Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 62

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 62
62 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Íbúð óskast Skilvíst og reglusamt par óskar eftir íbúð í Reykjavík út apríl, helst með húsgögnum. Upplýsingar í síma: 695 3289. Klúbbar og félagasamtök Skipuleggjum sérferðir til Barcelona, Bayern, Búdapest, Ítalíu, London, Rínardals, Skotlands, Slóveníu, Svartaskógar og Utah. Hjólaferðir, hallargisting, gönguferðir, golf, vínsmökkun, skíðaferðir, jólamarkaðir og bjórmenning - bara gaman! Nánar á www.isafoldtravel.is. Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544-8866. Ferðalög Húsgögn Pool-borð til sölu Gott 8 ft pool-borð til sölu fyrir 50.000 kr. Nánari upplýsingar hjá Helgu í síma 587 7770 eða netfang: helga@ev.is Húsnæði í boði Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Til leigu er rúmlega 90 fm 3-4 herbergja íbúð í Norðurmýrinni. Íbúðin er öll nýuppgerð. Reglusemi og góð umgengni skilyrði. Áhuga- samir sendi svar á veffang ohol@simnet.is Hreingerningar Skúringavélar til sölu! Til sölu notaðar skúringavélar, 20 tommu, 17 tommu. Fínar fyrir íþrótta- hús og verkstæði. Upplýsingar í síma 897 8444. Skammtímaleiga 101 RVK Fullbúin fjögurra herbergja íbúð til leigu í viku í senn. Uppábúin rúm fyrir fimm, þvottavél og uppþvottavél á staðnum. Verð 20 þús. per sólarhring. Laus yfir jólin. Upplýsingar í síma 691 2242. Húsnæði óskast Smáauglýsingar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sól á Suðurlandi: „Skyndileg stefnubreyting Lands- virkjunar vegna orkusölu er allt ann- að mál en virkjanaframkvæmdir í Þjórsá. Almenningur í landinu getur glaðst yfir því að Landsvirkjun sjái nú fleira en álver. Heimamenn við Þjórsá hafa hins- vegar enga ástæðu til að gleðjast. Nema kannski yfir því að allir sjá nú það sem Sól á Suðurlandi hefur bent á frá upphafi, að ofuráhersla á að virkja Þjórsá sem fyrst var röng. Hún var röng af náttúruverndar- sjónarmiðum, hún var röng af mann- réttindasjónarmiðum, hún var röng vegna þeirra aðferða sem beitt hefur verið við kynningar, samninga og undirbúning allan. Hún var röng af því að orkuna átti að bjóða hverjum sem hafa vildi til stóriðju eða hvað sem var. Hún var líka röng af því að suð- vesturhornið er ofþanið heitt svæði, þar sem stórframkvæmdir auka á vandræði allra landsmanna, þenslu þar sem síst skyldi og á ójafnvægi milli landshluta. Síðast en alls ekki síst var hún röng af öryggissjónar- miðum vegna þeirra sem búa á lág- lendinu neðan við stíflugarða á jarð- skjálftasvæðinu við Þjórsá. Aðeins eitt er breytt!! Landsvirkj- un matar ekki ný álver á suðvestur- horninu. Áhrif virkjana við Þjórsá eru jafn- skaðleg og áður. Stefna Landsvirkj- unar er áfram ógnun við náttúruna, eignarrétt, mannréttindi, öryggi Sunnlendinga á jarðskjálftasvæðinu við Þjórsá, og við afkomu þeirra til framtíðar. Stefna Landsvirkjunar eykur enn á þenslu á suðvesturhorn- inu. Virkjanir strax og nokkur hundr- uð störf í viðbót á suðvesturhornið er ekki það sem þjóðin þarf núna. Við tökum mark á ábendingum Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, nú eins og fyrir álverskosningarnar í Hafnarfirði. Davíð Oddsson varaði við þenslunni þá og hann varar við þenslunni nú. Landvernd, Náttúru- verndarsamtökin flytja viðvaranir, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra minnir á afstöðu heima- manna og blandar ekki saman orku- nýtingu og virkjunum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra leggur til að leitað verði sátta, en Lands- virkjun