Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is T HE Joshua Tree er platan sem gerði meðlimi U2 að stórstjörnum. Fram að því var um að ræða sæmi- lega vinsæla sveit sem hafði átt nokkuð óvæntan smell með plöt- unni War árið 1983, plata sem gaf til kynna að sveitin væri á öruggri siglingu upp í meistara- deildina. Sveitin setti hins vegar sjálf strik í reikninginn með því að gefa út plötu alls ólíka War strax ári síðar. Um var að ræða The Unfor- gettable Fire, öllu víraðra og þyngra verk. List- ræn heilindi liðsmanna voru greinilega alger, svo alger að meðlimir voru tilbúnir að fórna vinningsformúlu og öllu því gulli og þeim grænu skógum sem biðu handan við hornið fyrir þessi blessuðu heilindi. „Hvílíkir vitleysingar,“ hljóta markaðsmennirnir að hafa hugsað. Eftir The Unforgettable Fire hefðu hlutirnir getað dottið á hvorn veginn sem var, U2 átti það svo sem í sér að stíma áfram, slík hafði þrjóskan verið fram til þessa en platan hefði líka hæglega getað orðið banabiti sveitarinnar. Tveimur árum síðar var enn ekkert að gerast í plötumálum og útlitið ekkert sérstaklega gott. Var sveitin kannski bú- in á því eftir allt saman? Reglubókin endurskrifuð Það var svo í mars árið 1987 sem lýðum varð ljóst að einurðin og hugrekkið, sem meðlimir höfðu sýnt þremur árum áður, var engin til- viljun. Eftir The Joshua Tree varð U2 að stærstu – og vinsælustu – sveit heims, titill sem hún hefur haldið í æ síðan, árangur sem verður að teljast hreint ótrúlegur. U2 gerði hlutina á sinn hátt en í þessari umferð fór hún með það einu, nei nokkrum skrefum lengra. Reglubók rokksins var endurskrifuð með The Joshua Tree, plata þar sem orðið „stórt“ er algert lyk- ilorð. Hvort sem litið er til dramatísks plötu- umslagsins eða laganna sjálfra var þetta dæmi sem gat í raun ekki lifað annars staðar en á risa- leikvöngum frammi fyrir tugum þúsunda. Þetta var einfaldlega þannig tónlist. En ekki að hún hafi verið sniðin þannig af tölfræðilegum kulda, þvert á móti lagði Bono hjartað í vinnuna í gegn- um plötuna, hvort sem hann var að velta fyrir sér trúnni, spá í örlög námuverkamanna, harm argentínskra mæðra eða þjáningar eiturlyfja- neytenda. Fókusinn var allt frá beittri sam- félagslegri gagnrýni yfir í hugleiðingar um ein- manakennd mannsins; lögin grimmúðleg („Bullet The Blue Sky“, „Exit“), falleg („Runn- ing To Stand Still“, „One Tree Hill“), hádrama- tísk („Red Hill Mining Town“, „Mothers Of The Disappeared“) og allt þar á milli. Það var mikið undir á plötunni. Og það merkilegasta auðvitað að U2 náði öllu í höfn og það glæsilega. Meist- araverk, tímamótaverk, ef einhvern tíma er hægt að tala um slíkt. Það er athyglisvert en kemur kannski ekki á óvart að þessi dáða og vinsæla sveit hefur farið varlega í að blóðmjólka aðdáendur. Þannig er endurútgáfan á The Joshua Tree ekki ódýrt peningaplokk og hér verður fullyrt að hún er hverrar krónu virði. Býsnin öll af b-hliðum og áður óheyrðum lögum er þar að finna sem gerir þetta þess virði fyrir þá sem þegar eru búnir að Mikil músík verður meiri  Plata U2, The Joshua Tree, markaði tímamót á ferli sveitarinnar þegar hún kom út fyrir tuttugu árum  Tvítugsafmæli þessa öndvegisgrips verður fagnað með viðamikilli endurútgáfu Úr Dyflinni Larry Mullen Jr., Bono, Adam Clayton og The Edge fyrir 20 árum. TÓNLIST» Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ljónið glennti upp ginið ogtróð marvaða í aurnumog bleytunni, dyggilegastutt af ríflega 88 þúsund aðdáendum. Temjarinn var ekki mikill fyrir mann að sjá þar sem hann stjáklaði andspænis því. Var það mál manna að þetta yrði ójafn