Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 60

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 60
60 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það gat ekki verið neitt varið í hann, ákvað ég á „gelgj- unni“, allt of myndar- legur, og tveir metrar á hæð og með kolsvart hár niður á herðar. Kærasti systur minnar var hart dæmdur af mér, litlu systur og fann ég honum allt til for- áttu, fyrstu vikur okkar kynna. En hann hafði lag á að vingast við mig, eins og honum einum var lagið. Þrjú kvöld í röð biðu mín litlar dúkkur á rúminu mínu þegar ég kom heim. Kittý systir þóttist ekkert vita. Loks- ins fann ég út að þessi stóri „svarti“ sláni þarna væri ábyrgur fyrir þessu. Og sem vel uppalin 15 ára litla systir varð ég að þakka honum fyrir. Við tvö áttum gott spjall og ákváðum að verða vinir, og urðum það frá þessari stundu. Þegar Margret fæddist vor- um við Viggi afar ung, en þá var nú gott að eiga þau Kittý og Sveinbjörn að. Oft var hringt úr Nýja Lundi og spurt „ætlið þið að gera eitthvað um helgina?“ Oft, reyndar mjög oft, var ákveðið að Margret færi bara ein til þeirra. Sem var eini tilgangurinn með spurningunni. Og þá var nú dekrað við mína. Hún var vakin með kræsingum, svo var föndrað, bakað, litað og lesið. Það var ánægð lítil dúlla sem kom heim á sunnudögum og var hún alveg með það á hreinu að hún ætti tvö sett af foreldrum og Sveinbjörn Bjarkason ✝ SveinbjörnBjarkason fædd- ist í Reykjavík 27. október 1954. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 23. nóvember. fannst henni það al- gerlega eðlilegur hlut- ur. Eftir að Kittý litla fæddist var ekkert minna látið með hana. Þegar Katrín og Lára komu til sögunnar var nú aldeilis gaman að sjá hvað hann var mik- ill pabbi í sér. Eitt sinn vorum við systur í sumarbústað í Húsa- felli með allar fjórar stelpurnar, þá komu Viggi og Sveinbjörn seinna um kvöldið. Þá fór hann út og faldi fjöldann allan af strumpum út um alla móa í kringum bústaðinn. Þegar þær vöknuðu svo um morguninn sagði hann þeim að hann hefði séð þá þegar þeir komu. Út skutust þrjár litlar skottur, Margret orðin of stór til að trúa þessu, og merkilegt nokk, skógurinn var fullur af strumpum! Þetta var svo einkennandi fyrir Sveinbjörn, gera eitthvað skemmtilegt. Hann var sá mesti snyrtipinni og fagurkeri sem ég veit um. Bílarnir hans, alltaf stíf- bónaðir. Heimilið, alltaf hreint og alltaf flott. Hann hafði listræna hæfi- leika sem hann nýtti sér oft á óvenju- legan hátt. Hver man ekki eftir speglaveggnum í Æsufellinu? Og rúminu þeirra systra, sem þau gerðu í sameiningu? Eitt af síðustu skipt- unum sem ég sá hann, fyrir um það bil ári síðan, var hann að velja sér hluti til heimilisins. Svart varð það að vera. Það var til dökkbrúnt, en nei … það varð að vera svart. Mátti ekki skemma heildarlúkkið. Það er margt sem kemur upp í hugann þeg- ar kveðjustundin rennur upp. Ég kýs að muna bara góðu stundirnar, þær voru svo margar. Við þökkum fyrir að hafa kynnst honum og kveðjum góðan dreng og sendum ástvinum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð geymi þig. Sigurbjörg og Vignir. Hann Sveinbjörn er látinn. Ein- hvern tíma áður hefði þessi frétt ekki komið mér eins mikið á óvart og núna. Ég vissi ekki að Sveinbjörn hefði nýlega „fallið“ eins og við segjum, stóð í þeirri trú og von að hann væri á beinu brautinni. Í mars í fyrra hitti ég Sveinbjörn í afmæli dóttur hans, hann var edrú og búinn að vera það í einhverja mánuði. Og vissulega var yndislegt fyrir dætur hans, fjöl- skyldu og okkur öll að sjá hann aftur eins