fer áfram sínu fram og bakk- ar ekki um þumlung. Jarðrask og framkvæmdir eru þegar í gangi, þótt skipulag með virkjunum liggi aðeins fyrir öðrum megin við ána. Sól á Suðurlandi lítur á virkjanir og orkusölu sem tvö mál. Ekki hefur þótt skynsamlegt að selja skinnið áð- ur en björninn er unninn. Það gerir Landsvirkjun hiklaust og treystir því að hún fái að fara sínu fram. Fólkið við Þjórsá telur stefnubreytingu Landsvirkjunar staðfestingu á að málflutningur fyrirtækisins hefur ekki staðist hingað til. Því einu má treysta að fyrirtækið hyggst keyra virkjanir sínar í gegn. Ekki fyrir al- mannahag, heldur viðskiptalega hagsmuni orkufyrirtækis sem áfram hagar sér eins og ríki í ríkinu.“ Sól á Suðurlandi lítur á virkjanir og orkusölu sem tvö mál. Áherslan á að virkja Þjórsá röng UM 200 manns tóku þátt í hóp- tíma sem Hreyfing stóð fyrir í Valsheimilinu 3. nóvember sl. og dönsuðu zumba við suðræna tón- list til styrktar UNIFEM. Glitnir styrkti viðburðinn en bankinn er einn af aðalstuðningsaðilum UNI- FEM. Allur ágóði af viðburðinum, 400.000 krónur, rennur til UNI- FEM á Íslandi en féð verður nýtt til baráttunnar gegn ofbeldi gegn konum í Suður-Ameríku, segir í fréttatilkynningu. Zumba er æfingakerfi sem byggist á samspili danshreyfinga við suðræna tónlist og á rætur að rekja til Kólumbíu. Í tilefni af söfnuninni kom kólumbískur gestakennari til landsins og leiddi suðrænu sveifluna. Hreyfing opn- ar nýja stöð í Glæsibæ um ára- mótin og þar verður zumba einn af fjölmörgum kostum til heilsu- bótar. Sjöfn Vilhelmsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi, þakkar öllum sem tóku þátt í tím- anum og studdu gott málefni með skemmtilegum hætti. Dansað til styrktar UNIFEM Þátttakendur í zumbasveiflu í Valsheimilinu 3. nóvember sl. Bændur í stuði hjá B.A. Akureyrarmót í tvímenningi, fjög- urra kvölda barómeter, hófst hjá B.A. á þriðjudagskvöldið með þátttöku 14 para. Spiluð verður tvöföld umferð. Eftir sex lotur hafa þeir tekið forystu, stórbóndinn Helgi Steinsson á Bæg- isá og smábóndinn Gylfi Pálsson frá Dagverðartungu. En „mörg stig eru eftir í pottinum“ eins og þar stendur og verður eflaust sótt hart að þeim næstu spilakvöld. Röð efstu para er annars þessi: Helgi Steinss. og Gylfi Pálsson +42 Sveinbjörn Sigurðss. og Kári Gíslason. +24 Pétur Guðjónss. og Jónas Róbertss. +23 Jón Sverrisson og Una Sveinsd. +21 Frímann Stefánss. og Reynir Helgas. +13 Guðm. Halldórss. og Pétur Gíslason +13 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 19. nóvember byrjaði tveggja kvölda Hraðsveitakeppni. 9 sveitir mættu til leiks og efstar eftir fyrsta kvöld voru: Sigurður Sigurjónsson +36 Hulduherinn +24 Inda +20 Erla Sigurjónsdóttir +19 Mánudaginn 26. nóvember er seinna kvöldið í Hraðsveitakeppninni en Aðalsveitakeppni BH byrjar 3. desember. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í Flatahrauni 3. Öll spilaaðstaða er til fyrirmyndar og er vel tekið á móti öllum spilurum. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson. Brids í Gullsmára Það var „aðeins“ spilað á 10 borð- um í Gullsmáranum 22. nóvember sl. Lokastaðan í N/S: Þorsteinn Laufd. - Magnús Halldórss. 213 Leifur Jóhanness. - Guðm.Magnússon 202 Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 171 Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannsson 169 A/V Steindór Árnason - Halldór Heiðar 196 Bragi Bjarnason - Óli Gíslason 195 Páll Guðmundss. - Elís Kristjánss. 188 Ruth Pálsd. - Viggó M.Sigurðss. 