Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 80

Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 80
SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 2 °C | Kaldast -8 °C  Austan 8-13 m/s sunnan- og vestan- lands, slydda og síðan hlýnar. Annars hæg- viðri og bjart. » 8 ÞETTA HELST» Tímabært að efla eftirlit á hafísslóðum  Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af aukinni umferð skemmti- ferðaskipa á hafísslóðum fyrir norð- an land. Líklegt er að Gæslan þyrfti að sinna hugsanlegum björg- unarstörfum ef til slysa kæmi. » 2 Endurnýjun á mbl.is  Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, hefur útsendingu sjónvarps- fréttatíma á netinu á morgun. Fréttatíminn verður í hádeginu og veitir yfirsýn yfir helstu fréttir. Breytingar verða einnig gerðar á vefnum með tilliti til léttara og skýr- ara yfirbragðs. » 4 Reglur um ökuhæfi  Endurskoða þarf reglur um öku- hæfi og heilbrigðisskilyrði öku- manna. Hættan af umferðarslysum vegna veikinda eða lyfjanotkunar ökumanna er vanmetin að mati Rannsóknarstofnunar umferð- arslysa. Dæmi eru um að sjúklingar á geðdeyfðarlyfjum hafi framið sjálfsvíg í umferðinni. » 2 Samningatækni  130 manns sóttu námskeið í hags- munamiðaðri samningagerð. Mark- miðið er að auka fagmennsku í samningaviðræðum. Fólk sem mun sitja sitt hvorum megin við samn- ingaborðið í vetur tók þátt. » 6 SKOÐANIR» Ljósv. | Miðaldra karl. og ung. konur Forystugrein | Loftslagsbreytingar og tækifæri Staksteinar | Guðni og Halldór UMRÆÐAN» Landflótti frá Svíþjóð Hundraðasta kerið gangsett Óvissar horfur á vinnumarkaði Nýr framkvæmdastjóri SI Opið bréf til Kristjáns L. Möllers Upprætum ofbeldi gegn konum Ævin og lífið Saman í þágu mannúðar ATVINNA» KVIKMYNDIR» Indiana Jones er bestur, Jókerinn verstur. » 73 Hin finnska Tarja Turunen var rekin úr hljómsveitinni Nightwish, en er nú búin að senda frá sér sólóplötu. » 70 TÓNLIST» Stormasamt líf Finna FÓLK» Eru meðlimir Take That dópistar? » 77 GAGNRÝNI» Ferðasót er aðeins of ein- hæf plata. » 79 Viljir þú spara orku ættir þú að kynna þér vefsíðuna Blackle.com, sem virkar alveg eins og Google. » 77 Orkuspar- andi Google TÆKNI» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kostnaðars. hnappur hjá Google 2. Tveir fluttir með þyrlu eftir slys 3. 15 ára í klefa með 20 mönnum 4. Hjálparkall vegna hryllingsm. GERÐUR Kristný hefur sent frá sér sína þriðju ljóðabók, Höggstað, en sjö ár eru síðan hún sendi síðast frá sér ljóðabók. „Ljóð er æðst allra bók- menntagreina. Ég held að allt þetta tal síðustu ára um dauða ljóðsins lýsi bara ótta okkar við að missa það, rétt eins og þegar fréttir fara á kreik um andlát ástsælla tónlistarmanna eða veðurfræðinga,“ segir Gerður í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Ef eitthvert form minnir á ljóð, þá er það kannski myndabækur fyrir börn,“ segir Gerður sem sendir einn- ig frá sér Ballið á Bessastöðum fyrir þessi jól, en um er að ræða sögu fyrir börn sem prýdd er fjölda mynda eftir Halldór Baldursson. | 42 Ljóðið er ekki dautt Afkastamikil Gerður Kristný. AUÐI Laxness, ekkju nóbelsskálds- ins Halldórs Laxness, var í gær af- hent fyrsta eintakið af bókinni Til fundar við skáldið Halldór Laxness eftir Ólaf Ragnarsson. Í bókinni, sem er sú þriðja sem Ólafur ritar um skáldið, er að finna samtöl höfundar við Halldór og eru þau að líkindum þau síðustu sem ekki hafa verið birt. Ræða þeir þar um allt frá Erlendi í Unuhúsi til Stalíns, klæðaburð og filmumannavín, heimilislíf á Gljúfrasteini og margt fleira og er inn í mörg samtölin skotið brotum úr óbirtum einkabréfum skáldsins og handritum og fleiru. Auður kemur einnig töluvert við sögu í bókinni og er m.a. sagt frá því þegar hún og höfundur bókarinnar fóru í gegnum skrifpúlt Halldórs eftir að skáldið lést árið 1998. Á myndinni má sjá Bjarna Þor- steinsson, ritstjóra hjá Veröld, sem gefur bókina út, afhenda Auði fyrsta eintakið á heimili hennar í Mosfellsbæ. Auði afhent fyrsta eintakið Síðustu óbirtu samtölin við Halldór Laxness í nýrri bók Morgunblaðið/Golli ALÞJÓÐLEG umhverfisvottun Hópbíla hf. hefur skilað fyrirtæk- inu auknum viðskiptatækifærum, beinum fjárhagslegum ávinningi og bættri ímynd. Upphafið má rekja til fyrir- spurna Alcans á Íslandi en Hópbíl- ar sjá um keyrslu fyrir það fyr- irtæki. „Alcan gerir miklar kröfur til sinna birgja og spyr talsvert um gæða-, öryggis- og umhverfismál,“ segir Pálmar Sigurðsson skrif- stofustjóri. „Það varð til þess að þessi umræða fór af stað hjá okkur og endaði með að við innleiddum ISO 14001-umhverfisstjórnunar- kerfið.“ Sendir á námskeið Langstærsti umhverfisþáttur Hópbíla er eldsneytisnotkunin. „Við reynum markvisst að draga úr henni en í því felst um leið mik- ill fjárhagslegur ávinningur.“ Með- al annars sóttu allir bílstjórar fyr- irtækisins námskeið í vistakstri í því skyni að minnka olíunotkun. „Við hömrum stöðugt á þessu og komum á rafrænu eftirliti á eyðslu allra bílanna. Að meðaltali höfum við dregið úr olíunotkun um þrjú til fjögur prósent. Áður eyddu bíl- arnir 44 til 45 lítrum á hundraðið en nú eyða þeir 41 til 42 lítrum. Þarna er um stórar fjárhæðir að tefla því við brennum um 1,7 millj- ónum lítra af dísilolíu árlega.“ Fyrirtækið gekk skrefinu lengra og notar nú svokallaðan bíódísil, sem er lífrænt eldsneyti að hluta, á alla sína bíla en um er að ræða samstarfsverkefni Hópbíla og N1. Pálmar segir vöxt fyrirtækisins mikinn og telur að umhverfisvott- unin spili þar inn í. „Við þjón- ustum að stórum hluta erlenda ferðamenn og hjá þeim á umhverf- isvakningin sér miklu dýpri rætur en hér. Ég tel því engan vafa á að þessi ímyndarvinna hafi skilað sér í auknum viðskiptatækifærum fyr- ir okkur. En þetta snertir miklu fleira, t.a.m. gæðamál enda er komið við alla þræði rekstursins þegar farið er af stað með svona vinnu.“ | 10 Vottun snertir alla þræði rekstursins Morgunblaðið/Golli Vottun Umhverfisstarfið skiptir ekki síst máli gagnvart erlendum ferðalöngum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.