Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 35
græðslumanna og bænda. En nú eru þessi viðhorf gerbreytt. Í raun ræktuðum við ekki nægilega vel samskiptin við vörslumenn lands- ins, en á því varð þó mikil breyting þegar við hófum samstarf við þá und- ir kjörorðinu bændur græða landið sem á sér ástralska fyrirmynd.“ Sambúðin við landið Landgræðslan hefur tekið höndum saman við ýmis samtök um að stuðla að meiri nærgætni við viðkvæm gróð- urlendi. Þrátt fyrir að sífellt fleiri ferðamenn fari nú um hálendið á hestum hefur ekki skapast af því meiri ánauð þar sem nú hefur verið séð til þess að fóður sé fyrir hendi í nátthögum. Þá benda þeir Sveinn og Andrés á farsælt samstarf Land- græðslu ríkisins og jeppaklúbbsins 4X4, en á vegum klúbbsins eru m.a. farnar á hverju ári landgræðsluferðir sem skilað hafa miklum árangri. Sveinn segir að ekki hafi tekist að koma á svipuðu samstarfi við vél- hjólaeigendur. „Þar er svo sann- arlega pottur brotinn og margir þeirra gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru með skaðleg tæki í klof- inu.“ Sauðkindin rétthæst Talið berst næst að sambúð sauð- kindarinnar, landsins og annarra íbúa þess. Andrés segir að Íslendingar búi nú við langfrjálsmannlegustu löggjöf allra ríkra þjóða um vörslu búfjár. Sauðkindin eigi hér fyrsta rétt en all- ir aðrir komi á eftir. Þeir sem vilji rækta lönd sín verði að girða þau til þess að verjast ágangi búfjár. Víðast annars staðar beri fjáreigendum að sjá til þess að menn verði ekki fyrir búsifjum af völdum þess. Hann minn- ir á að samkvæmt elstu löggjöf hafi bændum borið skylda til að sjá til þess að fé gengi ekki á annars manns landi en mikið los hafi komist á þetta einkum upp úr síðustu heimsstyrjöld þegar fólki fór fækkandi í sveitum. Telur hann að þessu verði að breyta, annars geti sauðfjárræktin bakað sér óvinsældir víða um land. Þá dragi þetta úr áhuga fólks á ræktun jarða þar sem ekki er stundaður hefðbund- inn búskapur. Sveinn bendir á að mestur hluti kindakjöts sé nú framleiddur á lág- lendi. Bændur sjái yfirleitt til þess að féð lifi á fjölbreyttum gróðri og það tryggi bragðgæði kjötsins. Alþjóðlegur landgræðsluskóli Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að stofna til þriggja ára tilrauna- verkefnis um alþjóðlegan land- græðsluskóla hér á landi og er hann rekinn sameiginlega af Landgræðsl- unni og Landbúnaðarskóla Íslands. Telur Sveinn þetta mikilsverða af- mælisgjöf til stofnunarinnar sem sé nú óðum að alþjóðavæðast. Fyrr á árinu komu hingað fyrstu nemend- urnir og voru þeir frá Mongólíu, Tún- is, Egyptalandi og Úganda. Létu þeir vel af dvölinni og töldu þeir Sveinn og Andrés að Íslendingar hefðu einnig orðið margs vísari af þeim. Nemend- urnir voru afar ánægðir með dvölina hér á landi og töldu sig hafa lært mik- ið af rannsóknaþáttum landgræðslu- starfsins. Andrés telur þessa þróun í anda landgræðsluhugsjónarinnar sem sé að verða sameiginlegt verkefni mann- kynsins. Nú í haust var haldin alþjóðleg ráð- stefna hér á landi um uppgræðslu lands. Sögðu flestir þátttakendurnir mestu skipta þá von, sem menn bæru í brjósti eftir að hafa séð árangur á gömlum og nýjum landgræðslu- svæðum hér á landi. Ný tækifæri Nú hefur verið ákveðið að Land- græðslan flytjist til umhverfisráðu- neytisins. „Ég sé mörg tækifæri fel- ast í þessari ákvörðun,“ segir Sveinn. „Það verður þörf fyrir landgræðslu hér næstu 100 árin eins og und- anfarin 100 ár. En forsendurnar breytast og aðferðirnar. Ræktanlegt land verður nú sífellt dýrmætara. Þess vegna ber okkur skylda til að sjá svo um að því verði viðhaldið hér á landi. Tötrum klætt Ísland er ekki eðlileg ásýnd þess. Hún stafar fyrst og fremst af mannavöldum og hana ber að bæta.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 35 Mér var sögð heldur hrollvekjandisaga í vikunni. Ung stúlka fór á veitingastað og ætlaði þar á salerni. Fjórir útlendingar stóðu þar rétt hjá. Þegar stúlkan gekk áleiðis að salern- inu kom fimmti útlendingurinn skyndilega og réðst á stúlkuna, þvingaði hana inn á eitt salernið og hugðist koma þar fram vilja sínum við hana. Mennirnir fjórir komu í kjölfarið og stóðu sem veggur fyrir salernisdyrunum, ætluðu greinileg að taka við þegar sá fyrsti hefði lokið sér af. Fyrir mikla mildi náði stúlkan að sleppa. Í annað skipti á sama veit- ingastað endurtók sagan sig og fyrir enn meiri mildi slapp stúlkan. Þótt hún hafi verið svona heppin er ljóst að árás af þessu tagi setur ævilangt mark sitt á viðkomandi manneskju og það hafa ekki allar stúlkur verið svona heppnar, það hefur komið fram í fréttum. Er kannski komið svo að það þurfi að hafa sérstaka vakt við salerni svo konum sé óhætt að fara þangað? Persónulega vil ég taka mjög vel á móti útlendingum sem hingað koma til starfa, enda er þar í flestum til- vikum um að ræða gott fólk. En eng- inn á að komast upp með svona læp- samlega hegðun, hverrar þjóðar sem hann er. Fróðlegt væri að vita úr hvers kon- ar umhverfi menn sem gera svona koma, hver sé bakgrunnur þeirra. Ætli svona áform um hópnauðgun á íslenskum konum séu sprottin af fyr- irfram viðhorfi þessara karla til kvenna hér - eða til kvenna yfirleitt? Getur verið að þarna sé um að ræða öfugsnúin mótmæli gegn íslensku þjóðfélagi sem þeim finnst þeir minnimáttar í? Eða eru þarna um kaldhömruð glæpasamtök að ræða? Íslenskir karlmenn nauðga konum vissulega, en ég hef ekki heyrt um að þeir fari í flokkum utanlands til að sitja fyrir og nauðga margir saman einni konu. Slíkt atferli líkist helst rándýrshegðun. Fróðlegt væri að vita hvort útlendingar sem nauðga konum hér fleiri saman séu hlutfalls- lega fleiri eða færri en íslenskir hóp- nauðgarar. Hafa ber í huga að ekki er víst að í heimalöndum manna sem stunda hópnauðganir hér séu nauðg- anir skráðar á sama hátt og á Íslandi. Allt þetta er athugunarvert og ætti að skoðast sem fyrst og fordómalaust af þar til bæru fagfólki. Þjóðlífsþankar | Skipulagðir glæpir? Hópnauðgarar að verki! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is OPIÐ Í DAG frá kl. 13–16 Fegraðu þitt heimili!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.