtíðarspá byggð á óleiðréttum sam- anburði á launum karla og kvenna sýnist því lítið annað en sam- kvæmisleikur … Óút- skýrður launamunur kynjanna er skv. síðustu rann- sóknum kringum 10-12% (sjá hér). Þeim mun þarf að eyða. Ef menn einbeita sér að því að eyða þeim launamun tekst það á örfáum árum. Meira: doggpals.blog.is Sigurður Kári Kristjánsson | 24. nóv- ember 2007 Leyndinni af REI- málinu aflétt? Í gær bárust fréttir af því að náðst hefði sam- komulag um að Orku- veita Reykjavíkur myndi kaupa aftur það hlutafé sem eign- arhaldsfélög Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar lögðu inn í Reykjavík Energy Invest (hér eftir nefnt REI) í september síðastliðnum. Í kjölfarið mun Bjarni Ármannsson segja skilið við REI og láta af stjórnarformennsku um áramót. Því er ljóst að Bjarni Ármannsson mun yfirgefa REI og að það mun vera í 100% eigu Orkuveitu Reykja- víkur. Það hlýtur auðvitað að vera ákveðið áfall fyrir REI og Orku- veitu Reykjavíkur að Bjarni Ár- mannsson skuli yfirgefa félagið og selja allt sitt hlutafé í því, ekki síst í ljósi þess að hann hefur sjálfur lýst því yfir að forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur fóru þess sérstaklega á leit við hann í aðdraganda REI- málsins svokallaða að hann fjárfesti í félaginu til þess að taka þátt í þeirri útrás sem fyrirhuguð var. En afleiðingar samkomulagsins eru ekki einungis þær að REI hafi misst Bjarna Ármannsson fyrir borð. Í því felst að Orkuveita Reykjavíkur verður 100% eigandi REI. Það þýðir að REI verður ekki rekið eins og hvert annað hluta- félag, heldur verður það svokallað opinbert hlutafélag sem hefur ákveðna þýðingu. Á 132 löggjafarþingi lagði þáver- andi iðnaðar- og viðskiparáðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, en frumvarp- inu var ætlað að setja reglur um hlutafélög sem hið opinbera ætti, svokölluð opinber hlutafélög. Frægasta opinbera hlutafélagið er líklega Ríkisútvarpið ohf. Sam- kvæmt 1. gr. frumvarpsins merkir hugtakið opinbert hlutafélag: „félag sem hið opinbera á að öllu leyti“. Í athugasemdum með greininni er inntak hugtaksins ,„opinbert hluta- félag“ skilgreint nánar en þar segir: ,,Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði nokkur sérstök ákvæði um opinber hlutafélög. Meira: sigurdurkari.blog.is BLOG.IS HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt fyrirsvarsmann Góu-Lindu sælgætisgerðar til að greiða 200 þús- und króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Var hann fundinn sekur um að hafa ráðið í vinnu til sín þrjár konur frá Serbíu, á tímabilinu frá byrjun febrúar 2005 til 30. apríl 2006, án þess að tilskilin atvinnuleyfi lægju fyrir og einnig að hafa ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði fengið útlending í þjónustu sína áður en þær hófu störf. Maðurinn hélt því m.a. fram að hann hefði verið ranglega ákærður í málinu þar sem gerðir þær sem fjallað væri um hefðu alfarið verið framkvæmdar í nafni lögaðilans Góu- Lindu. Í niðurstöðu dómsins kom hins vegar fram að ákærði væri lög- um samkvæmt fyrirsvarsmaður fyr- irtækisins og bæri því refsiábyrgð á ákvörðunum sem fyrirsvarsmaður. Einnig hélt fyrirsvarsmaðurinn því fram að umræddar konur hefðu haft öll tilskilin leyfi til að hann mætti ráða þær til vinnu hjá fyrirtæki sínu í febrúar 2005 og hefðu leyfi þeirra gilt til ársloka það ár. Þá taldi hann jafn- framt að honum hefði verið heimilt að hafa þær áfram í vinnu á árinu 2006 á meðan vinnsla umsókna um fram- lengingu leyfa stæði yfir. Vinnumálastofnun hafnaði um- sókn Góu-Lindu um áframhaldandi leyfi í nóvember 2005 en sú niður- staða var kærð til félagsmálaráðu- neytisins. Í úrskurði ráðuneytisins, sem dagsettur er 29. september 2006, segir að knattspyrnudeild Hauka hafi verið veitt atvinnuleyfi fyrir konurnar en skömmu eftir komu þeirra til landsins hafi hins vegar borist tilkynning til Vinnu- málastofnunar þar sem tekið hafi verið fram að samningum við kon- urnar, sem voru leikmenn Hauka, hafi verið rift. Einnig var tekið fram að útlend- ingi með tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnum atvinnurekanda væri óheimilt að hefja störf hjá öðrum at- vinnurekanda. Vildi hann skipta um starf yrði nýi atvinnurekandinn að sækja um atvinnuleyfi til Vinnumála- stofnunar og útlendingnum væri óheimilt að hefja störf fyrr en leyfið hefði verið veitt. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að maðurinn hefði ekkert gert til að leyna broti sínu, torvelda rann- sókn málsins eða draga það á lang- inn. Nokkuð virðist hins vegar hafa skort á að yfirvöld gættu leiðbeining- arskyldu eða fylgdu málinu eftir með skýrum fyrirmælum til mannsins sem margsinnis leitaði til yfirvalda vegna málsins. Auk þess hefði tekið mjög langan tíma að afgreiða kæru hans á synjun atvinnuleyfa til æðra stjórnvalds, eða um tíu mánuði. Yfirvöld gættu ekki leiðbeiningaskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.