Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ LOFTSLAGSBREYTINGAR OG TÆKIFÆRI Umhverfismál eru í brennideplium þessar mundir og það ekkiað ástæðulausu. Fyrir viku sendi vísindanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar frá sér lokaskýrslu sína þar sem fram kemur að ekki fari á milli mála að þær séu af mannavöldum og brýnt sé að bregðast tafarlaust við. Verði ekkert að gert geti afleiðingarnar hins vegar orðið hrikalegar. Ábyrgðin á umhverfismál- um liggur hjá hverjum og einum, stjórnvöldum, fyrirtækjum og ein- staklingum. Það er hins vegar að koma æ betur í ljós að rangt er að líta á þörf- ina á að draga úr mengun og útblæstri og bæta umgengni um umhverfið sem kvöð. Hún felur einnig í sér tækifæri og má færa að því rök að þeir, sem ekki hugsi á þann hátt, muni á endanum sitja eftir. Fjallað hefur verið um loftslags- breytingar og umhverfismálin í Morg- unblaðinu undanfarnar sex vikur og í blaðinu í dag birtist síðasti hluti út- tektar Bergþóru Njálu Guðmunds- dóttur og Orra Páls Ormarssonar. Í greinaflokknum hefur verið fjallað um þessi mál í víðu samhengi, en með það að leiðarljósi hvernig einstaklingurinn geti brugðist við og orðið vistvænn í verki. Þetta hefur verið gert með því að segja þroskasögu fjölskyldu, sem einn góðan veðurdag ákveður að bæta ráð sitt. Í greinunum hefur meðal ann- ars verið sýnt hvernig draga má úr só- un í innkaupum og leggja áherslu á að kaupa vistvænar vörur, hvaða vist- vænar leiðir er hægt að fara þegar ráð- ist skal í framkvæmdir og hvernig taka má sér tak í samgöngumálum, hvort sem það er með því að leggja bílnum og hjóla, ganga eða nota almenningssam- göngur, eða með því að kaupa sér minni og visthæfari bíl – bílar verða víst seint vistvænir. Í greinunum hefur komið í ljós að nú þegar eiga neytendur ýmissa kosta völ vilji þeir gerast vistvænir, en betur má ef duga skal. Samtakamáttur neyt- enda er mikill, en stærsti neytandinn á markaðnum er hins vegar hið opin- bera. Ríki og sveitarfélög geta með því að leggja áherslu á vistvæn innkaup á allt frá hreinlætisvörum til farartækja haft gríðarleg áhrif á framleiðendur og seljendur, sem myndu skila sér til neytenda í auknu úrvali á umhverfis- vænum vörum. Þeir, sem vilja kaupa bíla, sem ganga fyrir visthæfu elds- neyti, hugsa sig nú um tvisvar vegna þess að eldsneytið fæst aðeins á örfá- um stöðum. Ef ríki og sveitarfélög hæfu stórfelld innkaup á visthæfum bílum er ljóst að eldsneytisstöðvum myndi fjölga og þá hyrfi sá þröskuld- ur. Viðtekin viðhorf eru að það muni kosta gerbreytingar á lífsháttum að taka tillit til umhverfisins af þeirri ein- földu ástæðu að neyslan snúist um að ganga á náttúruna. Annað segir Birna Helgadóttir, umhverfisfræðingur hjá fyrirtækinu Alta, í loftslagsgreininni í Morgunblaðinu í dag: „Ég myndi segja að loftslagsbreytingarnar væru eitt stórt tækifæri fyrir fyrirtæki, almenn- ing og hið opinbera, bæði á Íslandi og annars staðar. Allir geta orðið sigur- vegarar ef við höldum rétt á spöðun- um,“ segir hún. Samningar um það hvað skuli taka við af Kýótó-bókuninni hefjast í Balí eftir nokkra daga. Mikilvægt er að þar verði allir með og að samkomulag náist um aðgerðir. „Ísland er eitt af ríkustu löndum heims – sem betur fer – og við búum við aðstæður sem flesta dreymir um að búa við,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra í Morgunblaðinu í dag. „Það blasir við að við munum þrýsta á um að aðrir axli sína ábyrgð, ekki síst Bandaríkin, sem tilheyra ríka hópnum. Þurfum við þá ekki að gera það sjálf líka?