Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 2

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 2
82 SKINFAXI Og átján hafmeyjar elskandi faðminn út breiða í iðgrænum skikkjum, — hver felling er gliti stöfuð. Með sólskinskambi þær signaðan hárlokk greiða og silkislæður Ijósar vefjast um höfuð, og silfurbeltum um mjúkleg mitti þær spenna, — en mild og svalandi tár um vangana renna. Eins og stríðandi valkyrjur skara þær skjöldum úr steini, og skartrúnir hefir Ægir í vopn þeirra grafið. Þar dulvísir fuglar í grópunum liggja í leyni og lita spurulum sjónum niður á hafið, lífseigir fuglar, sem fjöregg systranna geyma og fljúga með von þeirra yfir í nýja heima. Og átján systur í ást sinni þögular bíða, — í æskunnar trega þær lúta að skjaldanna röndum. Þær búa yfir ókunnum mætti, en megna ekki að stríða, því myrk eru álögin: Þær eru í tröllahöndum. Um aldir þær hafa búið við barning og helsi, og beðið eftir honum, sem gæfi þeim frelsi. Nei, hér fæst ei hvíld. — Hér kallar oss árvakur andi hins eilífa stríðs gegn því valdi, er smælingjann kúgar. Hér eggja oss spor þeirra, er tendruðu ljós yfir landi, — öll lífssaga þeirra í brimhljóði aldanna súgar. Þeir börðust við tröllin, svo brast í liðum og kögglum, og blóðið sést ennþá, sem draup undan þeirra nöglum. Enn skortir eitt átak: hugsjón, svo sterka og hreina, að hjörtun brenni, — þá skeður hið mikla undur. Þær átján systur þrá átján svo logheita sveina, að álögin rofni: hlekkirnir bráðni í sundur. Nær kemur sú stund? Sjá, átján ástmeyjar bíða .... Ungi maður! Flýttu þér — dagarnir líða.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.