Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 14

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 14
14 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið hætti ég að taka þátt í þessari sögu. Ef sögu skyldi þá kalla! Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þetta óttalegur leirburður.“ – Það er naumast menn eru hvumpnir í dag. Græn jól? Nú er aðeins mánuður til jóla og um kvöldið ber hátíð ljóss og friðar á góma á heimili fjölskyldunnar í Grafarvoginum. „Við verðum að vera sjálfum okk- ur samkvæm um jólin. Halda græn jól,“ segir mamma. „Oj, bara,“ segir Snæfríður Sól sem hefur til þessa einungis heyrt talað um rauð og hvít jól á sinni stuttu ævi. Nú fer um Hrein sem ber þegar öllu er á botninn hvolft ábyrgð á um- hverfisvæðingu fjölskyldunnar. Þýð- ir þetta að hann fær engar gjafir? Kannski gefa mamma og pabbi hon- um bara þjónustu í jólagjöf, t.d. að taka til í herberginu hans fram á vor. Það er kannski ekki svo slæmt? Og þó? Honum hrýs hugur við þeirri til- hugsun að fá enga pakka. Enda þótt hann sé bráðger og prýðilega upp- lýstur miðað við aldur og fyrri störf er hann bara barn. Og jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. „Hvað segið þið um að við gefum okkur geit?“ segir mamma. Hafi aðrir fjölskyldumeðlimir haft vopn á hendi við upphaf umræðunn- ar eru þau öll glötuð núna. Geit!!!? „Ég hefði átt að hlusta á mömmu á sínum tíma, þessi kona er stór- skrítin,“ hugsar Loftur með sér. „Svo myndum við færa hana ein- hverjum hirðingjum í Afríku,“ held- ur mamma áfram án þess að blikna. „Halló, jörð kallar Ísafold,“ segir pabbi sem hefur misst þolinmæðina. Snæfríður Sól er farin að tárast. Sér geitina fyrir sér undir jólatrénu – og ekkert annað. Höldum okkur við raunveruleikann, takk „Hættiði nú að taka öllu svona bókstaflega. Að gefa geit er að lið- sinna einhverjum sem minna má sín. Í stað þess að senda snauða fólkinu í Afríku mjólk, sem lendir hvort sem er örugglega í röngum höndum, fær- um við því geit svo það geti mjólkað hana sjálft til frambúðar,“ útskýrir mamma. „Já, þannig,“ ljúka pabbi og Hreinn sundur einum munni. Snæ- fríður Sól er aftur á móti engu nær. „Þetta er göfug hugmynd, ástin mín,“ segir pabbi „en verðum við ekki að halda okkur við raunveru- leikann. Eru jólin ekki hátíð barnanna og ber okkur ekki fyrst og fremst að gleðja okkar eigin börn.“ Hreinn fer flikk, flakk og helj- arstökk í huganum. Hann er þá eftir allt saman sonur Bruce Willis. „Auðvitað fá þau sínar gjafir,“ segir mamma og klípur Snæfríði Sól í kinnina. „Við megum ekki verða al- veg heilög. Enda leggjum við svo margt annað af mörkum til vernd- unar loftslagsins að við megum al- veg leyfa okkur smávegis bruðl ann- að slagið. Ekki satt?“ „Jú,“ hrópa systkinin. Og pabbi. „Í mörgum tilvikum getum við samt gefið þjónustu eða glaðning.   E inn af öðrum detta þeir inn um lúgur landsins, sölubæklingarnir fyrir allt dótið sem löngu er orðinn órjúf- anlegur hluti jólahalds Vest- urlandabúa. Hvort sem það eru vél- knúnar Bratz-dúkkur, þriðju kynslóðar farsímar, æsispennandi glæpasögur eða nýjustu tískuklæði munu þau streyma úr búðarhillum og ofan í innkaupapoka landsmanna fyrir þessi jól sem önnur. Svona hefur þetta verið í áratugi og svona viljum við hafa það. Ekki nema von. Það er greypt í eðli mannskepnunnar að vilja stöðugt ná lengra og í okkar huga endurspeglast árangurinn í stöndugum