Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 13

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 13
SKINFAXI 93 um í Miðfirði, og þar átti Gunnlaugur lieima, síðasta tímann sem hann dvaldi i átthögum sínum. Á Söndum er sandfok mikið og uppblástur, sem kunnugt er, og þar kynnist Gunnlaugur fyrst þessu náttúrufyrirbrigði, sem hann átti síðar svo langa viðureign við. Séra Þor- valdur á Melstað vakti fyrstur atliygli liins unga manns á fokinu og nauðsyninni á aðgerðum gegn því, og kann það að liafa liaft áhrif til að kveikja þann áhuga, sem Gunnlaugur liefir verið gæddur á þessu efni. Haustið 1902 fór Gunnlaugur i Flensborgarskólann i Hafnarfirði, og stundaði þar nám þrjá vetur, hinn síðasta í kennaradeild skólans, og lauk kennaraprófi 1905. Hefir hann síðan gegnt kennarastörfum á vetr- um, lengst af við skólana i Hafnarfirði. Síðan 1919 hefir liann verið fastur kennari við barnaskólann þar, en kennt jafnframt við Flensbogarskólann. Séra Magnús Helgason kom að Flensborgarskólan- um sem kennari haustið 1904. Varð Gunnlaugur fyrir sterkum áhrifum af honum, eins og fleiri. En það sýn- ir álit M. H. á Gunnlaugi, og mannþekkingu lians um leið, að hann valdi Gunnlaug til að veita sandgræðslunni forstöðu. M. H. var þá í stjórn Búnaðarfélagsins, en hún þurfti að senda mann utan til sandgræðslunáms. Kom M. H. til Gunnlaugs, þar sem hann var heimilis- kennari lijá Ágústi Flygenring, snemma vetrar 1905— ’OO, og falaði liann til ferðar þessarar og starfs. Varð þetta að ráði, og fór Gunnlaugur utan í febrúar 1906 og dvaldi í Danmörku við sandgræðslunám þar til i marz 1907, að hann kom heiin. Hóf liann störf sín i þágu sandgræðslunnar þá um vorið, 11. maí. Gunnlaugur Kristmundsson hefir verið ærið önnum kafinn, sem ætla má, þar sem hann hefir gegnt fullu kennarastarfi og haft á hendi stjórn sandgræðslufram- kvæmdanna. Annað er að vísu vetrarstarf, hitt einkum sumarvinna, en aldrei hefir orðið á milli. Aðeins einu sinni hefir hann unnað scr sumarhvíldar, en það var

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.