Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 32
skáldskapur
32 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sköpunarsaga
H
ugmyndin að þessari
bók kviknaði í mat-
arboði í Berlín; hjá
Einari Kárasyni og
Hildi Baldursdóttur.
Þar var líka Halldór Guðmundsson
og ég var svo ókurteis að setjast að
honum við eldhúsvaskinn og eftir
safaríkar umræður um bókmenntir
og listir pundaði ég á hann ýmsum
bókahugmyndum. Honum leist bezt á
viðtalsbók við rithöfunda um sköp-
unarferlið, flæðilínuna í skrifum
þeirra, hvernig hugmyndir kvikna og
ljóstillífast í bókum. Hvernig haga
rithöfundar sér við skriftirnar, á
hverju nærast þeir, hvað nota þeir,
hvenær sólarhringsins skrifa þeir.
Við Halldór handsöluðum þessa bók
þarna við eldhúsvaskinn. Það var fyr-
ir sjö árum og nú er bókin komin út.“
– Af hverju þessi áhugi á sköp-
unarferli skálda?
„Mér hefur löngum þótt glíman við
sköpunarferlið áhugavert skoðunar-
efni. Þetta er glíma sem þeir sem
skrifa eiga við sjálfa sig. Ég skrifa og
ég var ákveðinn í að skrifa bók. Það
má segja að ég hafi stytt mér leið að
því hvernig bezt er að skrifa bók og
látið aðra segja mér það.“
– Af hverju viðtalsbók?
„Ég hef fengizt allnokkuð við við-
talsformið síðan ég byrjaði á Morg-
unblaðinu 1994. Mér fannst því bezt
að byggja bókina á einum af styrk-
leikum mínum í skrifum.“
– Hvernig valdirðu viðmælend-
urna?
„Mig langaði til að lesa bækur
þessara höfunda. Ég varð að hafa
áhuga á bókum þeirra og svo hitt; ég
vildi leita hófanna hjá höfundum sem
höfðu ekki þegar sagt sína sköp-
unarsögu. Ég byrjaði á skáldum sem
ég hafði eignazt vináttu við og vissi að
myndu taka erindi mínu vel. Þannig
lá beint fyrir að tala við þá Elías Mar,
Þorstein Gylfason og Kristján Karls-
son.
Elías var minn fyrsti viðmælandi.
Ég kynntist honum í kringum útgáfu
bókarinnar Um jarðgöng tímans, sem
ég ritstýrði með Sverri Kristinssyni
og Steinari Þór Sveinssyni, en þá bók
fékk faðir minn sextugur. Elías Mar á
ljóð í þeirri bók og eftir hana vorum
við vinir.
Þorsteinn Gylfason var prófessor
minn í heimspeki og er sá sem hefur
veitt mér hvað mestan innblástur
með sögum sínum og vísdómi.
Nú eru báðir þessir menn horfnir
af heimi.
Kristján Karlsson er maður sem ég
hef oft leitað til á mínum blaðamanns-
ferli. Hann er einstök alfræðibók um
bókmenntir og sjálfur eitt af okkar
helztu skáldum. Hann hefur ekki oft
veitt viðtöl og bara það, að hann
fékkst til þess að vera í bókinni, fann
ég að hafði jákvæð áhrif á aðra rithöf-
unda, þegar ég falaðist eftir sam-
vinnu þeirra.“
– Og svo náttúrlega guðfaðir bók-
arinnar?
„Já. Þú átt við Einar Kárason.
Hann sat nú inni í stofu og spilaði Bob
Dylan meðan við Halldór skröfuðum
saman við eldhúsvaskinn. En hann er
með.
Það var á 17nda júní í Berlín alda-
mótaárið að ég sá fyrst, hversu mikill
keppnismaður Einar Kárason er. Við
fórum í brennó og Einar var höfðingi
í öðru liðinu. Hann tók leikinn mjög
alvarlega og sýndi enga miskunn þeg-
ar hann dúndraði boltanum í menn,
konur og börn. Eitt sinn dúndraði
hann í læri konu sinnar svo small í og
Hildur kallaði yfir allan völlinn:
Eeeeeeiiiiiiiinnnnnnaaaaaarr! En
hann hægði ekki einu sinni á sér!
Öðru sinni datt boltinn niður á milli
lítillar telpu og Einars. Sú stutta
hljóp til og hugðist ná boltanum og
Einar hoppaði í æsingi og spennu.
Svo rann það upp fyrir telpunni að
hún myndi ekki ná boltanum svo hún
sneri við og reyndi að forða sér; ör-
væntingin uppmáluð. Þá heyrðist
rödd frú Hildar aftur yfir allan völl.
