Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 5

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 5
SKINFAXI 85 ómennsku; sem eru ef til vill á þessu andartaki að frjóvga fræ nýrrar hugsjónar, sem getur endurnýjað og yngt upp menningu Vesturlanda. Og nú valt það á fáeinum orðum á pappírsblaði, hvort öll þessi geislandi framtíð ætti að fá að verða að veruleika eða mást út, óviðbjarganlega, um eilífð eilífðar, með eiturgasi í sundurleystum lungum eða vélbyssukúlum í tættu brjóstholi. Þetta er brjálæði. Hver vill stríð? Er nokkur liinna venjulegu, einföldu, sönnu manna í Þýzkalandi, Tékkó- Slóvakíu eða Englandi, sem vill strið? Og þó kemur slríðið livað eftir annað, eins og óhjákvæmileg örlög. Hvernig má það vera? Gangur sögunnar er þó engin fyrirl'ram ákveðin, óhjákvæmileg náttúruþróun, sem vér getum engin áhrif haft á; gagnstælt þvi mótar vilji vor, vilji mannkynsins gang sögunnar liverja líðandi mínútu. Og þó kemur það livað eftir annað, stríðið, sem enginn vill. Eða er kannske einhver til, sem v i 11 stríð, svo stál- liart, svo vitfirrt, að áform lians sigri sameinaðan vilja mannkynsins? Ef svo er — hvernig getur sá maður nokkurn tíma sofið? Sá, sem sleppir núna lausu stríð- iuu, sem lætur allar mæður í lieilli lieimsálfu vaka í skelfingu nótt eflir nótt, hörnin vakna með hjartað stirðnað af ótta, þegar myrkrið skelfur af sprenging- um, vopnfæru mennina horfa heitum, svefnlausum augum, nótt eftir nótt, á sprengjurnar leiftra eins og vanheilagar Betlihemsstjörnur — hvernig ætti hann nokkurn tíma framar að geta sofið? Mér finnst eg heyra rödd kalla: „Sof ekki lengur! Launmyrðir Macbetli svefninn, hinn heilaga svefn, hinn saklausa ....“ En það borgar sig ekki að spyrja. Maður getur hvort sem er engu lil vegar komið, maður er svo ónýtur, að manni finnst doði læsast um allan skrokkinn. Hið eina,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.