181 Miðvikudagsklúbburinn 22 pör mættu til leiks miðvikudag- inn 21. nóvember. Mikið var af pörum að æfa fyrir Parasveitakeppnina og voru efstu pörin úr þeim hópi. Ragn- heiður Nielsen og Ómar Olgeirsson unnu með 64,7% skor og Soffía Daní- elsdóttir og Magnús Sverrisson voru í 2. sæti með 63%. Staða efstu para var: Ragnheiður Nielsen - Ómar Olgeirss. 82,5 Soffía Daníelsd. - Magnús Sverriss. 72,6 María Haraldsd. - Páll Valdimarss. 36,3 Halldór Svanbss. - Kristinn Kristinss. 30,8 Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þorvaldss. 21,2 Efsta sætið fékk veglegar osta- körfur og annað sætið nældi sér í kon- fekt. Halldór Svanbergsson, Kristinn Kristinsson, Lilja Kristjánsdóttir og Hlynur Vigfússon voru dregin út og kræktu sér í jólakaffi. Miðvikudagsklúbburinn spilar á miðvikudagskvöldum í húsnæði Bridssambands Íslands. Spilaður er eins kvölds tvímenningur með for- gefnum spilum og notuð er nýjasta tækni í allri tölvuvinnslu. Spila- mennska hefst kl. 19 og er tekið sér- staklega vel á móti spilurum sem hafa litla og enga reynslu af keppnis- bridge. Allir spilarar eru velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson. Heimasíða félagsins er www.bridge.is/mid Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 22.11. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S Ragnar Björnsson – Ólafur Ingvarss. 202 Ægir Ferdinandss. – Hannes Ingibergs. 193 Viggó Nordqvist – Gunnar Andréss. 181 Árangur A-V Magnús Oddsson – Björn E. Péturss. 255 Hólmfríður Árnad. – Stefán Finnbogas. 206 Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 192 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ungum jafnaðar- mönnum: „Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um bætta réttarstöðu útlendinga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frum- varpinu er tekið á ámælisverðum gloppum í íslensku lagaumhverfi, sem löngu er tímabært að leiðrétta. Því er það von Ungra jafnaðar- manna að frumvarpið mæti ekki fyr- irstöðu í þinginu og eru þingmenn Samfylkingarinnar sérstaklega hvattir til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja því fram- gang. Í fyrsta lagi er brýnt að leið- rétta stöðu útlendinga, þá einkum erlendra kvenna sem sæta heimilis- ofbeldi af hálfu maka sinna. Það á ekki að líðast að fólk þurfi að ganga gegnum það helvíti að þola ofbeldi á eigin heimili í framandi landi og eiga á hættu að missa landvistarleyfi ef skilnaðar er óskað. Í öðru lagi ítreka Ungir jafnaðarmenn þá afstöðu sína að hina svokölluðu 24 ára reglu beri að afnema þegar í stað. Það er ómál- efnaleg mismunun að setja þetta ald- urstakmark á dvalarleyfi maka. Í ljósi þess að þingmenn Samfylking- arinnar töluðu manna hæst á móti lögleiðingu þessarar reglu árið 2004, vænta Ungir jafnaðarmenn þess að þeir tryggi breytingatillögunni framgang í þinginu nú. Í þriðja lagi gerir frumvarpið ráð fyrir bættri stöðu einstaklinga gagnvart atvinnu- rekendum, meðal annars þannig að tímabundið atvinnuleyfi sé veitt ein- staklingi en ekki atvinnurekanda. Þetta telja Ungir jafnaðarmenn, nú sem fyrr, mjög æskilega breytingu sem geti stuðlað að því að fyrir- byggja misnotkun og slæma meðferð á erlendum launþegum, sem eru of háðir vinnuveitanda sínum vegna at- vinnuleyfis. Að lokum tekur frum- varpið á skilyrðum um dvalarleyfi, sem eru of ströng gagnvart erlend- um ungmennum. Núverandi lög um útlendinga gera þannig ráð fyrir að við 18 ára aldur þurfi börn innflytj- enda sjálf að sýna fram á trygga framfærslu sína. Þetta getur m.a. leitt til þess að þau hætti skóla- göngu.“ Styðja frumvarp um bætta réttarstöðu útlendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.