“ Kannski er kominn tími til að átta sig á því að sérhagsmunir verða best tryggðir með því að tryggja hagsmuni heildarinnar. S igurður Pétur Björnsson, fyrrverandi bankaútibússtjóri á Húsavík, andað- ist 13. nóvember sl. og verður jarð- settur frá Húsavíkurkirkju í dag, laugardag. Sigurður Pétur eða Silli, eins og hann kaus að láta kalla sig, átti samleið með Morgunblaðinu í 70 ár og eru fá eða engin dæmi um slíkt. Silli var ráðinn fréttarit- ari Morgunblaðsins árið 1937, þá tæplega tvítug- ur að aldri, og var á fréttaritaraskrá til dauða- dags. Má hiklaust líta á hann sem samnefnara fyrir þá traustu sveit manna og kvenna um allt land, sem verið hafa fréttaritarar blaðsins í langri sögu þess. Vilhjálmur Finsen, fyrsti ritstjóri Morgun- blaðsins, lagði áherslu á að afla frétta sem víðast að. Sumarið 1918 sendi hann Árna Óla blaðamann í hringferð umhverfis landið með strandferða- skipinu „Sterling“ til að útvega blaðinu fréttarit- ara og útsölumenn sem víðast. Réð Árni Óla 20 nýja fréttaritara í þeirri ferð. Árni lýsir ferðinni í bók sinni „Erill og ferill blaðamanns“ og þar kem- ur m.a. fram að ferðin var sumarfríið hans þetta árið! Svo fáir unnu á ritstjórninni að ekki voru tök á að veita Árna Óla frí með öðrum hætti. Ekki kemur fram í bókinni hvort „Sterling“ kom við á Kópaskeri þetta sumar, en þar bjó Silli, tæplega ársgamall. Hann og Árni Óla voru því sveitungar. Árið 1924 varð Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins og gegndi hann starfinu til 1963. Valtýr lagði alveg sérstaka áherslu á að blaðið hefði öflugt net fréttaritara um land allt enda varð það að standa undir nafnbótinni „blað allra landsmanna“. Það var einmitt Valtýr, sem réð Silla sem fréttaritara á Húsavík árið 1937. Í ævi- sögu Valtýs, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, kemur vel fram hve mikla áherslu Valtýr lagði á starf fréttaritarans. Í bókinni er birt bréf sem Valtýr sendi fréttariturum blaðsins og var eins konar hraðnámskeið í fréttamennsku. Má af bréf- inu ráða, að hann hafi gert síst minni kröfur til þeirra en blaðamannanna sjálfra. Segja má að kjarninn í bréfi Valtýs hafi verið þessi orð: „Gott fréttablað þarf að vera sem augu og eyru þjóðarinnar. Það þarf að birta sem gleggst yfirlit yfir allt sem er að gerast í landinu og fréttnæmt þykir og máli skiftir. En til þess að svo geti orðið þarf ritstjórn blaðsins að geta reitt sig á fréttaritara sína um land allt, en fréttarit- ararnir þurfa jafnframt að vita að ritstjórn blaðs- ins beri til þeirra fullt traust. Eftir þeirri reglu eru fréttaritarar blaðsins valdir.“ Sigurður Pétur Björnsson vissi að hann naut fyllsta trausts rit- stjórnar Morgunblaðsins alla tíð. Enginn hefur tölu á þeim fréttum sem Silli sendi Morgunblaðinu á sínum langa ferli sem fréttaritari. Í fróðlegu samtali sem Helgi Bjarna- son blaðamaður tók við Silla og birtist hér í blaðinu á sjötugsafmæli hans, 1. nóvember 1987, nefnir hann tvær eftirminnilegar fréttir. Fyrra atvikið var 16. júní 1943 þegar Súðin varð fyrir árás Þjóðverja djúpt út af Skjálfanda. Lét Silli Morgunblaðið vita af árásinni. Hann var síðan beðinn að mynda Súðina þegar hún kom að landi og eru það einu myndirnar sem til eru af þessum atburði. Hin fréttin er hið landsfræga aprílgabb sem Silli sendi Morgunblaðinu 1960. Var fréttin um risalax (88pund), sem átti að hafa veiðst við Grímsey. Stækkaði hann upp mynd af laxi svo ekki varð betur séð en sjómaður héldi á risalaxi. Þetta aprílgabb heppnaðist svo vel að það rataði inn í bókina Öldina okkar athugasemdalaust eins og heilagur sannleikur! Að leiðarlokum þakkar ritstjórn Morgunblaðs- ins Silla vel unnin störf í þágu blaðsins í 70 ár af þeim 94 árum, sem Morgunblaðið hefur komið út, og mikla og trausta vináttu alla tíð. Þáttaskil á hlutabréfamarkaði Þ egar horft verður til baka eftir nokkur ár er ekki ólíklegt að liðin vika verði talin marka þáttaskil í þróun hlutabréfamarkaðarins á Ís- landi. Síðustu daga hefur margt gerzt á skömmum tíma. Í fyrsta lagi þarf enginn að efast um lengur að hlutabréfamarkaðurinn hér hreyfist í takt við slíka markaði í öðrum löndum. Snemma morguns er