fjárhag og efnislegum gæðum sem við hér á norðurhjara getum státað öðrum fremur af. Þegar umhverfisverndarsinnar koma svo stormandi inn á sviðið, blása í herlúðra og segja að nú þurfum við nú aldeilis að hugsa okkar gang er ekki laust við að mönnum finnist þessum gildum ógnað. Við erum vön því að veraldleg gæði okkar byggi á því að gengið sé á náttúruna svo það er ekki erfitt að álykta að þau minnki verði því hætt. Birna Helgadóttir, umhverfisfræðingur hjá Alta, segir þetta hinn rammasta misskilning. „Ég myndi segja að loftslagsbreytingarnar væru eitt stórt tækifæri fyrir fyrirtæki, almenning og hið opinbera, bæði á Íslandi og annars staðar. Allir geta orðið sigurvegarar ef við höldum rétt á spöðunum og nýtum þetta tækifæri vel.“ Bíðum nú við. Er ekki alltaf verið að segja manni að loftslagsbreytingar séu ein mesta ógn sem vofir yfir okkur? Að heimsendir sé í nánd þeirra vegna? Hvernig á venjuleg manneskja að skilja þetta? „Tækifærin felast í auknum áhuga fólks á umhverfismálum og þeirri vitundarvakningu sem hefur orðið,“ heldur Birna áfram. „Nærtækast er að benda á tækifæri orkufyrirtækja hér á landi enda hafa þau verið mikið í umræðunni að undanförnu. Markaður fyrir umhverfistækni fer ört vaxandi í heiminum og er áætlað að hann verði orðinn 688 milljarðar dollara árið 2010.“ Hún útskýrir þetta betur. „Auðvitað sjá sumir ógnanir í þessu. Ekki síst fyrirtæki sem finna fyrir auknum þrýstingi um að þau breytist á einhvern hátt. Við lifum hins vegar ekki í stöðugum heimi – hann er alltaf að breytast. Það er mikil alþjóðleg samkeppni svo þau fyrirtæki sem eru opin fyrir breytingunum og bregðast við þeim eru líklegri til að lifa af til langs tíma en íhaldssamari fyrirtæki sem hræðast breytingarnar. Þetta hefur einfaldlega með nýsköpun að gera.“ Hún segir ráðamenn heimsins smám saman vera að gera sér grein fyrir þessu. „Iðnaðarráðherra Bretlands sagði fyrir skemmstu að loftslagsáhrifin myndu skapa atvinnu og hagnað og gerir ráð fyrir að umhverfistengdar vörur og þjónusta muni aukast um 84% til ársins 2015. Tony Blair sagði eitthvað svipað á sínum tíma og bætti því við að þetta snerist ekki um að finna eina töfralausn heldur myndi þetta kalla á margar litlar ákvarðanir og breytingar hjá öllum þátttakendum samfélagsins.“ Krafa um umhverfismerktan fisk Birna hefur kynnst slíku á eigin skinni enda vinnur hún meðal annars við að aðstoða ólík fyrirtæki við umhverfisvottanir, sem æ fleiri hafa áhuga á að sækja sér. „Til okkar koma fyrirtæki sem eru tilbúin til að taka starfsemi sína í gegn frá A til Ö út frá umhverfissjónarmiðum. Það er einfaldlega hluti af þeirra ímynd og stöðu og er klárlega að skila sér í markaðstækifærum og meiri viðskiptum. Hér á landi eru ýmis fyrirtæki farin að vinna skipulega að umhverfisstarfi þótt þau séu kannski ekki eins mörg og víða erlendis. Þetta eru jafnólík fyrirtæki og prentsmiðjur, flutningafyrirtæki, álver, bílaumboð, ræstingaþjónustur og hótel svo eitthvað sé nefnt. Mikil gróska hefur líka verið hjá flestum matvöruverslunum að undanförnu, þar sem úrval af lífrænt ræktuðum og umhverfisvottuðum vörum eykst stöðugt. Stórmarkaðir eins og Fjarðarkaup, sem lengi hefur unnið á þessum nótum, uppskera verulega vegna áhuga viðskiptavina á þessum málum og sömuleiðis verslanir á borð við Yggdrasil og Maður lifandi. Þær gera raunar fyrst og fremst út á lífrænt ræktuð matvæli og heilsu en það eru líka umhverfismál. Svo má ekki gleyma endurvinnslufyrirtækjum sem blómstra sem aldrei fyrr.