og við óskum eftir að sjá okkar nánustu og þá sem við elskum, lausa undan þessum sjúkdómi. Og þarna var gamli Sveinbjörn mættur, tók míkrófóninn og söng hvert lagið á fætur öðru ásamt Stefáni bróður sín- um. Seinnipart sumars hitti ég Sveinbjörn aftur og hann leit ennþá betur út og sagði að sér liði vel, væri búinn að fara í sína síðustu meðferð. Hann væri að vinna með góðu fólki að ýmsum félagslegum málum og væri að flytja inn í sína eigin íbúð. Allt var bjart framundan. Við Sveinbjörn kynntumst fyrir um 30 árum, er ég og Kittý fyrrver- andi eiginkona hans unnum saman. Það tókst með okkur sterk vinátta og Sveinbjörn og eiginmaður minn urðu einnig góðir vinir. Við vorum ung og lífið blasti við okkur með bjarta framtíð. Vorið 1981 týndist flugvél með fjórum mönnum á leið norður á Akureyri, um borð var eiginmaður minn og vinur Sveinbjörns. Svein- björn tók sjálfur þátt í leitinni sem stóð í hálfan mánuð. Einkaflugmenn tóku þátt í þessari umfangsmestu leit sem gerð hafði verið á þeim tíma og björgunarsveitarfólk gekk nánast yf- ir landið. Er líða fór á seinni hluta leitarinnar og peninga fór að skorta fyrir bensíni hjá einkaflugmönnum sem flugu á eigin kostnað tók Svein- björn sig til og gekk á milli vina og fyrirtækja og bað um frjáls framlög til styrktar því að hægt væri að halda leitinni áfram. Hann gekk á milli með kvittanablokk og gaf öllum kvittanir fyrir framlagi sínu, afhenti pen- ingana í bensínsjóð einkaflugmanna og gaf mér síðan blokkirnar með nöfnum þeirra fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum til þess að leitin mætti halda áfram. Sveinbjörn var mikill vinur vina sinna og ég get aldr- ei fullþakkað hvað hann gerði fyrir mig og aðrar eiginkonur og fjölskyld- ur sem biðu eftir að flugvélin Tf Rom fyndist. Sveinbjörn og Kittý eignuðust tvær yndislegar dætur sem nú sjá á eftir föður sínum. Söknuður og sorg dætranna, foreldra, fjölskyldu og vina Sveinbjörns byrjaði fyrir löngu síðan er hann fór þá leið sem því mið- ur er margra. Öll vonum við og ósk- um þess að hlutirnir breytist og þannig var það að Sveinbjörn gaf okkur mestu vonina núna síðastliðið ár um betra líf fyrir hann sjálfan. Margir hjálpuðu honum í gegnum þrengingar hans og á allt það góða fólk þakkir skilið. Hann var góður drengur og hjartahlýr, vildi engum illt, var alltaf tilbúinn að hjálpa og gefa af sér á meðan hann gat það. Þess ber að minnast og þakka fyrir. Ég kveð gamlan vin, vil muna þann góða dreng sem hann var. Ég votta dætrum Sveinbjörns, barna- börnum, föður, systkinum, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Kolbrún Jarlsdóttir. Elsku Sveinbjörn minn, þú varst mér sem minn annar pabbi þegar ég var lítil og kenndir mér ýmislegt um lífið og tilveruna sem enginn annar kenndi mér eða sagði frá. – Í skýin muntu teikna fyrir mig eins og þú gerðir þegar ég var lítil og vaknaði á undan ykkur Kittý frænku um helgar og trítlaði fram í eldhús þar sem beið mín tilbúið á eldhús- borðinu cocoa puffs, skál og skeið og það besta í heimi sem var litabók sem þú hafðir teiknað fyrir mig kvöldinu áður. Ég man líka eftir öllum fallegu afmæliskortunum sem þú skrifaðir handa mér. Þegar ég var lítil vorum við uppáhald hvort annars, við sporð- drekarnir, alltaf verið pínu montin af því að vera sporðdreki, þú kenndir mér það. Alltaf þótti mér jafn ótrú- lega vænt um að heyra þig segja við fólk að ég væri fyrsta stelpan þín. Okkar samband var mjög spes, ég gleymi því aldrei þegar ég dró þig af- síðis heima hjá ömmu Ásu á aðfanga- dag og spurði þig mjög alvarleg á svip, 5 ára