Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 25

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 25
ur og hvaðeina og var ákaflega hrif- inn af píramídaforminu í byrjun. Svo áberandi var þessi lína að vinur minn, sem kom í heimsókn, hafði á orði að það mætti nánast drepa mann með húsgögnunum mínum,“ rifjar Reynir upp. Píramídaformið heyrir að mestu sögunni til og allt óþarfa skraut þykir honum leiðigjarnt þegar húsgögn eiga í hlut. Klassísk form og beinar línur eiga aftur á móti upp á pall- borðið og birtast á hverri síðu í bækl- ingi, sem hann lét útbúa áður en hann opnaði hönnunarstofuna. Lærði að teikna Reynir viðurkennir að teikning hafi aldrei verið sín sterkasta hlið. Smám saman fór honum að þykja bagalegt að engir aðrir en hann sjálfur botnuðu í húsgagnaskissum hans og dreif sig því í þrjár annir í tækni- teikningu í Iðnskól- anum og sótti auk þess fjögur kvöldnámskeið í fríhendisteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Hús- gagnahönnun og -smíði var orðin gríðarleg ástríða hjá mér. Ég smíðaði og smíðaði, en samt var það ekki fyrr en vinir mínir spurðu mig hvað ég ætlaði eiginlega að gera með þetta allt saman, að ég ákvað að skella mér út í nám,“ segir Reynir. Hann hleypur hratt yfir Danmerk- urárin, þar sem hann nam hús- gagnahönnun við tvo virta skóla í Ár- ósum í fjögur ár samtals. Þar hannaði hann t.d. prótótýpu af stól, sem hann kallaði Zilo, og sýndi ásamt öðru í eig- in bás á sýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn 1999. Tvö, dönsk fyrirtæki sýndu mikinn áhuga á að framleiða stólinn, en úr því varð ekki þar sem hann þótti of dýr í fram- leiðslu. „Ég hafði hugsað mér að steypa stólinn í gúmmí, en slík vinna reynd- ist aðeins á færi einnar verk- smiðju í Dan- mörku, og fyr- irtækjunum óx stofnkostnaðurinn í augum,“ segir Reynir, sem síðar lét framleiða stól- inn úr öðru efni og býður nú upp á í mörgum litum í hönnunarstofu sinni. Zilo-stóllinn er dæmi um húsgagn sem leikmönnum kann að þykja afar einfalt en útheimtir mikla sérhæf- ingu, sem eitt og sama framleiðslu- fyrirtækið býr oftast ekki yfir. Reynir útskýrir að einn stóll geti farið í gegn- um mörg slík fyrirtæki áður en hann nær að þjóna tilgangi sínum sem slík- ur. Efniviðurinn ræður þar miklu um sem og samsetningin, bólstrun, og hvert einasta smáatriði. Svo á við um flest húsgögn að sögn Reynis, sem við heimkomuna tók aftur til við að hanna húsgögn samhliða vinnu sinni í Nota Bene, fyrirtæki sem sérhæft er í umhverfisauglýsingum. „Ég kapp- kostaði líka að komast í sambönd við íslensk framleiðslufyrirtæki sem leyst gátu úr margvíslegum tækni- legum vandamálum og voru í stakk búin að hefja samstarf við mig er fram liðu stundir,“ segir hann. Pælingar með iðnaðarmönnum Akurinn var því nokkuð vel plægður þegar Reynir gerðist sjálfs sín herra og opnaði hönnunarstofuna. Síðan hef- ur hann að mestu leyti lagt hamarinn á hilluna en kemur þó einstaka sinnum að samsetningu húsgagnanna og því- umlíku. Auk þess hefur hann í nógu að snúast í viðskiptaútréttingum og alls konar pælingum með iðnaðarmönn- um. Ómældur tími fer einnig í áfram- haldandi uppbyggingu hornsteins fyr- irtækisins, sem er sjálf húsgagna- hönnunin. „Ég er með einn starfs- mann í vinnu, sem er grafískur hönnuður. Þar sem ég er svolítið gam- aldags og meira fyrir að handteikna húsgögnin og lita svo með trélitum, sér hann um að tölvuteikna eftir teikn- ingum mínum þegar þess gerist þörf,“ segir Reynir og upplýsir að hann hafi mjög gaman af að gera prótótýpur í hlutföllunum 1:5 af húsgögnunum, sem hann hyggst láta smíða. Stærsta einstaka verkefni Reynis fram til þessa eru 200 uppstaflanlegir ráð- stefnustólar, móttökuborð og önnur húsgögn, sem hann hannaði sér- staklega fyrir Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hellisheiðarvirkjunar. Þúsund stykki á sex vikum Spurður hvort Hönnunarstofan Syrusson verði þess umkomin að út- vega slíkt magn húsgagna með stutt- um fyrirvara svarar hann játandi. „Ég legg upp með að bjóða upp á mikið úrval og kappkosta að afgreiða vörurnar á sem skemmstum tíma. Þótt ég eigi húsgögnin ekki á lager er framleiðslugeta fyrirtækjanna, sem ég skipti við, slík að ég gæti hæglega afgreitt eitt þúsund stóla á sex vikum, sem er ekki lengri tími en það tekur að panta slíkt magn erlendis frá.“ Annað sem Reynir leggur áherslu á eru persónuleg samskipti við við- skiptavini sína. Í Hönnunarstofu Syrusson geta kúnnarnir pantað hús- gögnin með því áklæði og í þeim lit- um, og stundum úr þeim efnivið, sem þeir vilja sjálfir eða þeir geta leitað ráða hjá hönnuðinum. „Ég fylgi svo með sófanum heim í stofu,“ segir hann í gríni. » Samböndin, sem hann skapaði sér á þessum árum, komu sér líka vel síðar þegar draumurinn um eigin hönnunarstofu nálgaðist veruleikann. Morgunblaðið/RAX Zilo Stafl- anlegir stólar, sem fást með eða bólstrunar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 25              Astma- og ofnæmisveik börn og skólinn Almennur fundur í Gerðubergi þriðjudaginn 27. nóvember kl. 15:30. Frummælendur eru læknarnir Ari Axelsson og Michael Clausen. Foreldrar astma- og ofnæmisveikra barna, kennarar og annað starfsfólk skólanna er hvatt til að mæta á fundinn. www.ao.is vjon@mbl.isÍslensk húsgagnahönnun Sófar, stólar, borð og símastandar eftir Reyni eru meðal þess sem gefur að líta í Hönnunarstofunni Syrusson. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is AR GU S / 07 -0 81 0 SPRON, í samstarfi við Þróunarbanka Evrópu CEB og Norræna fjárfestingar- bankann NIB, býður konum með mótaða og samkeppnishæfa viðskiptaáætlun, hagstætt athafnalán* til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Fáðu aðstoð hjá viðskiptastjórum SPRON og draumurinn gæti orðið að veruleika! *Háð útlánareglum SPRON Nú er tækifærið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.