“ Hlustað á markaðinn „Endurvinnslutunna Gámaþjónustunnar er mjög gott dæmi um hvernig fyrirtæki hefur hlustað á markaðinn og komið með lausn sem hefur selst miklu meira en nokkur þorði að vona. Og nú er samkeppnisaðili kominn með samskonar þjónustu.“ Sjálf vinnur Birna hjá fyrirtæki sem klárlega hagnast á þörf markaðarins fyrir umhverfisvænar lausnir. „Jú, ráðgjafafyrirtæki hafa svarað þessu kalli og til dæmis eru ýmsar verkfræðistofur komnar með sérstakar umhverfisdeildir,“ segir hún og bendir á að ekki sé einungis um að ræða langtímaávinning hjá fyrirtækjum af því að beina rekstri sínum á umhverfisvænni brautir. „Fyrirtæki geta líka sparað strax í beinhörðum peningum ef þau halda vel á spöðunum, einfaldlega af því að þau fara betur með hráefni og orku með því að huga að þessum málum og fá betri yfirsýn yfir reksturinn. Starfsfólkið verður líka stoltara af starfinu sínu en ella.“ Erlendis vinna fjölmörg fyrirtæki á þessum nótum, einfaldlega af því að það skilar sér. „Í mörg ár hefur fyrirtækjum, sem eru með í „Dow Jones Sustainability Index“ eða sjálfbærnivísitölu Dow Jones, vegnað marktækt betur en öðrum fyrirtækjum. Þau eru líka flest dugleg að miðla upplýsingum um umhverfisáherslur sínar til viðskiptavina sinna, ólíkt mörgum íslenskum fyrirtækjum sem eru mörg hver komin með góðar lausnir en virðast hikandi við að kynna þær. Þá skilar umhverfisstarfið sér ekki eins vel.“ Þetta á þó sennilega eftir að breytast. „Íslensk fyrirtæki sem eru í útrás eru farin að finna fyrir auknum þrýstingi um að vera með umhverfisvænar lausnir. Þau hafa mörg hver brugðist við með aukinni áherslu á umhverfismál og sett sér skýra umhverfisstefnu sem þau vinna samkvæmt. Þau eru búin að átta sig á að þau verða einfaldlega að sinna þessum málum ef þau ætla að vera með. Annars missa þau bara af lestinni.“ Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, varð vör við þetta nýlega þegar hún heimsótti pappírsfyrirtæki í Svíþjóð. „Þar sögðust menn hafa áttað sig á því að ef þeir færu ekki út í umhverfisvæna starfsemi myndu þeir detta út af markaðinum. Svo einfalt var það.“ Hið sama má segja um stórmarkaði á borð við Wal Mart í Bandaríkjunum sem eru farnir að gera auknar umhverfiskröfur til sinna birgja. „Wal Þurfum að kýla á það Það kostaði Sony heilmikið að þróa geislaspilara og tónhlöður en það hefði varla borgað sig fyrir þá að framleiða kasettutæki út í eitt. » Um næstu áramót gengur Kýótó-bókunin svokallaða í gildi,en hún er viðauki við Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. » Kýótó-bókunin rennur sitt skeið um áramótin 2012/2013.» Í byrjun desember funda fulltrúar þjóða heims á Balí þar sem grunnurverður lagður að því að nýtt samkomulag náist, sem tæki við af Kýótó-bókuninni. Á Balí munu menn leitast við að fá umboð til víðtækra samningaviðræðna. »Margar og strangar fundarlotur á ólíkum stigum þarf áður en nýtt samkomulag geturorðið að veruleika. » Umhverfisráðherra hefur sagt að aðalatriðið að þessu sinni verði að fá að samnings-borðinu þjóðir sem ekki skrifuðu undir Kýótó-bókunina. Þar á meðal eru Bandaríkin og Kína. » Vonast er til að nýtt alþjóðlegt samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum verði sam-þykkt í Kaupmannahöfn 2009. Úr brunni heimsálfsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.