hægt að horfa til markaðanna í Asíu og sjá hvað þar hefur gerzt um nóttina og síðan til byrj- unar á mörkuðunum á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu til þess að hafa einhverja hug- mynd um hvað muni gerast hér. Lok markaða í Bandaríkjunum að kvöldi íslenzks tíma hafa svo mikil áhrif á það, sem gerist í Asíu nóttina á eftir. Þessi hringrás er nokkuð ljós, þótt auðvitað geti verið frávik varðandi einstök fyrirtæki, en meg- inlínan er nokkuð skýr. Þeir tímar eru liðnir, þeg- ar hlutabréfamarkaðurinn hér virtist ekki í nokkru samhengi við það, sem annars staðar gerðist. Í hinni miklu útrás íslenzkra fyrirtækja til ann- arra landa á fyrstu árum 21. aldarinnar hefur gjarnan verið talað á þann veg að með því væri fleiri stoðum skotið undir afkomu þjóðarbúskapar okkar og það er rétt. En því fylgir einnig að nið- ursveiflna í öðrum löndum gætir hér og það er að gerast nú. Auðvitað hefur það alltaf verið svo, að efnahagsleg afkoma okkar hefur byggzt að hluta til á því, sem gerist í helztu viðskiptalöndum okk- ar. Það gerist bara með öðrum hætti nú en áður. Fyrir fjörutíu árum varð kreppa á Íslandi, þegar verð á frystri fiskblokk féll á Bandaríkjamarkaði. Nú er það ekki fiskblokkin, sem er að hrjá okkur, heldur húsnæðislán í Bandaríkjunum, sem ekki hefur verið vandað nægilega vel til og hafa nú áhrif um allan heim. Íslenzku bankarnir hafa bent á, að afkoma þeirra sé ekki lengur háð þróun mála hér heima. Það er líka rétt en um leið er ljóst að niðursveifla í öðrum löndum hefur þar með áhrif á afkomu þeirra ekki síður en upp- sveifla. Í öðru lagi eru margir þeirra, sem stundað hafa viðskipti með hlutabréf hér og annars staðar, að upplifa það, sem fróðir menn um þannan markað hafa lengi sagt, að það, sem fer upp, getur líka farið niður. Þeir, sem hafa stundað viðskipti á hlutabréfamörkuðum með lántökum, og þeir eru margir, bæði smáir og stórir, hafa síðustu daga upplifað svonefnd veðköll (margin calls á ensku) en þá er átt við að bankinn hringir og óskar eftir auknum tryggingum vegna þess, að veðin, sem fyrir voru, hafa rýrnað vegna lækkunar á verði hlutabréfa. Geti viðskiptavinurinn ekki staðið við það að koma með auknar tryggingar eru bréfin seld. Ef mikið af hlutabréfum er selt með þessum hætti getur framboð þeirra orðið meira en eft- irspurn og verðið lækkar enn frekar og veðköll- unum fjölgar. Þá selja bankarnir gjarnan fyrst hlutabréf í þeim fyrirtækjum, sem auðveldast er að selja hlutabréf í, sem skýrir lækkun á bréfum sumra fyrirtækja í Kauphöll Íslands síðustu daga. Athyglin síðustu daga hefur ekki sízt beinzt að félögum á borð við FL Group og Exista, sem eru mjög sambærileg félög og í raun eins konar hluta- bréfasjóðir. Erlend fyrirtæki, sem þessi félög eiga hluti í, hafa lækkað í verði og þá liggur í aug- um uppi, að verð hlutabréfa í þessum félögum sjálfum hlýtur að fylgja í kjölfarið. Staða þeirra hlýtur að byggjast á því hve mikið bolmagn þau hafa til þess að standa af sér þessa niðursveiflu í verði hlutabréfanna í þeirra eigu. Allt er þetta þekkt í öðrum löndum en kannski í fyrsta sinn, sem við erum að upplifa þetta í ein- hverri alvöru hér. Þegar hlutabréfabólan varð til hér undir lok síðustu aldar, sem sprakk svo í loft upp með látum um aldamótin, furðuðu margir sig á verðlagningu nýrra fyrirtækja, sem höfðu í raun lítið á bak við sig annað en væntingar. Þegar gamlir menn spurðu af skilningsleysi á þeim tíma hvað gæti valdið svo hárri verðlagningu á slíkum fyrirtækjum var þeim klappað á öxlina og sagt að þetta byggðist á væntingum. Sem svo urðu að engu. Í kjölfar þróunar síðustu daga, vikna og mán- aða má búast við að mat manna hér á framvindu á hlutabréfamarkaðnum verði mun raunsærra en verið hefur. Hinn þekkti bandaríski fjárfestir, Warren Buffet, hefur sett sjálfum sér skýra reglu, sem er einföld og