Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 19

Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 19 H ið opinbera gegnir lykilhlut- verki í að beina atvinnulíf- inu á umhverfisvænni brautir. Þótt opinberir aðilar hafi til þess tól og tæki á borð við lög og reglur, skattaafslætti og aðrar hvetjandi að- gerðir, gleymist oft að ríki og sveit- arfélög geta ekki síður beitt sér í krafti þess að vera neytendur. „Opinberir aðilar geta haft mikil áhrif með innkaupastefnu sinni af því að þeir eru svo stórir kaupendur,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Um- hverfisstofnunar. „Á Norðurlöndunum er hið opinbera með um 30-40% af öll- um innkaupum og ef við leyfum okkur að miða við það er um að ræða tugi ef ekki hundruð milljarða hérlendis. Það er mikil þyngd í þeim fjármunum. Ef þeir eru notaðir til að gera kröfur um að framleiðslan sem keypt er sé vistvæn á einhvern hátt er líka verið að nota þá til góðra verka fyrir umhverfið um leið og þeir ýta undir nýsköpun. Það hefur nefnilega sýnt sig að þegar hið opinbera fer að gera vistvænar kröfur í sínum út- boðum fer markaðurinn að leita að um- hverfisvænum lausnum.“ Undir þetta tekur Birna Helgadóttir umhverfisfræðingur en hún vinnur með- al annars að því með Ríkiskaupum, um- hverfisráðuneyti og sveitarfélögum að efla vistvæn innkaup hjá opinberum stofnunum. „Þetta gengur út á að við opinber innkaup sé tekið tillit til um- hverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Það þýðir í raun að settar eru umhverfiskröfur við innkaup samhliða öðrum kröfum og horft er á líf- tímakostnað vörunnar, þ.e. að hugsa ekki bara um hvað hún kostar þegar hún er keypt heldur hvað hún kostar all- an lífsferilinn. Í því sambandi er horft á rekstur, endingu, viðhald, orkuþörf og fleira. Sömuleiðis ganga vistvæn inn- kaup út á þarfagreiningu, að skilgreina vel hver þörfin sé. Þarf stofnunin t.d. á bíl að halda eða ferðamáta, eða einfald- lega að komast frá A til B?“ 150-160 milljarðar Hún segir mikilvægt að unnið sé að þessu þvert á ráðuneyti og að ríki og sveitarfélög vinni saman. „Það gefur mjög skýr skilaboð að fjármálaráðu- neytið ætli nú að setja sér stefnu um vistvæn opinber innkaup undir inn- kaupastefnu ríkisins. Sú stefna er núna í mótun og sömuleiðis aðgerðaráætlun til að fylgja henni eftir. Hið sama er að gerast í öðrum löndum. Nú er gríðarleg áhersla lögð á vistvæn opinber innkaup annars staðar í Evrópu og um allan heim, m.a. í Japan og Kína.“ Enginn þarf að furða sig á því að at- vinnulífið bregðist við því um gífurlega fjármuni er að ræða. „Miðað við tölur um opinber innkaup í Evrópu má áætla að ríki og sveitarfélög á Íslandi kaupi inn fyrir 160 milljarða á ári,“ segir Birna. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór aðili á markaði getur haft áhrif með því að setja kröfur á sína birgja.“ Ellý er þessu sammála. „Best væri ef hið opinbera, þ.e. ríki og sveitarfélög tæki höndum saman við atvinnulífið um að móta þessar vistvænu kröfur. Fyr- irtækin eru mjög tilbúin að fylgja með enda þurfa þau að geta uppfyllt þessar kröfur vilji þau taka þátt í útboðum á EES-markaðinum.“ Hlið helvítis Birna bendir á að aðgerðir sænskra stjórnvalda hafi haft afdrifarík áhrif í Gautaborg. „Þar var mikil mengun fyrir um 15 árum eða svo og jafnvel talað um borgina sem hlið helvítis. Svo fór sveitarfélagið að setja auknar kröfur tengdar innkaupum, frárennsli, út- blæstri og fleiru sem þrýsti fyrirtækj- unum út í þróun. Ný og eldri fyrirtæki spruttu upp með t.d. nýjar leiðir í sorp- meðhöndlun, vatnshreinsun og al- menningssamgöngum. Í dag er mesti hagvöxturinn í Svíþjóð á þessu svæði. Nú er þessi umhverfistækni Svía orðin mikil söluvara erlendis enda hefur orð- ið hálfgerð sprenging í vexti þeirra fyr- irtækja sem bjóða umhverfistækni eða starfa með umhverfisformerkjum.“ Og Birna er hvergi á því að láta deig- an síga. „Við Íslendingar eigum einfald- lega að vera best í þessum málum – ekki bara fylgja straumnum og vera að- eins á eftir eins og hingað til, heldur hafa forystu. Við höfum ótrúlegt forskot með orkuauðlindunum okkar og ef við nýttum það til fulls stæðum við okkur vel í öllum umhverfismálum. Þetta snýst einfaldlega um trúverðugleika. Lönd eins og Noregur hafa sett sér miklu metnaðarfyllri markmið í lofts- lagsmálum en við. Þar ætla menn að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 30% fyrir 2020 og að hún verði komin niður í núll árið 2050. Við ætlum hins vegar að minnka losun um 50- 75% fyrir árið 2050. Þar dugir ekki bara að setja lög um hvað aðrir eigi að gera heldur þarf hið opinbera að leiða með fordæmi.