Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 56
56 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
E
ins og alkunna er
hlaut Sigurbjörn
Einarsson biskup
verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar
þann 16. nóvember síðastliðinn.
Það voru mjög svo ánægjuleg tíð-
indi, en komu þó engan veginn á
óvart. Furðu vekur að þetta hafi
ekki gerst fyrir áratug. Segir m.a. í
rökstuðningi fyrir valinu núna, að
Sigurbjörn hafi um áratuga skeið
verið í fararbroddi í trúarlegri,
heimspekilegri og pólitískri um-
ræðu hér á landi og „lagt fram
drjúgan skerf til viðgangs ís-
lenskrar tungu og íslenskrar hugs-
unar með ritstörfum og kenni-
mennsku“. Og það er hverju orði
sannara. Enginn ritar né talar hér
kjarnmeira og fegurra mál, og leit-
un er að öðrum eins vísindamanni
á sviði guðfræði í heiminum.
Stundum gerist það að bækur
sem ég fæ í hendur gera mig orð-
lausan. Þegar ég loks kem til sjálfs
mín eftir hrifninguna læðist fram á
tunguna bara þetta eitt: „Vááá.“
Það er samt ekki oft. Af erlend-
um ritum sló „The Disciples“ eftir
Emil G. Kraeling mig út af laginu
síðast og það var fyrir nokkrum ár-
um.
En þetta er hjóm eitt í sam-
anburði við risann, sem hér er til
umfjöllunar; það er nóg að hann
birtist, hvað þá opni munninn, og
landsmenn standa agndofa. Ég
veit ekki um neinn annan sem hef-
ur þessi áhrif. Og þetta er ekkert
nýtt. Eldra fólk man vel eftir út-
varpsprédikunum hans áður fyrr,
sem nánast límdu hlustir fólks á
öllum aldri við tækin. Að ég tali nú
ekki um prentuð verk þessa lista-
manns, sem voru haldreipi mitt
þegar ég var að byrja prestskap
1985 og hafa verið allar götur síð-
an. Þau eru sannkallað augnakon-
fekt. Eini gallinn er sá, að eftir
lestur úr einhverjum þeirra fallast
mér gjarnan hendur, því erfitt er
að sjá einhvern tilgang í að halda
áfram í þessu starfi; öll hugsun og
framsetning meistarans er svo
langt fyrir ofan það og utan sem
maður hélt að gerlegt væri. En þó
svo nærri, vel að merkja, kemur
ofan úr ómælisvíddunum og kyssir
sálina.
Slíkir yfirburðir eru ekki mörg-
um gefnir.
En auðmjúkur tók hinn aldni
spekingur á móti þessari við-
urkenningu á dögunum, ekki vant-
aði það, hneigði sig eftirminnilega
fyrir ráðherra, eins og honum ein-
um er lagið, af heilli og sannri virð-
ingu og á yfirmáta tiginn hátt, og
lagði svo þjóðina að fótum sér. Enn
og aftur. Á því augnabliki varð mér
hugsað til niðurrifsafla samfélags-
ins, vantrúarliðsins sjálfhverfa og
háværa, en fámenna. Þar er ólíku
saman að jafna. Je, minn eini. Eins
og hvítu og svörtu. Því alltaf hefur
Sigurbjörn bent áfram, til veru-
leikans æðsta og mesta, sem hann
þjónar, aldrei numið staðar eitt
augnablik til að láta dýrka sig og
tilbiðja, eins og einhvern gullkálf.
Hann er of skynsamur til að falla í
þá gryfju. Eftirfarandi texti, sem
er hluti úr einni prédikana hans,
birtir þetta glögglega. En þar seg-
ir:
„Ég hef ekki séð Jesú í sýn. En
sporin hans hef ég séð. Eitt aug-
ljóst spor eftir hann í lífi manns
nægir til þess að opna augun. Ég
hef séð, hvað gerist, þegar hann
nær tökum, og eins hvað verður,
þegar hann missir tök, er vísað á
bug. Ég veit hvað það gildir að
hafa hann fyrir augum í lífinu, veit,
hvað af því leiðir að snúa baki við
honum.
En fyrst og fremst hef ég séð
mynd hans í Nýja testamentinu
mínu og sú mynd hefur fengið líf
fyrir innri augum mínum og gefið
líf.
En hvað hjálpar þér það, sem ég
segi eða hef séð? Þú skalt ekki
horfa til mín. Þú vildir sjá meira af
honum í lífi þeirra, sem játa hann
og boða hann. Það er eðlilegt og
réttmætt. En þú þarft að horfa
framhjá þeim, hærra upp.