Eeeeeeeiiiiiiinnnnnnaaaaarrrrrr! En
Einar heyrði það ekki frekar en í
fyrra sinnið, heldur greip boltann og
dúndraði í bakið á telpunni svo hún
féll fram fyrir sig. Ótrúlegur keppn-
ismaður hann Einar Kárason!
Við spilum saman fótbolta í hádeg-
inu í Lunch United og það er alltaf
jafngaman að fylgjast með honum í
keppnisham.“
Þeir rithöfundar aðrir sem Pétur
talar við í bókinni eru: Hannes Pét-
ursson, Guðrún Helgadóttir, Sigurður
Guðmundsson, Kristín Marja Bald-
ursdóttir, Steinunn Sigurðardóttir,
Vigdís Grímsdóttir, Sjón og Guðrún
Eva Mínervudóttir.
Eiga það sameiginlegt að
þeim er ekkert sameiginlegt
– Þú notar tilvitnanir í verk höfund-
anna sem eins konar leiðarsteina
gegnum samtölin. Lastu öll þeirra
verk?
„Já. Það gerði ég. Ein ástæðan fyrir
þeim í bókinni var að mig langaði til
þess að lesa skáldverk þeirra. Það er
svo ein ástæða þess hversu lengi bók-
in var í smíðum. Bara lesturinn tók
sinn tíma. Ég las ekki bara, heldur
skrifaði hjá mér kafla, sem mér fund-
ust líklegir til að koma mér að notum í
samtölunum.
Þessar tilvitnanir ætla ég að gefi
samtölunum meiri dýpt og þær virk-
uðu vel til þess að gefa skáldunum
færi á að tjá sig um vinnuaðferðir sín-
ar og úttala sig um eigin skáldskap.
Það gefur svo aftur lesandanum betri
innsýn í verk höfundarins.“
– Og hvað hefurðu svo lært af öllu
saman?
Nú lítur Pétur dulítið hissa á mig.
Honum finnst kannski heimskulega
og of stórt spurt. Hann hefði aldrei
spurt svona ef hlutverk okkar væru
þannig. En hann afræður að svara
eins og ekkert sé; fer hægt af stað, en
svo er hann náttúrlega kominn á flug
fyrr en varir.
„Það eru nokkur atriði, sem hafa
fest í mér eftir þessi samtöl. Það sem
hæst ber er að vera alltaf ég sjálfur,
hvað sem tautar og raular.
Svo er mjög áhugavert að skoða
hversu ólík vinnubrögð þessara rithöf-
unda eru. Þegar allt gengur út á það í
flestum fyrirtækjum að steypa öll
vinnubrögð í sama mót og ein-
staklinga í kerfinu sem jafnasta, þá er
það mjög hressandi að sjá hversu ólík-
ir rithöfundarnir eru og hvað þeir
halda fast í sérkenni sín og sérstök
vinnubrögð. Þeir eiga það eiginlega
sameiginlegt að það er ekkert sameig-
inlegt með þeim!
Elías Mar þurfti algjöra kyrrð þeg-
ar hann skrifaði. Hann fékk tölvu í átt-
ræðisafmælisgjöf en ég veit ekki til
þess að hann hafi nokkurn tímann
kveikt á hanni. Þegar ég spurði hann
sagðist hann ekki kunna að kveikja á
tölvunni og í samtali okkar kom fram
að honum þótti suðið í tölvunni vera of
mikill hávaði til ljóðagerðar. Hann
hafði þykk tjöld fyrir gluggum til þess
að halda frá umferðardyninum og
kvölds og nætur hafði hann öll ljós
slökkt utan einn lampa sem kastaði
mjóum geisla ofan á blaðið.
Á sama tíma var Guðrún Helga-
dóttir að skrifa sínar sögur með
krakkaskarann hlaupandi í kringum
sig.“
– Hefur þú prófað að skrifa í myrkri
bak við þykk gluggatjöld?
„Blessaður vertu. Ég hef prófað
allt! Mér finnst stemningin skipta
verulega miklu máli. Ég hef kveikt á
kertum og ég hef farið í smóking, allt
til þess að ná umhverfinu undir mig,
eins og Kristján Karlsson vitnar um
til Tómasar Guðmundssonar. En ég
er ekki maður einsemdarinnar. Ég
skrifa bezt þegar fjölskyldan er ná-
lægt. Ég segi ekki að ég hafi barna-
styrk Guðrúnar Helgadóttur, en ég
þoli vel fólk í kringum mig þegar ég
skrifa.“
– Hvar talaðir þú við skáldin?
„Ég reyndi að hitta þau á þeirra
heimavelli; Sjón hitti ég á Eyrarbakka
og Sigurð Guðmundsson á Djúpavogi.
Þannig vildi ég fá inn í samtölin and-
rúm þeirra staða þar sem skáldin
halda sig helzt.