gömul, hvort það hefði ekki örugglega verið þú sem komst heim til mín fyrr um daginn í jóla- sveinabúningi með alla pakkana frá ykkur Kittý frænku og fleirum. Þegar ég sat grafalvarleg í fanginu á þér í langan tíma á meðan þú fettir þig og grettir til að fá mig til að brosa og loksins komu viðbrögð sem þú bjóst alls ekki við, ég ullaði framan í þig og þú næstum pissaðir í þig af hlátri. Man líka eftir því þegar ég þóttist vera sofandi í sófanum þegar þið komuð heim og ég hafði verið að passa stelpurnar og ég heyrði ykkur tala um mig þegar ég var lítil, eins og þið væruð mínir alvöru foreldrar, það var rosalega notaleg tilfinning að vera svona mikið elskuð af ykkur og mínum eigin foreldrum. Í mínu hjarta var ég heppnasta stelpan í öll- um heiminum. Þegar stóllinn brotnaði undan okkur þegar ég sat í fanginu á þér og þú nýkominn heim frá sólarlöndum og þú talaðir ekki um annað en hvað þú hefðir séð eftir því að hafa ekki tekið mig bara með. Augnaráðið þitt sem horfði inn í mig og gat alltaf séð hvernig mér leið. Ég veit að þú einn skilur það þegar ég segi að ég hlakki til að sjá hvaða listaverk þú býrð til fyrir mig í skýin þegar ég lít upp til að athuga hvort ég sjái örugglega ekki Mikka mús einhvers staðar. Þú bjóst til flottustu afmæliskökur í öllum heiminum og kenndir mér að borða mesta fitunammi í heimi og þykja það gott, salt- og pipar-kart- öfluflögur. „Hann er svo fallegur maður,“ heyrði ég mjög oft sagt um þig en verð að viðurkenna að fyrir mér varstu alltaf minn fallegi Svein- björn, jú þú varst voða flottur en ég sá bara það fallega sem var innan undir skelinni og í hlýju augunum þínum. Þú munt aldrei vita hversu sárt mér þótti að vita af þér í stríði við sjálfan þig og vera eins og þú sagðir sjálfur „þinn versti óvinur“. Oft og mörgum sinnum langaði mig að taka upp tólið og hringja í þig og vita hvernig þú hefðir það en af sjálfs- elsku einni saman gerði ég það ekki af því að ég einfaldlega vildi eiga minningarnar um þig eins og þú varst þegar þú varst mér sem minn annar pabbi. Fótsporin sem þú skilur eftir þig í mínu hjarta eru mjög djúp og munu aldrei hverfa. Ástarþakkir og stórt hjartaknús til þín frá mér. Í hjarta mínu veit ég að þér líður vel á himnum sem flott- asti engillinn fyrr og síðar. Elsku litlu frænkur, megi Guð og allir hans fallegu englar styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum og vera með ykkur um ókomna tíð. Margret. Allt var kyrrt og allt varð hljótt öllu lokið furðu fljótt englar himins grétu í dag, í dag. (KK) Þessar línur Kristjáns Kristjáns- sonar (KK) komu mér strax í huga, þegar ég frétti að vinur minn Svein- björn hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Braut Sveinbjörns var ekki alltaf bein en undanfarin tvö ár voru hon- um, hans nánustu og okkur vinum hans dýrmæt. Hann var tónlistarunnandi og hafði mikið og gott vit á tónlist. „Þú verður að hlusta á þetta,“ sagði hann oft við mig. Helst þurfti að stilla hátt og þegja; hvort sem hlustað var á Hendrix, ZZ Top, Moody Blues eða KK. Það var gaman að fara með hon- um á tónleika, er mér minnisstæðast þegar við fórum og hlustuðum á Hrafnagaldur Óðins á Listahátíð í Laugardalshöll, okkur kom saman um að þetta hefði sko verið flott. Síð- ustu tónleikar sem við fórum saman á voru líka í Höllinni og þá að hlusta á Led Zeppelin. Sveinbjörn var glæsimenni, nautnabelgur og fagurkeri með risa- stórt hjarta. Hann bar hag Láru sinnar og Katrínar ætíð fyrir brjósti og ekki síður Bjarka föður síns. Sveinbjörn var mjög trúaður og í bænum sínum á kvöldin bað hann