Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 12
EDUCA ÇÃO E Malaría er gríðarlegt heilbrigðisvandamál í Gíneu-Bissá og ein helsta dánarorsök barna þar í landi. Flugnanet eru með áhrifamestu forvörnum gegn sjúkdómnum, sem berst á milli manna með moskítóflugum. Árið 2005 stóðu Baugur Group, Fons og FL Group fyrir fjáröflunarkvöldverði til styrktar starfi UNICEF í Gíneu-Bissá. Ríflega 80 milljónir króna söfnuðust, sem varið var að mestu til kaupa og dreifingar á ríflega 200.000 flugnanetum til varnar malaríusmiti. Árangur af þessu verkefni er ótvíræður. Fram kemur að notkun flugnaneta í Gíneu-Bissá hefur margfaldast. Árið 2000 er talið að 2–7% íbúa hafi sofið undir slíku neti en við lok árs 2006 var það hlutfall komið upp í 40%. Er talið að netin geti lækkað dánartíðni barna í landinu um allt að 20% og þegar áætlað að netin hafi bjargað lífi um 4.000 barna. Auk þessa runnu fjármunirnir sem söfnuðust til þess að auka læsi stúlkna og joðbæta salt. Þá fengu um 80% allra barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára A-vítamín og lyf gegn ormum í meltingarvegi. LÍFSBJÖRG Í GÍNEU-BISSÁ *Menntun og heilsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.