Það var um vor fyrir löngu. Lítill
drengur var að leik úti á túni
snemma morguns. Faðir hans var
skammt frá. Allt í einu braust sólin
fram úr skýjum og jökullinn í
fjarska leiftraði allur. Drengurinn
var niðursokkinn í leik. Pabbi hans
hafði rétt úr sér, studdist fram á
verkfæri sitt, kallaði og benti.
Drengurinn blíndi á pabba sinn og
þá sagði hann: Horfðu ekki á mig,
líttu þangað, sem ég bendi.
Hið sama segja þeir, sem hafa
séð Jesú. Líttu þangað, sem þeir
benda. Horfðu með kirkju Krists í
sólarátt. Hún er ekki sólin, ekki
ljósið. Hún vísar upp fyrir sig,
þangað sem Jesús er.
Þig langar að sjá Jesú.
Þú lítur í augu barnsins þíns,
tær, spyrjandi, næm. Þau eiga eft-
ir að sjá margt, margt fagurt og
göfgandi, annað, sem villir og
flekkar, lamar og lýtir. Hvert vilt
þú beina þessum augum? Hvað vilt
þú sjá í fari og á ferli barnsins þíns,
þegar þú hugsar um framtíð þess?
Þig langar að sjá Jesú þar, áhrif
hans, anda hans, hjálp hans.
Þú horfir í augu hins brotlega og
fallna. Hver reisir reyrinn brotna?
Og hvert leitar sú brá, sem tárin
döggva, það hjarta, sem harmur
særir? Og hvert hnígur djúpa und-
iraldan í barmi þínum, sviðinn
vegna mistaka, vitundin um hið
marga vafasama í bókhaldi lífsins,
sem von bráðar fer í hinstu endur-
skoðun?
Þig langar að sjá Jesú af því að
hann sér þig og alla þörf og vill
hjálpa, getur hjálpað, frelsað.“
Takandi sönsum, minnugur þess
að okkur er í heilagri ritningu
uppálagt að vera eitt, en ekki eins,
mun ég halda áfram baráttunni
góðu, þrátt fyrir áðurnefnt, fagn-
andi yfir því að eiga annan eins jöf-
ur að samverkamanni.
Sigurbjörn
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Hann er Guð í
mannsmynd“, sagði
einhver í nýlegu
blaðaviðtali og víst er
að margir taka undir
þá fullyrðingu. Sig-
urður Ægisson
fjallar í dag um hand-
hafa verðlauna Jón-
asar Hallgrímssonar
2007, á degi íslenskr-
ar tungu nýverið.
HUGVEKJA
✝ Guðrún Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1916. Hún lést á
hjúkrunardeild
Seljahlíðar í
Reykjavík 8. nóv-
ember síðastliðinn.
Guðrún var dóttir
Guðrúnar Gróu
Jónsdóttur, hús-
móður í Reykjavík,
f. 15.1. 1879, d. 4.4.
1971, og Péturs Sig-
urðssonar sjó-
manns, f. 4.1. 1874,
d. 22.10. 1939. Börn þeirra Guð-
rúnar og Péturs sem upp komust
voru auk Guðrúnar Friðmey Ósk,
f. 4.5. 1902, d. 5.1. 1962, Sigurjón,
f. 15.7. 1905, d. 8.10. 1952, Kjart-
an Reynir, f. 11.1. 1907, d. 1.12.
1930, Ásdís Ingiríður, f. 27.11.
1909, d. 25.2. 1987,
og Gunnar Valberg,
f. 17.1. 1914, d. 17.9.
1983.
Guðrún giftist 14.
maí 1936 Birni
Björnssyni skrif-
stofustjóra, f. 12.5.
1912, d. 10.3. 1989.
Börn þeirra eru Sig-
ríður, f. 1938,
Dagný, f. 1939, gift
Ragnari Guðmunds-
syni, Pétur Haf-
steinn, f. 1943,
kvæntur Sigurdísi
Sigurbergsdóttur, Helga, f. 1947,
og Björn Logi, f. 1956, kvæntur
Katarinu Isfoss. Barnabörnin eru
12 og barnabarnabörnin 16.
Guðrún var jarðsungin í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 13. nóv-
ember.
Elsku mamma.
Þakka þér fyrir að elda góðan
mat og vera heima þegar við kom-
um heim úr skóla.
Þakka þér fyrir öll fallegu fötin
sem þú saumaðir á okkur.
Þakka þér fyrir að vera fordóma-
laus.
Þakka þér fyrir að passa barnið
mitt, nýfætt.
Góða ferð, mamma mín. Þín dótt-
ir,
Sigríður (Sidda).