“ Báðar eru þó á því að vilji til þess sé að aukast. Eða eins og Ellý Katrín seg- ir. „Menn eru að átta sig á því að í þessari umhverfisvænu bylgju – sem ég vona að verði flóðbylgja – eru tæki- færi og atvinnusköpun.“  Bíða eftir flóðbylgjunni                            Nú er gríðarleg áhersla lögð á vistvæn opinber innkaup um allan heim TÓNLISTARVIÐBURÐUR: Nýútkomin hljóðritun eins mesta listaverks tónlistarsögunnar MESSA Í H-MOLL KYNNING Í HALLGRÍMSKIRKJU - ÓKEYPIS Allir seldir diskar eru númeraðir og gilda sem miði í happdrætti, sem jafnframt er fyrsta styrkveiting sjóðsins, námsstyrkur að upphæð 1.000.000, ein milljón króna. Dregið verður í happadrættinu í 50 ára afmælishófi Pólýfónkórsins hinn 29. mars nk. Vinninga má framselja í samráði við stjórn félagsins. Gullvægar hljóðritanir á kynningarverði með happdrættisnúmeri. - Milljón króna vinningur. PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ - polyfon50@gmail.com - www.polyfon50.is Í rómaðri Spánarför Pólýfónkórsins, Kammersveitar Reykjavíkur og einsöngvar- anna Kristins Sigmundssonar, Jóns Þor- steinssonar og Nancy Argenta voru t.d. frumfluttir fyrstu þættirnir úr stærsta tón- verki Jóns Leifs, EDDU ÓRATÓRÍU, ásamt úrvali vinsælla verka frá barokk til nútímans, t.d. Vatnasvíta Händels, kaflar úr Messíasi, s.s. Hallelúja-kórinn og hin glæsi- lega tónsmíð F. Poulencs, Gloria. Spennandi sýnishorn af rómuðum tónleikaferðum Pólýfónkórsins um Evrópu. PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ og TÓNMENNTA- SJÓÐUR INGÓLFS standa að þessari veglegu útgáfu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun Pólýfónkórsins, auk þess að sýna hið besta frá ferli Pólýfónkórsins. Þessa veglegu tónútgáfu er almenningi gefinn kostur á að eignast á sérkjörum aðeins þennan dag, 25. nóvember, en diskarnir fást síðan í hljómplötuverslunum. Ómissandi gjöf í jólapakkann á hvert heimili. í flutningi Pólýfónkórsins, Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og 4 frægra einsöngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, alls um 150 flytjendur. Einstök söguleg hljóðritun, á tveimur hljómdiskum, gerð á 300 ára afmælisdegi J. S. Bachs. FYRSTA HLJÓMÚTGÁFA VERKSINS Á NORÐURLÖNDUM (UTAN SVÍÞJÓÐAR). Fyrir tilstilli EVRÓPURÁÐSINS sem einstakt framlag á ári tónlistar, 1985, mun útgáfan fara á Evrópu- markað / heimsmarkað. Tryggðu þér eintak í tíma af þessari sögu- legu hljóðritun. sunnudag 25. nóvember kl. 16.30. Kirkjan opin frá kl. 16. Tónlist J. S. Bachs hljómar enn jafn-ný og fersk og vex stöðugt í áliti við aukin kynni. H-moll messan er einn mesti dýrgripur í sögu tónlistar - og vegleg jólagjöf eða við hvert tækifæri, síung og spannar í raun og veru öll svið mannlífsins. Slíkt verk ætti að vera til á hverju heimili til endurtekinn- ar hlustunar og blessunar fyrir anda húss- ins. Á kynningunni verður verkið flutt af hinum nýju geisladiskum, nokkuð stytt. Aðgangur að kynningunni er ókeypis, og sala diskanna fer fram í anddyri kirkjunnar frá kl. 16 og að lokinni kynningu á sér- stöku kynningarverði. Einnig er gefinn magnafsláttur. „Flutningur Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á H-moll messu Bachs er sá besti, sem ég hef heyrt hingað til en ég hef sungið þetta verk víða um heim. Meðlimir kórsins, hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveitinni, að ógleymdum stjórnandanum, gera greinilega miklar kröfur og því verður útkomana svona góð“. Jacquelyn Fugelle, sópransöngkona (Morgunblaðið, 23. mars 1985) „Ingólfur Guðbrandsson og Pólýfónkórinn flytja þessa risatónsmíð nú í þriðja sinn og af því tilefni mætti spyrja hvort við Íslendingar hefðum haft uppburði í okkur til að halda upp á afmæli meistarans með þessum hætti án þátttöku Ingólfs og Pólýfónkórsins“. Jón Ásgeirsson (Morgunblaðið, 23. mars 1985) Nokkrar tilvitnanir í gagnrýni um flutning Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Messu í h-moll eftir J.S. Bach 21.mars 1985 í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.