Rithöfundarnir lásu allir viðtölin yf-
ir. Sigurður Guðmundsson var þá í
Kína og þá varð eiginlega til annað
samtal, sem við felldum svo saman við
hitt.
Pétur Blöndal hefur skrif-
að til bókar viðtöl við tólf
skáld; ljóðskáld og sagna-
skáld, um orð þeirra og
æði við skriftirnar. Frey-
steinn Jóhannsson ræddi
við Pétur um Sköp-
unarsögur og auðvitað var
fyrst borið niður „hinu-
megin við upphafið“.
Morgunblaðið/Golli
Bókarbræður Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson hafa búið til bók um skáld í máli og myndum.
Meiningin var að bókin yrði port-
rett í máli og myndum og þess
vegna var nauðsynlegt að ljós-
myndirnar rímuðu við textann,“
segir Kristinn Ingvarsson sem
tók ljósmyndirnar í bókinni.
„Þetta lærist eins og allt ann-
að,“ segir hann, þegar ég spyr
hver sé galdurinn við gott port-
rett. Hann hefur líka lært vel til
galdursins, því strax á náms-
árunum í Harrow College of Hig-
her Education í London fangaði
portrettið hug hans og lokaverk-
efnið voru myndir af meðlimum
brezku lávarðadeildarinnar. Nú
er hann margverðlaunaður, kom-
inn í lávarðadeild ljósmynd-
aranna. Og mest fyrir portrettið.
Hann segist ekki vita af hverju
hann gekk portrettinu á hönd,
það hafi bara gerzt si sona. „Ég
hef alltaf haft áhuga á manneskj-
unni, bæði þeirri hlið sem hún
snýr út á við og svo hinni sem
innra fyrir býr. Ef hægt er að
tala um galdur góðs portretts þá
er það ljósmynd sem sýnir ásýnd
viðkomandi blandaða tilfinn-
ingum hans og karakter.
Ég hef til dæmis aldrei fundið
mig í landslagi. Ég get bara ekki
tekið landslagsmyndir. Það er
manneskjan sem er mitt mótíf.“
– Það eru nokkrar myndir af
hverju skáldi í bókinni.
„Já. Manneskjan hefur mörg
andlit, en hver ljósmynd fangar
bara eitt augnablik; eitt andlit.
Þótt sama manneskjan sé á
myndunum, þá eru myndirnar
ekki eins.“
– Hvað með ljósmyndarann og
viðfangsefnið?
„Allt er þetta líka spurning um
samspilið milli þess sem myndar
og þess sem er myndaður. Það er
mikilvægt að ljósmyndarinn sé
ekki of áberandi, hann má ekki
kæfa viðfangsefnið. Það er vissu-
lega gott að hafa einhverjar hug-
myndir, en samt má ljósmynd-
arinn ekki láta þær trufla sig,
því þá missir hann af augnablik-
inu.
Manneskjan er í sínu rými, en
ljósmyndarinn fer í kringum
hana og nær mismunandi svip-
brigðum og stellingum. Þótt þú
sért að mynda fólk við ákveðnar
aðstæður, þá á hver mynd sitt
augnablik; það er kannski glampi
í auga í einum rammanum, sem
er horfinn í þeim næsta.“
Kristinn segist hafa ljós-
myndað áður alla rithöfundana í
bókinni, nema Hannes Pétursson
og Kristján Karlsson. Hann segir
glímurnar við þá alla hafa verið
skemmtilegar og þeir hafi verið
ófeimnir við að vera þeir sjálfir.
– Voru þeir viðkvæmir fyrir
útkomunni?
„Það er misjafnt, hvað fólki
finnst, en myndirnar í þessari
bók urðu allar til í mesta bróð-
erni.
Almennt er fólk ekki dómbært
á ljósmyndir af sér. „Ég myndast
svo illa,“ segja margir en eiga þá
við að á ljósmyndinni eru þeir
ekki eins og þeir vilja vera. Fólk
þekkir sína spegilmynd betur en
sitt rétta andlit.“
Gefa meiri dýpt
Pétur Blöndal segist sérlega
ánægður með það samspil sam-
tala og ljósmynda sem í bókinni
er.
„Ég hef ekki séð bók af sama
tagi á Íslandi og erlendis hafa
verið gefnar út bækur um vinnu-
brögð rithöfunda, en ekki með
slíkum ljósmyndum sem þessi.
Myndir Kristins gefa samtöl-
unum meiri dýpt og líf með því
að lesandinn verður meiri þátt-
takandi þegar maðurinn sem
hann kynnist í gegnum textann
lifnar honum í ljósmyndunum í
sínu rétta umhverfi.“
Manneskjan
er mitt mótíf