Fræðaáhugi Dúnu var í lúxus-
flokki. Hún gat haldið fyrirlestra
um bæði hryggskekkju, sálfræði,
plattfætur og krabbameinslækning-
ar, allt nýtt efni. Hjónin áttu gott
safn þjóðsagna, skáldsagna og
fræðslurita. Bækurnar voru í seil-
ingarfjarlægð fyrir ungan mann
sem lagðist á gólfið af því að það var
„ekkert að gera“. Dúna vann á
rannsóknarstofu um tíma. Þar sýndi
hún yngsta syni sínum líffærasafn.
Hann ákvað þá að verða læknir og
störf hans hafa lengst af verið á
rannsóknastofum, með líffæri.
Dúna, Björn og börnin dvöldu
heilu sumrin í sumarbústað. Það
voru dagar uppgötvana í kjarrinu og
róðraævintýra á vatninu. Ungviðið
átti löng lestrarkvöld við skímu frá
olíulampa og yl frá kolavél. Þegar
það fór að ganga á matarbirgðirnar
voru þær endurnýjaðar í bíl sem
kaupmaður ók inn á hlaðið. Þá feng-
um við stundum sælgæti. Sem barn
gekk maður ekki með hugmyndir
um að slíkt væri verðlaun fyrir
frammistöðu. Ilmurinn af peru-
brjóstsykrinum og brakið í sellófan-
inu var bara staðfesting á að
mamma elskar þig og að lífið er
gott.
Dúna sást of með strangan svip
framan við línustrikaða pappírsörk.
Hún fékk smásögur birtar í Lesbók-
inni undir dulnefni. Öðrum stundum
sat hún á bókasafni og skrifaði um
ættir. Hún hélt bréfasambandi við
stúlkur sem höfðu hjálpað til heima.
Sumar heimsóttu okkur seinna með
mann og börn, aðrar sóttum við
heim erlendis.
Húmor hafði Dúna, en hún var
alltaf að hugsa eitthvað alvarlegt,
þannig að það gátu liðið augnablik
áður en hún skellti upp úr eins og
skólastelpa. Björn var hins vegar
rólegur og mildur. Samstaðan á
milli þeirra var falleg fyrirmynd
fyrir okkur.
Dúna hélt með þeim sem áttu erf-
itt. Það hefði þurft olíulind til að
fjármagna öll þau góðverk sem
henni fannst að hið opinbera ætti að
standa í. Hún spurði einu sinni af
hverju ég væri dapur eftir skólann.
Ég svaraði að bekkjarsystkinin
væru undirbúin fyrir samkvæmi: öll
hefðu áfengi, en ekki ég. Hún keypti
þá hvítvín fyrir okkur til að dreypa
á. Mamma vissi að fólk verður að
læra að taka ábyrgð á sjálfu sér.
Hún sýndi skilning og þolinmæði.
Stíl hafði Dúna og hann var fínn.
Hún vandaði klæði sín og var ná-
kvæm með hvað mátti segja. Upp-
eldi Dúnu á börnum sínum var
næstum eins strangt og það sem
hún fékk hjá foreldrum sínum. Ef
við mamma hefðum haft 50 ár í við-
bót hefði það líka virkað á mig.
Áhyggjur hafði hún og þá sérstak-
lega af mér, kannski af því ég var
yngstur og kannski af öðrum ástæð-
um. Hún varð ófrísk af mér nær fer-
tug að aldri, með aðeins eitt nýra
sem var sýkt. Fóstureyðingu af-
þakkaði hún pent, til allrar ham-
ingju. Við urðum góðir vinir og fátt í
lífi mínu fór fram hjá henni. Hún
var besta móðir sem ég hefði getað
átt.
Eiginmaður Dúnu dó skyndilega
og hún tók því þungt að geta ekki
verið við hlið hans á þá. Sömu sorg
upplifði ég núna. En lífið tekur enda
þegar það á að taka enda. Móðir
mín sendi mér kveðskap frá ömmu
hennar, Guðrúnu Nikulásdóttur.
Þar gefur að líta þetta, úr Sorg-
arljóði:
Heyrðu nú Drottinn hvers jeg bið
hjálpaðu veikri sál.
Leiðina þraunga lífs um hlið
lausnar þá kemur mál.
Björn Logi Isfoss.
Þegar ég skrifa þessi orð eru
nokkrar klukkustundir síðan amma
mín kvaddi þennan heim. Nú þegar
komið er að kveðjustund rifjast upp
ótal margar góðar minningar.
Ómetanlegar stundir sem við amma
áttum saman og eiga svo stóran hlut
í hjarta mínu.