leikur. Svo gengu þau á hólm, ljón- ið og temjarinn. Til að gera langa sögu stutta vann sá síðarnefndi öruggan sigur, dró ljónið sundur og saman í háði og spotti strax frá upphafi. Ekki svo að skilja að kon- ungur dýranna reyndi ekki að koma höggi á andstæðing sinn, það gerði hann og á tímabili með góð- um árangri, en þegar upp var stað- ið var temjarinn einfaldlega of lip- ur og snar í snúningum fyrir hann. Loks sveið ljóninu svo sárt undan svipunni að það tók þann kost vænstan að skríða inn í fylgsni sitt – með skottið milli fóta. Gömlu kraftaknattspyrnuna bar upp á sker á Wembley-leikvang- inum í Lundúnum síðastliðinn mið- vikudag þegar sprækt lið Króatíu lagði þunga, raga og hugmynda- snauða Englendinga með sannfær- andi hætti. Það þýðir að þeir síð- arnefndu sitja heima þegar flautað verður til leiks í úrslitakeppni Evr- ópumótsins í Sviss og Austurríki næsta sumar. Auðvitað vantaði Rooney, Owen, Terry og Ferdinand. En það er engin afsökun. Stórveldið á að eiga fleiri tromp á hendi. Og hvers vegna eru hæfileikaríkir leikmenn á borð við Gerrard, Lampard og Cole fastir í fjötrum knattspyrnu gærdagsins þegar þeir smeygja ljónatreyjunni yfir hvirfilinn? Og hverjum datt í hug að ráða Steve McClaren til starfa? En það er önnur saga, leyfum Englendingum að sleikja sárin í friði. Ekki veitir af. Bjart framundan hjá Króötum Beinum sjónum okkar frekar að sigurvegurunum, Króötum. Eftir nokkur mögur ár tefla þeir nú að nýju fram firnasterku liði sem er til alls líklegt á EM næsta sumar. Mörgum er í fersku minni frækið lið hins nýbakaða lýðveldis sem vann til bronsverðlauna á Heims- meistaramótinu í Frakklandi sum- arið 1998. Nöfn eins og Davor Šuker, sem varð markakóngur mótsins, Zvonimir Boban, Robert Prosinecki, Igor Štimac og Robert Jarni hringja örugglega bjöllum. Nú velta menn því fyrir sér hvort annað slíkt lið sé í uppsiglingu. Svo skemmtilega vill til að þjálf- ari króatíska landsliðsins nú var einmitt lykilmaður í gullaldarliðinu á sínum tíma, Slaven Bilic. Kyn- legur kvistur sem auk afreka sinna í sparkheimum hefur lokið prófi í lögfræði, talar fjögur tungumál reiprennandi og er meðlimur í rokkhljómsveit. Bilic lagði sig allan fram á velli, en hann lék m.a. með ensku félögunum West Ham Unit- ed og Everton, og treður sömu slóð sem þjálfari. Hann á líf sitt og limi undir hverri spyrnu líkt og við- brögð hans á Wembley-leikvang- inum gáfu glöggt til kynna. Bilic þjálfaði lið Króatíu skipað leikmönnum 21 árs og yngri um nokkurt skeið áður en hann tók við aðalliðinu sumarið 2006. Markviss sókn og sterk vörn Árangur liðsins undir stjórn Bi- lic hefur verið frábær og aðeins eitt land fékk fleiri stig í undan- keppni EM að þessu sinni, Grikk- land. Króatar unnu E-riðilinn með yfirburðum, hlutu 29 stig en Rúss- ar sem höfnuðu í öðru sæti fengu 24. Króatar fundu netmöskvana 28 sinnum í tólf leikjum og fengu að- eins á sig átta mörk. Aðeins Þjóð- verjar og Slóvakar skoruðu meira. Sóknarleikur Króata hefur aflað liðinu aðdáenda um alla Evrópu » Loks sveið ljóninusvo sárt undan svip- unni að það tók þann kost vænstan að skríða inn í fylgsni sitt – með skottið milli fóta. KNATTSPYRNA» Ljónatemjarinn frá Zagreb Landslið Króatíu sem sló Englendinga út úr Evrópumeistarakeppninni þykir búið miklu atgervi Yamaha RX-V661 7 x 90W, RMS (7.1) SCENE 3 x HDMI,1080p stuðningur iPod Ready Verð 69.995 kr. Yamaha RX-V861 7 x 105W, RMS (7.1) SCENE 3 x HDMI, 1080p stuðningur Uppskölun í HDMI: 1080i iPod Ready Verð 94.995 kr. Er hljóðið jafnstórt og m Ya 7 x Do 5 x Up iPo V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.