Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 46
Björt, mjög vel skipulögð og mikið endur-
nýjuð 106,7 fm 3ja herbergja íbúð á jar-
hæð / kjallara með sérinngangi á rólegum
og barnvænum stað í Teigahverfinu.
Skipulag eignarinnar er mjög gott og öll
rými eru afar rúmgóð. Íbúðin hefur verið
mikið endurnýjuð á síðstu árum, t.a.m.
gólfefni, innréttingar í eldhúsi og baðher-
bergi, póstar í gluggum og gler.Þá var
dren tekið fyrir nokkrum árum. Flísar og
eikarparket á gólfum. Verð 29,9 millj.
Hafsteinn og Bryndís taka vel á móti
væntalegum kaupendum í dag frá kl. 16-16:30.
HOFTEIGUR 20
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL 16-16:30.
46 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í DAG, á alþjóðadegi Sameinuðu
þjóðanna um afnám ofbeldis gegn
konum, er 16 daga
átaki gegn kynbundu
ofbeldi ýtt úr vör í
sautjánda sinn. Hópar
og samtök um allan
heim nýta átakið til að
krefjast aðstoðar og
stuðnings til handa
fórnarlömbum ofbeldis,
til að styrkja forvarna-
starf og þrýsta á um
breytingar á löggjöf til
að bæta réttarstöðu
þolenda. Þá er mark-
mið átaksins að stuðla
að því alþjóðlegum
mannréttindareglum
sé beitt til að vinna gegn kynbundu
ofbeldi sem mannréttindabroti, heil-
brigðisvandamáli og ógn við mann-
frelsi og frið um allan heim.
Í öllum heimsálfum, löndum og
menningarsvæðum, óháð efnahag,
þjóðfélagsstétt, kynþætti og upp-
runa, búa konur við ógn um ofbeldi.
Konur eiga á hættu kynfæralimlest-
ingu, heiðursmorð, mansal, kynferð-
islegt ofbeldi, heimilis-
ofbeldi, að vera giftar
barnungar ef þær þá
komast á legg en talið
er að á síðustu tuttugu
árum hafi tíu milljónum
meyfóstra verið eytt á
Indlandi einu. Stúlkur
eru 80-90% barna sem
notuð eru í vændi og
kynlífsiðnaði og það er
þrisvar sinnum líklegra
að stúlka verði fyrir
kynferðislegu ofbeldi
en drengur.
Þótt staða íslenskra
kvenna sé sterk á ýms-
um sviðum er kynbundið ofbeldi al-
varlegt vandamál hér á landi. Um
þrjú þúsund konur hafa leitað sér
hjálpar í Kvennaathvarfinu frá stofn-
un þess og til Stígamóta hafa komið
4.500 konur eða um 2,8% íslensku
þjóðarinnar. Ofbeldismennirnir voru
rúmlega fimm þúsund en sláandi töl-
ur um tíðni kynbundins ofbeldis hér á
landi endurspeglast ekki í dómskerf-
inu; kærur eru fáar og sakfellingar
ofbeldismanna hverfandi.
Á undanförnum árum hefur vitn-
eskja um kynbundið ofbeldi vaxið
stórum og það er ánægjuefni að í
nóvember 2006 kynnti ríkisstjórn Ís-
lands aðgerðaráætlun gegn ofbeldi á
heimilum og kynferðislegu ofbeldi.
Brýnt er að staðið verði við stóru orð-
in og nægilegt fjármagn tryggt til að
áætlunin komist raunverulega í
framkvæmd. Í aðgerðaáætlunina
vantar þó tilfinnanlega aðgerðir til að
koma í veg fyrir mansal. Talið er að
hálf milljón kvenna, hið minnsta, sé á
ári hverju flutt frá fátækum löndum
jarðar til þeirra ríkari þar sem þær
eru þvingaðar til starfa í kynlífsiðn-
aðinum. Mörgum er rænt og haldið
nauðugum, þær eru barðar og nið-
urlægðar og beittar kynferðislegu of-
Upprætum ofbeldi gegn
konum á Íslandi
Guðrún D. Guðmundsdóttir
skrifar í tilefni af 16 daga átaki
gegn kynbundnu ofbeldi
» Í dag, á alþjóðadegiSameinuðu þjóð-
anna um afnám ofbeldis
gegn konum, hefst 16
daga átak gegn kyn-
bundu ofbeldi.
Guðrún Dögg
Guðmundsdóttir
Einstaklega vel staðsett 204 fm einbýlishús
á sjávarlóð.Húsið er steinsteypt á einni
hæð og hannað af Kjartani Sveinssyni. Árið
1990 var húsið að mestu endurnýjað að
innan á vandaðan og smekklegan hátt.
Staðsetning er einstök þar sem lóðin er
sjávarlóð á móti suðri, fjaran er nánast inni
á lóðinni, mikið fuglalíf er við sjávarsíðuna
og útsýni einstakt. Verð 59,9 millj.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Lambhagi - alvöru sjávarlóð
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Glæsileg, fullbúin 5 HERBERGJA 163,9 fm
EINBÝLI með innbyggðum bílskúr. Forstofa með
flísum og gestasalerni. Opið eldhús, með/án
innréttingar. Náttúruflísar/plankaparket á gólfum.
Stofa með góðri lofthæð. Gott baðherbergi.
Þvottahús og geymsla. VERÐ: 33,5-34,5 millj.
Nánari upplýsingar veita Ásdís 898-3474 eða
Bjarni 896-3875.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14-16
LÓMATJÖRN 1 og 5 - NJARÐVÍK
m
bl
9
40
87
8
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Skaftahlíð 12
Falleg 5 herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Falleg og vel skipulögð 112 fm íbúð
á 2. hæð í þessu eftirsótta fjölbýli,
teiknað af Sigvalda Thordarsyni.
Íbúðin er mjög björt og vel skip-
ulögð og skiptist í rúmgott hol,
samliggjandi bjartar stofur, eldhús,
3 herbergi og baðherbergi. Tvennar
svalir til suðurs og austurs. Útsýni
til Perlunnar og Hallgrímskirkju úr
stofu og eldhúsi. Hús nýviðgert og málað að utan og gluggar og gler nýtt.
Ein íbúð á hæð. Verð 33,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
Laugateigur 17
Góð 3ja herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Björt og vel skipulögð 78 fm íbúð í
kjallara í góðu fjórbýlishúsi á þes-
sum eftirsótta stað. Íbúðin er þó
nokkuð endurnýjuð og skiptist í hol,
rúmgóða stofu með nýlegu
eikarparketi, eldhús með hvítum
sprautulökkuðum innréttingum í eld-
húsi, 2 góð herbergi og baðherbergi.
Sér geymsla á hæð. Verð 20,7 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477
Kríuás 9 Hafnarfirði – glæsieign
Opið hús í dag
Til sýnis stórglæsileg 92.5 fm neðri hæð í þessu fallega fjórbýlis-
húsi sem er einstaklega vel staðsett. Glæsilegar innréttingar,
parket og flísar á gólfum. Sérinngangur. Vönduð lýsing er í íbúð-
inni. Fallegt flísalagt baðherbergi. Góð timburverönd.
Allt sér. Eign í sérflokki.
Opið hús verður á sunnudaginn milli kl. 14-16.
Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir
Bárður Tryggvason í 8965221
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir
í tölvupósti
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111