Ég var svo heppin að búa í næsta
húsi við ömmu Dúnu megnið af
minni æsku. Þá var svo gott að geta
Guðrún Pétursdóttir
✝ Kristbjörg Guð-mundsdóttir
Thorarensen fædd-
ist í Firði í Mjóa-
firði 5. nóvember
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 16.
nóvember síðastlið-
inn.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
mundur Stefánsson
frá Granastöðum,
bóndi í Firði, kenn-
ari og síðast póst-
og símstöðvarstjóri á Vopnafirði,
og Katrín Sveinsdóttir húsfreyja
Thorarensen, f. 26.5. 1921, for-
stjóra BSR, 26. ágúst 1958. For-
eldrar hans voru hjónin Óskar
Thorarensen, bóndi, hreppstjóri
og síðar forstjóri BSR, f. 24.9.
1887 á Móeiðarhvoli í Rang-
árvallasýslu, d. 20.9. 1953, og
Ingunn Eggertsdóttir, f. 7.1. 1896
á Breiðabólstað í Fljótshlíð, d.
12.3. 1982.
Sonur Kristbjargar og Eggerts
er Guðmundur Börkur Thor-
arensen, framkvæmdastjóri BSR,
f. 10.12. 1964. Synir hans eru: 1)
Þröstur Thorarensen, f. 14.8.
1991, 2) Eggert Thorarensen, f.
8.8. 1994, og 3) Kristófer Börkur
Thorarensen, f. 18.2. 2002.
Lengst af starfaði Kristbjörg
hjá Landssímanum, fyrst á
Vopnafirði og í Reykjavík eftir að
hún flutti þangað.
Útför Kristbjargar fór fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 23.
nóvember síðastliðinn.
frá Asknesi í Mjóa-
firði. Guðmundur
lést árið 1947, aðeins
fimmtugur að aldri,
en Katrín lést 1971,
þá tæpra 80 ára.
Guðmundur og
Katrín eignuðust
fjórar dætur en tvær
létust í og skömmu
eftir fæðingu. Systir
Kristbjargar sem
lifði hét Steinunn, f.
25.12. 1921, banka-
kona í Reykjavík.
Hún lést í nóvember
1996.
Kristbjörg giftist Eggerti
Mamma mín.
Að vera góð móðir er það falleg-
asta, yndislegasta, óeigingjarnasta
en samt eðlislægasta hlutverk sem
mannskepnunni er falið, þótt ekki
sé fyrir annað en til að lífið haldi
áfram hér á jörðu. Ekki bara að líf-
ið haldi áfram heldur að líf afkom-
enda sé betra og fegurra en líf for-
feðra og formæðra þeirra.
Og ef vel á til að takast er þetta
risavaxið verkefni sem foreldrar
hafa með höndum hverju sinni,
stærra en nokkur útrás dugandi
manna í viðskiptaheiminum. Það
væri heldur engin útrás ef þeir sem
að slíkum verkum standa hefðu
ekki átt góðar mæður.
Móðir mín bar mig undir belti,
gætti mín sem fósturs, fæddi mig
af sér, gaf mér mjólk af brjóstum
sínum, fæddi mig og klæddi. Hún
gaf mér ómælda ást og hlýju, losaði
takið sem hófst með sundurklipp-
ingu naflastrengs – sleppti mér
hægt, með vökulu auga, en af ást
og nærgætni er árin liðu.
Hún mamma mín gerði allt sem
hún gat til að draumar mínir rætt-
ust, jafnt stórir sem smáir. Hún
gætti drengjanna minna og gaf
þeim það sem hún gat – ævinlega
af ánægju hvenær sem var og
kenndi þeim að sumir draumar eru
raunverulegri eins og t.a.m. að þeir
ættu skilið að eiga góða ömmu.
Elsku mamma mín.
Takk fyrir að hafa alltaf verið til
staðar, sérstaklega þegar mér lá
mest við.
Ég kveð þig nú um stund með
ást og virðingu. Fyrir mér ertu
besta mamma í heimi.
Sonur þinn,
Guðmundur Börkur
Thorarensen.
Elsku amma.
Frá því að ég var lítið barn hef-
ur þú alltaf verið til staðar fyrir
mig. Ég man enn fyrir tíu árum
þegar ég var bara smágutti og
kom oft í heimsókn til ykkar afa;
og alltaf var hangikjöt í pottinum,
sem þú varst að undirbúa handa
mér. Mér leið alltaf vel hjá ykkur.
Þó að ég hafi verið lítill þegar ég
þekkti ykkur best og þegar þið
voruð við betri heilsu, voruð þið
það góð og áhrifamikil að það
skildi eftir góðar minningar.
Ég man einmitt þegar þú
fékkst göngugrindina fyrst – mér
leist ekkert á hana, ég vissi í
rauninni ekkert hvað hún gerði
og ég vissi að það væri bara verra
fyrir þig að vera ekki með hana,
en ég hjálpaði þér samt með hana
ef ég gat, því það gerði þér lífið
léttara. Ég veit að þú passaðir
Kristbjörg G.
Thorarensen