Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 21 Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com Þ að er bókstaflega hægt að stela af manni andlit- inu, stundi Þórarinn of- an í fartölvuna sína. Ekstrabladet.dk fjallar hérna um Facebook.com, heimasíð- una sem við og vinir okkar hafa uppgötvað á síðustu dögum – og er nú í tísku að nota til að hafa upp á gömlum kunningjum. Því miður fara stundum glæpamenn á síðuna til að stela auðkennum fólks. Því er ekki ráðlegt að gefa meiri upplýs- ingar á Facebook.com en maður myndi gefa ókunnugum náunga á strætóstoppistöð. Skemmtilega orð- að hjá þeim. Hvað myndi maður svosem segja við ókunnugan náunga í strætó? Sæll, ég heiti Þór- arinn Leifsson. Má bjóða þér heim- ilisfangið mitt og kennitöluna mína? Auður kvaðst hafa lesið aðra grein líkt og klippta út úr vís- indaskáldsögu á spiegel.de/ international. Hún fjallaði um vís- indamenn sem flögguðu því að nýj- ar rannsóknir bentu ótvírætt til þess að skaðsemi geislavirkni væri ofmetin. Rússinn Clemens Woda og teymi hans störfuðu við rannsóknir í Síberíu á svæði sem hafði verið innsiglað síðan Sovétmenn þróuðu fyrstu atómsprengjuna sína þar seint á sjötta áratugnum. Þá hafði átt sér stað umhverfisslys með þeim afleiðingum að fjöldi fólks lést og börn fæddust afmynduð. Nú reyndu Woda og teymi hans að sanna að þetta væru allt ýkjur og náttúrlega höfðu þeir stuðað um- hverfisverndarsinna. Greenpeace- samtökin bentu til dæmis félögun- um á að um 272.000 manns hefðu farist í umhverfisslysinu. Sniff, sniff, snörlaði Þórarinn og þefaði út í loftið líkt og risavaxinn hamstur í leit að æti. Pútin! sagði hann loks. Ég finn lyktina af ráða- bruggi Vladimirs Pútins Rússlands- forseta. Auður heyrði varla brand- arann. Brátt fann hún aðra grein á spiegel.de/international sem bar líka með sér kalda-stríðs-stemn- ingu. Þar var fjallað um skoðanir Helmuts Schmidt, fyrrverandi kanslara Þýskalands á tíræðisaldri, sem hafði nýverið fullyrt að Banda- ríkin væru hættulegasta þjóð í heimi – sama hvað hver segði. Auk þess hefðu Rússar ekki ráðist á annað ríki síðan á Gorbatsjov- árunum. Af greininni að dæma var þessi ályktun hans vægast sagt um- deild. Sérstaklega í ljósi þess að Helmut hafði verið kanslari Þýska- lands í átta ár og jafnframt hvata- maður að auknum vígbúnaði Bandaríkjanna í kalda stríðinu. Hvaða, hvaða, sagði Þórarinn þegar hann hafði heyrt um tiltæki öldungsins. Bandaríkjamenn eiga sér viðreisnar von. Samkvæmt el- periodico.com, og fleiri miðlum, hyggst sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey veita demókratanum Bar- ack Obama liðsinni sitt í baráttu hans fyrir forsetastól landsins. Sá ætti að senda henni vænan blóma- vönd því hún hefur margoft verið tilnefnd af fjölmiðlum sem valda- mesta kona Vesturlanda. Sumir segja að hún sé ókrýnd drottning Bandaríkjanna. Það er útlit fyrir að næstu kosningar Bandaríkjamanna verði útkljáðar í sjónvarpi, sá miðill hefur víst ekki haft jafn mikið vægi í kosningum síðan Nixon tapaði fyr- ir Kennedy í beinni útsendingu fyr- ir tæpri hálfri öld. Netið kemur nú líka sterkt inn sem miðill dagsins í dag, sagði Auð- ur. Ég get sagt þér sæta ástarsögu sem styður það: Patrick Moberg, 21 ára gamall vefsmiður, sá skyndilega draumadísina sína þegar hann var í þann mund að taka neðanjarðarlest í New York. Þetta var ást við fyrstu sýn! Í ofboðinu missti hann af henni – en flýtti sér að teikna mynd og opna vefsíðuna nygirlofmy- dreams.com í von um að hafa upp á henni. Vinur hennar sá síðuna og nú eru þau Patrick á föstu. Og auð- vitað vill Hollywood búa til bíómynd um herlegheitin. Á aftenposten.no kemur svo fram að skötuhjúin vilji helst að Natalie Portman og Jake Gyllenhaal leiki þau á hvíta tjald- inu. Það skil ég vel, sagði Þórarinn hugsi. Hver gæti leikið okkur í bíó- mynd? Auður velti því fyrir sér eitt and- artak og kom svo með svarið: Jack Nicholson og Roseanne Barr. Að sýna sitt rétta andlit FÖST Í FRÉTTANETI» Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Það er útlit fyrir að næstu kosningar Bandaríkja- manna verði útkljáðar í sjónvarpi, sá miðill hefur víst ekki haft jafn mikið vægi í kosningum síðan Nixon tapaði fyrir Kennedy. Málstofa í Landbúnaðarháskóla Íslands 26. nóvember kl. 15 á Hvanneyri Tilraunir með áburð á kartöflur Hvernig nálgumst við viðfangsefnin? Á árunum 2002-4 voru gerðar tilraunir með áburð á kartöflur á kartöfluökrum sunnlenskra bænda og á tilraunastöðinni á Korpu. Meðal annars kom fram að flýta má kartöflusprettu í móajarðvegi (brúnjörð) um viku og auka uppskeru með því að dreifa sérstökum flýtiáburði í sjálfa kartöflurásina. Kartöflur nota mikið kalí og það er nauðsynlegt til að tryggja gæði kartaflna. Kalíáburð ætti að bera á í samræmi við upptöku, en hann hefur verið ofnotaður og má ætla að það hafi óheppileg áhrif á jarðveg og upptöku mikilvægra efna eins og magnesíums og kalsíums. Fosfór og nitur eru mikilvæg áburðarefni, en þörfin er misjöfn og í eldri tilraunum koma fram mjög breytileg áhrif áburðar. Sérstaklega verður fjallað um N×P×K-tilraunir frá 2004 sem voru 3×3×2 þáttatilraunir án endurtekningar. Fjallað verður um uppgjör slíkra tilrauna, gildi þeirra og takmarkanir. Rætt verður um val tilraunaverkefna og áhersla lögð á mikilvægi sáðskipta í kartöfluræktun eins og annarri akuryrkju. Hólmgeir Björnsson er fyrirlesari að þessu sinni. Hólmgeir nam búvísindi með jarðrækt og jarðvegsfræði sem aðalgrein í Landbúnaðarháskólanum á Ultuna í Svíþjóð og stundaði framhaldsnám í Cornellháskóla með tölfræði sem aðalgrein og lauk doktorsprófi 1974. Milli námsdvala erlendis 1962-66 var hann fyrst starfsmaður tilraunastöðvarinnar á Akureyri og svo kennari á Hvanneyri, og frá 1969 var hann starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Eftir sameiningu stofnana 2005 hlaut hann stöðu prófesssors í LbhÍ, en er nú á eftirlaunum. Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.thjodskra.is/flutningstilkynning Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík, sími 569 2900, bréfasími 569 2949. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.