alltaf fyrir Láru, Katrínu, barna- börnunum og Bjarka. Þá bað hann ætíð þess að sér tækist að vera þann- ig að pabbi sinn og dætur gætu verið stolt af. Allt var kyrrt og allt varð hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag. Vinur minn, hvíldu í friði. Sigrún. Andlát Sveinbjarnar kom flestum sem hann þekktu á óvart. Lífið er hverfult með skini og skúrum. Nú hefur þú nóg séð og nóg reynt, kæri vinur. Við áttum samleið í mörg ár með gleði og tár. Ég veit það reynd- ist þér oft erfitt að glíma við sjúkdóm þinn og fannst þér lífið stundum ein- ungis vera upp í mót. Svo komu góðir tímar og þú brost- ir við heiminum og heimurinn brosti við þér. Þú naust sýningarinnar í öll- um tilbrigðum, hvort sem það var borgargnýrinn að kveldi eða í dags- ljósi. Þú varst ávallt vinur vina þinna og hafðir hreint og gott hjarta, varst opinn og móttækilegur. Dætur þínar elskaðir þú meira en nokkur orð fá lýst, og varst þeim eins góður faðir og þér var unnt. Mikið varstu ham- ingjusamur þegar þú varðst afi og gast varla beðið eftir að fá að kenna barnabörnunum sögur, söng og trumbuslátt, það var svo margt gott sem þú áttir. Eins og þú sagðir sjálfur, þá varstu sem af fugli, – reytt fjöður og finnast fáir víst slíkir. Fyrir mér varstu sem sögumaðurinn í ævintýri H.C. Andersen um kistuna fljúgandi. Lífið kveður svo á að þótt sviplega syrti yfir góðum manni þá birti aftur yfir sortanum og fyrir eilífa trú. Þú ortir sjálfsævisögu í fimm stuttum þáttum og birtist hún hér og nú: 1. þáttur Ég geng niður götuna Það er djúp hola í gangstéttinni Ég fell í hana Ég er glötuð … Ég get enga björg mér veitt Þetta er ekki mér að kenna Ég er heila eilífð að komast uppúr. 2. þáttur Ég geng niður götuna Það er djúp hola í gangstéttinni Ég læt sem ég viti ekki af henni Ég fell aftur í hana Ég get ekki trúað því að ég sé enn á sama stað En þetta er ekki mér að kenna Ég er lengi að koma mér uppúr 3. þáttur Ég geng niður götuna Það er djúp hola í gangstéttinni Ég sé hún er þarna Samt fell ég í hana … af gömlum vana Ég veit hvar ég er Þetta er mér að kenna Ég hef mig uppúr á stundinni 4. þáttur Ég geng niður götuna Það er djúp hola í gangstéttinni Ég kræki framhjá henni 5. þáttur Ég geng niður aðra götu Kæri vinur minn Sveinbjörn, kall- ið er komið, ég kveð þig nú. Þú hefur hafið brottför til nýrra kennda og há- reysti. Þín verður sárt saknað. Ég bið góðan Guð að styrkja dætur þín- ar Katrínu og Láru og fjölskylduna þína í sorg sinni og söknuði. Ljós ber á rökkurvegu, rökkur á ljósvegu. Líf ber til dauða, og dauði til lífs. (Þorsteinn Valdimarsson) Hvíl í friði, elsku Sveinbjörn, megi Guð og englarnir varðveita þig, eftir stendur minning um góðan mann. Þín vinkona Sólveig Franklínsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlis- manns, föður, tengdaföður og afa, ÁSTRÁÐS HELGFELLS MAGNÚSSONAR, Hörgsási 4, Egilsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Rósa Kristín Björnsdóttir, Elvar Ástráðsson, Guðrún V. Bóasdóttir, Sigríður Júnía Ástráðsdóttir, Björn Björnsson, Magnús Ási Ástráðsson, Hulda Rós Sigurðardóttir, Jóhanna Birna Ástráðsdóttir, Ævar Bjarnason, barnabörn og aðrir aðstandendur. Bestu þakkir öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, bókasafns- og upplýsingafræðings, Kringlunni 59, Reykjavík. Hrafn Bragason, Steinunn Hrafnsdóttir, Haraldur Arnar Haraldsson, Börkur Hrafnsson, Elín Norðmann, Hákon Árnason, Bertha Sigtryggsdóttir, Gerður Árnadóttir, Stefán Ólafsson, Andri Þór, Snædís,Tinna, Jón Hrafn og Óskar Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.