auðskiljanleg: Kaupið þegar verðið er lágt. Seljið þegar verðið er hátt. Í þriðja lagi er nokkuð ljóst að áhrif verðþróun- ar á íslenzka hlutabréfamarkaðnum eru þau, að íslenzku milljarðamæringunum hefur fækkað mjög, alla vega í bili, og er þá átt við millj- arðamæringa bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hækkun á verði hlutabréfa á pappírnum skap- aði um skeið mikil verðmæti, sem fólk hefur notað til þess að bæta lífskjör sín, kaupa betri hús og betri bíla, farið oftar til útlanda o.s.frv. Hækkun á fasteignaverði hefur haft sömu áhrif. Fasteigna- eigendur hafa tekið lán út á verðhækkun fast- eigna sinna og notið betri lífskjara af þeim sök- um. Sú verðmætaaukning, sem orðið hefur á hluta- bréfamarkaðnum hér á þessu ári, hefur nánast gufað upp. Pappírshagnaðurinn hefur í sumum tilvikum orðið að engu. Afleiðingarnar verða margvíslegar, ekki bara fyrir umsvifamestu leik- endur á þessu sviði, heldur líka einstaklinga, sem hafa haft minni umsvif en hafa engu að síður ver- ið þátttakendur á markaðnum. Eins og bent var á í fréttaskýringu á forsíðu Morgunblaðsins í gær, föstudag, hafa lífeyrissjóð- irnir fjárfest á hlutabréfamarkaðnum hér og sjálfsagt í útlöndum einnig. Niðursveifla á mark- aðnum hefur auðvitað áhrif á ávöxtun á fjármagni lífeyrissjóðanna og þar með á þann lífeyri, sem Laugardagur 24. nóvember Reykjavíkur 27. nóvember 1977: „Yfirlýs- ingar þær, sem Geir Hall- grímsson forsætisráðherra gaf í sjónvarpsþætti í fyrra- kvöld hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. For- sætisráðherra ítrekaði í þeim þætti og í ræðu á fundi flokksráðs Sjálfstæð- isflokksins í fyrradag, af- dráttarlausa andstöðu sína við hugmyndir um að taka leigugjald af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. „Ég vil ekki setja verðmiða á Ís- land,“ sagði ráðherrann og bætti því við, að Íslendingar ættu að gegna skyldum sín- um í samfélagi frjálsra þjóða. Aðspurður um það, hvort þetta þýddi ekki, að hann væri í andstöðu við rúmlega 7000 kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem í skoð- anakönnun hefðu lýst stuðn- ingi við fjárframlög varn- arliðsins til þjóðvegagerðar, sagði Geir Hallgrímsson, að spurningin og þar af leiðandi svörin gæfu alls ekki rétta mynd af afstöðu fólks til þessa máls en jafnframt sagði forsætisráðherra, að ef einhverjir kjósendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík ætluðust til þess, að hann berðist fyrir þeim hug- myndum að taka leigugjald af varnarliðinu, hvetti hann þá sömu kjósendur til þess að strika sig út af framboðs- listanum við kosningar næsta vor, því að fyrir slík- um hugmyndum mundi hann ekki berjast.“ . . . . . . . . . . 29. nóvember 1987: „Við myndun nýrra ríkisstjórna nú verða ekki jafn skýr þáttaskil og þegar viðreisn- arstjórnin var mynduð í lok sjöunda áratugarins og tók markvissa stefnu frá haf- tabúskapnum í innflutnings- versluninni. Síðan hefur engri ríkisstjórn dottið í hug að velja hafta- og ríkisfor- sjárkostinn að nýju. Að vísu sáust þess merki, þegar vinstri stjórnin var mynduð 1971, eftir viðreisnarárin, að enn höfðu menn í þeim flokkum trú á áætlanagerð og opinberri forsjá í at- vinnumálum.“ . . . . . . . . . . 30. nóvember 1997: „Mar- grét Pála, sem er handhafi jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs í ár, hefur tekið upp athyglisverða upp- eldisstefnu, sem stefnir að því að leyfa sterkum hliðum hvors kyns um sig að njóta sín í skólanum, en jafnframt að styrkja veiku hliðarnar. Þetta er gert með því að kenna drengjum og stúlkum hvorum í sínu lagi að hluta til. Margrét Pála segir að ella æfi drengirnir sig í að verða einstaklingar og séu sviptir þjálfun í félagshæfni, en stelpurnar einoki túlkun tilfinninga og góða hegðun en fái ekki að njóta sín sem einstaklingar.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.